Fréttir

Um­ræð­an besta efn­is- og frétta­veit­an og farsíma­bank­inn, l.is, besta vefa­pp­ið

Umræðan, nýr umræðuvefur Landsbankans, er besta efnis- og fréttaveitan og farsímabanki Landsbankans, l.is, besta vefappið að mati dómnefndar Íslensku vefverðlaunanna fyrir árið 2016. Veitt voru verðlaun í ellefu flokkum og hlaut Landsbankinn alls átta tilnefningar.
27. janúar 2017 - Landsbankinn

Netbanki einstaklinga fékk einnig viðurkenningu fyrir aðgengi, s.s. fyrir blinda og sjóndapra. Þá hlaut forritun Sprota-appsins viðurkenningu en forritun appsins var í höndum Aranja.

Umræðan er besta efnis- og fréttaveitan

Umræðan, nýr og glæsilegur umræðuvefur Landsbankans, opnaði í nóvember 2016. Á umræðunni birtast áhugaverðar greinar um fjölbreytt efni og lögð er áhersla á aðgengilega og myndræna framsetningu. Á Umræðunni fjallað um fjármál og efnahagsmál og málefni sem tengjast breytingum í samfélaginu með einum eða öðrum hætti. Umræðan er samvinnuverkefni Landsbankans og auglýsingastofunnar Jónsson og Le‘macks.

Elínborg V. Kvaran, markaðsstjóri Landsbankans: „Með Umræðunni gefst Landsbankanum tækifæri til að taka þátt í umfjöllun um samfélagsbreytingar og málefni líðandi stundar með áhugaverðum greinum um samfélags- og efnahagsmál. Undirbúningur að útgáfunni hafði staðið yfir í þónokkurn tíma. Við erum að sjálfsögðu afar ánægð með viðurkenninguna og þær viðtökur sem Umræðan hefur fengið.“

Umræðan

L.is er besta vefappið

Farsímabanki Landsbankans, l.is, var valinn besta vefappið. Aðgerðum sem hægt er að framkvæma í farsímabankanum l.is hefur verið fjölgað til mikilla muna á undanförnum árum, virknin einfölduð og útlitinu breytt. Notendum l.is hefur á sama tíma fjölgað mjög hratt.

Snæbjörn Konráðsson, forstöðumaður vefdeildar Landsbankans: „Við erum afar þakklát fyrir þessa viðurkenningu fyrir vinnu síðustu ára. Við erum auðvitað hvergi nærri hætt og markmiðið er að sem flestir þjónustuþættir sem eru aðgengilegir í netbanka einstaklinga verði einnig aðgengilegir í farsímabankanum.“

Farsímabankinn - l.is

Verðlaunin voru veitt á Íslensku vefverðlaununum, uppskeruhátíð vefiðnaðarins, sem var haldin föstudaginn 27. janúar.

Landsbankinn hlýtur átta tilnefningar til Íslensku vefverðlaunanna

Þú gætir einnig haft áhuga á
15. mars 2024
Landsbankinn lækkar vexti
Landsbankinn lækkar vexti á nýjum óverðtryggðum íbúðalánum með fasta vexti.
Netbanki
15. mars 2024
Skert þjónusta vegna viðhalds aðfaranótt sunnudags
Vegna kerfisuppfærslu verður tiltekin þjónusta bankans ekki aðgengileg aðfaranótt sunnudagsins 17. mars. Gert er ráð fyrir að þjónustan verði skert frá miðnætti laugardagskvöldið 16. mars til kl. 7.00 á sunnudagsmorgun.
Stúlkur með síma
11. mars 2024
Landsbankaappið tilnefnt sem app ársins
Landsbankaappið hefur verið tilnefnt sem app ársins 2023 á Íslensku vefverðlaununum sem verða afhent 15. mars næstkomandi.
Fjölskylda
7. mars 2024
Endurfjármögnun aldrei verið þægilegri
Núna getur þú endurfjármagnað íbúðalánið þitt með enn einfaldari hætti á vefnum eða í Landsbankaappinu. Endurfjármögnun íbúðalána hefur aldrei verið þægilegri eða fljótlegri.
Fjármálamót á pólsku
4. mars 2024
Takk fyrir komuna í Reykjanesbæ!
Frábær mæting var á annað Fjármálamót Landsbankans á pólsku í síðustu viku. Fjármálamót er heitið á fræðslufundaröð Landsbankans og var fundurinn haldinn í Reykjanesbæ að þessu sinni, í samstarfi við Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis.
Peningaseðlar
1. mars 2024
Útleiðum danska, norska og sænska seðla
Landsbankinn mun hætta kaupum og sölu á reiðufé í þremur Norðurlandagjaldmiðlum á næstunni. Um er að ræða norskar, sænskar og danskar krónur. 
28. feb. 2024
Öflugra netspjall á landsbankinn.is
Netspjallið á vef Landsbankans er nú orðið enn öflugra eftir að við tókum í notkun nýtt spjallmenni sem getur svarað einföldum en samt mjög fjölbreyttum, fyrirspurnum um bankaþjónustu og fjármál og leiðbeint viðskiptavinum í notkun sjálfsafgreiðslulausna.
Netöryggi
23. feb. 2024
Vörum við þjófum við hraðbanka
Við vörum við þjófum sem stela kortum frá fólki sem er að taka út peninga í hraðbanka og ítrekum mikilvægi þess að enginn sjái þegar PIN er slegið inn.
Grindavík
22. feb. 2024
Grindvíkingar halda óbreyttum vaxtakjörum við kaup á nýrri íbúð
Landsbankinn býður Grindvíkingum sem eru með íbúðalán á föstum vöxtum hjá bankanum og ákveða að selja ríkinu íbúðarhúsnæði sitt að halda þeim kjörum sem eru á láninu við kaup á nýrri fasteign.
Krossmói
22. feb. 2024
Zebranie dotyczące finansów: Czego chcesz się dowiedzieć o finansach i usługach bankowych w Islandii?
Landsbankinn oraz Związek Zawodowy Marynarzy i Rybaków w Keflavíku i okolicach (VSFK) zapraszają na zebranie informacyjne w języku polskim na temat oszczędzania, spraw emerytalnych, kredytu hipotecznego oraz bezpieczeństwa cybernetycznego.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur