Landsbankinn hlýtur átta tilnefningar til Íslensku vefverðlaunanna
Netbankar Landsbankans – netbanki einstaklinga, netbanki fyrirtækja og farsímabankinn, L.is – eru allir tilnefndir í flokknum vefkerfi ársins. Farsímabankinn hlaut einnig tilnefningu sem vefapp ársins og Sprota-app Landsbankans var sömuleiðis tilnefnt til verðlauna í þeim flokki.
Þetta er þriðja árið í röð sem netbanki einstaklinga er tilnefndur til Íslensku vefverðlaunanna en hann var valinn besta þjónustusvæðið árin 2014 og 2015.
Ársskýrsla Landsbankans 2015 er nú tilnefnd í flokknum fyrirtækjavefur ársins (fyrirtæki með 50 eða fleiri starfsmenn), Umræðan – umræðuvefur Landsbankans er tilnefndur sem efnis- og fréttaveita ársins og Iceland Airwaves vefur Landsbankans er tilnefndur í flokknum markaðsvefur ársins annað árið í röð.
Það eru Samtök vefiðnaðarins (SVEF) sem standa að Íslensku vefverðlaununum en þau eru uppskeruhátíð vefiðnaðarins. Hátíðin er haldin með það að markmiði að efla iðnaðinn, verðlauna bestu vefina og hvetja þá sem starfa á þessum vettvangi til dáða. Sjö manna dómnefnd, skipuð sérfræðingum í vefmálum, mat hátt á annað hundrað verkefna sem send voru inn. Veitt verða verðlaun í 15 flokkum.
Verðlaunaafhendingin fer fram í Hörpu þann 27. janúar næstkomandi.
Tilnefningar Landsbankans
Fyrirtækjavefur ársins stærri fyrirtæki 50+
Samstarfsaðilar: Jónsson & Le‘macks og Advania
Efnis- og fréttaveita ársins
Umræðan – Umræðuvefur Landsbankans
Samstarfsaðilar: Jónsson & Le‘macks og Advania
Markaðsvefur ársins
Iceland Airwaves vefur Landsbankans
Samstarfsaðilar: Jónsson & Le‘macks og Aranja
Vefapp ársins
Farsímabanki Landsbankans – L.is
Samstarfsaðilar: Aranja, Kári Gunnarsson og Felix Bergsson