Fréttir

Lands­bank­inn inn­leið­ir nýja stefnu og verk­ferla um sölu eigna

Undanfarið hefur Landsbankinn verið gagnrýndur vegna sölu árið 2014 á eignarhlut sínum í kortafyrirtækinu Borgun hf. Gagnrýnin lýtur annars vegar að því að bankinn hafi ekki selt eignarhlutinn í opnu söluferli og hins vegar að bankinn hafi ekki samið um viðbótargreiðslur vegna valréttar sem tengdur var hugsanlegum samruna Visa Europe og Visa Inc.
31. mars 2016

Landsbankinn hefur farið ítarlega yfir aðdraganda og forsendur þeirra ákvarðana sem teknar voru varðandi söluna. Bankinn harmar að sölumeðferðin á hlutnum í Borgun hafi varpað skugga á þann árangur sem bankinn hefur náð á undanförnum árum. Bankinn tekur málið mjög alvarlega og hefur einsett sér að læra af reynslunni.

Stjórnarformaður Landsbankans sagði á aðalfundi bankans 18. mars 2015 að betra hefði verið að hafa söluferlið opið. Þá breytti bankinn stefnu um sölu eigna árið 2015 þannig að stefna sem áður náði aðeins til fullnustueigna skyldi ná til annarra eigna bankans og leitast yrði við, eftir því sem kostur væri, að hafa söluferli opið og gagnsætt.

Undirbúningur og ákvarðanir bankans um sölu á hlutum í Borgun höfðu það eina markmið að gæta hagsmuna bankans, eins og þeir voru metnir á þeim tíma í ljósi þeirra upplýsinga sem þá lágu fyrir. Engir annarlegir hvatar eða sjónarmið voru að baki ákvörðunar um að selja hlutinn á þann hátt sem gert var. Við söluna tók bankinn mið af fyrirliggjandi upplýsingum og bankinn taldi skipta máli varðandi sölu á hlutnum í Borgun. Á síðustu mánuðum hafa á hinn bóginn komið fram upplýsingar um að Borgun muni fá töluverð verðmæti í sinn hlut vegna yfirtöku Visa Inc. á Visa Europe. Landsbankinn hefur áður bent á að bankinn hafði engar upplýsingar um að Borgun ætti rétt á hlutdeild í valréttargreiðslum.

Eftir vandlega skoðun hefur bankaráð Landsbankans samþykkt aðgerðaáætlun til að efla stjórnarhætti bankans varðandi sölu eigna. Áætlunin miðar að því að koma í veg fyrir að sambærileg álitamál komi upp aftur vegna sölu eigna og stuðla að auknu gagnsæi og trausti til bankans.

Helstu liðir áætlunarinnar eru:

  1. Ný stefna um sölu eigna hefur verið samþykkt. Markmið hennar er að tryggja vandaða stjórnarhætti um sölu eigna og takmarka rekstraráhættu og orðsporsáhættu sem sala eigna getur falið í sér. Í nýju stefnunni er kveðið á um að meginreglan sé að söluferli sé opið. Frávik frá þeirri meginreglu verður að vera rökstutt, skráð og háð samþykki bankaráðs. Í stefnunni er skilgreint hvaða eignir teljast til mikilvægra eigna með tilliti til verðmætis og orðsporsáhættu. Sala mikilvægra eigna skal háð sérstöku mati á orðsporsáhættu og samþykki bankaráðs.
  2. Settar verða skráðar verklagsreglur um sölu allra helstu flokka eigna, sem byggja á nýrri stefnu bankans um sölu eigna. Slíkar verklagsreglur eru þegar til staðar um tiltekna eignaflokka og verða þær uppfærðar. Í verklagsreglunum verður að finna:
    a. Ákvæði um stjórnarhætti varðandi sölu eigna.
    b. Skilgreiningu á opnu söluferli fyrir hvern eignaflokk.
    c. Leiðbeiningar um mat á orðsporsáhættu.
    d. Kröfu um gagnsæi og að upplýsingar um eignir til sölu séu aðgengilegar.
    e. Leiðbeiningar um hvenær afla skuli verðmats og áreiðanleikakönnunar ytri aðila við sölu á mikilvægum eignum.
  3. Stefna og verklag tekur mið af áhættu og verður háð þriggja þrepa eftirliti, þar sem starfsmenn og stjórnendur, eftirlitseiningar og innri endurskoðun hafa hvert um sig tilteknu hlutverki að gegna.
  4. Árlega verður birt skýrsla á vef bankans þar sem veittar verða upplýsingar um eignir sem eru til sölu og eignir sem seldar hafa verið undanfarna 12 mánuði.
  5. Sett hefur verið sérstök stefna um orðsporsáhættu. Stefnunni er ætlað að auðvelda starfsmönnum bankans að meta orðsporsáhættu við sölu eigna. Stefnan skal endurspeglast í starfsemi bankans og vera hluti af áhættustjórnun hans. Í stefnunni eru sett viðmið um með hvaða hætti Landsbankinn leggur mat á orðsporsáhættu og hvernig unnið er að því að lágmarka orðsporsáhættu bankans og tjón sem af henni getur hlotist.

Í aðgerðaáætluninni er verkefnum og ábyrgð skipt með skýrum hætti á milli viðeigandi deilda og eininga bankans. Bankaráð og regluvarsla bankans mun hafa eftirlit með að áætlunin komist til framkvæmda. Landsbankinn mun ljúka innleiðingu aðgerðanna fyrir 1. júlí 2016.

Fjármálaeftirlitið hefur lokið athugun á sölu bankans á hlutnum í Borgun og mun fylgjast með innleiðingu aðgerðaáætlunar bankans. Þá óskaði bankaráð Landsbankans eftir því að Ríkisendurskoðun gerði úttekt á sölu bankans á hlutum í Borgun. Ríkisendurskoðun hefur nú svarað bankanum og hyggst hún athuga fyrirkomulag við sölu eigna bankans. Slík athugun mun styðja við ætlun bankans að læra af reynslunni og bæta stjórnarhætti við sölu eigna.

Með því að styrkja stjórnarhætti varðandi sölu eigna vill bankinn koma til móts við þá gagnrýni sem komið hefur fram og stuðla að auknu trausti til bankans og starfsmanna hans. Landsbankinn er staðráðinn í að efla orðspor sitt og traust. Þær breytingar sem fjallað er um hér að ofan eru mikilvæg skref í þá átt.

Stefna um sölu eigna

Þú gætir einnig haft áhuga á
Höfuðstöðvar Landsbankans í Austurstræti
22. sept. 2023
Síðasti dagurinn í Austurstræti
Í dag er síðasti dagurinn sem dyr útibús Landsbankans við Austurstræti 11 standa opnar og lokar húsið klukkan 16.00.
Grænland
21. sept. 2023
Fyrirtækjaráðgjöf bankans umsjónaraðili við flutning Amaroq á aðalmarkað
Amaroq Minerals, með auðkennið „AMRQ“, hefur nú verið skráð á Aðalmarkað Nasdaq Iceland. Auk skráningar á Aðalmarkað Nasdaq Iceland eru hlutabréf Amaroq skráð á markað í Kanada (TSX-V) og London (AIM). Samhliða flutningnum yfir á Aðalmarkað Nasdaq Iceland hefur félagið verið afskráð af First North Iceland. Amaroq Minerals er fyrsta skráða félag sinnar tegundar á Íslandi. Félagið leggur megináherslu á leit að gulli og öðrum verðmætum málmum og hefur víðtækar rannsóknar- og vinnsluheimildir á Grænlandi, þar sem finna má gull, kopar, nikkel og aðra málma sem eru nauðsynlegir fyrir orkuskipti framtíðarinnar. Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans hafði umsjón með skráningarferlinu og óskum við starfsfólki og hluthöfum Amaroq til hamingju með skráninguna.
Reykjastræti
21. sept. 2023
Afgreiðsla danskra peningaseðla
Viðskiptavinir geta nálgast danska peningaseðla í útibúum og hraðbönkum Landsbankans um allt land. Við viljum benda viðskiptavinum á að við höfum nú hætt móttöku á 1.000 kr. og 500 kr. dönskum peningaseðlum, sem og móttöku á öllum færeyskum peningaseðlum. Engar breytingar eru á viðskiptum með 200 kr., 100 kr. og 50 kr. danska peningaseðla. Viðskipti með reiðufé fylgja kröfum laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Með hertum reglum í Danmörku hefur móttaka reiðufjár frá erlendum bönkum verið takmörkuð og því getur bankinn ekki lengur átt viðskipti með 500 kr. og 1000 kr. danska peningaseðla.
Tölva á vinnuborði
14. sept. 2023
Uppfærsla á RSA-appinu - nýtt tákn og heiti
Við vekjum athygli á að RSA SecurID appið sem notað er fyrir öruggar innskráningar og greiðslur í netbanka fyrirtækja er að breytast.
Reykjastræti
13. sept. 2023
Opnum útibúið í Reykjastræti
Við opnum í dag útibú í nýja húsnæðinu okkar í Reykjastræti 6. Þar er hægt að fá þjónustu hjá gjaldkera frá kl. 10-16 og hraðbankar og önnur sjálfsafgreiðslutæki eru aðgengileg allan sólarhringinn.
Sunna Ósk Friðbertsdóttir
12. sept. 2023
Sunna Ósk Friðbertsdóttir nýr regluvörður bankans
Sunna Ósk Friðbertsdóttir hefur verið ráðin regluvörður Landsbankans og hefur hún tekið til starfa. Sunna lauk BA-gráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2008 og ML-gráðu frá sama skóla árið 2010. Hún hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum og er með málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi. Sunna hóf störf sem lögfræðingur hjá Landsbankanum árið 2010 og hefur sinnt fjölbreyttum verkefnum, bæði varðandi innleiðingu löggjafar og daglega starfsemi bankans. Hún hefur starfað við regluvörslu hjá bankanum frá árinu 2017 og var staðgengill regluvarðar frá árinu 2022. Regluvarsla hefur umsjón og eftirlit með því að Landsbankinn starfi í samræmi við innra og ytra regluverk og sinnir fræðslu og ráðgjöf um kröfur laga og reglna sem hafa áhrif á starfsemi bankans.
Svikaskilaboð - pólska
1. sept. 2023
Przypomnienie: Ostrzegamy przed próbami oszustwa za pomocą fałszywych wiadomości SMS
Ostrzegamy przed oszustwami na stronach internetowych pojawiających się w imieniu Auðkenni, które rzekomo m.in. proponują połączenie z Landsbankinn.
New temp image
31. ágúst 2023
Landsbankinn breytir vöxtum
Í kjölfar nýlegrar vaxtaákvörðunar Seðlabanka Íslands verða gerðar breytingar á vöxtum Landsbankans. Vaxtabreytingarnar taka jafnframt mið af vöxtum á markaði og öðrum fjármögnunarkjörum Landsbankans.
31. ágúst 2023
Sjálfbærnidagur Landsbankans í Grósku 7. september
Sjálfbærnidagur Landsbankans verður haldinn, fimmtudaginn 7. september kl. 9.00 - 11.30 í Grósku, Bjargargötu 1. 
Skjáskot af svikaskilaboðum
31. ágúst 2023
Ítrekun: Vörum við svikatilraunum með fölskum SMS-um
Við vörum við svikasíðu sem birt er í nafni Auðkennis og lítur út fyrir að bjóða meðal annars upp á tengingu við Landsbankann.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur