Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur
Fréttir

Yf­ir­lýs­ing frá fimm banka­ráðs­mönn­um í Lands­bank­an­um hf.

„Við undirrituð bankaráðsmenn tilkynnum hér með að við gefum ekki kost á okkur til endurkjörs í bankaráð Landsbankans. Við gerum ráð fyrir að skila af okkur störfum á aðalfundi bankans 14. apríl nk. með hefðbundnum hætti.
16. mars 2016

Svonefnt Borgunarmál hefur verið bankanum erfitt. Kjarni málsins eins og hann horfir við okkur er í raun einfaldur. Hagsmunir bankans voru í fyrirrúmi, eins og bankaráð mat þá besta á sínum tíma. Engar aðrar hvatir lágu þar að baki. Ásakanir um annað eru meiðandi og við höfnum þeim alfarið.

Bankasýslan sem fer með eignarhluti ríkisins í fjármálafyrirtækjum hefur nú sent bankaráðinu bréf þar sem að engu eru höfð málefnaleg rök bankans fyrir því hvernig undirbúningi og framkvæmd á sölu á hlutum í Borgun var háttað. Þrátt fyrir að formaður bankaráðs hafi á aðalfundi bankans í mars 2015 sagt að bankinn hefði betur selt hlutinn í Borgun í opnu ferli og ljóst sé að fleira hefði mátt betur fara, teljum við engu að síður að það sé langur vegur frá því að í bréfinu sé gætt jafnvægis og hlutlægni. Í raun veitist Bankasýslan harkalega að bankanum af óbilgirni sem er síst til þess að fallið að auka traust.

Í bréfi Bankasýslunnar er kallað eftir aðgerðaáætlun bankaráðs sem skuli liggja fyrir innan tveggja vikna til þess að endurvekja traust á bankanum. Er nú unnið að henni innan bankans eins og komið hefur fram. Látið er í veðri vaka í bréfinu sjálfu og í viðtölum við stjórnarformann Bankasýslunnar í fjölmiðlum, að þar muni bankaráðið hafa frjálsar hendur til þess að vinna að málum eftir bestu getu. Áður en bréfið var afhent bankaráði boðaði stjórnarformaður Bankasýslunnar formann bankaráðs til fundar að forstjóra stofnunarinnar viðstöddum, með þau skilaboð að það eina sem dugi til sé að bankastjóranum verði sagt upp störfum auk þess sem formaður og varaformaður víki. Sú afstaða stjórnar Bankasýslunnar fékkst síðar staðfest. Þarna gengur Bankasýslan skrefi of langt. Það er hlutverk bankaráðs og Fjármálaeftirlitsins að meta hæfi bankastjórans. Við munum ekki taka þátt í skollaleik sem hvorki samrýmist meginreglum félagaréttar né góðum stjórnarháttum.

Steinþór Pálsson er stefnufastur og öflugur stjórnandi; hreinn og beinn. Hann er leiðtogi bankans og hefur staðið sig með afbrigðum vel. Við teljum farsælast að hann stjórni bankanum áfram til góðra verka.

Á þeim árum sem við höfum gegnt störfum í bankaráðinu hefur Landsbankinn bætt fjárhagslega stöðu sína með markvissu starfi sem hefur skilað traustari banka og veglegum arði til ríkissjóðs og annarra hluthafa. Við erum stolt af því að eiga þar hlut að máli.“

Undir tilkynninguna rita:

Tryggvi Pálsson
Eva Sóley Guðbjörnsdóttir
Jón Sigurðsson
Kristján Davíðsson
Jóhann Hjartarson

Þú gætir einnig haft áhuga á
4. júlí 2025
Frábær þátttaka í Aukakrónuhlaupi Ármanns
Aukakrónuhlaup Ármanns og Meistaramót Íslands í 10 km götuhlaupi voru ræst fyrir utan Landsbankann, Reykjastræti 6, miðvikudaginn 2. júlí. Veðrið var með besta móti og tóku tæplega 500 hlauparar þátt að þessu sinni, enda njóta götuhlaupin mikilla vinsælda hér á landi. Andrea Kolbeinsdóttir og Stefán Pálsson stóðu uppi sem sigurvegarar og eru Íslandsmeistarar í 10 km götuhlaupi árið 2025.
1. júlí 2025
Útibú TM og Landsbankans á Selfossi sameinast
Útibú TM og Landsbankans á Selfossi sameinast í dag, þriðjudaginn 1. júlí 2025, undir einu þaki í Landsbankahúsinu við Austurveg 20. Þar með geta viðskiptavinir sótt sér trygginga- og bankaþjónustu á einum og sama staðnum.
Reykjastræti
19. júní 2025
Útibú TM er flutt í Reykjastræti 6
Útibú TM á höfuðborgarsvæðinu flutti í dag, 19. júní 2025, í útibú Landsbankans í Reykjastræti 6 í miðborg Reykjavíkur. Þar tekur starfsfólk TM og bankans vel á móti viðskiptavinum.
Yayland
4. júní 2025
YAY og Landsbankinn stofna nýtt félag – Yayland
Fjártæknifyrirtækið YAY og Landsbankinn hafa stofnað nýtt félag, Yayland ehf., sem mun sérhæfa sig í þróun, sölu, útgáfu og rekstri á stafrænum og hefðbundnum inneignarkortum, gjafabréfum og vildarkortum. Yayland mun taka yfir alla gjafakortastarfsemi YAY á Íslandi og jafnframt alla útgáfu og rekstur á inneignarkortum Landsbankans.
Námsstyrkir 2025
3. júní 2025
8 milljónum úthlutað í námsstyrki
Landsbankinn úthlutaði námsstyrkjum til sextán hæfileikaríkra námsmanna úr Samfélagssjóði bankans þann 28. maí. Námsstyrkirnir voru veittir í þrítugasta og sjötta sinn og heildarupphæð styrkjanna nemur átta milljónum króna. Alls bárust um 450 umsóknir í ár.
Skólahreysti 2025
26. maí 2025
Holtaskóli bar sigur úr býtum í Skólahreysti 2025
Holtaskóli er sigurvegari Skólahreysti 2025 og ber því titillinn Skólahreystimeistari með rentu! Úrslitin réðust í æsispennandi lokakeppni tólf grunnskóla fyrir troðfullum sal í íþróttamiðstöðinni að Varmá í Mosfellsbæ, laugardagskvöldið 24. maí.
Landsbankinn
23. maí 2025
Landsbankinn breytir vöxtum
Landsbankinn breytir vöxtum inn- og útlána og tekur ný vaxtatafla gildi 3. júní 2025.
Nasdaq bjalla
16. maí 2025
Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans ráðgjafi ríkisins í vel heppnuðu Íslandsbankaútboði
Áhugi fjárfesta reyndist mjög mikill og skilaði sér í heildareftirspurn upp á um 190 milljarða króna. Sérstaklega ánægjulegt var að sjá mikinn áhuga og þátttöku almennings. Í útboðinu voru seldir 850.000.007 hlutir á genginu 106,56 krónur á hlut, sem samsvarar heildarvirði upp á 90,6 milljarða króna. Þetta er stærsta hlutafjárútboð sem haldið hefur verið á Íslandi.
Austurstræti 11
15. maí 2025
Austurstræti 11 og Hafnarstræti 10, 12 og 14 til sölu
Landsbankinn auglýsir til sölu hús bankans við Austurstræti 11 og Hafnarstræti 10, 12 og 14 í Reykjavík. Heildarstærð húsanna er 5.836 fermetrar og þar ef eru 1.380 fermetrar í kjallara. Húsin verða seld í einu lagi.
Nasdaq bjalla
13. maí 2025
Upplýsingar um útboð á hlutum ríkisins í Íslandsbanka
Útboð á hlutum ríkisins í Íslandsbanka hófst kl. 8.30 þriðjudaginn 13. maí og gert er ráð fyrir að því ljúki kl. 17.00 fimmtudaginn 15. maí.