Landsbankinn + Iceland Airwaves kynna: Tómas Welding
Landsbankinn hitar upp fyrir Iceland Airwaves með því að birta ný myndbönd og viðtöl við ungt tónlistarfólk á Iceland Airwaves-vef bankans. Að þessu sinni birti bankinn eitt myndband í einu og fyrsti tónlistarmaðurinn í ár var Krassasig. Næst í röðinni var Una Schram og nú er komið að síðasta myndbandinu sem er með söngvaranum Tómasi Welding.
Tómas Welding hefur fylgst með tónlistarmönnum gegnum linsuna allt frá því hann fékk myndbandsvél í fermingargjöf. En það er bara ár síðan hann fékk fyrst löngun til að halda sjálfur um hljóðnemann. Vinir hans tóku hann ekki alvarlega til að byrja með, en þegar hann negldi lagið ’Sideways’ í einni óslitinni töku – og spann textann á staðnum – var ljóst að þar færi einstakur hæfileikamaður. Tómas segist eiga 70 lög í handraðanum þannig að við hin eigum von á góðu.
Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves verður haldin dagana 6. - 9. nóvember í miðborg Reykjavíkur. Landsbankinn hefur verið einn af aðalbakhjörlum hátíðarinnar frá árinu 2014. Í tengslum við hátíðina heldur bankinn úti vefnum landsbankinn.is/icelandairwaves/ og þar hafa verið birt myndbönd og viðtöl við unga og upprennandi tónlistarmenn í gegnum árin. Á vefnum er hægt að fá forsmekkinn að einni stærstu tónlistarhátíð ársins og sjá dæmi um þá miklu grósku sem er í íslensku tónlistarlífi. Einnig geta viðskiptavinir Landsbankans keypt miða á sérstöku Landsbankaverði í gegnum vefinn.
Iceland Airwaves vefur Landsbankans
Off-venue tónleikar
Landsbankinn mun einnig standa að svokölluðum Off-venue tónleikum í tengslum við hátíðina. Nánari upplýsingar um tíma og staðsetningu kemur síðar.