Upp­gjör Lands­bank­ans fyr­ir fyrstu níu mán­uði árs­ins 2022

Hagnaður Landsbankans á fyrstu níu mánuðum ársins 2022 var 11,3 milljarðar króna, þar af 5,8 milljarðar króna á þriðja ársfjórðungi. Arðsemi eiginfjár á fyrstu níu mánuðum ársins var 5,6% og  var 8,5% á þriðja ársfjórðungi. Lækkun á gangvirði hlutabréfaeignar bankans hefur dregið úr arðsemi á árinu.
27. október 2022 - Landsbankinn
 • Hagnaður Landsbankans á fyrstu níu mánuðum ársins 2022 var 11,3 milljarðar króna, þar af 5,8 milljarðar króna á þriðja ársfjórðungi.
 • Arðsemi eiginfjár á fyrstu níu mánuðum ársins var 5,6% og  var 8,5% á þriðja ársfjórðungi. Lækkun á gangvirði hlutabréfaeignar bankans hefur dregið úr arðsemi á árinu.
 • Hreinar þjónustutekjur jukust um 14,3% á milli ára einkum vegna vaxandi umsvifa í eignastýringu og markaðsviðskiptum.
 • Hreinar vaxtatekjur jukust um 17,6%, aðallega vegna stærra útlánasafns og hærra vaxtastigs.
 • Rekstrarkostnaður bankans sem hlutfall af meðalstöðu heildareigna er nú 1,3% og hefur aldrei verið lægri.
 • Kostnaðarhlutfall sem hlutfall af tekjum var 48,9% á fyrstu níu mánuði ársins og var 43,2% á þriðja ársfjórðungi.
 • Reiknað skatthlutfall fyrir fyrstu níu mánuði ársins er 40,4% samanborið við 19,0% fyrir sama tímabil 2021. Hagnaður fyrir skatta á fyrstu níu mánuðum ársins var 19,0 milljarðar króna og reiknaðir skattar 7,7 milljarðar króna. Upplýsingar um heildarskattgreiðslur vegna ársins 2022 munu koma fram í ársuppgjöri.
 • Um fjórðungur af nýjum bílalánum á þriðja ársfjórðungi var vegna rafmagnsbíla og hlutfallið fer hækkandi.
 • Frá því að verðbréfin komu í appið hafa viðskipti með verðbréf í sjálfsafgreiðslu aukist mikið. Í um 90% tilfella eru áskriftir að sjóðum og verðbréfasamningar gerðir í appinu eða netbankanum.

Á fyrstu níu mánuðum ársins 2022 námu hreinar vaxtatekjur 33,6 milljörðum króna samanborið við 28,6 milljarða króna á sama tímabili árið áður, sem er 17,6% hækkun á milli tímabila. Hreinar þjónustutekjur Landsbankans námu 7,9 milljörðum króna samanborið við 6,9 milljarða króna á sama tímabili árið áður. Aðrar rekstrartekjur voru neikvæðar um 3,8 milljarða króna en voru jákvæðar um 10,2 milljarða króna á sama tímabili árið 2021. Virðisbreytingar útlána eru jákvæðar um 2,7 milljarða króna samanborið við jákvæðar virðisbreytingar útlána upp á 3,8 milljarða króna á sama tíma á síðasta ári. Skýringin felst aðallega í því að ekki er lengur talin þörf á viðbótar safnframlagi í virðisrýrnunarsjóð útlána vegna óvissu um endanleg áhrif heimsfaraldurs Covid-19.

Vaxtamunur í hlutfalli af meðalstöðu eigna nam 2,6% á fyrstu níu mánuðum ársins 2022 samanborið við 2,3% hlutfall og á sama tímabili árið áður.

Rekstrarkostnaður bankans var 17,1 milljarður króna á tímabilinu samanborið við 17,5 milljarða króna á sama tímabili árið áður. Þar af voru laun og launatengd gjöld 10,5 milljarðar króna samanborið við 10,7 milljarða króna á sama tímabili árið áður. Annar rekstrarkostnaður var 6,7 milljarðar króna, sama fjárhæð og á sama tímabili árið áður.

Kostnaður sem hlutfall af tekjum (K/T) á fyrstu níu mánuðum ársins 2022 var 48,9%, samanborið við 41,7% á sama tímabili árið 2021.

Heildareignir bankans jukust um 41,3 milljarða króna á tímabilinu og námu 1.771 milljarði króna 30. september 2022. Útlán jukust um 108,9 milljarða króna á fyrstu níu mánuðum ársins 2022. Í lok september 2022 voru innlán frá viðskiptavinum 968,0 milljarðar króna, samanborið við 900,1 milljarð króna í árslok 2021, og höfðu því aukist um 67,9 milljarða króna.

Eigið fé Landsbankans var 273,4milljarðar króna þann 30. september sl. og eiginfjárhlutfall alls var 24,2%.

Árshlutauppgjör 9M

Fréttatilkynning 27.10.2022

Glærukynning

Fjárhagsbók (pdf) 3. ársfjórðungur

Fjárhagsbók (xls) 3. ársfjórðungur

Áhættuskýrsla - viðauki 3F

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, segir:

„Þjónustutekjur bankans hafa vaxið umfram áætlanir, aðallega vegna meiri umsvifa og aukinnar markaðshlutdeildar, og vaxtatekjur bankans af stærra útlánasafni eru góðar. Um leið fer kostnaður lækkandi og hefur rekstrarkostnaður sem hlutfall af heildartekjum aldrei verið lægri. Áfram leiða neikvæð áhrif vegna gengislækkunar á óskráðum hlutabréfum til þess að arðsemin á árinu er lægri en við stefnum að. Að þeim sveiflulið frátöldum er uppgjör bankans mjög gott og staða bankans sterk á öllum sviðum.

Ánægja viðskiptavina með þjónustuna er mikil og það segir sína sögu að nánast samfellt frá árinu 2018 hafa markaðsrannsóknir sýnt að flestir mæla með Landsbankanum. Það skiptir okkur meginmáli að geta boðið viðskiptavinum góð kjör og um leið skilað góðri og jafnri afkomu. Á sama tíma  er ekki hægt að líta fram hjá því að fjármögnunarkjör sem bankinn nýtur eru að hækka, samkeppni um innlán er að aukast og ávöxtunarkrafa skuldabréfa er mun hærri en áður. Við höfum mætt aukinni samkeppni um innlán einstaklinga með því að bjóða 5,25% vexti á mánuði þegar sparað er í appi. Í appinu geta viðskiptavinir líka keypt og selt í sjóðum Landsbréfa og átt viðskipti með innlend hlutabréf á aðalmarkaði og First North. Það hefur því aldrei verið eins auðvelt að fjárfesta og spara í appinu.

Fyrirtækjaráðgjöf bankans hefur náð góðum árangri og komið að mörgum vel heppnuðum verkefnum á árinu. Við erum stærsti lánveitandinn á íslenskum fyrirtækjamarkaði og með öflugri fyrirtækjaráðgjöf getum við betur uppfyllt ólíkar þarfir fyrirtækja. Á fyrstu níu mánuðum ársins jukust fyrirtækjaútlán um 53 milljarða króna og mikill vöxtur er í bíla- og tækjafjármögnun fyrirtækja. Þá erum við sem fyrr umsvifamikil í fjármögnun íbúðabygginga og leggjum þannig okkar af mörkum til að stuðla að auknu framboði á nýju húsnæði fyrir stækkandi samfélag. Þrátt fyrir hækkandi vaxtastig erum við áfram sterkur lánveitandi á byggingarmarkaði. Við sjáum líka að það er góður gangur í útflutningsgreinum, ferðaþjónustunni þar á meðal, en við finnum að stjórnendur fyrirtækja hafa varann á sér þegar taka á ákvarðanir um miklar fjárfestingar. Óvissan í efnahagsmálum er vissulega töluverð en eins og nýútkomin hagspá bankans sýnir er líka ástæða til bjartsýni. Hagvöxtur er góður og efnahagshorfur hér á landi eru mun betri en í flestum nágrannaríkjum okkar. Þá eru vanskil í sögulegu lágmarki.

Við hugsum ávallt til framtíðar og leggjum áfram mikla áherslu á sjálfbærni. Á sjálfbærnidegi Landsbankans í september fengum við nokkur öflug fyrirtæki til að kynna hvernig byggingargeirinn og fyrirtæki í flutningum og sjávarútvegi geta aukið sjálfbærni í sínum rekstri. Með því að veita sjálfbærnimerki Landsbankans til verkefna og fyrirtækja sem standast kröfur um sjálfbærni viljum við einnig vekja athygli á því sem vel er gert.

Eins og töluvert hefur verið fjallað um undanfarið er alltof algengt að einstaklingar og fyrirtæki verði fyrir tjóni af völdum netglæpa. Í október tókum við þátt í átaki um aukið netöryggi með því að halda tvo fræðslufundi, annars vegar fyrir eldri borgara og hins vegar fyrir fyrirtæki. Til viðbótar við fræðslu og öflugt samstarf á innlendum og alþjóðlegum vettvangi til margra ára uppfyllir bankinn strangar öryggisvottanir í netöryggismálum.

Fjárhagsstaða bankans er sterk og eiginfjárstaðan er mjög góð, sérstaklega ef hún er borin saman við erlenda banka, og hún er umtalsvert hærri en kröfur Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands. Það er ákveðin áskorun að ávaxta svona mikið eigið fé en góður rekstur bankans hefur gert okkur kleift að greiða um 20 milljarða króna á árinu í arð til eigenda. Við höldum okkar striki við að reka bankann vel og mæta þörfum viðskiptavina. Lausnir og þjónusta sem bankinn býður byggja á því að hann hefur á að skipa frábæru starfsfólki sem er tilbúið til að leggja mikið á sig til að takast á við nýjar áskoranir og örar breytingar. Við þökkum traustið og viðskiptin og tökum vel á móti ykkur, á starfsstöðvum um allt land, í appi, í síma og í netspjalli. Gagnkvæmt traust og mannleg sýn á bankaviðskipti standa alltaf fyrir sínu.“

Helstu atriði úr rekstri á öðrum ársfjórðungi (3F) 2022

Rekstur:

 • Hagnaður Landsbankans á 3F 2022 nam 5,8 milljörðum króna samanborið við hagnað upp á 7,5 milljarða króna á sama ársfjórðungi árið 2021.
 • Arðsemi eiginfjár var 8,5% á 3F 2022, samanborið við 11% á sama ársfjórðungi árið á undan.
 • Hreinar vaxtatekjur á ársfjórðungnum voru 12,2 milljarðar króna en þær námu 9,6 milljörðum króna á 3F 2021.
 • Virðisbreyting útlána og krafna var jákvæð um 2,6 milljarða króna á 3F 2022 samanborið við jákvæða virðisbreytingu upp á 1 milljarð króna á 3F 2021.
 • Hreinar þjónustutekjur námu 2,5 milljörðum króna, sem er jafnmikið og á sama tímabili árið áður.
 • Vaxtamunur í hlutfalli af meðalstöðu eigna var 2,8% á 3F 2022 en var 2,3% á sama tímabili árið áður.
 • Laun og launatengd gjöld námu 3,1 milljörðum króna samanborið við 3,2 milljarða króna á sama ársfjórðungi 2021.
 • Rekstrarkostnaður að frátöldum launum og launatengdum gjöldum nam 2,1 milljarði króna á 3F 2022 samanborið við 2,2 milljarða króna á sama ársfjórðungi 2021.
 • Kostnaður sem hlutfall af tekjum (K/T) á 3F 2022 var 43,2%, samanborið við 37,9% á sama ársfjórðungi árið á undan.
 • Stöðugildi hjá Landsbankanum þann 30. september 2022 voru 824 en voru 837 á sama tíma fyrir ári.

Efnahagur:

 • Eigið fé Landsbankans nam 273,4 milljörðum króna í lok september 2022.
 • Eiginfjárhlutfall bankans (e. total capital ratio) þann 30. september 2022 var 24,2% en var 26,6% í lok árs 2021. Það er verulega umfram 20,8% eiginfjárviðmið Fjármálaeftirlits Seðlabankans.
 • Heildareignir bankans námu 1.771 milljörðum króna í lok september 2022.
 • Útlán jukust um 108,9 milljarða króna á fyrstu níu mánuðum ársins 2022. Útlán til einstaklinga jukust um 57 milljarða króna en útlán til fyrirtækja jukust um 52 milljarða króna.
 • Innlán viðskiptavina námu 968,0 milljörðum króna í lok september 2022, samanborið við 900,1 milljarða króna í lok árs 2021.
 • Bankinn fylgist náið með og stýrir lausafjáráhættu sinni í heild, í erlendum myntum og í íslenskum krónum. Lausafjárhlutfall bankans (e. liquidity coverage ratio) var 147% í lok september 2022 samanborið við 179% í lok árs 2021.
 • Heildarvanskil fyrirtækja og heimila voru 0,2% af útlánum.

Fjárhæðir í milljónum króna

  9M 2022 9M 2021 3F 2022 3F 2021
Hagnaður eftir skatta 11.320 21.597 5.763 7.492
Arðsemi eigin fjár eftir skatta 5,6% 10,9% 8,5% 11,0%
Vaxtamunur í hlutfalli af meðalstöðu eigna 2,6%

2,3% 2,8% 2,3%
Kostnaður sem hlutfall af tekjum (K/T)* 48,9%
41,7%

43,2% 37,9%
  30.09.2022 30.09.2021 31.12.2021 31.12.2020
Heildareignir 1.771.128 1.718.358 1.729.798 1.564.177
Útlán til viðskiptavina 1.496.347 1.375.536 1.387.463 1.273.426
Innlán frá viðskiptavinum 967.965 869.463 900.098 793.427
Eigið fé 273.414 275.344 282.645 258.255
Eiginfjárhlutfall alls 24,2% 24,9% 26,6% 25,1%
Fjármögnunarþekja erlendra mynta 142% 122% 142% 132%
Heildarlausafjárþekja 147% 172% 179% 154%
Lausafjárþekja erlendra mynta 204% 443% 556% 424%
Vanskilahlutfall (>90 daga) 0,2% 0,3% 0,3% 0,8%
Stöðugildi 824 837 816 878

*K/T - Rekstrargjöld alls/(Hreinar rekstrartekjur - virðisbreytingar útlána).

Þú gætir einnig haft áhuga á
5. sept. 2023
Landsbankinn gefur út græn skuldabréf fyrir 300 milljónir evra
Landsbankinn lauk í dag sölu á grænum skuldabréfum að fjárhæð 300 milljónir evra og er um að ræða þriðju grænu skuldabréfaútgáfu bankans í evrum. Skuldabréfin bera 6,375% fasta vexti og voru seld á kjörum sem jafngilda 313 punkta álagi á miðgildi vaxtatilboða í vaxtaskiptasamningum á markaði. Skuldabréfin eru gefin út til 3,5 ára með lokagjalddaga í mars 2027.
Austurbakki
20. júlí 2023
Uppgjör Landsbankans fyrir fyrri helming ársins 2023
Hagnaður Landsbankans á fyrri helmingi ársins var 14,5 milljarðar króna, þar af 6,7 milljarðar króna á öðrum ársfjórðungi. Arðsemi eiginfjár á fyrri helmingi ársins var 10,3%.
Austurbakki
4. maí 2023
Uppgjör Landsbankans fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins 2023
Arðsemi eiginfjár Landsbankans var 11,1% á fyrstu þremur mánuðum ársins 2023. Hagnaður var 7,8 milljarðar króna.
Austurbakki
23. mars 2023
Niðurstöður aðalfundar Landsbankans 2023
Aðalfundur Landsbankans, sem haldinn var 23. mars 2023, samþykkti að greiða 8.504 milljónir króna í arð til hluthafa. Þá samþykkti fundurinn að breyta heimilisfangi bankans úr Austurstræti 11 í Reykjastræti 6.
New temp image
9. mars 2023
Landsbankinn selur evrópsk sértryggð skuldabréf (úrvals) í evrum
Sölu Landsbankans á evrópskum sértryggðum skuldabréfum (úrvals) í evrum lauk í dag. Skuldabréfin eru að fjárhæð 300 milljónir evra, til fimm ára og bera 4,25% fasta vexti. Skuldabréfin voru seld á kjörum sem jafngilda 90 punkta álagi á miðgildi vaxtatilboða í vaxtaskiptasamningum á markaði.
Hestar og kona
16. feb. 2023
Árs- og sjálfbærniskýrsla Landsbankans komin út
Í árs- og sjálfbærniskýrslu Landsbankans fyrir árið 2022 er fjallað um það sem hæst bar í rekstri bankans á árinu, nýjungar og breytingar á þjónustu, áframhaldandi sjálfbærnivinnu, fjármögnun, áhættustjórnun og ýmislegt fleira.
2. feb. 2023
Ítarlegar upplýsingar um sjálfbærni og starfsemi Landsbankans
Í tengslum við ársuppgjör bankans birtum við í dag ítarlegar upplýsingar um sjálfbærni og starfsemi Landsbankans. Upplýsingarnar eru endurskoðaðar að hluta eða öllu leyti af endurskoðunarfyrirtækinu Deloitte.
Austurbakki
2. feb. 2023
Uppgjör Landsbankans fyrir árið 2022
Hagnaður Landsbankans á árinu 2022 nam 17,0 milljörðum króna eftir skatta (2021: 28,9 milljarðar króna). Arðsemi eigin fjár var 6,3% á árinu 2022 eftir skatta (2021: 10,8%).
21. júlí 2022
Uppgjör Landsbankans fyrir fyrri helming ársins 2022
Hagnaður Landsbankans á fyrri helmingi ársins var 5,6 milljarðar króna, þar af 2,3 milljarðar króna á öðrum ársfjórðungi. Arðsemi eiginfjár á fyrri helmingi ársins var 4,1%. Arðsemin er undir 10% arðsemismarkmiði bankans, einkum vegna lækkunar á gangvirði hlutabréfaeignar bankans. 
New temp image
3. júní 2022
Áfram fremst í flokki í UFS-áhættumati Sustainalytics
Landsbankinn hefur fengið uppfært UFS- áhættumat frá Sustainalytics og heldur bankinn sér í flokknum hverfandi áhætta með einkunnina 9,9 á skala sem nær upp í 100. Þetta þýðir að Sustainalytics telur hverfandi áhættu á að Landsbankinn verði fyrir fjárhagslegum áföllum vegna umhverfismála, félagslegra þátta og stjórnarhátta (UFS-þátta).
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur