Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur
Fréttir

Lands­bank­inn inn­leið­ir nýja stefnu og verk­ferla um sölu eigna

Undanfarið hefur Landsbankinn verið gagnrýndur vegna sölu árið 2014 á eignarhlut sínum í kortafyrirtækinu Borgun hf. Gagnrýnin lýtur annars vegar að því að bankinn hafi ekki selt eignarhlutinn í opnu söluferli og hins vegar að bankinn hafi ekki samið um viðbótargreiðslur vegna valréttar sem tengdur var hugsanlegum samruna Visa Europe og Visa Inc.
31. mars 2016

Landsbankinn hefur farið ítarlega yfir aðdraganda og forsendur þeirra ákvarðana sem teknar voru varðandi söluna. Bankinn harmar að sölumeðferðin á hlutnum í Borgun hafi varpað skugga á þann árangur sem bankinn hefur náð á undanförnum árum. Bankinn tekur málið mjög alvarlega og hefur einsett sér að læra af reynslunni.

Stjórnarformaður Landsbankans sagði á aðalfundi bankans 18. mars 2015 að betra hefði verið að hafa söluferlið opið. Þá breytti bankinn stefnu um sölu eigna árið 2015 þannig að stefna sem áður náði aðeins til fullnustueigna skyldi ná til annarra eigna bankans og leitast yrði við, eftir því sem kostur væri, að hafa söluferli opið og gagnsætt.

Undirbúningur og ákvarðanir bankans um sölu á hlutum í Borgun höfðu það eina markmið að gæta hagsmuna bankans, eins og þeir voru metnir á þeim tíma í ljósi þeirra upplýsinga sem þá lágu fyrir. Engir annarlegir hvatar eða sjónarmið voru að baki ákvörðunar um að selja hlutinn á þann hátt sem gert var. Við söluna tók bankinn mið af fyrirliggjandi upplýsingum og bankinn taldi skipta máli varðandi sölu á hlutnum í Borgun. Á síðustu mánuðum hafa á hinn bóginn komið fram upplýsingar um að Borgun muni fá töluverð verðmæti í sinn hlut vegna yfirtöku Visa Inc. á Visa Europe. Landsbankinn hefur áður bent á að bankinn hafði engar upplýsingar um að Borgun ætti rétt á hlutdeild í valréttargreiðslum.

Eftir vandlega skoðun hefur bankaráð Landsbankans samþykkt aðgerðaáætlun til að efla stjórnarhætti bankans varðandi sölu eigna. Áætlunin miðar að því að koma í veg fyrir að sambærileg álitamál komi upp aftur vegna sölu eigna og stuðla að auknu gagnsæi og trausti til bankans.

Helstu liðir áætlunarinnar eru:

  1. Ný stefna um sölu eigna hefur verið samþykkt. Markmið hennar er að tryggja vandaða stjórnarhætti um sölu eigna og takmarka rekstraráhættu og orðsporsáhættu sem sala eigna getur falið í sér. Í nýju stefnunni er kveðið á um að meginreglan sé að söluferli sé opið. Frávik frá þeirri meginreglu verður að vera rökstutt, skráð og háð samþykki bankaráðs. Í stefnunni er skilgreint hvaða eignir teljast til mikilvægra eigna með tilliti til verðmætis og orðsporsáhættu. Sala mikilvægra eigna skal háð sérstöku mati á orðsporsáhættu og samþykki bankaráðs.
  2. Settar verða skráðar verklagsreglur um sölu allra helstu flokka eigna, sem byggja á nýrri stefnu bankans um sölu eigna. Slíkar verklagsreglur eru þegar til staðar um tiltekna eignaflokka og verða þær uppfærðar. Í verklagsreglunum verður að finna:
    a. Ákvæði um stjórnarhætti varðandi sölu eigna.
    b. Skilgreiningu á opnu söluferli fyrir hvern eignaflokk.
    c. Leiðbeiningar um mat á orðsporsáhættu.
    d. Kröfu um gagnsæi og að upplýsingar um eignir til sölu séu aðgengilegar.
    e. Leiðbeiningar um hvenær afla skuli verðmats og áreiðanleikakönnunar ytri aðila við sölu á mikilvægum eignum.
  3. Stefna og verklag tekur mið af áhættu og verður háð þriggja þrepa eftirliti, þar sem starfsmenn og stjórnendur, eftirlitseiningar og innri endurskoðun hafa hvert um sig tilteknu hlutverki að gegna.
  4. Árlega verður birt skýrsla á vef bankans þar sem veittar verða upplýsingar um eignir sem eru til sölu og eignir sem seldar hafa verið undanfarna 12 mánuði.
  5. Sett hefur verið sérstök stefna um orðsporsáhættu. Stefnunni er ætlað að auðvelda starfsmönnum bankans að meta orðsporsáhættu við sölu eigna. Stefnan skal endurspeglast í starfsemi bankans og vera hluti af áhættustjórnun hans. Í stefnunni eru sett viðmið um með hvaða hætti Landsbankinn leggur mat á orðsporsáhættu og hvernig unnið er að því að lágmarka orðsporsáhættu bankans og tjón sem af henni getur hlotist.

Í aðgerðaáætluninni er verkefnum og ábyrgð skipt með skýrum hætti á milli viðeigandi deilda og eininga bankans. Bankaráð og regluvarsla bankans mun hafa eftirlit með að áætlunin komist til framkvæmda. Landsbankinn mun ljúka innleiðingu aðgerðanna fyrir 1. júlí 2016.

Fjármálaeftirlitið hefur lokið athugun á sölu bankans á hlutnum í Borgun og mun fylgjast með innleiðingu aðgerðaáætlunar bankans. Þá óskaði bankaráð Landsbankans eftir því að Ríkisendurskoðun gerði úttekt á sölu bankans á hlutum í Borgun. Ríkisendurskoðun hefur nú svarað bankanum og hyggst hún athuga fyrirkomulag við sölu eigna bankans. Slík athugun mun styðja við ætlun bankans að læra af reynslunni og bæta stjórnarhætti við sölu eigna.

Með því að styrkja stjórnarhætti varðandi sölu eigna vill bankinn koma til móts við þá gagnrýni sem komið hefur fram og stuðla að auknu trausti til bankans og starfsmanna hans. Landsbankinn er staðráðinn í að efla orðspor sitt og traust. Þær breytingar sem fjallað er um hér að ofan eru mikilvæg skref í þá átt.

Stefna um sölu eigna

Þú gætir einnig haft áhuga á
Jólakveðja
19. des. 2025
Afgreiðslutími Landsbankans um jól og áramót
Þjónustuver og útibú Landsbankans verða lokuð á aðfangadag, jóladag, annan í jólum og á nýársdag. Á gamlársdag verða útibú lokuð en Þjónustuverið verður opið á milli kl. 9-12.
Fjölskylda
19. des. 2025
Click to Pay: Ný og öruggari leið til að greiða á netinu
Nú geta viðskiptavinir Landsbankans tengt greiðslukortin sín við Click to Pay, nýja og öruggari greiðslulausn sem netverslanir eru óðum að taka í notkun.
Samfélagsstyrkir 2025
11. des. 2025
Samfélagssjóður Landsbankans styrkir 32 verkefni
Samfélagsstyrkjum samtals að upphæð 20 milljónum króna var úthlutað úr Samfélagssjóði Landsbankans mánudaginn 8. desember 2025. Alls hlutu 32 verkefni styrk að þessu sinni. Verkefnin eru afar fjölbreytt og gagnast fólki á öllum aldri og víða um land.
10. des. 2025
Jóhann Hjartarson Íslandsmeistari í hraðskák eftir sigur á Friðriksmótinu
Stórmeistarinn Jóhann Hjartarson varð hlutskarpastur á Friðriksmóti Landsbankans – Íslandsmótinu í hraðskák sem haldið var í húsakynnum Landsbankans í Reykjastræti 6 sunnudaginn 7. desember 2025. Jóhann var í banastuði og nældi sér í 11½ vinning úr 13 skákum sem er ótrúlegur árangur á jöfnu og annars spennandi móti.
Dagatal Landsbankans 2025
10. des. 2025
Dagatal Landsbankans 2026
Dagatal Landsbankans fyrir árið 2026 er komið úr prentun. Í ár verður dagatalið sent út til viðskiptavina okkar sem eru 67 ára og eldri og eru þau nú þegar farin að berast viðskiptavinum. Aðrir viðskiptavinir, jafnt einstaklingar og fyrirtæki, geta nálgast eintak í útibúum okkar á næstu vikum.
Netsvik
4. des. 2025
Netöryggisleikur Landsbankans spilaður 25.500 sinnum
Í byrjun nóvember gaf Landsbankinn í fyrsta sinn út leik sem miðaði að því að efla vitund og þekkingu um netöryggi. Markmiðið með því að nota leikjaformið var að virkja fólk til varna um eigið netöryggi.
Styrkjum stafræna framtíð íslenskunnar
4. des. 2025
Styrkjum stafræna framtíð íslenskunnar
Landsbankinn tekur þátt í og er kyndilberi verkefnis Almannaróms, Þín íslenska er málið. Markmið verkefnisins er að safna heimildum um íslenskunotkun fyrirtækja úr ýmsum greinum atvinnulífsins. Oft er um sértækan orðaforða að ræða, íðorð og hugtök, sem ekki eru í víðtækri notkun en eru engu að síður mikilvægur hluti af fjölbreytilegum málheimi okkar allra.
Maður við tölvu
4. des. 2025
Gamlársdagur ekki bankadagur – áhrif á eindaga og greiðslur
Seðlabankinn hefur ákveðið að gamlársdagur, 31. desember, verði framvegis ekki bankadagur.
26. nóv. 2025
Ljósin tendruð á Hamborgartrénu 29. nóvember
Ljósin verða tendruð á 60 ára afmæli Hamborgartrésins þann 29. nóvember kl. 17.00 við hátíðlega athöfn á Miðbakka við Reykjavíkurhöfn þar sem Lúðrasveit Hafnarfjarðar leikur jólalög við jólatréð.
Landsbankinn
21. nóv. 2025
Landsbankinn lækkar vexti
Landsbankinn lækkar vexti inn- og útlána. Breytilegir vextir óverðtryggðra íbúðalána lækka um 0,25 prósentustig. Fastir vextir nýrra íbúðalána lækka um 0,10 -0,20 prósentustig.