Fréttir

Um­ræð­an besta efn­is- og frétta­veit­an og farsíma­bank­inn, l.is, besta vefa­pp­ið

Umræðan, nýr umræðuvefur Landsbankans, er besta efnis- og fréttaveitan og farsímabanki Landsbankans, l.is, besta vefappið að mati dómnefndar Íslensku vefverðlaunanna fyrir árið 2016. Veitt voru verðlaun í ellefu flokkum og hlaut Landsbankinn alls átta tilnefningar.
27. janúar 2017 - Landsbankinn

Netbanki einstaklinga fékk einnig viðurkenningu fyrir aðgengi, s.s. fyrir blinda og sjóndapra. Þá hlaut forritun Sprota-appsins viðurkenningu en forritun appsins var í höndum Aranja.

Umræðan er besta efnis- og fréttaveitan

Umræðan, nýr og glæsilegur umræðuvefur Landsbankans, opnaði í nóvember 2016. Á umræðunni birtast áhugaverðar greinar um fjölbreytt efni og lögð er áhersla á aðgengilega og myndræna framsetningu. Á Umræðunni fjallað um fjármál og efnahagsmál og málefni sem tengjast breytingum í samfélaginu með einum eða öðrum hætti. Umræðan er samvinnuverkefni Landsbankans og auglýsingastofunnar Jónsson og Le‘macks.

Elínborg V. Kvaran, markaðsstjóri Landsbankans: „Með Umræðunni gefst Landsbankanum tækifæri til að taka þátt í umfjöllun um samfélagsbreytingar og málefni líðandi stundar með áhugaverðum greinum um samfélags- og efnahagsmál. Undirbúningur að útgáfunni hafði staðið yfir í þónokkurn tíma. Við erum að sjálfsögðu afar ánægð með viðurkenninguna og þær viðtökur sem Umræðan hefur fengið.“

Umræðan

L.is er besta vefappið

Farsímabanki Landsbankans, l.is, var valinn besta vefappið. Aðgerðum sem hægt er að framkvæma í farsímabankanum l.is hefur verið fjölgað til mikilla muna á undanförnum árum, virknin einfölduð og útlitinu breytt. Notendum l.is hefur á sama tíma fjölgað mjög hratt.

Snæbjörn Konráðsson, forstöðumaður vefdeildar Landsbankans: „Við erum afar þakklát fyrir þessa viðurkenningu fyrir vinnu síðustu ára. Við erum auðvitað hvergi nærri hætt og markmiðið er að sem flestir þjónustuþættir sem eru aðgengilegir í netbanka einstaklinga verði einnig aðgengilegir í farsímabankanum.“

Farsímabankinn - l.is

Verðlaunin voru veitt á Íslensku vefverðlaununum, uppskeruhátíð vefiðnaðarins, sem var haldin föstudaginn 27. janúar.

Landsbankinn hlýtur átta tilnefningar til Íslensku vefverðlaunanna

Þú gætir einnig haft áhuga á
18. sept. 2024
Vörum við svikasímtölum
Landsbankinn hefur fengið upplýsingar um að undanfarna daga hafi svikarar hringt í fólk hér á landi og haft af þeim fé með ýmis konar blekkingum.
Austurbakki
5. sept. 2024
Landsbankinn tekur þátt í rannsókn CBS á ólíkum ákvörðunum kynjanna í fjármálum
Landsbankinn mun taka þátt í rannsóknarverkefni fjármáladeildar Viðskiptaháskólans í Kaupmannahöfn (CBS) sem miðar að því að kanna hvers vegna karlar og konur taka ólíkar ákvarðanir í fjármálum. Arna Olafsson, dósent við CBS, stýrir rannsókninni.
Sjálfbærnidagur 2024
5. sept. 2024
Áhugaverð erindi á vel sóttum sjálfbærnidegi Landsbankans
Sjálfbærnidagur Landsbankans var haldinn í þriðja sinn miðvikudaginn 4. september 2024. Erindin voru hvert öðru áhugaverðara og var fundurinn afar vel sóttur. Upptökur frá fundinum og útdrátt úr erindum má nú nálgast á vef bankans.
3. sept. 2024
Landsbankinn styður við Upprásina
Í vetur mun Landsbankinn, ásamt Hörpu, Tónlistarborginni Reykjavík og Rás 2, standa fyrir tónleikaröð sem tileinkuð er grasrót íslenskrar tónlistar, þvert á tónlistarstefnur.
3. sept. 2024
Vinningshafar Plúskortaleiks himinlifandi á Way Out West
Í sumar fór fram Plúskortaleikur Landsbankans og Visa, en þar áttu handhafar Plúskorta möguleika á að vinna VIP-miða fyrir tvo á tónlistarhátíðina Way Out West í Gautaborg, ásamt gistingu og flugmiða.
Afhending sjálfbærnistyrkja 2024
2. sept. 2024
Fimm áhugaverð verkefni hljóta sjálfbærnistyrk
Sjálfbærnistyrkjum Landsbankans var úthlutað í þriðja sinn í vikunni sem leið. Fimm áhugaverð verkefni hlutu styrki að þessu sinni upp á alls 10 milljónir króna.
27. ágúst 2024
Hvaða leiðir eru færar? Sjálfbærnidagur Landsbankans 4. september
Sjálfbærnidagur Landsbankans verður haldinn miðvikudaginn 4. september kl. 9.00-11.30 í Grósku, Bjargargötu 1.
26. ágúst 2024
Elvar Þór Karlsson nýr forstöðumaður Fyrirtækjaráðgjafar Landsbankans
Elvar Þór Karlsson hefur verið ráðinn forstöðumaður Fyrirtækjaráðgjafar Landsbankans og mun hefja störf í vetur.
Sigurður Árni Sigurðsson
24. ágúst 2024
Listaverkavefur Landsbankans opnaður
Við höfum opnað listaverkavef Landsbankans en tilgangurinn með honum er að gera sem flestum kleift að skoða og njóta listaverka bankans. Í þessari útgáfu vefsins er sjónum beint að þeim verkum sem eru í húsakynnum bankans í Reykjastræti 6.
21. ágúst 2024
Dagskrá Landsbankans á Menningarnótt
Menningarnótt verður haldin hátíðleg í miðborg Reykjavíkur laugardaginn 24. ágúst næstkomandi. Landsbankinn hefur verið máttarstólpi Menningarnætur frá upphafi og býður að venju upp á fjölbreytta dagskrá, bæði í Reykjastræti og við Hörputorg í samstarfi við Hafnartorg og Hörpu.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur