Upp­gjör Lands­bank­ans fyr­ir fyrstu níu mán­uði árs­ins 2019

Afkoma Landsbankans var jákvæð um 14,4 milljarða króna eftir skatta á fyrstu níu mánuðum ársins 2019 samanborið við 15,4 milljarða króna hagnað á sama tímabili árið 2018. Arðsemi eigin fjár á tímabilinu var 7,9% á ársgrundvelli samanborið við 8,8% á sama tímabili 2018.
24. október 2019 - Landsbankinn

Hreinar vaxtatekjur voru 30,1 milljarður króna samanborið við 29,8 milljarða króna á sama tímabili árið áður. Hreinar þjónustutekjur námu 6,1 milljarði króna og hækkuðu um 5% frá sama tímabili árið áður. Neikvæðar virðisbreytingar námu 3,4 milljörðum króna á tímabilinu samanborið við jákvæðar virðisbreytingar upp á 1,6 milljarð króna á sama tímabili í fyrra. Í lok september 2019 var vanskilahlutfallið 0,8%, samanborið við 0,5% á sama tíma árið 2018.

Rekstrartekjur bankans á fyrstu níu mánuðum ársins 2019 námu 39,3 milljörðum króna samanborið við 41,1 milljarð króna á sama tímabili árið áður. Aðrar rekstrartekjur námu 6,5 milljörðum króna samanborið við 3,8 milljarða króna á sama tímabili árið áður, sem er 72% hækkun.

Vaxtamunur eigna og skulda nam 2,4% á fyrstu níu mánuðum ársins 2019 en var 2,7% á sama tímabili árið áður.

Rekstrarkostnaður bankans á fyrstu níu mánuðum ársins 2019 nam 17,7 milljörðum króna og stóð nánast í stað á milli tímabila. Þar af var launakostnaður 10,7 milljarðar króna samanborið við 10,8 milljarða króna á sama tímabili árið 2018, sem er lækkun um 0,9%. Annar rekstrarkostnaður var 7 milljarðar króna og stendur í stað á milli tímabila.

Kostnaðarhlutfall fyrstu níu mánaða ársins var 41,4% samanborið við 45,0% á sama tímabili árið 2018.

Útlán til einstaklinga og fyrirtækja jukust um 6,8% frá áramótum, eða um rúma 72,3 milljarða króna. Innlán hjá Landsbankanum jukust um 1,5% frá áramótum, eða um 10,7 milljarða króna.

Eigið fé Landsbankans var 243,9 milljarðar króna 30. september sl. og eiginfjárhlutfallið var 23,6%.

Árshlutareikningur samstæðu 9M 2019

Afkomukynning

Fréttatilkynning

Fjárhagsbók

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, segir:

„Uppgjör Landsbankans fyrir fyrstu níu mánuði ársins endurspeglar stöðugan og góðan rekstur. Kostnaður heldur áfram að lækka en tekjur hafa á hinn bóginn aukist. Kostnaðarhlutfall á tímabilinu var um 41,4% sem er lægra en á sama tíma í fyrra. Þá sýna kannanir að viðskiptavinir Landsbankans eru sífellt ánægðari með þjónustuna og traust til bankans hefur aukist. Við ætlum að halda áfram á sömu braut; að bjóða framúrskarandi og trausta fjármálaþjónustu en gæta um leið aðhalds í rekstri ásamt því að leggja áherslu á að samþætta samfélagsábyrgð við stefnu og starfsemi bankans. Uppgjörið ber þess einnig merki að umsvif í hagkerfinu hafa dregist saman. Rekstrarumhverfi fyrirtækja er erfiðara og sú staða veldur nokkurri virðisrýrnun útlána.

Landsbankinn hefur lækkað vexti undanfarið og á árinu hafa óverðtryggðir breytilegir íbúðalánavextir lækkað um 0,8 prósentustig, en óverðtryggð íbúðalán eru algengasta fjármögnunarleið einstaklinga. Um 340 fjölskyldur og einstaklingar fjármögnuðu sína fyrstu íbúð hjá bankanum á ársfjórðungnum, í langflestum tilfellum með óverðtryggðum lánum. Í lækkandi vaxtaumhverfi er óhjákvæmilegt að vextir á innlánum lækki einnig en algengir innlánsvextir hafa lækkað um 0,7 prósentustig. Þannig reynum við að koma til móts við þá viðskiptavini sem hafa treyst okkur fyrir sparnaði sínum, jafnt og þá sem eru með útlán. Ákvarðanir Landsbankans um breytingar á vöxtum taka mið af fleiri þáttum en vöxtum Seðlabanka Íslands, t.a.m. vöxtum á markaði og öðrum fjármögnunarkjörum bankans. Bankinn hefur að jafnaði verið fljótur að bregðast við vaxtalækkunum og býður mjög samkeppnishæf kjör á markaði.

Þann 2. október síðastliðinn innti bankinn af hendi seinni hluta arðgreiðslu vegna ársins 2018. Nam hún 4.961 milljónum króna en heildararðgreiðslan var um 9,9 milljarðar króna. Þar með hefur bankinn samtals greitt um 142 milljarða króna í arð frá árinu 2013.

Starfsfólk Landsbankans hefur undanfarið verið áberandi í umræðu um breytingar á bankaþjónustu og áskorunum sem því fylgja. Sérfræðingar bankans hafa haldið erindi og skrifað greinar um opið bankakerfi og hvernig auka megi netöryggi. Okkur þykir sérlega vænt um að viðskiptavinir hafa gert sér far um að hrósa starfsfólki bankans fyrir framlag þeirra og snör viðbrögð við netsvikum. Þetta minnir okkur á að innan bankans starfar margt fagfólk á bak við tjöldin við að tryggja öruggan og stöðugan rekstur. Það er mikill hugur í starfsfólki Landsbankans og eins og alltaf leggjum við áherslu á að veita viðskiptavinum okkar frábæra þjónustu.“

Helstu atriði úr rekstri á þriðja ársfjórðungi (3F) 2019

Rekstur:

  • Hagnaður Landsbankans á 3F 2019 nam 3,2 milljörðum króna, samanborið við 3,8 milljarða króna hagnað á sama fjórðungi 2018.
  • Arðsemi eigin fjár eftir skatta nam 5,4%, samanborið við 6,5% fyrir sama tímabil árið 2018.
  • Hreinar vaxtatekjur námu 9,6 milljörðum króna í samanburði við 10,4 milljarða króna á sama ársfjórðungi árið 2018.
  • Virðisbreytingar útlána voru neikvæðar um 1,1 milljarð króna á 3F 2019 samanborið við neikvæðar virðisbreytingar upp á 89 milljónir króna á sama ársfjórðungi 2018.
  • Hreinar þjónustutekjur námu 2,0 milljörðum króna en þær voru 1,9 milljarðar króna á 3F 2018.
  • Vaxtamunur eigna og skulda var 2,3% samanborið við 2,7% á 3F 2018.
  • Laun og launatengd gjöld námu 3,3 milljörðum króna og standa í stað á milli tímabila.
  • Rekstrarkostnaður að frátöldum launum og launatengdum gjöldum lækkar um 7,9% frá sama tímabili árið áður.
  • Kostnaðarhlutfall á þriðja ársfjórðungi 2019 var 43,9% samanborið við 45,9% á sama tíma árið áður.
  • Stöðugildi hjá Landsbankanum þann 30. september 2019 voru 903 en voru 948 á sama tíma fyrir ári.

Efnahagur:

  • Eigið fé Landsbankans nam í lok september um 243,9 milljörðum króna og hefur hækkað um 1,8% frá áramótum.
  • Eiginfjárhlutfall alls (e. total capital ratio) þann 30. september 2019 var 23,6% en var 24,9% í lok árs 2018. Það er vel umfram 20,4% lágmarks eiginfjárkröfu Fjármálaeftirlitsins.
  • Heildareignir bankans námu 1.415 milljörðum króna í lok september 2019.
  • Innlán viðskiptavina námu 703,8 milljörðum króna í lok september 2019 samanborið við 693 milljarða króna í lok árs 2018.
  • Útlán jukust um 6,8% á fyrstu níu mánuðum ársins, eða um 72 milljarða króna. Útlán til fyrirtækja jukust um 30 milljarða og útlán til einstaklinga jukust um 42 milljarða króna.
  • Bankinn fylgist náið með og stýrir lausafjáráhættu bankans í heild, í erlendum myntum og í íslenskum krónum. Lausafjárhlutfall bankans (e. liquidity coverage ratio) var 186% í lok september 2019.
  • Heildarvanskil fyrirtækja og heimila námu 0,8% í lok september 2019 og er það sama hlutfall og í lok árs 2018.

Helstu niðurstöður (fjárhæðir í milljónum króna)

  9M 2019 9M 2018 3F 2019 3F 2018
Hagnaður eftir skatta 14.360 15.393 3.247 3.780
Arðsemi eigin fjár eftir skatta 7,9% 8,8% 5,4% 6,5%
Vaxtamunur eigna og skulda * 2,4% 2,7% 2,3% 2,7%
Kostnaðarhlutfall ** 41,4% 45,0% 43,9% 45,9%

  30.09.19 30.09.18 31.12.18 31.12.17
Heildareignir 1.415.262 1.317.205 1.326.041 1.192.870
Útlán til viðskiptavina 1.136.804 1.038.005 1.064.532 925.636
Innlán frá viðskiptavinum 703.762 692.672 693.043 605.158
Eigið fé 243.860 235.892 239.610 246.057
Eiginfjárhlutfall alls  23,6% 24,8% 24,9% 26,7%
Fjármögnunarþekja erlendra mynta 158% 168% 166% 179%
Heildarlausafjárþekja 186% 154% 158% 157%
Lausafjárþekja erlendra mynta 577% 392% 534% 931%





Vanskilahlutfall (>90 daga) 0,8% 0,5% 0,8% 0,9%
Stöðugildi 903 948 919 997

* Vaxtamunur eigna og skulda = (Vaxtatekjur / meðalstaða heildareigna) – (vaxtagjöld / meðalstaða heildarskulda).

** Kostnaðarhlutfall = Rekstrargjöld alls / (Hreinar rekstrartekjur – virðisbreytingar útlána).

Símafundur vegna uppgjörs

Símafundur fyrir markaðsaðila vegna uppgjörs bankans fyrir fyrstu níu mánuði ársins 2019 verður haldinn kl. 10.00,föstudaginn 25. október. Fundurinn fer fram á ensku. Skrá þarf þátttöku með því að senda tölvupóst á netfangiðir@landsbankinn.is.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Austurbakki
23. okt. 2024
Uppgjör Landsbankans fyrir fyrstu níu mánuði ársins 2024
Hagnaður Landsbankans á fyrstu níu mánuðum ársins 2024 nam 26,9 milljörðum króna eftir skatta, þar af 10,8 milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi. Arðsemi eiginfjár var 11,7% samanborið við 10,5% á sama tímabili árið áður.
Austurbakki
10. sept. 2024
Landsbankinn gefur út víkjandi forgangsbréf í sænskum og norskum krónum
Landsbankinn hefur lokið sölu á skuldabréfum með breytilegum vöxtum að fjárhæð 1.000 milljónir sænskra króna og 250 milljónir norskra króna. Skuldabréfin eru til fjögurra ára og með heimild til innköllunar að þremur árum liðnum.
Austurbakki
18. júlí 2024
Uppgjör Landsbankans fyrir fyrri helming ársins 2024
Hagnaður Landsbankans á fyrri helmingi ársins 2024 nam 16,1 milljarði króna eftir skatta, þar af 9,0 milljörðum króna á öðrum ársfjórðungi. Arðsemi eiginfjár var 10,5% samanborið við 10,3% á sama tímabili árið áður.
Austurbakki
7. júní 2024
S&P segir kaup Landsbankans á TM fjölga tekjustoðum og hafa hófleg áhrif á eiginfjárstöðu
Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings (S&P) telur að kaup Landsbankans á TM tryggingum hf. (TM) skapi tækifæri fyrir bankann til að festa sig í sessi á íslenskum tryggingamarkaði, breikka þjónustuframboð til viðskiptavina og auka fjölbreytni í tekjustoðum bankans til framtíðar. Þetta kemur fram í tilkynningu sem S&P birti 5. júní 2024.
Austurbakki
30. maí 2024
Samningur um kaup Landsbankans á TM undirritaður
Samningur um kaup Landsbankans á TM tryggingum hf. af Kviku banka var undirritaður í dag.
Austurbakki
2. maí 2024
Uppgjör Landsbankans fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins 2024
Hagnaður Landsbankans á fyrstu þremur mánuðum ársins 2024 nam 7,2 milljörðum króna eftir skatta. Arðsemi eiginfjár á tímabilinu var 9,3% samanborið við 11,1% á sama tímabili árið áður.
Austurbakki
19. apríl 2024
Niðurstöður aðalfundar Landsbankans 2024
Aðalfundur Landsbankans, sem haldinn var 19. apríl 2024, samþykkti að greiða 16.535 milljónir króna í arð til hluthafa.
Austurbakki
4. apríl 2024
S&P hækkar lánshæfismat Landsbankans í BBB+
Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings tilkynnti í dag að fyrirtækið hefði hækkað lánshæfismat Landsbankans. Hækkunin nemur einu þrepi og er lánshæfismatið því BBB+ með stöðugum horfum.
Austurbakki
27. mars 2024
Aðalfundur Landsbankans 2024 - fundarboð
Aðalfundur Landsbankans verður haldinn föstudaginn 19. apríl 2024 kl. 16.00 í Reykjastræti 6, Reykjavík.
Austurbakki
22. mars 2024
Bankasýslan var upplýst um áform Landsbankans um að kaupa TM
Bankaráð Landsbankans hefur svarað bréfi Bankasýslu ríkisins frá 18. mars sl. þar sem óskað er eftir tilteknum upplýsingum um kaup bankans á TM tryggingum.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur