Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur
Fréttir

Ark­þing og C.F. Møller val­in til að hanna ný­bygg­ingu Lands­bank­ans

Landsbankinn hefur ákveðið að ganga til samninga við Arkþing ehf. og C.F. Møller um hönnun og þróun á nýbyggingu bankans við Austurhöfn í Reykjavík.
Húsnæði Landsbankans við Austurhöfn
23. febrúar 2018 - Landsbankinn

Sjö arkitektateymi voru í október sl. valin til að skila inn frumtillögum að hönnun hússins og í janúar bárust bankanum tillögur frá sex teymum, að viðhafðri nafnleynd. Þriggja manna ráðgjafaráð var bankastjóra og bankaráði til fulltingis við ákvörðunina og mælti ráðgjafaráðið með þeirri tillögu sem varð fyrir valinu. Þegar samningar við tillöguhöfunda liggja fyrir mun vinna við fullnaðarhönnun hússins hefjast. Frumtillagan getur tekið breytingum á hönnunarstigi, þótt heildaryfirbragð hússins verði óbreytt. Stefnt er að því að hefja framkvæmdir í byrjun næsta árs. Bygging hússins verður boðin út.

Helga Björk Eiríksdóttir, formaður bankaráðs Landsbankans, segir:

„Húsið sem Arkþing og C.F. Møller hafa teiknað er fallegt og kallast vel á við umhverfi sitt. Við teljum að það muni sóma sér vel í miðborginni og verði verðmæt eign fyrir Landsbankann. Tillagan hæfir starfsemi bankans vel og uppfyllir best þær forsendur sem við lögðum upp með. Við hlökkum til að vinna með teymi Arkþings og C.F. Møller að endanlegri hönnun hússins. Einnig þökkum við öðrum arkitektateymum fyrir að senda okkur afar áhugaverðar og vel unnar tillögur.“

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, segir:

„Við erum að flytja starfsemi bankans í mun minna, hagkvæmara og hentugra húsnæði. Einn helsti kostur tillögunnar er að vinnurýmin eru ákjósanleg og með góðum innbyrðis tengslum sem styðja við nútíma vinnuumhverfi þar sem áhersla verður lögð á verkefnamiðaða vinnuaðstöðu. Húsið er vel hannað skrifstofu- og verslunarhúsnæði og þeir hlutar hússins sem bankinn hyggst leigja eða selja undir aðra starfsemi eru vel heppnaðir. Það skiptir miklu máli að skipulag hússins er sveigjanlegt og því verður auðvelt að móta húsið að breytingum á starfsemi bankans. Þetta er fjárfesting til framtíðar.“

Nánari umfjöllun um tillögurnar

Húsnæðismál Landsbankans

Landsbankinn er nú með starfsemi í 13 húsum í miðborg Reykjavíkur, að langstærstum hluta í leiguhúsnæði. Núverandi húsnæði bankans er bæði óhentugt og óhagkvæmt fyrir rekstur bankans. Bankaráð Landsbankans ákvað vorið 2017 að byggja húsnæði fyrir starfsemi bankans að Austurbakka 2 við Austurhöfn. Bankinn mun nýta um 10.000 m2 í nýju húsi, eða um 60% af flatarmáli hússins, en selja eða leigja frá sér um 6.500 m2 sem munu nýtast fyrir verslun og aðra þjónustu. Með flutningi í nýtt hús mun starfsemi sem nú fer fram á um 21.000 m2 rúmast á um 10.000 m2.

Arkitektateymin sem skiluðu inn frumtillögum að hönnun hússins voru:

  • Arkþing og C.F. Møller
  • BIG og Arkiteó í samstarfi við BIG Engineering, VSÓ ráðgjöf, Dagný Land Design og Andra Snæ Magnason
  • Henning Larsen og Batteríið Arkitektar
  • Kanon arkitektar ehf. og Teiknistofan Tröð ehf.
  • PKdM arkitektar
  • Teymið - A2F arkitektar, Gríma arkitektar, Kreatíva teiknistofa, Landmótun og Trivium

Í ráðgjafaráðinu sátu G. Oddur Víðisson arkitekt, Halldóra Vífilsdóttir, arkitekt hjá Landsbankanum og Valgeir Valgeirsson, verkfræðingur hjá Landsbankanum.

Nánar um húsnæðismál Landsbankans

Þú gætir einnig haft áhuga á
7. jan. 2026
Landsbankinn hefur samstarf við Drift EA
Landsbankinn og Drift EA hafa gert samstarfssamning sem miðar að því að styðja við nýsköpun og frumkvöðlastarf á Íslandi með því að styrkja umgjörð, ráðgjöf og tengslanet fyrir frumkvöðla og sprotafyrirtæki.
Ásta Sóllilja Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri KLAK og Hjalti Harðarson, forstöðumaður markaðsmála hjá Landsbankanum
5. jan. 2026
Landsbankinn áfram aðalbakhjarl Gulleggsins
KLAK – Icelandic Startups og Landsbankinn hafa endurnýjað samstarf sitt um frumkvöðlakeppnina Gulleggið með undirritun nýs þriggja ára samnings. Með samningnum treystir Landsbankinn hlutverk sitt sem aðalbak­hjarl keppninnar enn frekar og undirstrikar langvarandi stuðning sinn við íslenska nýsköpun.
Jólakveðja
19. des. 2025
Afgreiðslutími Landsbankans um jól og áramót
Þjónustuver og útibú Landsbankans verða lokuð á aðfangadag, jóladag, annan í jólum og á nýársdag. Á gamlársdag verða útibú lokuð en Þjónustuverið verður opið á milli kl. 9-12.
Fjölskylda
19. des. 2025
Click to Pay: Ný og öruggari leið til að greiða á netinu
Nú geta viðskiptavinir Landsbankans tengt greiðslukortin sín við Click to Pay, nýja og öruggari greiðslulausn sem netverslanir eru óðum að taka í notkun.
Samfélagsstyrkir 2025
11. des. 2025
Samfélagssjóður Landsbankans styrkir 32 verkefni
Samfélagsstyrkjum samtals að upphæð 20 milljónum króna var úthlutað úr Samfélagssjóði Landsbankans mánudaginn 8. desember 2025. Alls hlutu 32 verkefni styrk að þessu sinni. Verkefnin eru afar fjölbreytt og gagnast fólki á öllum aldri og víða um land.
10. des. 2025
Jóhann Hjartarson Íslandsmeistari í hraðskák eftir sigur á Friðriksmótinu
Stórmeistarinn Jóhann Hjartarson varð hlutskarpastur á Friðriksmóti Landsbankans – Íslandsmótinu í hraðskák sem haldið var í húsakynnum Landsbankans í Reykjastræti 6 sunnudaginn 7. desember 2025. Jóhann var í banastuði og nældi sér í 11½ vinning úr 13 skákum sem er ótrúlegur árangur á jöfnu og annars spennandi móti.
Dagatal Landsbankans 2025
10. des. 2025
Dagatal Landsbankans 2026
Dagatal Landsbankans fyrir árið 2026 er komið úr prentun. Í ár verður dagatalið sent út til viðskiptavina okkar sem eru 67 ára og eldri og eru þau nú þegar farin að berast viðskiptavinum. Aðrir viðskiptavinir, jafnt einstaklingar og fyrirtæki, geta nálgast eintak í útibúum okkar á næstu vikum.
Netsvik
4. des. 2025
Netöryggisleikur Landsbankans spilaður 25.500 sinnum
Í byrjun nóvember gaf Landsbankinn í fyrsta sinn út leik sem miðaði að því að efla vitund og þekkingu um netöryggi. Markmiðið með því að nota leikjaformið var að virkja fólk til varna um eigið netöryggi.
Styrkjum stafræna framtíð íslenskunnar
4. des. 2025
Styrkjum stafræna framtíð íslenskunnar
Landsbankinn tekur þátt í og er kyndilberi verkefnis Almannaróms, Þín íslenska er málið. Markmið verkefnisins er að safna heimildum um íslenskunotkun fyrirtækja úr ýmsum greinum atvinnulífsins. Oft er um sértækan orðaforða að ræða, íðorð og hugtök, sem ekki eru í víðtækri notkun en eru engu að síður mikilvægur hluti af fjölbreytilegum málheimi okkar allra.
Maður við tölvu
4. des. 2025
Gamlársdagur ekki bankadagur – áhrif á eindaga og greiðslur
Seðlabankinn hefur ákveðið að gamlársdagur, 31. desember, verði framvegis ekki bankadagur.