Umræðan besta efnis- og fréttaveitan og farsímabankinn, l.is, besta vefappið
Netbanki einstaklinga fékk einnig viðurkenningu fyrir aðgengi, s.s. fyrir blinda og sjóndapra. Þá hlaut forritun Sprota-appsins viðurkenningu en forritun appsins var í höndum Aranja.
Umræðan er besta efnis- og fréttaveitan
Umræðan, nýr og glæsilegur umræðuvefur Landsbankans, opnaði í nóvember 2016. Á umræðunni birtast áhugaverðar greinar um fjölbreytt efni og lögð er áhersla á aðgengilega og myndræna framsetningu. Á Umræðunni fjallað um fjármál og efnahagsmál og málefni sem tengjast breytingum í samfélaginu með einum eða öðrum hætti. Umræðan er samvinnuverkefni Landsbankans og auglýsingastofunnar Jónsson og Le‘macks.
Elínborg V. Kvaran, markaðsstjóri Landsbankans: „Með Umræðunni gefst Landsbankanum tækifæri til að taka þátt í umfjöllun um samfélagsbreytingar og málefni líðandi stundar með áhugaverðum greinum um samfélags- og efnahagsmál. Undirbúningur að útgáfunni hafði staðið yfir í þónokkurn tíma. Við erum að sjálfsögðu afar ánægð með viðurkenninguna og þær viðtökur sem Umræðan hefur fengið.“
L.is er besta vefappið
Farsímabanki Landsbankans, l.is, var valinn besta vefappið. Aðgerðum sem hægt er að framkvæma í farsímabankanum l.is hefur verið fjölgað til mikilla muna á undanförnum árum, virknin einfölduð og útlitinu breytt. Notendum l.is hefur á sama tíma fjölgað mjög hratt.
Snæbjörn Konráðsson, forstöðumaður vefdeildar Landsbankans: „Við erum afar þakklát fyrir þessa viðurkenningu fyrir vinnu síðustu ára. Við erum auðvitað hvergi nærri hætt og markmiðið er að sem flestir þjónustuþættir sem eru aðgengilegir í netbanka einstaklinga verði einnig aðgengilegir í farsímabankanum.“
Verðlaunin voru veitt á Íslensku vefverðlaununum, uppskeruhátíð vefiðnaðarins, sem var haldin föstudaginn 27. janúar.
Landsbankinn hlýtur átta tilnefningar til Íslensku vefverðlaunanna