Fréttir

Ný fjár­má­laum­gjörð Lands­bank­ans stuðl­ar að sjálf­bærni

Landsbankinn hefur gefið út sína fyrstu sjálfbæru fjármálaumgjörð. Hún eykur möguleika okkar á að fjármagna umhverfisvæn og félagsleg verkefni, s.s. orkuskipti, umhverfisvæna innviði og sjálfbæran sjávarútveg.
22. janúar 2021 - Landsbankinn

Umgjörðin er vottuð af alþjóðlega matsfyrirtækinu Sustainalytics sem er leiðandi á þessu sviði. Hún skilgreinir með skýrum hætti hvaða verkefni stuðla að sjálfbærni og tryggir gagnsæi. Um 30% af útlánasafni bankans fellur nú þegar undir umgjörðina.

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, segir: „Það er okkur mikilvægt að vera leiðandi í sjálfbærni. Nú erum við komin með trausta og staðlaða fjármálaumgjörð sem mun nýtast okkur við að veita sjálfbæra fjármálaþjónustu. Við erum banki nýrra tíma og vegferð bankans, sem hófst með áherslu á jafnréttis- og umhverfisþætti, er nú orðin að heildar sjálfbærniumgjörð sem nýtist við hverskyns fjármálaþjónustu. Í framtíðinni munu viðskiptavinir okkar leggja ríkari áherslu á að skilja þau áhrif sem fjármagn hefur á sjálfbærni. Við ætlum að nýta umgjörðina til að einfalda fólki lífið með betri upplýsingum.“

Nánar um fjármálaumgjörðina

Sjálfbæra fjármálaumgjörðin (e. sustainable finance framework) byggir á viðmiðum Alþjóðasamtaka aðila á verðbréfamarkaði (ICMA) og nýlegum viðmiðum Evrópusambandsins (EU Taxonomy) varðandi græna og félagslega fjármögnun, sem búist er við að verði ríkjandi viðmið á sjálfbærum fjármálamörkuðum. Umgjörðin var þróuð af þverfaglegum hópi sérfræðinga innan bankans.

Áhersla á sjálfbærni

Landsbankinn fékk á síðasta ári framúrskarandi umsagnir í UFS-áhættumati (e. ESG risk rating) frá Sustainalytics og Reitun, en matið snýr að því hvernig við hugum að umhverfismálum, félagslegum þáttum og stjórnarháttum í okkar starfsemi. Í mati Sustainalytics vorum við í 2. sæti af 382 bönkum sem fyrirtækið hefur mælt og starfa í Evrópu. Þessar góðu niðurstöður eru til marks um mikla vinnu okkar í þessum málum um árabil.

Nýlega var fyrsta alþjóðlega loftslagsmæli PCAF hleypt af stokkunum en við tökum virkan þátt í þróun hans, einn íslenskra banka. Við fylgjum markvisst þremur heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, sem og viðmiðum SÞ um ábyrga bankastarfsemi (UN PRB). Við höfum lengi tekið þátt í víðtækum skuldbindingum á sviði sjálfbærni, s.s. hnattrænu samkomulagi SÞ (UN Global Compact) og verkefni SÞ um ábyrgar fjárfestingar (UN PRI), og nýlega skrifuðum við undir viljayfirlýsingu um fjárfestingar í þágu sjálfbærrar uppbyggingar, svo fátt eitt sé nefnt.

Nánar um sjálfbæra fjármálaumgjörð

 

Þú gætir einnig haft áhuga á
Græni hryggur
30. sept. 2024
Landsbankinn gefur út græn skuldabréf fyrir 300 milljón evrur
Landsbankinn lauk í dag sölu á grænum skuldabréfum til fimm ára að fjárhæð 300 milljónir evra. Um er að ræða fimmtu grænu skuldabréfaútgáfu bankans í evrum. Skuldabréfin bera 3,75% fasta vexti og voru seld á kjörum sem jafngilda 155 punkta álagi á miðgildi vaxtatilboða í vaxtaskiptasamningum á markaði.
26. sept. 2024
Fjármálamót um lífeyri og netöryggi
Landsbankinn býður til Fjármálamóts, fræðslufundar um lífeyrismál og netöryggi, miðvikudaginn 2. október kl. 16 í Landsbankanum við Reykjastræti.
Austurbakki
25. sept. 2024
Niðurstaða fjármálaeftirlitsins varðandi virkan eignarhlut Landsbankans í TM tryggingum
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur birt mat sitt um að Landsbankinn sé hæfur til að fara með virkan eignarhlut í TM tryggingum hf.
Hagspá Landsbankans
25. sept. 2024
Morgunfundur um nýja hagspá til 2027
Við boðum til morgunfundar í tilefni af útgáfu nýrrar hagspár Landsbankans í Hörpu þriðjudaginn 15. október.
Landsbankinn
23. sept. 2024
Breyting á vöxtum og framboði verðtryggðra íbúðalána
Landsbankinn breytir í dag vöxtum á inn- og útlánum. Jafnframt taka gildi breytingar á framboði verðtryggðra íbúðalána.
Kacper Skóra og Guilherma Baía Roque hlutu styrki úr Hvatasjóði Háskólans í Reykjavík og Landsbankans 2024.
20. sept. 2024
Tveir nemendur hlutu styrk úr Hvatasjóði HR og Landsbankans
Þeir Kacper Skóra og Guilherma Baía Roque hlutu styrki úr Hvatasjóði Háskólans í Reykjavík og Landsbankans 2024.
18. sept. 2024
Vörum við svikasímtölum
Landsbankinn hefur fengið upplýsingar um að undanfarna daga hafi svikarar hringt í fólk hér á landi og haft af þeim fé með ýmis konar blekkingum.
Austurbakki
5. sept. 2024
Landsbankinn tekur þátt í rannsókn CBS á ólíkum ákvörðunum kynjanna í fjármálum
Landsbankinn mun taka þátt í rannsóknarverkefni fjármáladeildar Viðskiptaháskólans í Kaupmannahöfn (CBS) sem miðar að því að kanna hvers vegna karlar og konur taka ólíkar ákvarðanir í fjármálum. Arna Olafsson, dósent við CBS, stýrir rannsókninni.
Sjálfbærnidagur 2024
5. sept. 2024
Áhugaverð erindi á vel sóttum sjálfbærnidegi Landsbankans
Sjálfbærnidagur Landsbankans var haldinn í þriðja sinn miðvikudaginn 4. september 2024. Erindin voru hvert öðru áhugaverðara og var fundurinn afar vel sóttur. Upptökur frá fundinum og útdrátt úr erindum má nú nálgast á vef bankans.
3. sept. 2024
Landsbankinn styður við Upprásina
Í vetur mun Landsbankinn, ásamt Hörpu, Tónlistarborginni Reykjavík og Rás 2, standa fyrir tónleikaröð sem tileinkuð er grasrót íslenskrar tónlistar, þvert á tónlistarstefnur.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur