Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur
Fréttir

Hagn­að­ur Lands­bréfa 1.272 millj­ón­ir á ár­inu 2024

Eystra horn
27. mars 2025 - Landsbankinn

Landsbréf hf. hafa birt ársreikning vegna ársins 2024. 

Helstu niðurstöður eru þessar:

  • Hagnaður af rekstri Landsbréfa á árinu 2024 nam 1.272 milljónum króna eftir skatta, samanborið við um 1.035 milljónir á árinu 2023
  • Hreinar rekstrartekjur á árinu 2024 námu 2.717 milljónum króna, samanborið við 2.405 milljónir króna á árinu 2023
  • Eigið fé í árslok 2024 var 4.390 milljónir króna samanborið við 4.118 milljónir króna í árslok 2023
  • Í lok ársins voru eignir í stýringu samtals um 543 milljarðar króna samanborið við 472 milljarða króna árið áður
  • Í lok árs voru 22 stöðugildi hjá Landsbréfum, en ársverkin voru 21,6.

Helgi Þór Arason, framkvæmdastjóri Landsbréfa:

„Árið 2024 var farsælt í rekstri Landsbréfa og ávöxtun sjóða almennt góð að teknu tilliti til markaðsaðstæðna og þá sérstaklega í samanburði við samkeppnisaðila. Verðbólga tók að hjaðna þegar leið á árið og Seðlabanki Íslands hóf vaxtalækkunarferli sitt. Síðustu mánuðir ársins reyndust sérlega hagfelldir á innlendum hlutabréfamarkaði og nutu hlutabréfasjóðir Landsbréfa og eignadreifingarsjóðir góðs af því. Væntingar um lækkandi verðbólgu og áframhaldandi vaxtalækkanir gefa fyrirheit um gott yfirstandandi ár á mörkuðum og þar með fyrir sjóði Landsbréfa, þó ýmsir óvissuþættir geti aukið sveiflur á mörkuðum og þá einkum ýmis alþjóðleg óvissa, bæði austan hafs og vestan. Það eru einnig krefjandi tímar í hagstjórn hér á landi og mikilvægt að þeir sem völdin hafa taki ábyrg skref í átt að áframhaldandi hagsæld. Við hjá Landsbréfum tökum alvarlega það hlutverk að ávaxta sparifé landsmanna og erum þakklát fyrir það traust sem þúsundir sjóðafélaga hafa sýnt Landsbréfum og heitum því að vinna áfram með hag þeirra að leiðarljósi.“

Nánari upplýsingar á vef Landsbréfa

Þú gætir einnig haft áhuga á
24. okt. 2025
Breytingar á framboði nýrra íbúðalána
Í kjölfar dóms Hæstaréttar í vaxtamáli gegn Íslandsbanka frá 14. október 2025 hefur Landsbankinn gert breytingar á framboði nýrra íbúðalána.
Austurbakki
23. okt. 2025
Landsbankinn selur hlut sinn í Greiðslumiðlun Íslands ehf.
Landsbankinn hf., Bál ehf. og Solvent ehf. hafa selt Greiðslumiðlun Íslands ehf. (GMÍ) í opnu söluferli, sem hófst í nóvember 2024, til Símans hf.  
Reykjastræti
22. okt. 2025
Útibúin verða lokuð 24. október vegna kvennaverkfalls
Vegna kvennaverkfallsins verða útibú Landsbankans lokuð föstudaginn 24. október. Einnig má búast við skertri þjónustu í Þjónustuveri bankans.
Austurbakki
20. okt. 2025
Vegna dóms Hæstaréttar í vaxtamáli gegn Íslandsbanka
Þann 14. október 2025 kvað Hæstiréttur upp dóm í máli sem varðar skilmála um breytilega vexti í óverðtryggðu íbúðaláni Íslandsbanka.
6. okt. 2025
Fjármálamót: Hvernig nýti ég gögn til að bæta reksturinn?
Fyrirtæki búa yfir miklu magni upplýsinga – um viðskiptavini, kauphegðun, innkaup, birgðir og margt fleira. En hvernig hafa íslensk fyrirtæki nýtt þessi gögn til að taka betri ákvarðanir og bæta reksturinn?
3. okt. 2025
Skert þjónusta vegna viðhalds aðfaranótt mánudags
Vegna kerfisuppfærslu verður tiltekin þjónusta bankans ekki aðgengileg aðfaranótt mánudagsins 6. október 2025. Gert er ráð fyrir að þjónustan verði skert frá kl. 1.00 til um kl. 6.00 á mánudagsmorgun.
Fjölskylda
1. okt. 2025
Opið fyrir umsóknir um samfélagsstyrki Landsbankans
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um samfélagsstyrki Landsbankans.
Play
29. sept. 2025
Upplýsingar vegna flugfélagsins PLAY
Korthafar Landsbankans sem eiga bókað flug með Fly PLAY hf. eiga rétt á endurgreiðslu vegna flugferðar sem ekki verður farin.
Landsbankinn
25. sept. 2025
Sjálfsafgreiðslulausnir loka í um hálftíma að morgni föstudags
Vegna kerfisuppfærslu verða netbankinn og appið lokuð að morgni föstudags 26. september frá kl. 6.45 til 7.15. Aðrar sjálfsafgreiðslulausnir munu heldur ekki virka á meðan á uppfærslunni stendur.
Guðrún Nielsen
23. sept. 2025
Guðrún Nielsen til liðs við Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans
Guðrún Nielsen hefur verið ráðin sem verkefnastjóri hjá Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans og hefur þegar hafið störf.