Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur
Fréttir

Hagn­að­ur Lands­bréfa 1.272 millj­ón­ir á ár­inu 2024

Eystra horn
27. mars 2025 - Landsbankinn

Landsbréf hf. hafa birt ársreikning vegna ársins 2024. 

Helstu niðurstöður eru þessar:

  • Hagnaður af rekstri Landsbréfa á árinu 2024 nam 1.272 milljónum króna eftir skatta, samanborið við um 1.035 milljónir á árinu 2023
  • Hreinar rekstrartekjur á árinu 2024 námu 2.717 milljónum króna, samanborið við 2.405 milljónir króna á árinu 2023
  • Eigið fé í árslok 2024 var 4.390 milljónir króna samanborið við 4.118 milljónir króna í árslok 2023
  • Í lok ársins voru eignir í stýringu samtals um 543 milljarðar króna samanborið við 472 milljarða króna árið áður
  • Í lok árs voru 22 stöðugildi hjá Landsbréfum, en ársverkin voru 21,6.

Helgi Þór Arason, framkvæmdastjóri Landsbréfa:

„Árið 2024 var farsælt í rekstri Landsbréfa og ávöxtun sjóða almennt góð að teknu tilliti til markaðsaðstæðna og þá sérstaklega í samanburði við samkeppnisaðila. Verðbólga tók að hjaðna þegar leið á árið og Seðlabanki Íslands hóf vaxtalækkunarferli sitt. Síðustu mánuðir ársins reyndust sérlega hagfelldir á innlendum hlutabréfamarkaði og nutu hlutabréfasjóðir Landsbréfa og eignadreifingarsjóðir góðs af því. Væntingar um lækkandi verðbólgu og áframhaldandi vaxtalækkanir gefa fyrirheit um gott yfirstandandi ár á mörkuðum og þar með fyrir sjóði Landsbréfa, þó ýmsir óvissuþættir geti aukið sveiflur á mörkuðum og þá einkum ýmis alþjóðleg óvissa, bæði austan hafs og vestan. Það eru einnig krefjandi tímar í hagstjórn hér á landi og mikilvægt að þeir sem völdin hafa taki ábyrg skref í átt að áframhaldandi hagsæld. Við hjá Landsbréfum tökum alvarlega það hlutverk að ávaxta sparifé landsmanna og erum þakklát fyrir það traust sem þúsundir sjóðafélaga hafa sýnt Landsbréfum og heitum því að vinna áfram með hag þeirra að leiðarljósi.“

Nánari upplýsingar á vef Landsbréfa

Þú gætir einnig haft áhuga á
Þórunn Inga Ingjaldsdóttir
10. sept. 2025
Þórunn Inga forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum 
Þórunn Inga Ingjaldsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður nýju einingarinnar Tryggingar á Einstaklingssviði hjá Landsbankanum og mun hún hefja störf í byrjun október.  
Snjallsími
3. sept. 2025
Breyting á dagslokum bankadaga
Frá og með 8. september 2025 verða dagslok bankadaga í innlánakerfum Reiknistofu bankanna færð frá kl. 21.00 til miðnættis. Þetta hefur m.a. þau áhrif að millifærslur sem eru gerðar eftir kl. 21.00 og fram að miðnætti verða bókaðar sama dag.
3. sept. 2025
Sjálfbærnidagur Landsbankans í Grósku 4. september
Sjálfbærnidagur Landsbankans 2025 verður haldinn í Grósku fimmtudaginn 4. september. Á sjálfbærnideginum fáum við innsýn í hvernig íslensk fyrirtæki nálgast sjálfbærnimálin, hvernig þau takast á við áskoranir og hvaða tækifæri eru fram undan. Við lofum bæði fjölbreyttri og spennandi dagskrá og ljúffengum veitingum! 
Austurvegur 11, Selfossi
26. ágúst 2025
Samið um nýtt húsnæði fyrir Landsbankann og TM á Selfossi
Landsbankinn og TM á Selfossi munu flytja sig yfir í nýtt hús við Austurveg 11 á Selfossi fyrir árslok 2027, samkvæmt langtímaleigusamningi sem gerður hefur verið við Fossver ehf.
Eystra horn
25. ágúst 2025
Landsbréf skila góðum árangri á fyrri hluta ársins
Landsbréf hf. hafa birt árshlutareikning fyrir fyrri hluta ársins 2025.
Listaverk kvenna í eigu Landsbankans
25. ágúst 2025
Listakonur í Landsbankanum - sýning og fleiri verk eftir konur á listaverkavefnum
Á nýrri sýningu sem opnaði í Reykjastræti 6 á Menningarnótt er sjónum beint að listaverkum í eigu bankans sem eru eftir konur. Við opnuðum einnig nýjan hluta á listaverkavef bankans þar sem birt eru um 90 verk eftir konur.
18. ágúst 2025
Dagskrá Landsbankans, Hörpu og Hafnartorgs á Menningarnótt
Menningarnótt verður haldin hátíðleg í miðborg Reykjavíkur laugardaginn 23. ágúst næstkomandi. Landsbankinn hefur verið máttarstólpi Menningarnætur frá upphafi og býður að venju upp á fjölbreytta dagskrá, bæði í Reykjastræti og við Hörputorg í samstarfi við Hafnartorg og Hörpu.
Listaverk kvenna í eigu Landsbankans
14. ágúst 2025
Listakonur í Landsbankanum: Leiðsögn á Menningarnótt um nýja sýningu
Í tilefni Kvennaárs 2025 opnar ný myndlistarsýning í Reykjastræti 6 þar sem sjónum verður beint að listaverkum í eigu bankans sem eru eftir konur. Sýningin opnar á Menningarnótt og um leið uppfærum við listaverkavef Landsbankans með sérstakri umfjöllun um listaverk eftir konur.
Austurstræti 11
25. júlí 2025
Tilboði tekið í Austurstræti 11 og hús bankans í Hafnarstræti
Landsbankinn hefur tekið tilboði Landsbyggðar ehf. í Landsbankahúsið við Austurstræti 11 og Hafnarstræti 10, 12 og 14.
Gleðiganga
15. júlí 2025
Úthlutað úr Gleðigöngupotti Hinsegin daga og Landsbankans
Tíu atriði hlutu styrk úr Gleðigöngupotti Hinsegin daga og Landsbankans vegna Gleðigöngunnar 2025. Gleðigangan, sem gengin verður laugardaginn 9. ágúst nk., er hápunktur Hinsegin daga og verður hún nú gengin í 23. skipti.