Landsbankahúsið á Selfossi selt Sigtúni Þróunarfélagi

Landsbankahúsið á Selfossi var reist á árunum 1949-1953, eftir grunnteikningum Guðjóns Samúelssonar, en áður hafði bankinn verið til húsa í Tryggvaskála og að Austurvegi 21. Húsið var auglýst til sölu í lok október sl. Fjögur tilboð bárust en fallið var frá einu þeirra. Söluverð hússins er 352 milljónir króna. Landsbankinn mun leigja hluta hússins undir starfsemi sína þar til útibúið flytur á nýjan stað á Selfossi.
Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, segir: „Landsbankahúsið á Selfossi er fallegt og svipmikið hús sem tengist sögu bankans órjúfanlegum böndum. Vegna breytinga á bankaþjónustu er það hins vegar orðið of stórt fyrir starfsemina og það er tímabært fyrir bankann að flytja í nýtt og hentugra húsnæði. Sigtún Þróunarfélag vinnur nú að uppbyggingu á nýjum miðbæ á Selfossi af miklum myndarskap og mun félagið vafalaust finna húsinu nýtt og spennandi hlutverk.“
Leó Árnason, stjórnarformaður Sigtúns Þróunarfélags, segir: „Þessi kaup eru liður í uppbyggingu okkar á Selfossi og undirstrikar þá sannfæringu sem við höfum fyrir framtíðarmöguleikum bæjarins. Húsið er stór hluti af sögu og bæjarmynd Selfoss og í því liggja mikil menningarverðmæti. Sigtún Þróunarfélag er meðvitað um varðveislugildi þess og mun leggja áherslu á að það haldi reisn sinni til framtíðar og að dyr þess verði áfram opnar Selfyssingum og gestum þeirra."

Við opnum útibúin en biðjum þig um að panta tíma

Úthlutun Tómstundastyrkja Klassa

Vaxtagreiðslur og millifærslur um áramótin

Nýr vefur Landsbankans kominn í loftið

Landsbankinn veitir 15 milljónir króna í samfélagsstyrki

Umsóknarfrestur um lánatryggingu úr Svanna lánatryggingasjóði kvenna

Gjafakortasjálfsalar í Mjódd og Vesturbæ opnir allan sólarhringinn

Þjónusta Landsbankans í desember - við leysum málin

Landsbankinn selur 12,1% eignarhlut í Stoðum
