Ný persónuverndarstefna Landsbankans og réttindagátt

Einstaklingum eru einnig falin tiltekin réttindi, m.a. til upplýsinga og aðgangs að eigin persónuupplýsingum. Til að einfalda og aðstoða viðskiptavini við að neyta réttinda sinna hefur bankinn opnað réttindagátt á vefsíðu bankans þar sem viðskiptavinir geta t.d. óskað eftir aðgangi að þeim persónuupplýsingum sem bankinn vinnur um viðkomandi.
Persónuvernd og trúnaður um persónuupplýsingar viðskiptavina hefur ávallt verið lykilatriði í starfsemi bankans. Landsbankinn hefur þegar aðlagað starfsemi sína að auknum kröfum nýrra persónuverndarlaga sem taka gildi 15. júlí 2018 og mun áfram tryggja örugga og ábyrga meðferð persónuupplýsinga sem nýttar eru til að veita viðskiptavinum persónubundna þjónustu og ráðgjöf.
Breyting á lögum um persónuvernd er gerð vegna nýrrar reglugerðar Evrópusambandsins um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Á Umræðunni er hægt að lesa ítarlega umfjöllun um nýju löggjöfina og áhrif sem hún hefur á almenning og fyrirtæki.

Landsbankinn kolefnisjafnar starfsemina

Landsbankinn á Djúpavogi flytur

Besti banki á Íslandi að mati The Banker

Landsbankinn efstur banka í Íslensku ánægjuvoginni 2020

Ný fjármálaumgjörð Landsbankans stuðlar að sjálfbærni

Oddziały banku są otwarte, ale uprzejmie prosimy o umówienie się na wizytę

Gott ár hjá Íslenska lífeyrissjóðnum

Við opnum útibúin en biðjum þig um að panta tíma

Úthlutun Tómstundastyrkja Klassa
