Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur
Fréttir

Fjöl­breytt­ur Hönn­un­ar­Mars 2025 í Lands­bank­an­um

HönnunarMars 2025
26. mars 2025

Landsbankinn er einn af aðalstyrktaraðilum HönnunarMars og tekur þátt í hátíðinni með virkum hætti. Haldnir verða spennandi viðburðir í bankanum í Reykjastræti og við höfum gert myndbönd um sjö hönnuði sem birtast á Youtube-rás bankans.

HönnunarMars er eitt helsta kynningarverkefni íslenskrar hönnunar og arkitektúrs. Landsbankinn hefur verið aðalstyrktaraðili hátíðarinnar frá 2023 og leggur henni lið með ýmsum hætti.

HönnunarMars 2025

Fjárfestum í hönnun

Föstudaginn 4. apríl verður boðið upp á örerindi og pallborðsumræður um fjármagn og hönnun í Landsbankanum við Reykjastræti 6. Með viðburðinum viljum við skapa vettvang til að fjalla um tækifærin sem felast í að fjárfesta í hönnun og mikilvægi þess. Reynslumikið fólk úr heimi hönnunar og fjárfestinga deilir sinni sýn, svarar spurningum og tekur þátt í umræðu um þetta mikilvæga viðfangsefni. Athugið að viðburðurinn fer fram á ensku.

Meðal þeirra sem koma fram eru:

  • Komal Singh, hönnunarsérfræðingur lita og efna hjá Polestar
  • Paul Madsen, forstjóri Normann Copenhagen
  • Kristín Eva Ólafsdóttir, forstjóri Gagarin interactive
  • Dario Nuñez Salazar, lýsingarhönnuður MA., IALD hjá Hildiberg
  • Eyjólfur Pálsson, stofnandi og eigandi Epal
  • Salóme Guðmundsdóttir, stjórnarkona HönnunarMars

Karítas Diðriksdóttir stýrir umræðunum.

Tímasetning: Föstudagurinn 4. apríl frá kl. 15.30-17.00.

Viðburður á Facebook

Uppsprettan - Fatahönnuðir framtíðarinnar

Vel valdar flíkur frá áhugaverðum hönnuðum verða á sýningunni Fatahönnuðir framtíðarinnar í Landsbankanum við Reykjastræti 6. Gestum gefst tækifæri til að skoða flíkurnar, fá innsýn í hönnun og handverk og sjá hvert fatahönnuðir framtíðarinnar stefna. Sýningin opnar 31. mars og verður opin gestum og gangandi frá kl. 8.00-17.00 (opnunartími bankans) til 4. apríl. Gengið er inn um aðalinngang bankans við Reykjastræti. 

Þátttakendur:

  • Andrea Margrétardóttir
  • Kári Eyvindur
  • Michal Pajak Pajonik
  • Sigríður Ágústa Finnbogadóttir
  • Sóley Jóhannsdóttir
  • Thelma Gunnarsdóttir

Uppsprettan vaknar svo til lífsins föstudaginn 4. apríl kl. 20.00. 

Á föstudagskvöldið vaknar sýningin til lífsins í lifandi gjörningi, sýningu með fyrirsætum og tónlistaratriði frá Thomasi Stankiewicz. Um er að ræða samtal tísku, arkitektúrs, tónlistar og viðskipta í viðburði þar sem framúrstefnulegum hugmyndum og fatahönnun er fagnað.

Listrænn stjórnandi og framleiðandi: Anna Clausen

Tímasetning: Föstudagurinn 4. apríl frá kl. 20.00-21.30.

Viðburður á Facebook

Aðrar sýningar í Reykjastræti 6

Að auki verða sex sýningar í þjónustu- og verslunarrými á horni Geirsgötu og Reykjastrætis 6, sem Landsbankinn leggur til. Sýningarnar verða opnar frá fimmtudeginum 3. apríl til sunnudagsins 6. apríl.

1+1+1 + Hugdetta +

1+1+1 er tilraunakennd hönnun þriggja hönnunarhúsa: Hugdettu frá Íslandi, Petru Lilju frá Svíþjóð og Aalto+Aalto frá Finnlandi. Saman skoða þau og endurhugsa hluti með þeirri aðferð að hver vinnustofa hannar hlut sem samanstendur af þremur aðskildum pörtum sem síðar púslast saman við hönnun hinna landanna. Hönnunin verður ófyrirsjáanleg og óvanaleg þar sem útkoman kemur bæði hönnuðunum og áhorfandanum á óvart. 

Söltuð píka

SÖLTUÐ PÍKA er sýning sem varpar ljósi á upplifun kvenna og kvára í grafískri hönnun á Íslandi í gegnum þrjú tímaskeið: fortíð, nútíð og framtíð. Sýningin sameinar sögulegar frásagnir, samtímarýni og bjartsýna framtíðarsýn á stöðu og reynslu kvenna og kvára í faginu.

Synþenkja vol II

Ímyndaðu þér heim þar sem skynjanir skarast, hljóð fær lykt, lykt er hreyfing, hreyfing verður teikning. Venjulega gerum við ráð fyrir að sjá liti með augunum, finna lykt með nefinu og heyra tónlist með eyrunum - mörkin þarna á milli eru yfirleitt talin skýr. Þegar þessi mörk eru rofin er talað um samskynjun eða synesthesia á ensku.

Hæ/Hi: Designing Friendship

Hæ/Hi: Designing Friendship er samstarfsverkefni hönnuða frá Íslandi og Seattle sem kannar siði gestgjafa, leikræn tilþrif við matseld og félagslegan þátt eldhússins í fjórðu sýningu sinni, Hæ/Hi: Volume IV | Eldhúspartý.

Skrúði

Samstarf Stúdíó Fléttu og Icelandair heldur áfram. Eldri einkennisfatnaður fær nýtt og umvefjandi hlutverk. Í ár verður farin ný leið – efnin sniðin niður og þeim gjörbreytt. Úr verða púðar þræddir með áhugaverðri sögu sem fegra rýmið og gleðja augað.

30 ár af hönnun

30 ár af hönnun er sýning sem haldin er í tilefni af 30 ára afmæli Félags vöru- og iðnhönnuða. Boðið verður upp á brot af því besta sem íslenskir hönnuðir hafa skapað í gegnum tíðina. Þetta er ekki tæmandi yfirlit yfir hönnunarsöguna, heldur lifandi innsýn í hugmyndaflug, sköpunargleði og fjölbreytileika hönnunar á Íslandi. 

Þú gætir einnig haft áhuga á
Hönnunarmars
18. apríl 2024
Viðburðir HönnunarMars í Landsbankanum
Landsbankinn er stoltur styrktaraðili HönnunarMars og tekur þátt í hátíðinni með ýmsum hætti. Við stöndum fyrir viðburðum í bankanum í Reykjastræti og í aðdraganda hátíðarinnar heimsóttum við sjö hönnuði til að fá innsýn í verkefnin sem þau eru að vinna að.
27. apríl 2023
Hönnunarmars í Landsbankanum – viðburðir og heimsóknir til hönnuða
Landsbankinn er styrktaraðili Hönnunarmars og tekur þátt í hátíðinni með ýmsum hætti. Við stöndum fyrir viðburðum í nýju húsi bankans við Reykjastræti og í aðdraganda hátíðarinnar heimsóttum við átta hönnuði til að fá innsýn í verkefnin sem þau eru að vinna að.
HönnunarMars
9. maí 2023
Frábær HönnunarMars að baki
Fjöldi fólks lagði leið sína í nýtt hús Landsbankans við Reykjastræti í liðinni viku til að sækja þrjá viðburði bankans í samstarfi við HönnunarMars.
29. des. 2022
Landsbankinn er nýr bakhjarl HönnunarMars til þriggja ára
Landsbankinn er nýr bakhjarl HönnunarMars og verður samstarfsaðili hátíðarinnar næstu þrjú árin.