Upp­gjör Lands­bank­ans fyr­ir fyrstu þrjá mán­uði árs­ins 2020

Afkoma Landsbankans var neikvæð um 3,6 milljarða króna eftir skatta á fyrstu þremur mánuðum ársins 2020, samanborið við 6,8 milljarða króna hagnað á sama tímabili árið 2019.
Austurstræti 11 grafík
7. maí 2020 - Landsbankinn

Virðisrýrnun útlána nam 5,2 milljörðum króna á tímabilinu, samanborið við virðisrýrnun upp á 1 milljarð króna á sama tímabili í fyrra. Arðsemi eigin fjár á tímabilinu var -5,9% á ársgrundvelli, samanborið við arðsemi upp á 11,2% á sama tímabili 2019.

Hreinar vaxtatekjur voru 9,4 milljarðar króna samanborið við 10,2 milljarða króna á sama tímabili árið á undan, sem er 8% lækkun á milli tímabila. Hreinar þjónustutekjur námu 2,0 milljörðum króna og lækkuðu um 5,6% frá sama tímabili árið áður.

Virðisrýrnun útlána á fyrsta ársfjórðungi jafngildir um 0,4% af lánasafni bankans. Í lok mars 2020 var vanskilahlutfall útlána 0,7%, sem er sama hlutfall og á sama tíma 2019.

Rekstrartekjur bankans á fyrstu þremur mánuðum ársins 2020 námu 3,4 milljörðum króna, samanborið við 15,0 milljarða króna á sama tímabili árið áður. Aðrar rekstrartekjur voru neikvæðar um 8 milljarða króna samanborið við tekjur upp á 2,7 milljarða króna á sama tímabili árið áður.

Vaxtamunur eigna og skulda nam 2,2% á fyrstu þremur mánuðum ársins 2020 en var 2,5% á sama tímabili árið áður.

Rekstrarkostnaður bankans lækkaði um 488 milljónir á milli tímabila og nam 6,7 milljörðum króna fyrstu þrjá mánuði ársins, samanborið við 7,2 milljarða króna á sama tímabili árið áður, sem er lækkun um 6,8%. Þar af var launakostnaður 3,8 milljarðar króna samanborið við 3,7 milljarða króna árið áður. Annar rekstrarkostnaður var 2,4 milljarðar króna samanborið við 2,5 milljarða króna á sama tímabili árið áður.

Kostnaðarhlutfall fyrstu þrjá mánuði ársins var 72,6%, samanborið við 38,7% á sama tímabili árið 2019.

Útlán til einstaklinga og fyrirtækja jukust um 4,4% frá áramótum, eða um rúma 50 milljarða króna en þar af voru um 33 milljarðar króna vegna gengisbreytinga. Innlán hjá Landsbankanum jukust um 47 milljarða króna frá áramótum, sem er 6,7% aukning.

Eigið fé Landsbankans var 244,1 milljarður króna þann 31. mars sl. og eiginfjárhlutfallið var 24,8%. Á aðalfundi bankans, sem haldinn var þann 22. apríl 2020, var samþykkt tillaga bankaráðs um að greiða ekki arð vegna rekstrarársins 2019 í ljósi efnahagslegrar óvissu vegna COVID-19 faraldursins og í samræmi við tilmæli Seðlabanka Íslands. Arðgreiðslustefna bankans er óbreytt. Í henni er kveðið á um að Landsbankinn greiði meirihluta hagnaðar í arð til hluthafa en frá 2013 hafa arðgreiðslur bankans numið 142 milljörðum króna.

Árshlutareikningur samstæðu 1F 2020

Afkomukynning

Fréttatilkynning

Fjárhagsbók

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, segir:

„Uppgjör bankans og viðsnúningur frá fyrsta ársfjórðungi í fyrra endurspeglar greinilega þau áhrif sem COVID-19 hefur á efnahagslíf landsins.

Landsbankinn var fljótur að bregðast við yfirvofandi vanda vegna COVID-19 og hefur boðið viðskiptavinum margvísleg úrræði til að takast á við tímabundna greiðsluerfiðleika. Til þessa hafa tæplega 1.250 einstaklingar og fjölskyldur frestað greiðslum á íbúðalánum um sex mánuði en samtals nema útlánin sem um ræðir um 7% af útlánum bankans til einstaklinga. Þá hafa yfir 600 fyrirtæki sótt um að fresta afborgunum en útlánin sem um ræðir nema um 8% af útlánum bankans til fyrirtækja. Mikil áhersla er lögð á að afgreiða óskir viðskiptavina um greiðslufresti og önnur úrræði með skjótum hætti, m.a. með því að gera umsóknarferli fyrir úrræði algjörlega rafræn.

Viðskiptavinir okkar hafa sömuleiðis verið duglegir að tileinka sér nýjar leiðir í bankaþjónustu eftir að hert samkomubann varð til þess að takmarka þurfti verulega aðgengi að útibúum og afgreiðslum bankans. Í apríl höfðu til að mynda tífalt fleiri viðskiptavinir samband í gegnum netspjallið en á sama tíma í fyrra. Frá og með deginum í dag jukum við aftur þjónustu í útibúum. Við sjáum fyrir okkur að margar nýjungar sem hafa verið kynntar, svo sem tímapöntun með sérfræðingum bankans séu komnar til að vera en viðskiptavinir kunna að meta að geta pantað tíma hjá sérfræðingi bankans og fengið viðeigandi ráðgjöf á tíma sem hentar.

Virðisrýrnun útlána nam 5,2 milljörðum króna sem má rekja til þeirra aðstæðna sem hafa skapast í kjölfar COVID-19 heimsfaraldursins. Mat á virðirýrnun er í samræmi við alþjóðlegan reikningsskilastaðal og tilmæli frá Evrópsku bankaeftirlitsstofnuninni og Seðlabanka Íslands. Þessi varúðarfærsla, ásamt áhrifum af óróa á hlutabréfamörkuðum, á stærstan þátt í því að bankinn bókfærir tap á fyrsta ársfjórðungi 2020 upp á um 3,6 milljarða króna, samanborið við hagnað upp á 6,8 milljarða króna vegna fyrsta ársfjórðungs 2019. Útlán til ferðaþjónustu eru 95,7 milljarðar króna, sem nemur um 8,1% af heildarútlánum bankans, og er lækkun um rúman hálfan milljarð króna frá árslokum 2019.

Ekki er útséð um endanleg áhrif faraldursins. Þó má telja líklegt að minni tekjur viðskiptavina og aukin skuldsetning muni hafa neikvæð áhrif á lánshæfi þeirra sem leiðir til enn meiri virðisrýrnunar útlána. Landsbankinn er í góðri stöðu til að takast á við þessar aðstæður. Eigið fé bankans nemur rúmlega 244 milljörðum króna, eiginfjár- og lausafjárstaða bankans er sterk og niðurstaða vel heppnaðs skuldabréfaútboðs að fjárhæð 300 milljónir evra í febrúar endurspeglar traust til bankans á alþjóðlegum fjármálamörkuðum.

Rekstur bankans er að öðru leyti stöðugur og í samræmi við áætlanir. Ánægja með þjónustuna og traust til bankans fer vaxandi og mælingar Gallup á fyrsta ársfjórðungi sýna að markaðshlutdeild bankans á einstaklingsmarkaði er orðin 38,0%, hærri en nokkru sinni fyrr. Innlán hafa aukist og góð vaxtakjör bankans hafa leitt til meiri eftirspurnar eftir nýjum íbúðalánum en búist var við.

Þrátt fyrir þetta óvænta efnahagsáfall og neikvæða afkomu á fyrsta ársfjórðungi er hugur í starfsfólki bankans og það er ávallt í forgangi að veita viðskiptavinum okkar trausta og góða þjónustu.“

Helstu atriði úr rekstri á fyrsta ársfjórðungi (1F) 2020

Rekstur

 • Tap Landsbankans á 1F 2020 nam 3,6 milljörðum króna, samanborið við 6,8 milljarða króna hagnað á sama fjórðungi 2019.
 • Arðsemi eigin fjár eftir skatta var -5,9%, samanborið við 11,2% fyrir sama tímabil árið 2019.
 • Hreinar vaxtatekjur námu 9,4 milljörðum króna, samanborið við 10,2 milljarða króna á sama ársfjórðungi árið 2019.
 • Virðisbreytingar útlána voru neikvæðar um 5,2 milljarða króna á 1F 2020, samanborið við neikvæðar virðisbreytingar upp á 994 milljónir á sama ársfjórðungi 2019. Virðisrýrnun útlána á fyrsta ársfjórðungi jafngildir um 0,4% af lánasafni bankans.
 • Hreinar þjónustutekjur námu 1,9 milljarði króna en þær voru 2,1 milljarður króna á 1F 2019.
 • Vaxtamunur eigna og skulda var 2,2%, samanborið við 2,5% á 1F 2019.
 • Laun og launatengd gjöld námu 3,8 milljörðum króna samanborið við 3,7 milljarða króna á 1F 2019.
 • Annar rekstrarkostnaður lækkaði um 3,6% frá sama tímabili árið áður.
 • Kostnaðarhlutfall á fyrsta ársfjórðungi 2020 var 72,6%, samanborið við 38,7% á sama tíma árið áður.
 • Stöðugildi hjá Landsbankanum þann 31. mars 2020 voru 886 en voru 922 á sama tíma fyrir ári.

Efnahagur

 • Eigið fé Landsbankans nam í lok mars 244,1 milljarði króna og hefur lækkað um 1,5% frá áramótum. Á aðalfundi bankans, sem haldinn var þann 22. apríl 2020, var samþykkt tillaga bankaráðs um að greiða ekki arð vegna rekstrarársins 2019 í ljósi efnahagslegrar óvissu vegna COVID-19 faraldursins og í samræmi við tilmæli Seðlabankans. Bankaráð hafði áður haft í hyggju að leggja til að greiddur yrði arður til hluthafa sem næmi 0,40 krónu á hlut vegna rekstrarársins 2019 í tveimur jöfnum greiðslum á árinu 2020. Heildarfjárhæð arðgreiðslunnar hefði verið 9.450 milljónir króna, eða sem samsvarar 52% af hagnaði samstæðunnar á árinu 2019.
 • Eiginfjárhlutfall alls (e. total capital ratio) þann 31. mars 2020 var 24,8% en var 23,8% í lok mars 2019. Það er vel umfram 18,8% lágmarkseiginfjárkröfu Fjármálaeftirlits Seðlabankans.
 • Heildareignir bankans námu 1.523 milljörðum króna í lok mars 2020.
 • Innlán viðskiptavina námu 755,1 milljörðum króna í lok mars 2020, samanborið við 707,8 milljarða króna í lok árs 2019.
 • Útlán jukust um 4,4% á fyrstu þremur mánuðum ársins, eða um 50,4 milljarða króna. Útlán til fyrirtækja jukust um 42 milljarða króna og útlán til einstaklinga jukust um 8 milljarða króna.
 • Þann 19. febrúar 2020 tók bankinn tilboðum að fjárhæð 300 milljónir evra í kjölfar þess að hafa gert endurkaupatilboð til eigenda óveðtryggðs skuldabréfaflokks bankans að fjárhæð 500 milljónir evra með föstum 1,625% vöxtum með lokagjalddaga í mars 2021.
 • Þann 20. febrúar 2020 lauk bankinn við útgáfu á nýjum flokki óveðtryggðra skuldabréfa til 4,25 ára að fjárhæð 300 milljónir evra með lokagjalddaga í maí 2024 og bera skuldabréfin fasta 0,50% vexti. Skuldabréfin voru seld á kjörum sem jafngilda 83 punkta álagi á miðgildi vaxtatilboða í vaxtaskiptasamningum á markaði. Endurkaupatilboðið var m.a. háð niðurstöðu á útgáfu nýja skuldabréfaflokksins.
 • Bankinn fylgist náið með og stýrir lausafjáráhættu bankans í heild, í erlendum myntum og í íslenskum krónum. Lausafjárhlutfall bankans (e. liquidity coverage ratio) var 196% í lok mars 2020.
 • Heildarvanskil fyrirtækja og heimila námu 0,7% í lok mars 2020, samanborið við 0,8% í lok árs 2019.
Helstu niðurstöður (fjárhæðir í milljónum króna)
  1F 2020 1F 2019 2019 2018
Hagnaður (tap) eftir skatta (3.628) 6.784 18.235 19.260
Arðsemi eigin fjár eftir skatta -5,9% 11,2% 7,5% 8,2%
Vaxtamunur eigna og skulda * 2,2% 2,5% 2,4% 2,7%
Kostnaðarhlutfall ** 72,6% 38,7% 42,6% 45,5%

  31.03 2020 31.03 2019 31.12 2019 31.12 2018
Heildareignir 1.523.188 1.379.298 1.426.328 1.326.041
Útlán til viðskiptavina 1.190.536 1.095.379 1.140.184 1.064.532
Innlán frá viðskiptavinum 755.160 694.820 707.813 693.043
Eigið fé 244.106 246.206 247.734 239.610
Eiginfjárhlutfall alls 24,8% 23,8% 25,8% 24,9%
Fjármögnunarþekja erlendra mynta 127% 165% 143% 166%
Heildarlausafjárþekjuhlutfall 196% 243% 161% 158%
Lausafjárþekja erlendra mynta 489% 434% 769% 534%
Vanskilahlutfall (>90 daga) 0,7% 0,7% 0,8% 0,8%
Stöðugildi 886 922 893 919

* Vaxtamunur eigna og skulda = (Vaxtatekjur / meðalstaða heildareigna) – (vaxtagjöld / meðalstaða heildarskulda).

** Kostnaðarhlutfall = Rekstrargjöld alls / (Hreinar rekstrartekjur – virðisbreytingar útlána)

 

Árshlutareikningur samstæðu 1F 2020

Afkomukynning

Fréttatilkynning

Fjárhagsbók

Þann 8. maí kl. 10:00, mun bankinn bjóða upp á símafund á ensku þar sem farið verður yfir uppgjör bankans fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins 2020. Vinsamlegast skráið ykkur á símafundinn með því að senda tölvupóst á netfangið ir@landsbankinn.is.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Austurbakki
2. maí 2024
Uppgjör Landsbankans fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins 2024
Hagnaður Landsbankans á fyrstu þremur mánuðum ársins 2024 nam 7,2 milljörðum króna eftir skatta. Arðsemi eiginfjár á tímabilinu var 9,3% samanborið við 11,1% á sama tímabili árið áður.
Austurbakki
19. apríl 2024
Niðurstöður aðalfundar Landsbankans 2024
Aðalfundur Landsbankans, sem haldinn var 19. apríl 2024, samþykkti að greiða 16.535 milljónir króna í arð til hluthafa.
Austurbakki
4. apríl 2024
S&P hækkar lánshæfismat Landsbankans í BBB+
Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings tilkynnti í dag að fyrirtækið hefði hækkað lánshæfismat Landsbankans. Hækkunin nemur einu þrepi og er lánshæfismatið því BBB+ með stöðugum horfum.
Austurbakki
27. mars 2024
Aðalfundur Landsbankans 2024 - fundarboð
Aðalfundur Landsbankans verður haldinn föstudaginn 19. apríl 2024 kl. 16.00 í Reykjastræti 6, Reykjavík.
Austurbakki
22. mars 2024
Bankasýslan var upplýst um áform Landsbankans um að kaupa TM
Bankaráð Landsbankans hefur svarað bréfi Bankasýslu ríkisins frá 18. mars sl. þar sem óskað er eftir tilteknum upplýsingum um kaup bankans á TM tryggingum.
Austurbakki
19. mars 2024
Aðalfundi Landsbankans frestað til 19. apríl
Á fundi bankaráðs Landsbankans þann 19. mars 2024 var ákveðið að fresta aðalfundi bankans, sem vera átti miðvikudaginn 20. mars 2024. Að höfðu samráði við Bankasýslu ríkisins var ákveðið að halda aðalfundinn föstudaginn 19. apríl.
Austurbakki
17. mars 2024
Tilboð Landsbankans í TM samþykkt
Landsbankinn og Kvika banki hafa komist að samkomulagi um að hefja einkaviðræður um kaup Landsbankans á TM tryggingum hf. („TM“) á grundvelli kauptilboðs sem bankinn lagði fram í allt hlutafé félagsins þann 15. mars sl. Möguleg kaup eru m.a. háð niðurstöðu áreiðanleikakönnunar og samþykki Samkeppniseftirlitsins og fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands.
Austurbakki
7. mars 2024
Aðalfundur Landsbankans 2024
Aðalfundur Landsbankans verður haldinn miðvikudaginn 20. mars 2024 kl. 16.00 í Reykjastræti 6, Reykjavík.
Austurbakki
6. mars 2024
Sexföld umframeftirspurn eftir grænum skuldabréfum
Þann 5. mars 2024 lauk Landsbankinn við sölu á grænum skuldabréfum að fjárhæð 300 milljónir evra. Um var að ræða fjórðu útgáfu bankans á grænum skuldabréfum í evrum.
Austurbakki
5. mars 2024
Tilkynning um kaup Landsbankans á eigin hlutum – lok endurkaupatímabils 2024
Þann 15. febrúar 2024 birti Landsbankinn tilkynningu um að bankinn byðist til að kaupa hluti af hluthöfum samkvæmt endurkaupaáætlun á tímabilinu 19. febrúar 2024 til og með 4. mars 2024. Á endurkaupatímabilinu keypti Landsbankinn samtals 6.423.476 eigin hluti á genginu 12,8595, að kaupvirði 82.602.689 krónur.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur