Viðskiptavinir Landsbankans eiga nú kost á að nota Apple Pay

Apple Pay er einfalt í uppsetningu og viðskiptavinir njóta áfram allra fríðinda og trygginga sem tengjast greiðslukortunum þeirra.
Þegar greiðslukort er tengt við Apple Pay, vistast kortanúmerið hvorki í tækið né á netþjóna Apple. Í staðinn er stofnað sýndarnúmer (e. token) fyrir kortið sem er vistað með öruggum hætti í tækinu. Hver greiðsla er síðan heimiluð með einkvæmu og breytilegu öryggisnúmeri. Við framkvæmd greiðslu auðkenna viðskiptavinir sig síðan á einfaldan hátt með andlitsgreiningu (e. Face ID), fingrafari (e. Touch ID) eða aðgangsnúmeri tækisins.
Frekari upplýsingar um Apple Pay er að finna á www.apple.com/apple-pay og á www.landsbankinn.is/apple-pay.









