Fréttir

Ark­þing og C.F. Møl­ler valin til að hanna ný­bygg­ingu Lands­bank­ans

Landsbankinn hefur ákveðið að ganga til samninga við Arkþing ehf. og C.F. Møller um hönnun og þróun á nýbyggingu bankans við Austurhöfn í Reykjavík.
Húsnæði Landsbankans við Austurhöfn
23. febrúar 2018 - Landsbankinn

Sjö arkitektateymi voru í október sl. valin til að skila inn frumtillögum að hönnun hússins og í janúar bárust bankanum tillögur frá sex teymum, að viðhafðri nafnleynd. Þriggja manna ráðgjafaráð var bankastjóra og bankaráði til fulltingis við ákvörðunina og mælti ráðgjafaráðið með þeirri tillögu sem varð fyrir valinu. Þegar samningar við tillöguhöfunda liggja fyrir mun vinna við fullnaðarhönnun hússins hefjast. Frumtillagan getur tekið breytingum á hönnunarstigi, þótt heildaryfirbragð hússins verði óbreytt. Stefnt er að því að hefja framkvæmdir í byrjun næsta árs. Bygging hússins verður boðin út.

Helga Björk Eiríksdóttir, formaður bankaráðs Landsbankans, segir:

„Húsið sem Arkþing og C.F. Møller hafa teiknað er fallegt og kallast vel á við umhverfi sitt. Við teljum að það muni sóma sér vel í miðborginni og verði verðmæt eign fyrir Landsbankann. Tillagan hæfir starfsemi bankans vel og uppfyllir best þær forsendur sem við lögðum upp með. Við hlökkum til að vinna með teymi Arkþings og C.F. Møller að endanlegri hönnun hússins. Einnig þökkum við öðrum arkitektateymum fyrir að senda okkur afar áhugaverðar og vel unnar tillögur.“

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, segir:

„Við erum að flytja starfsemi bankans í mun minna, hagkvæmara og hentugra húsnæði. Einn helsti kostur tillögunnar er að vinnurýmin eru ákjósanleg og með góðum innbyrðis tengslum sem styðja við nútíma vinnuumhverfi þar sem áhersla verður lögð á verkefnamiðaða vinnuaðstöðu. Húsið er vel hannað skrifstofu- og verslunarhúsnæði og þeir hlutar hússins sem bankinn hyggst leigja eða selja undir aðra starfsemi eru vel heppnaðir. Það skiptir miklu máli að skipulag hússins er sveigjanlegt og því verður auðvelt að móta húsið að breytingum á starfsemi bankans. Þetta er fjárfesting til framtíðar.“

Nánari umfjöllun um tillögurnar

Húsnæðismál Landsbankans

Landsbankinn er nú með starfsemi í 13 húsum í miðborg Reykjavíkur, að langstærstum hluta í leiguhúsnæði. Núverandi húsnæði bankans er bæði óhentugt og óhagkvæmt fyrir rekstur bankans. Bankaráð Landsbankans ákvað vorið 2017 að byggja húsnæði fyrir starfsemi bankans að Austurbakka 2 við Austurhöfn. Bankinn mun nýta um 10.000 m2 í nýju húsi, eða um 60% af flatarmáli hússins, en selja eða leigja frá sér um 6.500 m2 sem munu nýtast fyrir verslun og aðra þjónustu. Með flutningi í nýtt hús mun starfsemi sem nú fer fram á um 21.000 m2 rúmast á um 10.000 m2.

Arkitektateymin sem skiluðu inn frumtillögum að hönnun hússins voru:

  • Arkþing og C.F. Møller
  • BIG og Arkiteó í samstarfi við BIG Engineering, VSÓ ráðgjöf, Dagný Land Design og Andra Snæ Magnason
  • Henning Larsen og Batteríið Arkitektar
  • Kanon arkitektar ehf. og Teiknistofan Tröð ehf.
  • PKdM arkitektar
  • Teymið - A2F arkitektar, Gríma arkitektar, Kreatíva teiknistofa, Landmótun og Trivium

Í ráðgjafaráðinu sátu G. Oddur Víðisson arkitekt, Halldóra Vífilsdóttir, arkitekt hjá Landsbankanum og Valgeir Valgeirsson, verkfræðingur hjá Landsbankanum.

