Fréttir

Yf­ir­lýs­ing frá fimm banka­ráðs­mönn­um í Lands­bank­an­um hf.

„Við undirrituð bankaráðsmenn tilkynnum hér með að við gefum ekki kost á okkur til endurkjörs í bankaráð Landsbankans. Við gerum ráð fyrir að skila af okkur störfum á aðalfundi bankans 14. apríl nk. með hefðbundnum hætti.
16. mars 2016

Svonefnt Borgunarmál hefur verið bankanum erfitt. Kjarni málsins eins og hann horfir við okkur er í raun einfaldur. Hagsmunir bankans voru í fyrirrúmi, eins og bankaráð mat þá besta á sínum tíma. Engar aðrar hvatir lágu þar að baki. Ásakanir um annað eru meiðandi og við höfnum þeim alfarið.

Bankasýslan sem fer með eignarhluti ríkisins í fjármálafyrirtækjum hefur nú sent bankaráðinu bréf þar sem að engu eru höfð málefnaleg rök bankans fyrir því hvernig undirbúningi og framkvæmd á sölu á hlutum í Borgun var háttað. Þrátt fyrir að formaður bankaráðs hafi á aðalfundi bankans í mars 2015 sagt að bankinn hefði betur selt hlutinn í Borgun í opnu ferli og ljóst sé að fleira hefði mátt betur fara, teljum við engu að síður að það sé langur vegur frá því að í bréfinu sé gætt jafnvægis og hlutlægni. Í raun veitist Bankasýslan harkalega að bankanum af óbilgirni sem er síst til þess að fallið að auka traust.

Í bréfi Bankasýslunnar er kallað eftir aðgerðaáætlun bankaráðs sem skuli liggja fyrir innan tveggja vikna til þess að endurvekja traust á bankanum. Er nú unnið að henni innan bankans eins og komið hefur fram. Látið er í veðri vaka í bréfinu sjálfu og í viðtölum við stjórnarformann Bankasýslunnar í fjölmiðlum, að þar muni bankaráðið hafa frjálsar hendur til þess að vinna að málum eftir bestu getu. Áður en bréfið var afhent bankaráði boðaði stjórnarformaður Bankasýslunnar formann bankaráðs til fundar að forstjóra stofnunarinnar viðstöddum, með þau skilaboð að það eina sem dugi til sé að bankastjóranum verði sagt upp störfum auk þess sem formaður og varaformaður víki. Sú afstaða stjórnar Bankasýslunnar fékkst síðar staðfest. Þarna gengur Bankasýslan skrefi of langt. Það er hlutverk bankaráðs og Fjármálaeftirlitsins að meta hæfi bankastjórans. Við munum ekki taka þátt í skollaleik sem hvorki samrýmist meginreglum félagaréttar né góðum stjórnarháttum.

Steinþór Pálsson er stefnufastur og öflugur stjórnandi; hreinn og beinn. Hann er leiðtogi bankans og hefur staðið sig með afbrigðum vel. Við teljum farsælast að hann stjórni bankanum áfram til góðra verka.

Á þeim árum sem við höfum gegnt störfum í bankaráðinu hefur Landsbankinn bætt fjárhagslega stöðu sína með markvissu starfi sem hefur skilað traustari banka og veglegum arði til ríkissjóðs og annarra hluthafa. Við erum stolt af því að eiga þar hlut að máli.“

Undir tilkynninguna rita:

Tryggvi Pálsson
Eva Sóley Guðbjörnsdóttir
Jón Sigurðsson
Kristján Davíðsson
Jóhann Hjartarson

Þú gætir einnig haft áhuga á
Reykjastræti
3. mars 2025
Bygging Landsbankans hlýtur steinsteypuverðlaunin árið 2025
Bygging Landsbankans við Reykjastræti hefur hlotið steinsteypuverðlaun Steinsteypufélags Íslands. Steinsteypufélagið veitir árlega verðlaun fyrir mannvirki þar sem saman fer frumleg og vönduð notkun á steinsteypu í manngerðu umhverfi.
Netbanki
28. feb. 2025
Truflanir vegna bilunar
Vegna bilunar eru truflanir í appinu og netbankanum eins og er. Unnið er að viðgerð og við vonumst til að henni ljúki fljótlega. Við biðjumst velvirðingar á óþægindum sem þetta veldur. Fréttin hefur verið uppfærð.
Starfsfólk mötuneytis ásamt fleirum
21. feb. 2025
Mötuneyti Landsbankans í Reykjastræti fær endurvottun Svansins
Mötuneyti Landsbankans í Reykjastræti 6 hefur fengið endurvottun Svansins en þetta er fyrsta sinn sem mötuneytið er vottað eftir að bankinn flutti í nýtt húsnæði. Mötuneyti bankans hefur verið Svansvottað frá árinu 2013 og var fyrsta mötuneytið á Íslandi til að fá slíka vottun.
Austurbakki
21. feb. 2025
NIB gefur út græn skuldabréf í íslenskum krónum
Norræni fjárfestingarbankinn (NIB) seldi þann 20. febrúar 2025 skuldabréf að fjárhæð 8,5 milljarðar íslenskra króna og var þetta fyrsta útgáfa bankans á Íslandi í yfir 16 ár. Skuldabréfin eru gefin út undir umhverfisskuldabréfaumgjörð NIB. Landsbankinn annaðist sölu og kynningu á skuldabréfaútgáfunni til fjárfesta.
18. feb. 2025
Nýr sparireikningur í pólskri mynt
Við bjóðum nú upp á sparireikning í pólskri mynt, slot (zloty, PLN). Mun þetta vera í fyrsta sinn sem íslenskur banki býður upp á gjaldeyrisreikning í sloti.
17. feb. 2025
Sagareg er sigurvegari Gulleggsins 2025
Sigurvegari frumkvöðlakeppninnar Gulleggsins árið 2025 er Sagareg sem gengur út á að einfalda gerð umsóknarskjala um markaðsleyfi lyfja með gervigreind og sérhæfðum hugbúnaði.
Fólk í tölvu
17. feb. 2025
Nýr og enn betri netbanki fyrirtækja
Netbanki fyrirtækja er nú enn einfaldari og þægilegri í notkun en áður. Við höfum m.a. umbreytt öllum greiðsluaðgerðum, breytt innskráningar- og auðkenningarferlinu og kynnum til leiks nýtt vinnuborð sem auðveldar alla yfirsýn. Síðustu vikur hafa notendur smám saman verið færðir yfir í nýja netbankann og áætlum við að yfirfærslunni verði lokið í mars.
Landsbankinn
16. feb. 2025
Landsbankaappið og netbankinn komin í lag
Viðgerð er nú lokið vegna bilunar sem varð til þess að appið og netbankinn voru ekki aðgengileg fyrr í dag.  Við biðjumst  velvirðingar á óþægindum sem bilunin hefur valdið.
Landsbankinn
16. feb. 2025
Landsbankaappið komið í lag
Viðgerð er nú lokið vegna bilunar sem varð til þess að appið var ekki aðgengilegt fyrr í dag. Hægt er að skrá sig í inn í netbankann en enn eru truflanir á tilteknum þjónustuþáttum í netbanka. Við biðjumst  velvirðingar á óþægindum sem bilunin hefur valdið.
Starfsfólk í útibúi Landsbankans á Akureyri
14. feb. 2025
Landsbankinn á Akureyri fluttur í nýtt húsnæði
Landsbankinn á Akureyri er fluttur í nýtt húsnæði að Hofsbót 2-4 í miðbæ Akureyrar. Útibúið er opið á milli kl. 10-16, auk þess sem hraðbankar og önnur sjálfsafgreiðslutæki eru aðgengileg allan sólarhringinn.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur