Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur
Fréttir

Yf­ir­lýs­ing frá fimm banka­ráðs­mönn­um í Lands­bank­an­um hf.

„Við undirrituð bankaráðsmenn tilkynnum hér með að við gefum ekki kost á okkur til endurkjörs í bankaráð Landsbankans. Við gerum ráð fyrir að skila af okkur störfum á aðalfundi bankans 14. apríl nk. með hefðbundnum hætti.
16. mars 2016

Svonefnt Borgunarmál hefur verið bankanum erfitt. Kjarni málsins eins og hann horfir við okkur er í raun einfaldur. Hagsmunir bankans voru í fyrirrúmi, eins og bankaráð mat þá besta á sínum tíma. Engar aðrar hvatir lágu þar að baki. Ásakanir um annað eru meiðandi og við höfnum þeim alfarið.

Bankasýslan sem fer með eignarhluti ríkisins í fjármálafyrirtækjum hefur nú sent bankaráðinu bréf þar sem að engu eru höfð málefnaleg rök bankans fyrir því hvernig undirbúningi og framkvæmd á sölu á hlutum í Borgun var háttað. Þrátt fyrir að formaður bankaráðs hafi á aðalfundi bankans í mars 2015 sagt að bankinn hefði betur selt hlutinn í Borgun í opnu ferli og ljóst sé að fleira hefði mátt betur fara, teljum við engu að síður að það sé langur vegur frá því að í bréfinu sé gætt jafnvægis og hlutlægni. Í raun veitist Bankasýslan harkalega að bankanum af óbilgirni sem er síst til þess að fallið að auka traust.

Í bréfi Bankasýslunnar er kallað eftir aðgerðaáætlun bankaráðs sem skuli liggja fyrir innan tveggja vikna til þess að endurvekja traust á bankanum. Er nú unnið að henni innan bankans eins og komið hefur fram. Látið er í veðri vaka í bréfinu sjálfu og í viðtölum við stjórnarformann Bankasýslunnar í fjölmiðlum, að þar muni bankaráðið hafa frjálsar hendur til þess að vinna að málum eftir bestu getu. Áður en bréfið var afhent bankaráði boðaði stjórnarformaður Bankasýslunnar formann bankaráðs til fundar að forstjóra stofnunarinnar viðstöddum, með þau skilaboð að það eina sem dugi til sé að bankastjóranum verði sagt upp störfum auk þess sem formaður og varaformaður víki. Sú afstaða stjórnar Bankasýslunnar fékkst síðar staðfest. Þarna gengur Bankasýslan skrefi of langt. Það er hlutverk bankaráðs og Fjármálaeftirlitsins að meta hæfi bankastjórans. Við munum ekki taka þátt í skollaleik sem hvorki samrýmist meginreglum félagaréttar né góðum stjórnarháttum.

Steinþór Pálsson er stefnufastur og öflugur stjórnandi; hreinn og beinn. Hann er leiðtogi bankans og hefur staðið sig með afbrigðum vel. Við teljum farsælast að hann stjórni bankanum áfram til góðra verka.

Á þeim árum sem við höfum gegnt störfum í bankaráðinu hefur Landsbankinn bætt fjárhagslega stöðu sína með markvissu starfi sem hefur skilað traustari banka og veglegum arði til ríkissjóðs og annarra hluthafa. Við erum stolt af því að eiga þar hlut að máli.“

Undir tilkynninguna rita:

Tryggvi Pálsson
Eva Sóley Guðbjörnsdóttir
Jón Sigurðsson
Kristján Davíðsson
Jóhann Hjartarson

Þú gætir einnig haft áhuga á
Þórunn Inga Ingjaldsdóttir
10. sept. 2025
Þórunn Inga forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum 
Þórunn Inga Ingjaldsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður nýju einingarinnar Tryggingar á Einstaklingssviði hjá Landsbankanum og mun hún hefja störf í byrjun október.  
Snjallsími
3. sept. 2025
Breyting á dagslokum bankadaga
Frá og með 8. september 2025 verða dagslok bankadaga í innlánakerfum Reiknistofu bankanna færð frá kl. 21.00 til miðnættis. Þetta hefur m.a. þau áhrif að millifærslur sem eru gerðar eftir kl. 21.00 og fram að miðnætti verða bókaðar sama dag.
3. sept. 2025
Sjálfbærnidagur Landsbankans í Grósku 4. september
Sjálfbærnidagur Landsbankans 2025 verður haldinn í Grósku fimmtudaginn 4. september. Á sjálfbærnideginum fáum við innsýn í hvernig íslensk fyrirtæki nálgast sjálfbærnimálin, hvernig þau takast á við áskoranir og hvaða tækifæri eru fram undan. Við lofum bæði fjölbreyttri og spennandi dagskrá og ljúffengum veitingum! 
Austurvegur 11, Selfossi
26. ágúst 2025
Samið um nýtt húsnæði fyrir Landsbankann og TM á Selfossi
Landsbankinn og TM á Selfossi munu flytja sig yfir í nýtt hús við Austurveg 11 á Selfossi fyrir árslok 2027, samkvæmt langtímaleigusamningi sem gerður hefur verið við Fossver ehf.
Eystra horn
25. ágúst 2025
Landsbréf skila góðum árangri á fyrri hluta ársins
Landsbréf hf. hafa birt árshlutareikning fyrir fyrri hluta ársins 2025.
Listaverk kvenna í eigu Landsbankans
25. ágúst 2025
Listakonur í Landsbankanum - sýning og fleiri verk eftir konur á listaverkavefnum
Á nýrri sýningu sem opnaði í Reykjastræti 6 á Menningarnótt er sjónum beint að listaverkum í eigu bankans sem eru eftir konur. Við opnuðum einnig nýjan hluta á listaverkavef bankans þar sem birt eru um 90 verk eftir konur.
18. ágúst 2025
Dagskrá Landsbankans, Hörpu og Hafnartorgs á Menningarnótt
Menningarnótt verður haldin hátíðleg í miðborg Reykjavíkur laugardaginn 23. ágúst næstkomandi. Landsbankinn hefur verið máttarstólpi Menningarnætur frá upphafi og býður að venju upp á fjölbreytta dagskrá, bæði í Reykjastræti og við Hörputorg í samstarfi við Hafnartorg og Hörpu.
Listaverk kvenna í eigu Landsbankans
14. ágúst 2025
Listakonur í Landsbankanum: Leiðsögn á Menningarnótt um nýja sýningu
Í tilefni Kvennaárs 2025 opnar ný myndlistarsýning í Reykjastræti 6 þar sem sjónum verður beint að listaverkum í eigu bankans sem eru eftir konur. Sýningin opnar á Menningarnótt og um leið uppfærum við listaverkavef Landsbankans með sérstakri umfjöllun um listaverk eftir konur.
Austurstræti 11
25. júlí 2025
Tilboði tekið í Austurstræti 11 og hús bankans í Hafnarstræti
Landsbankinn hefur tekið tilboði Landsbyggðar ehf. í Landsbankahúsið við Austurstræti 11 og Hafnarstræti 10, 12 og 14.
Gleðiganga
15. júlí 2025
Úthlutað úr Gleðigöngupotti Hinsegin daga og Landsbankans
Tíu atriði hlutu styrk úr Gleðigöngupotti Hinsegin daga og Landsbankans vegna Gleðigöngunnar 2025. Gleðigangan, sem gengin verður laugardaginn 9. ágúst nk., er hápunktur Hinsegin daga og verður hún nú gengin í 23. skipti.