Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur
Fréttir

Hús­fyll­ir í Lands­bank­an­um á Hönn­un­ar­Mars

8. apríl 2025

Húsfyllir var í Landsbankanum á HönnunarMars föstudaginn 4. mars og stemningin var ótrúlega skemmtileg. Dagskráin byrjaði á samtali um fjárfestingar í hönnun og um kvöldið var ungum og upprennandi fatahönnuðum gefið sviðið.

Augljóst er að mikill áhugi er á umræðum um fjármögnun í hönnun og fatahönnuðirnir sýndu að það er mikil gróska í tísku á Íslandi. 

Fjárfest í hönnun og Eyjólfur í Epal heiðraður

Dagskráin hófst á því að Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra, heiðraði Eyjólf Pálsson stofnanda Epal fyrir hálfrar aldar starf í þágu íslenskrar hönnunar.

Við tóku örerindi þar sem fjölbreyttur hópur sérfræðinga sagði frá sinni reynslu af fjármögnun í hönnun og mikilvægi þess að vægi sé sett í verðmætasköpun af því tagi. Við fengum innlegg frá Komal Singh frá Polestar, Paul Madsen frá Normann Copenhagen, Kristínu Evu Ólafsdóttur frá Gagarin, Dario Nuñez Salazar frá Hildiberg og Salóme Guðmundsdóttur, stjórnarkonu í HönnunarMars

Að erindum loknum tóku við líflegar pallborðsumræður undir stjórn Karítasar Diðriksdóttur, þar sem spurt var beint og óbeint: Hvernig fjárfestum við í hugmyndum framtíðarinnar?

Fatahönnuðir framtíðarinnar // Young Talents of Fashion Design

Um kvöldið var stiganum í Landsbankanum breytt í tískusýningarpall þegar sex ungir fatahönnuðir stigu fram í lifandi tískugjörningi undir heitinu Uppsprettan – Fatahönnuðir framtíðarinnar. Hönnuðirnir sem sýndu verk sín voru Andrea Margrétardóttir, Kári Eyvindur, Michal Pajak Pajonik, Sigríður Ágústa Finnbogadóttir, Sóley Jóhannsdóttir og Thelma Gunnarsdóttir.

Sviðsetning og listræn stjórnun var í höndum Önnu Clausen og tónlistarmaðurinn Thomas Stankiewicz skapaði frábæra stemningu.

Sýningarnar sex, sem voru haldnar í þjónustu- og verslunarrými á horni Geirsgötu og Reykjastrætis 6, tókust vel og voru vel sóttar.

Það má með sanni segja að viðburðirnir í Landsbankanum hafi tekist afar vel og við þökkum fyrir samstarfið við HönnunarMars. Við hlökkum til að fylgjast með þessum spennandi hönnuðum í framtíðinni og halda áfram að skapa vettvang fyrir samtal um tengslin á milli hönnunar og fjármagns.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Netbanki fyrirtækja
16. jan. 2026
Breyting á fjárhæðum í millibankakerfi Seðlabankans
Seðlabanki Íslands hefur ákveðið að breyta fjárhæðamörkum í millibankakerfi sínu.
16. jan. 2026
Orden vann í hugmyndahraðhlaupi Gulleggsins og Landsbankans
Teymið Orden bar sigur úr býtum í hugmyndahraðhlaupi Gulleggsins og Landsbankans og hlaut að launum 150.000 krónur í verðlaunafé og sæti í 10 liða lokakeppni Gulleggsins.
Dagatal Landsbankans 2025
14. jan. 2026
Sýning á dagatalsmyndunum opnar 20. janúar
Þorvaldur Jónsson listmálari gerði myndirnar sem prýða dagatal Landsbankans 2026. Þorvaldur mun opna sýningu á myndunum í Landsbankanum Reykjastræti 6 þriðjudaginn 20. janúar klukkan 15.00. Sýningin verður opin á afgreiðslutíma bankans og mun standa fram á vor.
14. jan. 2026
TM er komið í samstarf við Aukakrónur!
Það gleður okkur að segja frá því að nú er TM samstarfsaðili Aukakróna. Allir sem eru með tryggingarnar sínar hjá TM fá 1% endurgreiðslu í formi Aukakróna þegar greitt er með korti tengdu við Aukakrónukerfið. Svo er líka hægt að borga fyrir tryggingarnar sínar með Aukakrónum.
7. jan. 2026
Landsbankinn hefur samstarf við Drift EA
Landsbankinn og Drift EA hafa gert samstarfssamning sem miðar að því að styðja við nýsköpun og frumkvöðlastarf á Íslandi með því að styrkja umgjörð, ráðgjöf og tengslanet fyrir frumkvöðla og sprotafyrirtæki.
Ásta Sóllilja Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri KLAK og Hjalti Harðarson, forstöðumaður markaðsmála hjá Landsbankanum
5. jan. 2026
Landsbankinn áfram aðalbakhjarl Gulleggsins
KLAK – Icelandic Startups og Landsbankinn hafa endurnýjað samstarf sitt um frumkvöðlakeppnina Gulleggið með undirritun nýs þriggja ára samnings. Með samningnum treystir Landsbankinn hlutverk sitt sem aðalbak­hjarl keppninnar enn frekar og undirstrikar langvarandi stuðning sinn við íslenska nýsköpun.
Jólakveðja
19. des. 2025
Afgreiðslutími Landsbankans um jól og áramót
Þjónustuver og útibú Landsbankans verða lokuð á aðfangadag, jóladag, annan í jólum og á nýársdag. Á gamlársdag verða útibú lokuð en Þjónustuverið verður opið á milli kl. 9-12.
Fjölskylda
19. des. 2025
Click to Pay: Ný og öruggari leið til að greiða á netinu
Nú geta viðskiptavinir Landsbankans tengt greiðslukortin sín við Click to Pay, nýja og öruggari greiðslulausn sem netverslanir eru óðum að taka í notkun.
Samfélagsstyrkir 2025
11. des. 2025
Samfélagssjóður Landsbankans styrkir 32 verkefni
Samfélagsstyrkjum samtals að upphæð 20 milljónum króna var úthlutað úr Samfélagssjóði Landsbankans mánudaginn 8. desember 2025. Alls hlutu 32 verkefni styrk að þessu sinni. Verkefnin eru afar fjölbreytt og gagnast fólki á öllum aldri og víða um land.
10. des. 2025
Jóhann Hjartarson Íslandsmeistari í hraðskák eftir sigur á Friðriksmótinu
Stórmeistarinn Jóhann Hjartarson varð hlutskarpastur á Friðriksmóti Landsbankans – Íslandsmótinu í hraðskák sem haldið var í húsakynnum Landsbankans í Reykjastræti 6 sunnudaginn 7. desember 2025. Jóhann var í banastuði og nældi sér í 11½ vinning úr 13 skákum sem er ótrúlegur árangur á jöfnu og annars spennandi móti.