Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur
Fréttir

Hús­fyll­ir í Lands­bank­an­um á Hönn­un­ar­Mars

8. apríl 2025

Húsfyllir var í Landsbankanum á HönnunarMars föstudaginn 4. mars og stemningin var ótrúlega skemmtileg. Dagskráin byrjaði á samtali um fjárfestingar í hönnun og um kvöldið var ungum og upprennandi fatahönnuðum gefið sviðið.

Augljóst er að mikill áhugi er á umræðum um fjármögnun í hönnun og fatahönnuðirnir sýndu að það er mikil gróska í tísku á Íslandi. 

Fjárfest í hönnun og Eyjólfur í Epal heiðraður

Dagskráin hófst á því að Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra, heiðraði Eyjólf Pálsson stofnanda Epal fyrir hálfrar aldar starf í þágu íslenskrar hönnunar.

Við tóku örerindi þar sem fjölbreyttur hópur sérfræðinga sagði frá sinni reynslu af fjármögnun í hönnun og mikilvægi þess að vægi sé sett í verðmætasköpun af því tagi. Við fengum innlegg frá Komal Singh frá Polestar, Paul Madsen frá Normann Copenhagen, Kristínu Evu Ólafsdóttur frá Gagarin, Dario Nuñez Salazar frá Hildiberg og Salóme Guðmundsdóttur, stjórnarkonu í HönnunarMars

Að erindum loknum tóku við líflegar pallborðsumræður undir stjórn Karítasar Diðriksdóttur, þar sem spurt var beint og óbeint: Hvernig fjárfestum við í hugmyndum framtíðarinnar?

Fatahönnuðir framtíðarinnar // Young Talents of Fashion Design

Um kvöldið var stiganum í Landsbankanum breytt í tískusýningarpall þegar sex ungir fatahönnuðir stigu fram í lifandi tískugjörningi undir heitinu Uppsprettan – Fatahönnuðir framtíðarinnar. Hönnuðirnir sem sýndu verk sín voru Andrea Margrétardóttir, Kári Eyvindur, Michal Pajak Pajonik, Sigríður Ágústa Finnbogadóttir, Sóley Jóhannsdóttir og Thelma Gunnarsdóttir.

Sviðsetning og listræn stjórnun var í höndum Önnu Clausen og tónlistarmaðurinn Thomas Stankiewicz skapaði frábæra stemningu.

Sýningarnar sex, sem voru haldnar í þjónustu- og verslunarrými á horni Geirsgötu og Reykjastrætis 6, tókust vel og voru vel sóttar.

Það má með sanni segja að viðburðirnir í Landsbankanum hafi tekist afar vel og við þökkum fyrir samstarfið við HönnunarMars. Við hlökkum til að fylgjast með þessum spennandi hönnuðum í framtíðinni og halda áfram að skapa vettvang fyrir samtal um tengslin á milli hönnunar og fjármagns.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Austurvegur 11, Selfossi
26. ágúst 2025
Samið um nýtt húsnæði fyrir Landsbankann og TM á Selfossi
Landsbankinn og TM á Selfossi munu flytja sig yfir í nýtt hús við Austurveg 11 á Selfossi fyrir árslok 2027, samkvæmt langtímaleigusamningi sem gerður hefur verið við Fossver ehf.
Eystra horn
25. ágúst 2025
Landsbréf skila góðum árangri á fyrri hluta ársins
Landsbréf hf. hafa birt árshlutareikning fyrir fyrri hluta ársins 2025.
Listaverk kvenna í eigu Landsbankans
25. ágúst 2025
Listakonur í Landsbankanum - sýning og fleiri verk eftir konur á listaverkavefnum
Á nýrri sýningu sem opnaði í Reykjastræti 6 á Menningarnótt er sjónum beint að listaverkum í eigu bankans sem eru eftir konur. Við opnuðum einnig nýjan hluta á listaverkavef bankans þar sem birt eru um 90 verk eftir konur.
18. ágúst 2025
Dagskrá Landsbankans, Hörpu og Hafnartorgs á Menningarnótt
Menningarnótt verður haldin hátíðleg í miðborg Reykjavíkur laugardaginn 23. ágúst næstkomandi. Landsbankinn hefur verið máttarstólpi Menningarnætur frá upphafi og býður að venju upp á fjölbreytta dagskrá, bæði í Reykjastræti og við Hörputorg í samstarfi við Hafnartorg og Hörpu.
Listaverk kvenna í eigu Landsbankans
14. ágúst 2025
Listakonur í Landsbankanum: Leiðsögn á Menningarnótt um nýja sýningu
Í tilefni Kvennaárs 2025 opnar ný myndlistarsýning í Reykjastræti 6 þar sem sjónum verður beint að listaverkum í eigu bankans sem eru eftir konur. Sýningin opnar á Menningarnótt og um leið uppfærum við listaverkavef Landsbankans með sérstakri umfjöllun um listaverk eftir konur.
Austurstræti 11
25. júlí 2025
Tilboði tekið í Austurstræti 11 og hús bankans í Hafnarstræti
Landsbankinn hefur tekið tilboði Landsbyggðar ehf. í Landsbankahúsið við Austurstræti 11 og Hafnarstræti 10, 12 og 14.
Gleðiganga
15. júlí 2025
Úthlutað úr Gleðigöngupotti Hinsegin daga og Landsbankans
Tíu atriði hlutu styrk úr Gleðigöngupotti Hinsegin daga og Landsbankans vegna Gleðigöngunnar 2025. Gleðigangan, sem gengin verður laugardaginn 9. ágúst nk., er hápunktur Hinsegin daga og verður hún nú gengin í 23. skipti.
4. júlí 2025
Frábær þátttaka í Aukakrónuhlaupi Ármanns
Aukakrónuhlaup Ármanns og Meistaramót Íslands í 10 km götuhlaupi voru ræst fyrir utan Landsbankann, Reykjastræti 6, miðvikudaginn 2. júlí. Veðrið var með besta móti og tóku tæplega 500 hlauparar þátt að þessu sinni, enda njóta götuhlaupin mikilla vinsælda hér á landi. Andrea Kolbeinsdóttir og Stefán Pálsson stóðu uppi sem sigurvegarar og eru Íslandsmeistarar í 10 km götuhlaupi árið 2025.
1. júlí 2025
Útibú TM og Landsbankans á Selfossi sameinast
Útibú TM og Landsbankans á Selfossi sameinast í dag, þriðjudaginn 1. júlí 2025, undir einu þaki í Landsbankahúsinu við Austurveg 20. Þar með geta viðskiptavinir sótt sér trygginga- og bankaþjónustu á einum og sama staðnum.
Reykjastræti
19. júní 2025
Útibú TM er flutt í Reykjastræti 6
Útibú TM á höfuðborgarsvæðinu flutti í dag, 19. júní 2025, í útibú Landsbankans í Reykjastræti 6 í miðborg Reykjavíkur. Þar tekur starfsfólk TM og bankans vel á móti viðskiptavinum.