Fréttir

Ark­þing og C.F. Møller val­in til að hanna ný­bygg­ingu Lands­bank­ans

Landsbankinn hefur ákveðið að ganga til samninga við Arkþing ehf. og C.F. Møller um hönnun og þróun á nýbyggingu bankans við Austurhöfn í Reykjavík.
Húsnæði Landsbankans við Austurhöfn
23. febrúar 2018 - Landsbankinn

Sjö arkitektateymi voru í október sl. valin til að skila inn frumtillögum að hönnun hússins og í janúar bárust bankanum tillögur frá sex teymum, að viðhafðri nafnleynd. Þriggja manna ráðgjafaráð var bankastjóra og bankaráði til fulltingis við ákvörðunina og mælti ráðgjafaráðið með þeirri tillögu sem varð fyrir valinu. Þegar samningar við tillöguhöfunda liggja fyrir mun vinna við fullnaðarhönnun hússins hefjast. Frumtillagan getur tekið breytingum á hönnunarstigi, þótt heildaryfirbragð hússins verði óbreytt. Stefnt er að því að hefja framkvæmdir í byrjun næsta árs. Bygging hússins verður boðin út.

Helga Björk Eiríksdóttir, formaður bankaráðs Landsbankans, segir:

„Húsið sem Arkþing og C.F. Møller hafa teiknað er fallegt og kallast vel á við umhverfi sitt. Við teljum að það muni sóma sér vel í miðborginni og verði verðmæt eign fyrir Landsbankann. Tillagan hæfir starfsemi bankans vel og uppfyllir best þær forsendur sem við lögðum upp með. Við hlökkum til að vinna með teymi Arkþings og C.F. Møller að endanlegri hönnun hússins. Einnig þökkum við öðrum arkitektateymum fyrir að senda okkur afar áhugaverðar og vel unnar tillögur.“

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, segir:

„Við erum að flytja starfsemi bankans í mun minna, hagkvæmara og hentugra húsnæði. Einn helsti kostur tillögunnar er að vinnurýmin eru ákjósanleg og með góðum innbyrðis tengslum sem styðja við nútíma vinnuumhverfi þar sem áhersla verður lögð á verkefnamiðaða vinnuaðstöðu. Húsið er vel hannað skrifstofu- og verslunarhúsnæði og þeir hlutar hússins sem bankinn hyggst leigja eða selja undir aðra starfsemi eru vel heppnaðir. Það skiptir miklu máli að skipulag hússins er sveigjanlegt og því verður auðvelt að móta húsið að breytingum á starfsemi bankans. Þetta er fjárfesting til framtíðar.“

Nánari umfjöllun um tillögurnar

Húsnæðismál Landsbankans

Landsbankinn er nú með starfsemi í 13 húsum í miðborg Reykjavíkur, að langstærstum hluta í leiguhúsnæði. Núverandi húsnæði bankans er bæði óhentugt og óhagkvæmt fyrir rekstur bankans. Bankaráð Landsbankans ákvað vorið 2017 að byggja húsnæði fyrir starfsemi bankans að Austurbakka 2 við Austurhöfn. Bankinn mun nýta um 10.000 m2 í nýju húsi, eða um 60% af flatarmáli hússins, en selja eða leigja frá sér um 6.500 m2 sem munu nýtast fyrir verslun og aðra þjónustu. Með flutningi í nýtt hús mun starfsemi sem nú fer fram á um 21.000 m2 rúmast á um 10.000 m2.

Arkitektateymin sem skiluðu inn frumtillögum að hönnun hússins voru:

  • Arkþing og C.F. Møller
  • BIG og Arkiteó í samstarfi við BIG Engineering, VSÓ ráðgjöf, Dagný Land Design og Andra Snæ Magnason
  • Henning Larsen og Batteríið Arkitektar
  • Kanon arkitektar ehf. og Teiknistofan Tröð ehf.
  • PKdM arkitektar
  • Teymið - A2F arkitektar, Gríma arkitektar, Kreatíva teiknistofa, Landmótun og Trivium

Í ráðgjafaráðinu sátu G. Oddur Víðisson arkitekt, Halldóra Vífilsdóttir, arkitekt hjá Landsbankanum og Valgeir Valgeirsson, verkfræðingur hjá Landsbankanum.

Nánar um húsnæðismál Landsbankans

Þú gætir einnig haft áhuga á
Svikaskilaboð - pólska
1. sept. 2023
Przypomnienie: Ostrzegamy przed próbami oszustwa za pomocą fałszywych wiadomości SMS
Ostrzegamy przed oszustwami na stronach internetowych pojawiających się w imieniu Auðkenni, które rzekomo m.in. proponują połączenie z Landsbankinn.
New temp image
31. ágúst 2023
Landsbankinn breytir vöxtum
Í kjölfar nýlegrar vaxtaákvörðunar Seðlabanka Íslands verða gerðar breytingar á vöxtum Landsbankans. Vaxtabreytingarnar taka jafnframt mið af vöxtum á markaði og öðrum fjármögnunarkjörum Landsbankans.
31. ágúst 2023
Sjálfbærnidagur Landsbankans í Grósku 7. september
Sjálfbærnidagur Landsbankans verður haldinn, fimmtudaginn 7. september kl. 9.00 - 11.30 í Grósku, Bjargargötu 1. 
Skjáskot af svikaskilaboðum
31. ágúst 2023
Ítrekun: Vörum við svikatilraunum með fölskum SMS-um
Við vörum við svikasíðu sem birt er í nafni Auðkennis og lítur út fyrir að bjóða meðal annars upp á tengingu við Landsbankann.
Menningarnótt
24. ágúst 2023
Takk fyrir komuna á Menningarnótt!
Fjöldi fólks á öllum aldri lagði leið sína í nýtt hús Landsbankans og í útibú bankans við Austurstræti á laugardaginn í tilefni Menningarnætur. 
23. ágúst 2023
Opnunartími styttist í sjö útibúum en þjónustutími óbreyttur
Þann 13. september styttist opnunartími í sjö útibúum bankans um þrjár klukkustundir og verður þar framvegis opið frá kl. 12-15. Þó almennur opnunartími styttist verður áfram hægt að panta tíma í þessum útibúum frá kl. 10-16 og fjarfund til kl. 18 þannig að þjónustutími skerðist ekki. Á öllum þessum stöðum eru hraðbankar aðgengilegir allan sólarhringinn.
Eystra horn
22. ágúst 2023
Landsbréf skila góðum árangri á fyrri hluta ársins
Landsbréf hf. hafa birt árshlutareikning fyrir fyrri hluta ársins 2023.
Dansarar
17. ágúst 2023
22 spennandi verkefni fengu styrk úr Menningarnæturpottinum
Í ár fengu 22 spennandi verkefni styrki úr Menningarnæturpotti Landsbankans og Reykjavíkurborgar en öll eru verkefnin til þess fallin að gleðja þátttakendur Menningarnætur 2023.
Myndlistarsýning í Austurstræti 11
17. ágúst 2023
Hringrás – myndlistarsýning í Austurstræti 11 opnar á Menningarnótt
Í tilefni af Menningarnótt verður opnuð ný sýning á listaverkum úr safni Landsbankans í útibúi bankans við Austurstræti 11. Sýningin nefnist Hringrás og er sýningarstjóri Daría Sól Andrews.
Menningarnótt
15. ágúst 2023
Fjölbreytt dagskrá á Menningarnótt í Reykjastræti og Austurstræti
Landsbankinn er einn af aðalbakhjörlum Menningarnætur og við tökum sem fyrr virkan þátt í hátíðarhöldunum.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur