Standard and Poor’s staðfestir lánshæfiseinkunn Landsbankans
Í tilkynningu frá S&P kemur fram að fyrirtækið telji að efnahagur Íslands muni halda áfram að styrkjast í kjölfar aðgerða til að aflétta fjármagnshöftum. Samkomulag sem hafi náðst um uppgjör slitabúa föllnu fjármálafyrirtækjanna dragi verulega úr áhættu við losun haftanna. S&P bendir þó á að enn sé verulegur óleystur vandi vegna svokallaðrar snjóhengju.
Í tilkynningu S&P er sérstaklega vikið að fasteignamarkaðinum á Íslandi og sagt að hafa verði í huga möguleika á að markaðurinn yfirhitni en slíkt gæti leitt til ójafnvægis.
Skýrslur og tilkynningar S&P eru aðgengilegar á vef Landsbankans









