Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur
Fréttir

Lands­bank­inn inn­leið­ir nýja stefnu og verk­ferla um sölu eigna

Undanfarið hefur Landsbankinn verið gagnrýndur vegna sölu árið 2014 á eignarhlut sínum í kortafyrirtækinu Borgun hf. Gagnrýnin lýtur annars vegar að því að bankinn hafi ekki selt eignarhlutinn í opnu söluferli og hins vegar að bankinn hafi ekki samið um viðbótargreiðslur vegna valréttar sem tengdur var hugsanlegum samruna Visa Europe og Visa Inc.
31. mars 2016

Landsbankinn hefur farið ítarlega yfir aðdraganda og forsendur þeirra ákvarðana sem teknar voru varðandi söluna. Bankinn harmar að sölumeðferðin á hlutnum í Borgun hafi varpað skugga á þann árangur sem bankinn hefur náð á undanförnum árum. Bankinn tekur málið mjög alvarlega og hefur einsett sér að læra af reynslunni.

Stjórnarformaður Landsbankans sagði á aðalfundi bankans 18. mars 2015 að betra hefði verið að hafa söluferlið opið. Þá breytti bankinn stefnu um sölu eigna árið 2015 þannig að stefna sem áður náði aðeins til fullnustueigna skyldi ná til annarra eigna bankans og leitast yrði við, eftir því sem kostur væri, að hafa söluferli opið og gagnsætt.

Undirbúningur og ákvarðanir bankans um sölu á hlutum í Borgun höfðu það eina markmið að gæta hagsmuna bankans, eins og þeir voru metnir á þeim tíma í ljósi þeirra upplýsinga sem þá lágu fyrir. Engir annarlegir hvatar eða sjónarmið voru að baki ákvörðunar um að selja hlutinn á þann hátt sem gert var. Við söluna tók bankinn mið af fyrirliggjandi upplýsingum og bankinn taldi skipta máli varðandi sölu á hlutnum í Borgun. Á síðustu mánuðum hafa á hinn bóginn komið fram upplýsingar um að Borgun muni fá töluverð verðmæti í sinn hlut vegna yfirtöku Visa Inc. á Visa Europe. Landsbankinn hefur áður bent á að bankinn hafði engar upplýsingar um að Borgun ætti rétt á hlutdeild í valréttargreiðslum.

Eftir vandlega skoðun hefur bankaráð Landsbankans samþykkt aðgerðaáætlun til að efla stjórnarhætti bankans varðandi sölu eigna. Áætlunin miðar að því að koma í veg fyrir að sambærileg álitamál komi upp aftur vegna sölu eigna og stuðla að auknu gagnsæi og trausti til bankans.

Helstu liðir áætlunarinnar eru:

  1. Ný stefna um sölu eigna hefur verið samþykkt. Markmið hennar er að tryggja vandaða stjórnarhætti um sölu eigna og takmarka rekstraráhættu og orðsporsáhættu sem sala eigna getur falið í sér. Í nýju stefnunni er kveðið á um að meginreglan sé að söluferli sé opið. Frávik frá þeirri meginreglu verður að vera rökstutt, skráð og háð samþykki bankaráðs. Í stefnunni er skilgreint hvaða eignir teljast til mikilvægra eigna með tilliti til verðmætis og orðsporsáhættu. Sala mikilvægra eigna skal háð sérstöku mati á orðsporsáhættu og samþykki bankaráðs.
  2. Settar verða skráðar verklagsreglur um sölu allra helstu flokka eigna, sem byggja á nýrri stefnu bankans um sölu eigna. Slíkar verklagsreglur eru þegar til staðar um tiltekna eignaflokka og verða þær uppfærðar. Í verklagsreglunum verður að finna:
    a. Ákvæði um stjórnarhætti varðandi sölu eigna.
    b. Skilgreiningu á opnu söluferli fyrir hvern eignaflokk.
    c. Leiðbeiningar um mat á orðsporsáhættu.
    d. Kröfu um gagnsæi og að upplýsingar um eignir til sölu séu aðgengilegar.
    e. Leiðbeiningar um hvenær afla skuli verðmats og áreiðanleikakönnunar ytri aðila við sölu á mikilvægum eignum.
  3. Stefna og verklag tekur mið af áhættu og verður háð þriggja þrepa eftirliti, þar sem starfsmenn og stjórnendur, eftirlitseiningar og innri endurskoðun hafa hvert um sig tilteknu hlutverki að gegna.
  4. Árlega verður birt skýrsla á vef bankans þar sem veittar verða upplýsingar um eignir sem eru til sölu og eignir sem seldar hafa verið undanfarna 12 mánuði.
  5. Sett hefur verið sérstök stefna um orðsporsáhættu. Stefnunni er ætlað að auðvelda starfsmönnum bankans að meta orðsporsáhættu við sölu eigna. Stefnan skal endurspeglast í starfsemi bankans og vera hluti af áhættustjórnun hans. Í stefnunni eru sett viðmið um með hvaða hætti Landsbankinn leggur mat á orðsporsáhættu og hvernig unnið er að því að lágmarka orðsporsáhættu bankans og tjón sem af henni getur hlotist.

Í aðgerðaáætluninni er verkefnum og ábyrgð skipt með skýrum hætti á milli viðeigandi deilda og eininga bankans. Bankaráð og regluvarsla bankans mun hafa eftirlit með að áætlunin komist til framkvæmda. Landsbankinn mun ljúka innleiðingu aðgerðanna fyrir 1. júlí 2016.

Fjármálaeftirlitið hefur lokið athugun á sölu bankans á hlutnum í Borgun og mun fylgjast með innleiðingu aðgerðaáætlunar bankans. Þá óskaði bankaráð Landsbankans eftir því að Ríkisendurskoðun gerði úttekt á sölu bankans á hlutum í Borgun. Ríkisendurskoðun hefur nú svarað bankanum og hyggst hún athuga fyrirkomulag við sölu eigna bankans. Slík athugun mun styðja við ætlun bankans að læra af reynslunni og bæta stjórnarhætti við sölu eigna.

Með því að styrkja stjórnarhætti varðandi sölu eigna vill bankinn koma til móts við þá gagnrýni sem komið hefur fram og stuðla að auknu trausti til bankans og starfsmanna hans. Landsbankinn er staðráðinn í að efla orðspor sitt og traust. Þær breytingar sem fjallað er um hér að ofan eru mikilvæg skref í þá átt.

Stefna um sölu eigna

Þú gætir einnig haft áhuga á
Austurbakki
20. okt. 2025
Vegna dóms Hæstaréttar í vaxtamáli gegn Íslandsbanka
Þann 14. október 2025 kvað Hæstiréttur upp dóm í máli sem varðar skilmála um breytilega vexti í óverðtryggðu íbúðaláni Íslandsbanka.
6. okt. 2025
Fjármálamót: Hvernig nýti ég gögn til að bæta reksturinn?
Fyrirtæki búa yfir miklu magni upplýsinga – um viðskiptavini, kauphegðun, innkaup, birgðir og margt fleira. En hvernig hafa íslensk fyrirtæki nýtt þessi gögn til að taka betri ákvarðanir og bæta reksturinn?
3. okt. 2025
Skert þjónusta vegna viðhalds aðfaranótt mánudags
Vegna kerfisuppfærslu verður tiltekin þjónusta bankans ekki aðgengileg aðfaranótt mánudagsins 6. október 2025. Gert er ráð fyrir að þjónustan verði skert frá kl. 1.00 til um kl. 6.00 á mánudagsmorgun.
Fjölskylda
1. okt. 2025
Opið fyrir umsóknir um samfélagsstyrki Landsbankans
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um samfélagsstyrki Landsbankans.
Play
29. sept. 2025
Upplýsingar vegna flugfélagsins PLAY
Korthafar Landsbankans sem eiga bókað flug með Fly PLAY hf. eiga rétt á endurgreiðslu vegna flugferðar sem ekki verður farin.
Landsbankinn
25. sept. 2025
Sjálfsafgreiðslulausnir loka í um hálftíma að morgni föstudags
Vegna kerfisuppfærslu verða netbankinn og appið lokuð að morgni föstudags 26. september frá kl. 6.45 til 7.15. Aðrar sjálfsafgreiðslulausnir munu heldur ekki virka á meðan á uppfærslunni stendur.
Guðrún Nielsen
23. sept. 2025
Guðrún Nielsen til liðs við Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans
Guðrún Nielsen hefur verið ráðin sem verkefnastjóri hjá Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans og hefur þegar hafið störf.
Tölva á borði
19. sept. 2025
Við fellum niður og lækkum gjöld vegna sjóða Landsbréfa
Við höfum fellt niður og lækkað gjöld vegna viðskipta með sjóði Landsbréfa. Það er því enn hagstæðara en áður að spara í sjóðum.   
Austurbakki
17. sept. 2025
Seinni arðgreiðsla ársins greidd í dag
Í samræmi við ákvörðun aðalfundar greiddi Landsbankinn í dag 9.446 milljónir króna í arð til eiganda. Heildararðgreiðslur bankans á árabilinu 2013-2025 nema þar með um 210,6 milljörðum króna.
Hvatasjóður 2025
15. sept. 2025
Úthlutað úr Hvatasjóði Landsbankans
Dana Zaher El Deen K. Al Hennaw og Diana Al Barouki hljóta í ár styrk úr Hvatasjóði Landsbankans til grunnnáms við Háskólann í Reykjavík skólaárið 2025-2026.