Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur
Fréttir

Ný fjár­má­laum­gjörð Lands­bank­ans stuðl­ar að sjálf­bærni

Landsbankinn hefur gefið út sína fyrstu sjálfbæru fjármálaumgjörð. Hún eykur möguleika okkar á að fjármagna umhverfisvæn og félagsleg verkefni, s.s. orkuskipti, umhverfisvæna innviði og sjálfbæran sjávarútveg.
22. janúar 2021 - Landsbankinn

Umgjörðin er vottuð af alþjóðlega matsfyrirtækinu Sustainalytics sem er leiðandi á þessu sviði. Hún skilgreinir með skýrum hætti hvaða verkefni stuðla að sjálfbærni og tryggir gagnsæi. Um 30% af útlánasafni bankans fellur nú þegar undir umgjörðina.

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, segir: „Það er okkur mikilvægt að vera leiðandi í sjálfbærni. Nú erum við komin með trausta og staðlaða fjármálaumgjörð sem mun nýtast okkur við að veita sjálfbæra fjármálaþjónustu. Við erum banki nýrra tíma og vegferð bankans, sem hófst með áherslu á jafnréttis- og umhverfisþætti, er nú orðin að heildar sjálfbærniumgjörð sem nýtist við hverskyns fjármálaþjónustu. Í framtíðinni munu viðskiptavinir okkar leggja ríkari áherslu á að skilja þau áhrif sem fjármagn hefur á sjálfbærni. Við ætlum að nýta umgjörðina til að einfalda fólki lífið með betri upplýsingum.“

Nánar um fjármálaumgjörðina

Sjálfbæra fjármálaumgjörðin (e. sustainable finance framework) byggir á viðmiðum Alþjóðasamtaka aðila á verðbréfamarkaði (ICMA) og nýlegum viðmiðum Evrópusambandsins (EU Taxonomy) varðandi græna og félagslega fjármögnun, sem búist er við að verði ríkjandi viðmið á sjálfbærum fjármálamörkuðum. Umgjörðin var þróuð af þverfaglegum hópi sérfræðinga innan bankans.

Áhersla á sjálfbærni

Landsbankinn fékk á síðasta ári framúrskarandi umsagnir í UFS-áhættumati (e. ESG risk rating) frá Sustainalytics og Reitun, en matið snýr að því hvernig við hugum að umhverfismálum, félagslegum þáttum og stjórnarháttum í okkar starfsemi. Í mati Sustainalytics vorum við í 2. sæti af 382 bönkum sem fyrirtækið hefur mælt og starfa í Evrópu. Þessar góðu niðurstöður eru til marks um mikla vinnu okkar í þessum málum um árabil.

Nýlega var fyrsta alþjóðlega loftslagsmæli PCAF hleypt af stokkunum en við tökum virkan þátt í þróun hans, einn íslenskra banka. Við fylgjum markvisst þremur heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, sem og viðmiðum SÞ um ábyrga bankastarfsemi (UN PRB). Við höfum lengi tekið þátt í víðtækum skuldbindingum á sviði sjálfbærni, s.s. hnattrænu samkomulagi SÞ (UN Global Compact) og verkefni SÞ um ábyrgar fjárfestingar (UN PRI), og nýlega skrifuðum við undir viljayfirlýsingu um fjárfestingar í þágu sjálfbærrar uppbyggingar, svo fátt eitt sé nefnt.