Nánar um húsnæðismál Landsbankans

Þú gætir einnig haft áhuga á
Netbanki
19. júlí 2024
Upplýsingar vegna kerfisbilunar
Engar truflanir eru lengur á þjónustu bankans. Í nótt og í morgun voru truflanir á ýmsum þjónustuþáttum sem tengdust bilun sem haft hefur áhrif á fyrirtæki víða um heim.
15. júlí 2024
Níu atriði fengu úthlutun úr Gleðigöngupottinum
Dómnefnd Gleðigöngupotts Hinsegin daga og Landsbankans hefur úthlutað styrkjum til níu atriða í Gleðigöngunni.
Stúlka með síma
12. júlí 2024
Enn einfaldara að byrja að nota Landsbankaappið
Nýskráning í Landsbankaappið hefur aldrei verið einfaldari og nú geta allir prófað appið án nokkurra skuldbindinga. Með þessu opnum við enn frekar fyrir aðgang að þjónustu Landsbankans.
Menningarnótt 2023
9. júlí 2024
24 verkefni fá úthlutað úr Menningarnæturpottinum
Í ár fá 24 spennandi verkefni styrki úr Menningarnæturpotti Landsbankans og Reykjavíkurborgar. Verkefnin miða meðal annars að því að færa borgarbúum myndlist, tónlist og fjölbreytta listgjörninga, bæði innan- og utandyra.
Austurbakki
5. júlí 2024
Fyrirtækjaráðgjöf verður ráðgjafi fjármálaráðuneytisins vegna sölu á eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka
Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur ráðið Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans sem sjálfstæðan fjármálaráðgjafa við skipulagningu og yfirumsjón á fyrirhuguðu markaðssettu útboði eða útboðum á eftirstandandi eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka hf.
Björn A. Ólafsson
4. júlí 2024
Björn Auðunn Ólafsson til liðs við Landsbankann
Björn Auðunn Ólafsson hefur gengið til liðs við Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans og hefur hann þegar hafið störf.
Landsbankinn.pl
3. júlí 2024
Meiri upplýsingar á pólsku á landsbankinn.pl
Við höfum bætt við pólskri útgáfu af Landsbankavefnum, til viðbótar við íslenska og enska útgáfu. Á pólska vefnum eru upplýsingar um appið okkar, greiðslukort, gengi gjaldmiðla, viðbótarlífeyrissparnað, rafræn skilríki, Auðkennisappið og fleira.
2. júlí 2024
Enn meira öryggi í Landsbankaappinu
Við höfum bætt stillingarmöguleikum við Landsbankaappið sem auka enn frekar öryggi í korta- og bankaviðskiptum. Nú getur þú með einföldum hætti lokað fyrir tiltekna notkun á greiðslukortum í appinu og síðan opnað fyrir þær aftur þegar þér hentar. Ef þörf krefur getur þú valið neyðarlokun og þá er lokað fyrir öll kortin þín og aðgang að appi og netbanka.
Arinbjörn Ólafsson og Theódór Ragnar Gíslason
20. júní 2024
Landsbankinn og Defend Iceland vinna saman að netöryggi
Landsbankinn og netöryggisfyrirtækið Defend Iceland hafa gert samning um aðgang að hugbúnaði villuveiðigáttar fyrirtækisins til að auka og styrkja varnir gegn árásum á net- og tölvukerfi Landsbankans.
14. júní 2024
Hægt að nota Auðkennisappið við innskráningu
Við vekjum athygli á að hægt er að nota Auðkennisappið til að skrá sig inn og til auðkenningar í netbankanum og Landsbankaappinu og innan tíðar verður einnig hægt að framkvæma fullgildar rafrænar undirritanir. Það hentar einkum þegar þú ert í netsambandi en ekki í símasambandi eða ert með erlent farsímanúmer.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur