Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur
Fréttir

Hagspá Lands­bank­ans 2021-2023: Birt­ir til eft­ir þung­bú­ið ár

Í hagspá Hagfræðideildar Landsbankans fyrir árin 2021-2023 er gert ráð fyrir að efnahagsbatinn hefjist á öðrum ársfjórðungi 2021 og að landsframleiðslan vaxi um tæp 5% á árinu. Góður gangur í bólusetningum, bæði innanlands og í helstu viðskiptalöndum, bendir til þess að ferðaþjónustan taki fyrr við sér en reiknað var með síðastliðið haust.
Hraunrennsli
18. maí 2021

Hagfræðideild spáir hóflegri en þó áfram kröftugum hagvexti á næsta ári, en að það hægi meira á hagvexti árið 2023 en áður var reiknað með. Útlit er fyrir að verðbólga gangi hægt og sígandi niður eftir því sem líður á árið samhliða því sem alþjóðleg áhrif faraldursins á hrávöruverð og flutningskostnað fjara út.

Áhrif vegna styrkingar krónunnar síðustu mánuði, umtalsverður framleiðsluslaki og varfærin hækkun stýrivaxta á seinni hluta ársins, ætti að skila sér í verðbólgu sem verður nálægt markmiði Seðlabanka Íslands um mitt næsta ár.

Daníel Svavarsson, forstöðumaður Hagfræðideildar, segir: „Hagvaxtarhorfur fyrir árið í ár hafa batnað hratt síðustu mánuði. Þar spilar fyrst og fremst inn í góður gangur í bólusetningum hér innanlands og í okkar helstu viðskiptalöndum, en einnig sú gríðarlega athygli sem eldgosið í Geldingadölum hefur hlotið. Báðir þessir þættir munu hjálpa ferðaþjónustunni að ná viðspyrnu fyrr en við reiknuðum með síðastliðið haust. Verðbólguhorfurnar hafa hins vegar versnað allnokkuð síðustu mánuði og við reiknum ekki með því að verðbólgan verði komin að markmiði Seðlabankans fyrr en um mitt næsta ár.“

Helstu niðurstöður:

  • Útlit er fyrir að böndum verði komið á Covid-19-heimsfaraldurinn á seinni hluta árs 2021 og að landsframleiðslan hér á landi aukist um 4,9% á árinu. Útflutningur eykst um ríflega 15%, einkaneysla um 3,8% og heildarfjármunamyndun um 5,5%.
  • Reiknað er með samfelldum hagvexti næstu tvö árin; 3,3% árið 2022 og 2,2% árið 2023. Áætlað er að verg landsframleiðsla nái sama stigi og fyrir faraldurinn undir lok árs 2022.
  • Gert er ráð fyrir um 800.000 erlendum ferðamönnum í ár, 1,5 milljónum á næsta ári og um 2 milljónum árið 2023.
  • Draga mun úr atvinnuleysi en útlit er fyrir að skráð atvinnuleysi verði að meðaltali 8,8% á þessu ári, lækki í 5,5% á næsta ári og verði nálægt 4,6% árið 2023.
  • Gert er ráð fyrir að viðskiptajöfnuður við útlönd verði jákvæður um að jafnaði 1,1% af landsframleiðslu næstu þrjú árin.
  • Verðbólgan nær hámarki á öðrum ársfjórðungi 2021 og verður töluvert yfir markmiði út þetta ár en verður komin í markmið um mitt næsta ár. Gert er ráð fyrir að verðbólga verði að meðaltali 4% í ár, 2,5% á næsta ári og 2,6% árið 2023.
  • Spáin gerir ráð fyrir að stýrivextir verði hækkaðir á seinni helmingi ársins og að meginvextir Seðlabanka Íslands verði 1,5% í árslok, hækki í 2,5% árið 2022 og verði 2,75% í lok árs 2023.
  • Fasteignamarkaðurinn tók verulega við sér í vor í kjölfar vaxtalækkana. Við gerum ráð fyrir að íbúðaverð hækki um 10,5% í ár, milli ársmeðaltala, en að það hægi verulega á hækkunartaktinum næstu ár.
  • Ríkissjóður hefur tekið á sig miklar byrðar í kreppunni. Fjárlög ársins 2021 voru samþykkt með 326 ma.kr. halla. Samneysluútgjöld jukust um 3,1% á árinu 2020 og við spáum 2% aukningu í ár.

Hagspá Landsbankans 2021 – 2023

Þú gætir einnig haft áhuga á
24. okt. 2025
Breytingar á framboði nýrra íbúðalána
Í kjölfar dóms Hæstaréttar í vaxtamáli gegn Íslandsbanka frá 14. október 2025 hefur Landsbankinn gert breytingar á framboði nýrra íbúðalána.
Austurbakki
23. okt. 2025
Landsbankinn selur hlut sinn í Greiðslumiðlun Íslands ehf.
Landsbankinn hf., Bál ehf. og Solvent ehf. hafa selt Greiðslumiðlun Íslands ehf. (GMÍ) í opnu söluferli, sem hófst í nóvember 2024, til Símans hf.  
Reykjastræti
22. okt. 2025
Útibúin verða lokuð 24. október vegna kvennaverkfalls
Vegna kvennaverkfallsins verða útibú Landsbankans lokuð föstudaginn 24. október. Einnig má búast við skertri þjónustu í Þjónustuveri bankans.
Austurbakki
20. okt. 2025
Vegna dóms Hæstaréttar í vaxtamáli gegn Íslandsbanka
Þann 14. október 2025 kvað Hæstiréttur upp dóm í máli sem varðar skilmála um breytilega vexti í óverðtryggðu íbúðaláni Íslandsbanka.
6. okt. 2025
Fjármálamót: Hvernig nýti ég gögn til að bæta reksturinn?
Fyrirtæki búa yfir miklu magni upplýsinga – um viðskiptavini, kauphegðun, innkaup, birgðir og margt fleira. En hvernig hafa íslensk fyrirtæki nýtt þessi gögn til að taka betri ákvarðanir og bæta reksturinn?
3. okt. 2025
Skert þjónusta vegna viðhalds aðfaranótt mánudags
Vegna kerfisuppfærslu verður tiltekin þjónusta bankans ekki aðgengileg aðfaranótt mánudagsins 6. október 2025. Gert er ráð fyrir að þjónustan verði skert frá kl. 1.00 til um kl. 6.00 á mánudagsmorgun.
Fjölskylda
1. okt. 2025
Opið fyrir umsóknir um samfélagsstyrki Landsbankans
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um samfélagsstyrki Landsbankans.
Play
29. sept. 2025
Upplýsingar vegna flugfélagsins PLAY
Korthafar Landsbankans sem eiga bókað flug með Fly PLAY hf. eiga rétt á endurgreiðslu vegna flugferðar sem ekki verður farin.
Landsbankinn
25. sept. 2025
Sjálfsafgreiðslulausnir loka í um hálftíma að morgni föstudags
Vegna kerfisuppfærslu verða netbankinn og appið lokuð að morgni föstudags 26. september frá kl. 6.45 til 7.15. Aðrar sjálfsafgreiðslulausnir munu heldur ekki virka á meðan á uppfærslunni stendur.
Guðrún Nielsen
23. sept. 2025
Guðrún Nielsen til liðs við Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans
Guðrún Nielsen hefur verið ráðin sem verkefnastjóri hjá Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans og hefur þegar hafið störf.