18. nóvember 2023
Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings tilkynnti þann 17. nóvember 2023 um breytingu á horfum lánshæfismats Landsbankans úr stöðugum í jákvæðar og er lánshæfismat bankans því BBB/A-2 með jákvæðum horfum.
Nánari upplýsingar má finna í tilkynningu S&P.
Þú gætir einnig haft áhuga á
27. nóv. 2023
Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings tilkynnti í dag hækkun á lánshæfismati sértryggðra skuldabréfa útgefnum af Landsbankanum. Hækkunin nemur einu þrepi og er lánshæfismatið því A+ með stöðugum horfum.
26. okt. 2023
Hagnaður Landsbankans á fyrstu níu mánuðum ársins 2023 var 22,4 milljarðar króna, þar af 7,9 milljarðar króna á þriðja ársfjórðungi. Arðsemi eiginfjár á fyrstu níu mánuðum ársins var 10,5% en var 10,9% á þriðja ársfjórðungi.
5. sept. 2023
Landsbankinn lauk í dag sölu á grænum skuldabréfum að fjárhæð 300 milljónir evra og er um að ræða þriðju grænu skuldabréfaútgáfu bankans í evrum. Skuldabréfin bera 6,375% fasta vexti og voru seld á kjörum sem jafngilda 313 punkta álagi á miðgildi vaxtatilboða í vaxtaskiptasamningum á markaði. Skuldabréfin eru gefin út til 3,5 ára með lokagjalddaga í mars 2027.
20. júlí 2023
Hagnaður Landsbankans á fyrri helmingi ársins var 14,5 milljarðar króna, þar af 6,7 milljarðar króna á öðrum ársfjórðungi. Arðsemi eiginfjár á fyrri helmingi ársins var 10,3%.
4. maí 2023
Arðsemi eiginfjár Landsbankans var 11,1% á fyrstu þremur mánuðum ársins 2023. Hagnaður var 7,8 milljarðar króna.
23. mars 2023
Aðalfundur Landsbankans, sem haldinn var 23. mars 2023, samþykkti að greiða 8.504 milljónir króna í arð til hluthafa. Þá samþykkti fundurinn að breyta heimilisfangi bankans úr Austurstræti 11 í Reykjastræti 6.
9. mars 2023
Sölu Landsbankans á evrópskum sértryggðum skuldabréfum (úrvals) í evrum lauk í dag. Skuldabréfin eru að fjárhæð 300 milljónir evra, til fimm ára og bera 4,25% fasta vexti. Skuldabréfin voru seld á kjörum sem jafngilda 90 punkta álagi á miðgildi vaxtatilboða í vaxtaskiptasamningum á markaði.
16. feb. 2023
Í árs- og sjálfbærniskýrslu Landsbankans fyrir árið 2022 er fjallað um það sem hæst bar í rekstri bankans á árinu, nýjungar og breytingar á þjónustu, áframhaldandi sjálfbærnivinnu, fjármögnun, áhættustjórnun og ýmislegt fleira.
2. feb. 2023
Í tengslum við ársuppgjör bankans birtum við í dag ítarlegar upplýsingar um sjálfbærni og starfsemi Landsbankans. Upplýsingarnar eru endurskoðaðar að hluta eða öllu leyti af endurskoðunarfyrirtækinu Deloitte.
2. feb. 2023
Hagnaður Landsbankans á árinu 2022 nam 17,0 milljörðum króna eftir skatta (2021: 28,9 milljarðar króna). Arðsemi eigin fjár var 6,3% á árinu 2022 eftir skatta (2021: 10,8%).