Landsbankinn styrkir Örninn í nafni Framúrskarandi fyrirtækja

Líkt og undanfarin ár veitti Landsbankinn styrk til góðs málefnis í nafni allra þeirra fyrirtækja sem hlutu viðurkenningu Creditinfo sem Framúrskarandi fyrirtæki. Að þessu sinni rann styrkurinn, fjórar milljónir króna, til Arnarsins.
Minningar- og styrktarsjóðurinn Örninn býður upp á helgardvöl og samveru fyrir börn og unglinga sem misst hafa náinn ástvin.
Öll sem koma að verkefninu gefa vinnu sína en í hópi sjálfboðaliða eru prestar, djáknar, guðfræðingar, nemar í félagsráðgjöf, sálfræðingar, matráðar, hárgreiðslufólk, tannlæknar, sjúkraþjálfarar og listamenn.
Alls hlutu 1.155 fyrirtæki viðurkenningu sem Framúrskarandi fyrirtæki árið 2025.









