Fréttir

Ný fjár­má­laum­gjörð Lands­bank­ans stuðl­ar að sjálf­bærni

Landsbankinn hefur gefið út sína fyrstu sjálfbæru fjármálaumgjörð. Hún eykur möguleika okkar á að fjármagna umhverfisvæn og félagsleg verkefni, s.s. orkuskipti, umhverfisvæna innviði og sjálfbæran sjávarútveg.
22. janúar 2021 - Landsbankinn

Umgjörðin er vottuð af alþjóðlega matsfyrirtækinu Sustainalytics sem er leiðandi á þessu sviði. Hún skilgreinir með skýrum hætti hvaða verkefni stuðla að sjálfbærni og tryggir gagnsæi. Um 30% af útlánasafni bankans fellur nú þegar undir umgjörðina.

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, segir: „Það er okkur mikilvægt að vera leiðandi í sjálfbærni. Nú erum við komin með trausta og staðlaða fjármálaumgjörð sem mun nýtast okkur við að veita sjálfbæra fjármálaþjónustu. Við erum banki nýrra tíma og vegferð bankans, sem hófst með áherslu á jafnréttis- og umhverfisþætti, er nú orðin að heildar sjálfbærniumgjörð sem nýtist við hverskyns fjármálaþjónustu. Í framtíðinni munu viðskiptavinir okkar leggja ríkari áherslu á að skilja þau áhrif sem fjármagn hefur á sjálfbærni. Við ætlum að nýta umgjörðina til að einfalda fólki lífið með betri upplýsingum.“

Nánar um fjármálaumgjörðina

Sjálfbæra fjármálaumgjörðin (e. sustainable finance framework) byggir á viðmiðum Alþjóðasamtaka aðila á verðbréfamarkaði (ICMA) og nýlegum viðmiðum Evrópusambandsins (EU Taxonomy) varðandi græna og félagslega fjármögnun, sem búist er við að verði ríkjandi viðmið á sjálfbærum fjármálamörkuðum. Umgjörðin var þróuð af þverfaglegum hópi sérfræðinga innan bankans.

Áhersla á sjálfbærni

Landsbankinn fékk á síðasta ári framúrskarandi umsagnir í UFS-áhættumati (e. ESG risk rating) frá Sustainalytics og Reitun, en matið snýr að því hvernig við hugum að umhverfismálum, félagslegum þáttum og stjórnarháttum í okkar starfsemi. Í mati Sustainalytics vorum við í 2. sæti af 382 bönkum sem fyrirtækið hefur mælt og starfa í Evrópu. Þessar góðu niðurstöður eru til marks um mikla vinnu okkar í þessum málum um árabil.

Nýlega var fyrsta alþjóðlega loftslagsmæli PCAF hleypt af stokkunum en við tökum virkan þátt í þróun hans, einn íslenskra banka. Við fylgjum markvisst þremur heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, sem og viðmiðum SÞ um ábyrga bankastarfsemi (UN PRB). Við höfum lengi tekið þátt í víðtækum skuldbindingum á sviði sjálfbærni, s.s. hnattrænu samkomulagi SÞ (UN Global Compact) og verkefni SÞ um ábyrgar fjárfestingar (UN PRI), og nýlega skrifuðum við undir viljayfirlýsingu um fjárfestingar í þágu sjálfbærrar uppbyggingar, svo fátt eitt sé nefnt.

Nánar um sjálfbæra fjármálaumgjörð

 

Þú gætir einnig haft áhuga á
Netbanki
19. júlí 2024
Upplýsingar vegna kerfisbilunar
Engar truflanir eru lengur á þjónustu bankans. Í nótt og í morgun voru truflanir á ýmsum þjónustuþáttum sem tengdust bilun sem haft hefur áhrif á fyrirtæki víða um heim.
15. júlí 2024
Níu atriði fengu úthlutun úr Gleðigöngupottinum
Dómnefnd Gleðigöngupotts Hinsegin daga og Landsbankans hefur úthlutað styrkjum til níu atriða í Gleðigöngunni.
Stúlka með síma
12. júlí 2024
Enn einfaldara að byrja að nota Landsbankaappið
Nýskráning í Landsbankaappið hefur aldrei verið einfaldari og nú geta allir prófað appið án nokkurra skuldbindinga. Með þessu opnum við enn frekar fyrir aðgang að þjónustu Landsbankans.
Menningarnótt 2023
9. júlí 2024
24 verkefni fá úthlutað úr Menningarnæturpottinum
Í ár fá 24 spennandi verkefni styrki úr Menningarnæturpotti Landsbankans og Reykjavíkurborgar. Verkefnin miða meðal annars að því að færa borgarbúum myndlist, tónlist og fjölbreytta listgjörninga, bæði innan- og utandyra.
Austurbakki
5. júlí 2024
Fyrirtækjaráðgjöf verður ráðgjafi fjármálaráðuneytisins vegna sölu á eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka
Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur ráðið Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans sem sjálfstæðan fjármálaráðgjafa við skipulagningu og yfirumsjón á fyrirhuguðu markaðssettu útboði eða útboðum á eftirstandandi eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka hf.
Björn A. Ólafsson
4. júlí 2024
Björn Auðunn Ólafsson til liðs við Landsbankann
Björn Auðunn Ólafsson hefur gengið til liðs við Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans og hefur hann þegar hafið störf.
Landsbankinn.pl
3. júlí 2024
Meiri upplýsingar á pólsku á landsbankinn.pl
Við höfum bætt við pólskri útgáfu af Landsbankavefnum, til viðbótar við íslenska og enska útgáfu. Á pólska vefnum eru upplýsingar um appið okkar, greiðslukort, gengi gjaldmiðla, viðbótarlífeyrissparnað, rafræn skilríki, Auðkennisappið og fleira.
2. júlí 2024
Enn meira öryggi í Landsbankaappinu
Við höfum bætt stillingarmöguleikum við Landsbankaappið sem auka enn frekar öryggi í korta- og bankaviðskiptum. Nú getur þú með einföldum hætti lokað fyrir tiltekna notkun á greiðslukortum í appinu og síðan opnað fyrir þær aftur þegar þér hentar. Ef þörf krefur getur þú valið neyðarlokun og þá er lokað fyrir öll kortin þín og aðgang að appi og netbanka.
Arinbjörn Ólafsson og Theódór Ragnar Gíslason
20. júní 2024
Landsbankinn og Defend Iceland vinna saman að netöryggi
Landsbankinn og netöryggisfyrirtækið Defend Iceland hafa gert samning um aðgang að hugbúnaði villuveiðigáttar fyrirtækisins til að auka og styrkja varnir gegn árásum á net- og tölvukerfi Landsbankans.
14. júní 2024
Hægt að nota Auðkennisappið við innskráningu
Við vekjum athygli á að hægt er að nota Auðkennisappið til að skrá sig inn og til auðkenningar í netbankanum og Landsbankaappinu og innan tíðar verður einnig hægt að framkvæma fullgildar rafrænar undirritanir. Það hentar einkum þegar þú ert í netsambandi en ekki í símasambandi eða ert með erlent farsímanúmer.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur