Sam­st­arf Hinseg­in daga og Lands­bank­ans efl­ist með nýj­um styrktarpotti

Samstarfssamningur Hinsegin daga og Landsbankans hefur verið endurnýjaður til næstu tveggja ára. Landsbankinn hefur um árabil verið bakhjarl Hinsegin daga en í nýja samningnum er í fyrsta sinn kveðið á um að bankinn og Hinsegin dagar standi saman að Gleðigöngupotti.
Námsstyrkir 2017Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, og Gunnlaugur Bragi Björnsson, gjaldkeri Hinsegin daga, við undirritun samstarfssamningsins.
22. júní 2017 - Landsbankinn

Markmiðið með pottinum er að styðja einstaklinga og smærri hópa við undirbúning og framkvæmd atriða í Gleðigöngu Hinsegin daga og þannig auðvelda þátttöku í Hinsegin dögum. Landsbankinn leggur 1,5 milljón króna í pottinn auk annars stuðnings við hátíðina. Stjórn Hinsegin daga ber ábyrgð á umsóknarferlinu og skipar dómnefnd sem fer yfir umsóknir og úthlutar styrkjum úr Gleðigöngupottinum. Á næstu dögum mun dómnefndin auglýsa eftir umsóknum á hinsegindagar.is.

Dómnefndin getur einnig tekið frá upphæð að hámarki 200.000 krónur og notað fjárhæðina til að veita hvatningarverðlaun í lok Hinsegin daga. Verðlaunin eru veitt einstaklingi eða hópi, sem ekki hlaut styrk úr pottinum, en með eftirtektarverðum hætti vakti athygli á boðskap atriðis síns í gleðigöngunni.

Gunnlaugur Bragi Björnsson, gjaldkeri Hinsegin daga: „Það er okkur afar mikils virði að Landsbankinn verði áfram stoltur bakhjarl Hinsegin daga en bankinn hefur undanfarin ár stutt dyggilega við hátíðina. Aukinn stuðningur bankans gerir að veruleika draum okkar um styrktarpott sem ýtir undir enn fjölbreyttari hátíð en áður. Gleðigangan er grasrótarviðburður þar sem einstaklingar og hópar skapa atriði með boðskap um mannréttindi og margbreytileika. Slík atriði kosta bæði vinnu og fjármuni en Hinsegin dagar munum nú í fyrsta sinn geta veitt fjárstuðning til að koma góðum hugmyndum í framkvæmd.“

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans: „Landsbankinn er stoltur bakhjarl Hinsegin daga, þessarar skemmtilegu hátíðar sem hefur rækilega fest sig í sessi sem ein vinsælasta útihátíð þjóðarinnar. Á Hinsegin dögum fögnum við áföngum sem unnist hafa í réttindabaráttu hinsegin fólks og berjumst, með gleðina að vopni, gegn fordómum og misrétti hvar sem þeir finnast. Það er afar ánægjulegt að samið hafi verið um áframhaldandi samstarf bankans og Hinsegin daga.“

Hinsegin dagar 2017 fara fram í Reykjavík dagana 8.-13. ágúst. Þetta árið munu framkvæmdir á Lækjartorgi og við Austurhöfn hafa áhrif á Gleðigöngu Hinsegin daga sem hingað til hefur lokið með útihátíð við Arnarhól. Í júlí mun stjórn Hinsegin daga kynna nýja gönguleið og staðsetningu skemmtidagskrár samhliða birtingu dagskrár hátíðar ársins.

Á myndinni eru Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, og Gunnlaugur Bragi Björnsson, gjaldkeri Hinsegin daga, við undirritun samstarfssamningsins.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Austurbakki
18. júlí 2024
Uppgjör Landsbankans fyrir fyrri helming ársins 2024
Hagnaður Landsbankans á fyrri helmingi ársins 2024 nam 16,1 milljarði króna eftir skatta, þar af 9,0 milljörðum króna á öðrum ársfjórðungi. Arðsemi eiginfjár var 10,5% samanborið við 10,3% á sama tímabili árið áður.
Austurbakki
7. júní 2024
S&P segir kaup Landsbankans á TM fjölga tekjustoðum og hafa hófleg áhrif á eiginfjárstöðu
Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings (S&P) telur að kaup Landsbankans á TM tryggingum hf. (TM) skapi tækifæri fyrir bankann til að festa sig í sessi á íslenskum tryggingamarkaði, breikka þjónustuframboð til viðskiptavina og auka fjölbreytni í tekjustoðum bankans til framtíðar. Þetta kemur fram í tilkynningu sem S&P birti 5. júní 2024.
Austurbakki
30. maí 2024
Samningur um kaup Landsbankans á TM undirritaður
Samningur um kaup Landsbankans á TM tryggingum hf. af Kviku banka var undirritaður í dag.
Austurbakki
2. maí 2024
Uppgjör Landsbankans fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins 2024
Hagnaður Landsbankans á fyrstu þremur mánuðum ársins 2024 nam 7,2 milljörðum króna eftir skatta. Arðsemi eiginfjár á tímabilinu var 9,3% samanborið við 11,1% á sama tímabili árið áður.
Austurbakki
19. apríl 2024
Niðurstöður aðalfundar Landsbankans 2024
Aðalfundur Landsbankans, sem haldinn var 19. apríl 2024, samþykkti að greiða 16.535 milljónir króna í arð til hluthafa.
Austurbakki
4. apríl 2024
S&P hækkar lánshæfismat Landsbankans í BBB+
Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings tilkynnti í dag að fyrirtækið hefði hækkað lánshæfismat Landsbankans. Hækkunin nemur einu þrepi og er lánshæfismatið því BBB+ með stöðugum horfum.
Austurbakki
27. mars 2024
Aðalfundur Landsbankans 2024 - fundarboð
Aðalfundur Landsbankans verður haldinn föstudaginn 19. apríl 2024 kl. 16.00 í Reykjastræti 6, Reykjavík.
Austurbakki
22. mars 2024
Bankasýslan var upplýst um áform Landsbankans um að kaupa TM
Bankaráð Landsbankans hefur svarað bréfi Bankasýslu ríkisins frá 18. mars sl. þar sem óskað er eftir tilteknum upplýsingum um kaup bankans á TM tryggingum.
Austurbakki
19. mars 2024
Aðalfundi Landsbankans frestað til 19. apríl
Á fundi bankaráðs Landsbankans þann 19. mars 2024 var ákveðið að fresta aðalfundi bankans, sem vera átti miðvikudaginn 20. mars 2024. Að höfðu samráði við Bankasýslu ríkisins var ákveðið að halda aðalfundinn föstudaginn 19. apríl.
Austurbakki
17. mars 2024
Tilboð Landsbankans í TM samþykkt
Landsbankinn og Kvika banki hafa komist að samkomulagi um að hefja einkaviðræður um kaup Landsbankans á TM tryggingum hf. („TM“) á grundvelli kauptilboðs sem bankinn lagði fram í allt hlutafé félagsins þann 15. mars sl. Möguleg kaup eru m.a. háð niðurstöðu áreiðanleikakönnunar og samþykki Samkeppniseftirlitsins og fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur