Spila

Krassasig

Brjóta heilann

Krassasig - Kristinn Arnar Sigurðsson - hefur aldrei áður gefið út tónlist undir eigin nafni. Samt var það farið að kvisast út á undirgrundinni að þar færi fyrirtaks lagasmiður og flytjandi, enda hefur hljómsveitin hans, Munstur, límt sig á margan heilann undanfarið ár og vakið athygli fyrir sérstaklega frumleg myndbönd. Nú er Munstur á leið í frí og Krassasig tekur við keflinu. Framundan er útgáfa á þröngskífu og tónleikahald þegar líður á sumarið.