Fréttir

Arð­greiðsl­ur Lands­bank­ans árið 2018 verða sam­tals 24,8 millj­arð­ar króna

Aðalfundur Landsbankans samþykkti í dag, 21. mars, að bankinn greiði samtals út arð að fjárhæð 24,8 milljarðar króna á árinu 2018. Annars vegar er um að ræða 15.366 milljóna króna arð vegna rekstrarársins 2017 og hins vegar sérstakan arð til hluthafa að fjárhæð 9.456 milljónir króna. Alls munu arðgreiðslur bankans á árunum 2013-2018 því nema um 131,7 milljörðum króna.
21. mars 2018

Aðalfundurinn fór fram í útibúi Landsbankans í Austurstræti 11. Á dagskrá fundarins voru hefðbundin aðalfundarstörf. Í tengslum við fundinn var samfélagsskýrsla Landsbankans fyrir árið 2017 gefin út. Ársskýrsla Landsbankans fyrir árið 2017 kom út samhliða ársuppgjöri þann 15. febrúar sl.

Skýrsla stjórnar

Helga Björk Eiríksdóttir, formaður bankaráðs, sagði í ræðu sinni á aðalfundi að Landsbankinn hefði notið vaxandi meðbyrs á árinu 2017. Það væri í senn mikilvægt og ánægjulegt að kannanir sýndu að traust til bankans hefði aukist og aukna ánægju viðskiptavina með þjónustu hans. Bankanum hefði tekist að halda kostnaði í skefjum og rekstur bankans á árinu 2017 hefði verið í samræmi við áætlanir. Arðsemi eiginfjár eftir skatta hefði þó verið undir langtímamarkmiði og því ljóst að bankinn þyrfti að bæta grunnreksturinn enn frekar. Á árinu 2018 yrði megináhersla lögð á þróun og nýjungar á sviði stafrænnar þjónustu.

Helga Björk sagði að góður rekstur bankans og traustur efnahagur hefði gert honum kleift að greiða út verulegan arð til hluthafa. Miðað við framlagða arðgreiðslutillögu sem fundurinn samþykkti mun bankinn hafa greitt alls um 132 milljarða króna í arð á tímabilinu 2013-2018. Nánast allar arðgreiðslurnar renna í ríkissjóð sem á 98,2% hlutafjár í bankanum.

Helga Björk ræddi einnig um sérstaka skatta sem lagðir eru á stóru bankana þrjá og hvernig skattheimtan skekkti samkeppnisstöðu þeirra, m.a. gagnvart erlendum bönkum.

Helga Björk sagði að einn liður í að bregðast við vaxandi samkeppni, örum breytingum á bankaþjónustu og vaxandi kröfum um hagræðingu í rekstri, væri að sameina alla miðlæga starfsemi bankans í nýjum húsakynnum. Við Austurhöfn í Reykjavík myndi bankinn reisa hagkvæmt hús sem mætir þörfum nútímafjármálafyrirtækis og auðveldar samvinnu milli ólíkra deilda bankans.

Skýrsla stjórnar

Uppgjör Landsbankans 2017

Á aðalfundinum kynnti Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, uppgjör bankans fyrir árið 2017. Hún sagði að margt hefði gengið bankanum í vil á árinu. Markaðshlutdeild bankans á fyrirtækjamarkaði og á einstaklingsmarkaði hefði til að mynda haldið áfram að aukast og hefði bankinn nú verið með hæstu markaðshlutdeild á einstaklingsmarkaði fjögur ár í röð. Landsbankinn legði mikla áherslu á að veita góða þjónustu og samkeppnishæf kjör og því væri afar ánægjulegt að fleiri einstaklingar og fyrirtæki velji að eiga viðskipti við bankann.

Lilja sagði að rekstrarniðurstaða ársins 2017 hefði verið afar góð en hagnaður bankans nam 19,8 milljörðum króna eftir skatta, miðað við 16,6 milljarða króna árið 2016. Arðsemi eigin fjár nam 8,2% og eiginfjárhlutfallið var 26,7%. Kostnaðarhlutfall bankans nam 46,1% og lækkaði á milli ára. Markmið bankans væri að viðhalda a.m.k. 10% arðsemi eigin fjár, kostnaðarhlutfalli undir 45% og a.m.k. 23% eiginfjárhlutfalli. Lilja sagði að lægri rekstrarkostnaður myndi skila ávinningi fyrir bæði viðskiptavini og eigendur. Þá stefndi bankinn að því að auka enn frekar hagkvæmni í fjármagnsskipan sinni, m.a. með áframhaldandi reglulegum og sérstökum arðgreiðslum til hluthafa. Bankinn myndi ekki ná öllum arðsemismarkmiðum sínum á árinum 2018 en stefnt sé að því að ná þeim á árinu 2020.

Lilja sagði að Landsbankinn hefði náð góðum árangri á ýmsum sviðum á árinu 2017. Lánshæfiseinkunn bankans hefði verið hækkuð í BBB+ með stöðugum horfum. Þá hefði bankinn látið til sín taka á vettvangi netöryggis og samfélagsábyrgðar fyrirtækja en bankinn átti ríkan þátt í stofnun nýrra samtaka um ábyrgar fjárfestingar, IcelandSIF. Eitt stærsta rekstrarverkefni ársins, innleiðing á nýju innlána- og greiðslukerfi, hefði gengið vel og bankinn gæti því byggt framþróun og breytingar á stafrænni þjónustu á traustum grunni. Landsbankinn ætli sér að bæta og efla stafræna þjónustu og treysta um leið persónuleg langtímasambönd við einstaklinga og fyrirtæki.

Á fundinum ræddi Hreiðar Bjarnason, framkvæmdastjóri Fjármála Landsbankans, um breytingar á fjármögnun bankans á árinu 2017. Bankinn hefði í auknum mæli nýtt sér hagstæð kjör sem honum standa til boða á erlendum lánsfjármörkuðum og þannig lokið á árinu 2017 endurfjármögnun skuldar bankans við forvera sinn, gamla Landsbanka Íslands hf. Hreiðar benti á að á aðeins rúmlega tveimur árum, frá október 2015 til nóvember 2017, hefði vaxtaálag á skuldabréfaútgáfu Landsbankans í evrum lækkað úr 295 punktum ofan á millibankavexti í 85 punkta.

Kynning á ársuppgjöri 2017

Arðgreiðslur ársins 2018 nemi 24,8 milljörðum króna

Á aðalfundinum var samþykkt tillaga bankaráðs um að greiddur verði arður til hluthafa vegna reikningsársins 2017 sem nemur 0,65 krónu á hlut, eða samtals 15.366 milljónum króna. Gjalddagi greiðslunnar er 28. mars 2018. Einnig var samþykkt tillaga bankaráðs um sérstaka arðgreiðslu til hluthafa sem nemur 0,40 krónu á hlut, eða 9.456 milljónum króna. Gjalddagi sérstöku arðgreiðslunnar skal vera 19. september 2018.

Arðgreiðslurnar eru í samræmi við arðgreiðslustefnu bankans en þar er gert ráð fyrir að reglulegar arðgreiðslur verði að jafnaði 60-80% af hagnaði fyrra árs og að einnig skuli stefnt að sérstökum arðgreiðslum til þess að auka hagkvæmni í fjármagnsskipan bankans. Við ákvörðun um arðgreiðslur verði tryggt að bankinn uppfylli lögbundnar kröfur á hverjum tíma og viðhaldi sterkri fjárhagsstöðu.

Eftirtalin voru kjörin aðalmenn í bankaráð Landsbankans:

  • Helga Björk Eiríksdóttir (formaður)
  • Berglind Svavarsdóttir
  • Einar Þór Bjarnason
  • Hersir Sigurgeirsson
  • Jón Guðmann Pétursson
  • Samúel Guðmundsson
  • Sigríður Benediktsdóttir

Eftirtalin voru kjörin varamenn í bankaráð Landsbankans:

  • Guðrún Ó. Blöndal
  • Þorvaldur Jacobsen

Aðalfundur samþykkti óbreytta starfskjarastefnu fyrir Landsbankann en í stefnunni er m.a. kveðið á um að launakjör starfsmanna bankans séu samkeppnishæf en ekki leiðandi. Á fundinum var samþykkt um 5% hækkun á þóknun til bankaráðsmanna.

Nánari upplýsingar um aðalfund Landsbankans

Þú gætir einnig haft áhuga á
Landsbankinn og TM
21. mars 2025
Útibú TM og Landsbankans sameinast
Útibú TM og Landsbankans á Akureyri, Reykjanesbæ og í Vestmannaeyjum munu sameinast mánudaginn 24. mars 2025. Þar með geta viðskiptavinir sótt sér banka- og tryggingaþjónustu á einum og sama staðnum.
Landsbankinn
20. mars 2025
Landsbankinn breytir vöxtum
Landsbankinn breytir vöxtum inn- og útlána og tekur ný vaxtatafla gildi 27. mars 2025. Helstu breytingar eru eftirfarandi:
17. mars 2025
Viltu finna milljón? Opinn fundur um fjármál einstaklinga
Hefur þú áhuga á að ná betri tökum á heimilisbókhaldinu? Þá gæti fræðslufundur í Landsbankanum þann 26. mars verið eitthvað fyrir þig!
Reykjastræti
3. mars 2025
Bygging Landsbankans hlýtur steinsteypuverðlaunin árið 2025
Bygging Landsbankans við Reykjastræti hefur hlotið steinsteypuverðlaun Steinsteypufélags Íslands. Steinsteypufélagið veitir árlega verðlaun fyrir mannvirki þar sem saman fer frumleg og vönduð notkun á steinsteypu í manngerðu umhverfi.
Netbanki
28. feb. 2025
Truflanir vegna bilunar
Vegna bilunar eru truflanir í appinu og netbankanum eins og er. Unnið er að viðgerð og við vonumst til að henni ljúki fljótlega. Við biðjumst velvirðingar á óþægindum sem þetta veldur. Fréttin hefur verið uppfærð.
Starfsfólk mötuneytis ásamt fleirum
21. feb. 2025
Mötuneyti Landsbankans í Reykjastræti fær endurvottun Svansins
Mötuneyti Landsbankans í Reykjastræti 6 hefur fengið endurvottun Svansins en þetta er fyrsta sinn sem mötuneytið er vottað eftir að bankinn flutti í nýtt húsnæði. Mötuneyti bankans hefur verið Svansvottað frá árinu 2013 og var fyrsta mötuneytið á Íslandi til að fá slíka vottun.
Austurbakki
21. feb. 2025
NIB gefur út græn skuldabréf í íslenskum krónum
Norræni fjárfestingarbankinn (NIB) seldi þann 20. febrúar 2025 skuldabréf að fjárhæð 8,5 milljarðar íslenskra króna og var þetta fyrsta útgáfa bankans á Íslandi í yfir 16 ár. Skuldabréfin eru gefin út undir umhverfisskuldabréfaumgjörð NIB. Landsbankinn annaðist sölu og kynningu á skuldabréfaútgáfunni til fjárfesta.
18. feb. 2025
Nýr sparireikningur í pólskri mynt
Við bjóðum nú upp á sparireikning í pólskri mynt, slot (zloty, PLN). Mun þetta vera í fyrsta sinn sem íslenskur banki býður upp á gjaldeyrisreikning í sloti.
17. feb. 2025
Sagareg er sigurvegari Gulleggsins 2025
Sigurvegari frumkvöðlakeppninnar Gulleggsins árið 2025 er Sagareg sem gengur út á að einfalda gerð umsóknarskjala um markaðsleyfi lyfja með gervigreind og sérhæfðum hugbúnaði.
Fólk í tölvu
17. feb. 2025
Nýr og enn betri netbanki fyrirtækja
Netbanki fyrirtækja er nú enn einfaldari og þægilegri í notkun en áður. Við höfum m.a. umbreytt öllum greiðsluaðgerðum, breytt innskráningar- og auðkenningarferlinu og kynnum til leiks nýtt vinnuborð sem auðveldar alla yfirsýn. Síðustu vikur hafa notendur smám saman verið færðir yfir í nýja netbankann og áætlum við að yfirfærslunni verði lokið í mars.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur