Fríir boltar á Básadegi Landsbankans
Laugardaginn 17. ágúst býður Landsbankinn fría bolta frá kl. 10.00-15.00 í Básum, golfæfingasvæði í Grafarholti. Einnig verða boltakort í Básum seld með 50% afslætti.
Nú í sumar tóku Básar í notkun TrackMan Range æfingakerfi. Kerfið byggir á nýrri tækni sem nýtist mjög vel við leik og þjálfun í golfíþróttinni. Það er einfalt í notkun og hentar bæði byrjendum sem lengra komnum.
Á Básadegi Landsbankans 17. ágúst verður eftirfarandi í boði:
- Fríir boltar frá kl. 10.00-15.00.
- Keppni um að hitta sem næst pinna (e. bullseye). Verðlaun verða veitt fyrir 10 efstu sætin.
- Boltakort Bása verður selt með 50% afslætti. Viðskiptavinir Landsbankans njóta almennt 15% afsláttar af boltakorti Bása. Að auki fá viðskiptavinir Landsbankans sem hafa tengt kreditkortið sitt við Aukakrónur 10% endurgreiðslu í formi Aukakróna.
- PGA-golfkennarar verða á staðnum til að leiðbeina kylfingum.
- Örninn Golfverslun verður á staðnum með góð ráð í tengslum við golfvörur.
Við hvetjum alla til að nýta sér tækifærið og gera sér glaðan dag í Básum.









