Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur
Fréttir

Ný fjár­má­laum­gjörð Lands­bank­ans stuðl­ar að sjálf­bærni

Landsbankinn hefur gefið út sína fyrstu sjálfbæru fjármálaumgjörð. Hún eykur möguleika okkar á að fjármagna umhverfisvæn og félagsleg verkefni, s.s. orkuskipti, umhverfisvæna innviði og sjálfbæran sjávarútveg.
22. janúar 2021 - Landsbankinn

Umgjörðin er vottuð af alþjóðlega matsfyrirtækinu Sustainalytics sem er leiðandi á þessu sviði. Hún skilgreinir með skýrum hætti hvaða verkefni stuðla að sjálfbærni og tryggir gagnsæi. Um 30% af útlánasafni bankans fellur nú þegar undir umgjörðina.

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, segir: „Það er okkur mikilvægt að vera leiðandi í sjálfbærni. Nú erum við komin með trausta og staðlaða fjármálaumgjörð sem mun nýtast okkur við að veita sjálfbæra fjármálaþjónustu. Við erum banki nýrra tíma og vegferð bankans, sem hófst með áherslu á jafnréttis- og umhverfisþætti, er nú orðin að heildar sjálfbærniumgjörð sem nýtist við hverskyns fjármálaþjónustu. Í framtíðinni munu viðskiptavinir okkar leggja ríkari áherslu á að skilja þau áhrif sem fjármagn hefur á sjálfbærni. Við ætlum að nýta umgjörðina til að einfalda fólki lífið með betri upplýsingum.“

Nánar um fjármálaumgjörðina

Sjálfbæra fjármálaumgjörðin (e. sustainable finance framework) byggir á viðmiðum Alþjóðasamtaka aðila á verðbréfamarkaði (ICMA) og nýlegum viðmiðum Evrópusambandsins (EU Taxonomy) varðandi græna og félagslega fjármögnun, sem búist er við að verði ríkjandi viðmið á sjálfbærum fjármálamörkuðum. Umgjörðin var þróuð af þverfaglegum hópi sérfræðinga innan bankans.

Áhersla á sjálfbærni

Landsbankinn fékk á síðasta ári framúrskarandi umsagnir í UFS-áhættumati (e. ESG risk rating) frá Sustainalytics og Reitun, en matið snýr að því hvernig við hugum að umhverfismálum, félagslegum þáttum og stjórnarháttum í okkar starfsemi. Í mati Sustainalytics vorum við í 2. sæti af 382 bönkum sem fyrirtækið hefur mælt og starfa í Evrópu. Þessar góðu niðurstöður eru til marks um mikla vinnu okkar í þessum málum um árabil.

Nýlega var fyrsta alþjóðlega loftslagsmæli PCAF hleypt af stokkunum en við tökum virkan þátt í þróun hans, einn íslenskra banka. Við fylgjum markvisst þremur heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, sem og viðmiðum SÞ um ábyrga bankastarfsemi (UN PRB). Við höfum lengi tekið þátt í víðtækum skuldbindingum á sviði sjálfbærni, s.s. hnattrænu samkomulagi SÞ (UN Global Compact) og verkefni SÞ um ábyrgar fjárfestingar (UN PRI), og nýlega skrifuðum við undir viljayfirlýsingu um fjárfestingar í þágu sjálfbærrar uppbyggingar, svo fátt eitt sé nefnt.

Nánar um sjálfbæra fjármálaumgjörð

 

Þú gætir einnig haft áhuga á
6. okt. 2025
Fjármálamót: Hvernig nýti ég gögn til að bæta reksturinn?
Fyrirtæki búa yfir miklu magni upplýsinga – um viðskiptavini, kauphegðun, innkaup, birgðir og margt fleira. En hvernig hafa íslensk fyrirtæki nýtt þessi gögn til að taka betri ákvarðanir og bæta reksturinn?
3. okt. 2025
Skert þjónusta vegna viðhalds aðfaranótt mánudags
Vegna kerfisuppfærslu verður tiltekin þjónusta bankans ekki aðgengileg aðfaranótt mánudagsins 6. október 2025. Gert er ráð fyrir að þjónustan verði skert frá kl. 1.00 til um kl. 6.00 á mánudagsmorgun.
Fjölskylda
1. okt. 2025
Opið fyrir umsóknir um samfélagsstyrki Landsbankans
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um samfélagsstyrki Landsbankans.
Play
29. sept. 2025
Upplýsingar vegna flugfélagsins PLAY
Korthafar Landsbankans sem eiga bókað flug með Fly PLAY hf. eiga rétt á endurgreiðslu vegna flugferðar sem ekki verður farin.
Landsbankinn
25. sept. 2025
Sjálfsafgreiðslulausnir loka í um hálftíma að morgni föstudags
Vegna kerfisuppfærslu verða netbankinn og appið lokuð að morgni föstudags 26. september frá kl. 6.45 til 7.15. Aðrar sjálfsafgreiðslulausnir munu heldur ekki virka á meðan á uppfærslunni stendur.
Guðrún Nielsen
23. sept. 2025
Guðrún Nielsen til liðs við Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans
Guðrún Nielsen hefur verið ráðin sem verkefnastjóri hjá Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans og hefur þegar hafið störf.
Tölva á borði
19. sept. 2025
Við fellum niður og lækkum gjöld vegna sjóða Landsbréfa
Við höfum fellt niður og lækkað gjöld vegna viðskipta með sjóði Landsbréfa. Það er því enn hagstæðara en áður að spara í sjóðum.   
Austurbakki
17. sept. 2025
Seinni arðgreiðsla ársins greidd í dag
Í samræmi við ákvörðun aðalfundar greiddi Landsbankinn í dag 9.446 milljónir króna í arð til eiganda. Heildararðgreiðslur bankans á árabilinu 2013-2025 nema þar með um 210,6 milljörðum króna.
Hvatasjóður 2025
15. sept. 2025
Úthlutað úr Hvatasjóði Landsbankans
Dana Zaher El Deen K. Al Hennaw og Diana Al Barouki hljóta í ár styrk úr Hvatasjóði Landsbankans til grunnnáms við Háskólann í Reykjavík skólaárið 2025-2026.
Þórunn Inga Ingjaldsdóttir
10. sept. 2025
Þórunn Inga forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum 
Þórunn Inga Ingjaldsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður nýju einingarinnar Tryggingar á Einstaklingssviði hjá Landsbankanum og mun hún hefja störf í byrjun október.