Nánar um sjálfbæra fjármálaumgjörð

 

Þú gætir einnig haft áhuga á
Snjallsími
3. sept. 2025
Breyting á dagslokum bankadaga
Frá og með 8. september 2025 verða dagslok bankadaga í innlánakerfum Reiknistofu bankanna færð frá kl. 21.00 til miðnættis. Þetta hefur m.a. þau áhrif að millifærslur sem eru gerðar eftir kl. 21.00 og fram að miðnætti verða bókaðar sama dag.
3. sept. 2025
Sjálfbærnidagur Landsbankans í Grósku 4. september
Sjálfbærnidagur Landsbankans 2025 verður haldinn í Grósku fimmtudaginn 4. september. Á sjálfbærnideginum fáum við innsýn í hvernig íslensk fyrirtæki nálgast sjálfbærnimálin, hvernig þau takast á við áskoranir og hvaða tækifæri eru fram undan. Við lofum bæði fjölbreyttri og spennandi dagskrá og ljúffengum veitingum! 
Austurvegur 11, Selfossi
26. ágúst 2025
Samið um nýtt húsnæði fyrir Landsbankann og TM á Selfossi
Landsbankinn og TM á Selfossi munu flytja sig yfir í nýtt hús við Austurveg 11 á Selfossi fyrir árslok 2027, samkvæmt langtímaleigusamningi sem gerður hefur verið við Fossver ehf.
Eystra horn
25. ágúst 2025
Landsbréf skila góðum árangri á fyrri hluta ársins
Landsbréf hf. hafa birt árshlutareikning fyrir fyrri hluta ársins 2025.
Listaverk kvenna í eigu Landsbankans
25. ágúst 2025
Listakonur í Landsbankanum - sýning og fleiri verk eftir konur á listaverkavefnum
Á nýrri sýningu sem opnaði í Reykjastræti 6 á Menningarnótt er sjónum beint að listaverkum í eigu bankans sem eru eftir konur. Við opnuðum einnig nýjan hluta á listaverkavef bankans þar sem birt eru um 90 verk eftir konur.
18. ágúst 2025
Dagskrá Landsbankans, Hörpu og Hafnartorgs á Menningarnótt
Menningarnótt verður haldin hátíðleg í miðborg Reykjavíkur laugardaginn 23. ágúst næstkomandi. Landsbankinn hefur verið máttarstólpi Menningarnætur frá upphafi og býður að venju upp á fjölbreytta dagskrá, bæði í Reykjastræti og við Hörputorg í samstarfi við Hafnartorg og Hörpu.
Listaverk kvenna í eigu Landsbankans
14. ágúst 2025
Listakonur í Landsbankanum: Leiðsögn á Menningarnótt um nýja sýningu
Í tilefni Kvennaárs 2025 opnar ný myndlistarsýning í Reykjastræti 6 þar sem sjónum verður beint að listaverkum í eigu bankans sem eru eftir konur. Sýningin opnar á Menningarnótt og um leið uppfærum við listaverkavef Landsbankans með sérstakri umfjöllun um listaverk eftir konur.
Austurstræti 11
25. júlí 2025
Tilboði tekið í Austurstræti 11 og hús bankans í Hafnarstræti
Landsbankinn hefur tekið tilboði Landsbyggðar ehf. í Landsbankahúsið við Austurstræti 11 og Hafnarstræti 10, 12 og 14.
Gleðiganga
15. júlí 2025
Úthlutað úr Gleðigöngupotti Hinsegin daga og Landsbankans
Tíu atriði hlutu styrk úr Gleðigöngupotti Hinsegin daga og Landsbankans vegna Gleðigöngunnar 2025. Gleðigangan, sem gengin verður laugardaginn 9. ágúst nk., er hápunktur Hinsegin daga og verður hún nú gengin í 23. skipti.
4. júlí 2025
Frábær þátttaka í Aukakrónuhlaupi Ármanns
Aukakrónuhlaup Ármanns og Meistaramót Íslands í 10 km götuhlaupi voru ræst fyrir utan Landsbankann, Reykjastræti 6, miðvikudaginn 2. júlí. Veðrið var með besta móti og tóku tæplega 500 hlauparar þátt að þessu sinni, enda njóta götuhlaupin mikilla vinsælda hér á landi. Andrea Kolbeinsdóttir og Stefán Pálsson stóðu uppi sem sigurvegarar og eru Íslandsmeistarar í 10 km götuhlaupi árið 2025.