Sam­st­arf Hinseg­in daga og Lands­bank­ans efl­ist með nýj­um styrktarpotti

Samstarfssamningur Hinsegin daga og Landsbankans hefur verið endurnýjaður til næstu tveggja ára. Landsbankinn hefur um árabil verið bakhjarl Hinsegin daga en í nýja samningnum er í fyrsta sinn kveðið á um að bankinn og Hinsegin dagar standi saman að Gleðigöngupotti.
Námsstyrkir 2017Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, og Gunnlaugur Bragi Björnsson, gjaldkeri Hinsegin daga, við undirritun samstarfssamningsins.
22. júní 2017 - Landsbankinn

Markmiðið með pottinum er að styðja einstaklinga og smærri hópa við undirbúning og framkvæmd atriða í Gleðigöngu Hinsegin daga og þannig auðvelda þátttöku í Hinsegin dögum. Landsbankinn leggur 1,5 milljón króna í pottinn auk annars stuðnings við hátíðina. Stjórn Hinsegin daga ber ábyrgð á umsóknarferlinu og skipar dómnefnd sem fer yfir umsóknir og úthlutar styrkjum úr Gleðigöngupottinum. Á næstu dögum mun dómnefndin auglýsa eftir umsóknum á hinsegindagar.is.

Dómnefndin getur einnig tekið frá upphæð að hámarki 200.000 krónur og notað fjárhæðina til að veita hvatningarverðlaun í lok Hinsegin daga. Verðlaunin eru veitt einstaklingi eða hópi, sem ekki hlaut styrk úr pottinum, en með eftirtektarverðum hætti vakti athygli á boðskap atriðis síns í gleðigöngunni.

Gunnlaugur Bragi Björnsson, gjaldkeri Hinsegin daga: „Það er okkur afar mikils virði að Landsbankinn verði áfram stoltur bakhjarl Hinsegin daga en bankinn hefur undanfarin ár stutt dyggilega við hátíðina. Aukinn stuðningur bankans gerir að veruleika draum okkar um styrktarpott sem ýtir undir enn fjölbreyttari hátíð en áður. Gleðigangan er grasrótarviðburður þar sem einstaklingar og hópar skapa atriði með boðskap um mannréttindi og margbreytileika. Slík atriði kosta bæði vinnu og fjármuni en Hinsegin dagar munum nú í fyrsta sinn geta veitt fjárstuðning til að koma góðum hugmyndum í framkvæmd.“

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans: „Landsbankinn er stoltur bakhjarl Hinsegin daga, þessarar skemmtilegu hátíðar sem hefur rækilega fest sig í sessi sem ein vinsælasta útihátíð þjóðarinnar. Á Hinsegin dögum fögnum við áföngum sem unnist hafa í réttindabaráttu hinsegin fólks og berjumst, með gleðina að vopni, gegn fordómum og misrétti hvar sem þeir finnast. Það er afar ánægjulegt að samið hafi verið um áframhaldandi samstarf bankans og Hinsegin daga.“

Hinsegin dagar 2017 fara fram í Reykjavík dagana 8.-13. ágúst. Þetta árið munu framkvæmdir á Lækjartorgi og við Austurhöfn hafa áhrif á Gleðigöngu Hinsegin daga sem hingað til hefur lokið með útihátíð við Arnarhól. Í júlí mun stjórn Hinsegin daga kynna nýja gönguleið og staðsetningu skemmtidagskrár samhliða birtingu dagskrár hátíðar ársins.

Á myndinni eru Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, og Gunnlaugur Bragi Björnsson, gjaldkeri Hinsegin daga, við undirritun samstarfssamningsins.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Austurbakki
19. mars 2024
Aðalfundi Landsbankans frestað til 19. apríl
Á fundi bankaráðs Landsbankans þann 19. mars 2024 var ákveðið að fresta aðalfundi bankans, sem vera átti miðvikudaginn 20. mars 2024. Að höfðu samráði við Bankasýslu ríkisins var ákveðið að halda aðalfundinn föstudaginn 19. apríl.
Austurbakki
17. mars 2024
Tilboð Landsbankans í TM samþykkt
Landsbankinn og Kvika banki hafa komist að samkomulagi um að hefja einkaviðræður um kaup Landsbankans á TM tryggingum hf. („TM“) á grundvelli kauptilboðs sem bankinn lagði fram í allt hlutafé félagsins þann 15. mars sl. Möguleg kaup eru m.a. háð niðurstöðu áreiðanleikakönnunar og samþykki Samkeppniseftirlitsins og fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands.
Austurbakki
7. mars 2024
Aðalfundur Landsbankans 2024
Aðalfundur Landsbankans verður haldinn miðvikudaginn 20. mars 2024 kl. 16.00 í Reykjastræti 6, Reykjavík.
Austurbakki
6. mars 2024
Sexföld umframeftirspurn eftir grænum skuldabréfum
Þann 5. mars 2024 lauk Landsbankinn við sölu á grænum skuldabréfum að fjárhæð 300 milljónir evra. Um var að ræða fjórðu útgáfu bankans á grænum skuldabréfum í evrum.
Austurbakki
5. mars 2024
Tilkynning um kaup Landsbankans á eigin hlutum – lok endurkaupatímabils 2024
Þann 15. febrúar 2024 birti Landsbankinn tilkynningu um að bankinn byðist til að kaupa hluti af hluthöfum samkvæmt endurkaupaáætlun á tímabilinu 19. febrúar 2024 til og með 4. mars 2024. Á endurkaupatímabilinu keypti Landsbankinn samtals 6.423.476 eigin hluti á genginu 12,8595, að kaupvirði 82.602.689 krónur.
Helga og Berglind
23. feb. 2024
Helga Björk hættir sem formaður á aðalfundi Landsbankans í mars
Helga Björk Eiríksdóttir, formaður bankaráðs Landsbankans, sem hefur setið í bankaráði frá árinu 2013 og verið formaður þess frá árinu 2016, gefur ekki kost á sér til áframhaldandi setu í bankaráði á aðalfundi bankans 20. mars nk. Þá mun Berglind Svavarsdóttir, varaformaður bankaráðs, sem setið hefur í bankaráði frá árinu 2016, heldur ekki gefa kost á sér og lætur af störfum í bankaráði á sama tíma.
Austurbakki
16. feb. 2024
Landsbankinn með staðfest vísindaleg markmið um samdrátt í losun
Markmið Landsbankans um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda hafa verið samþykkt af Science Based Targets initiative (SBTi). Við erum fyrsti bankinn á Íslandi til að ná þessum áfanga.
Fjölskylda
15. feb. 2024
Árs- og sjálfbærniskýrsla Landsbankans komin út
Árs- og sjálfbærniskýrsla Landsbankans fyrir árið 2023 er komin út. Þar er fjallað um það sem hæst bar hjá bankanum á árinu, framfarir í þjónustu og rekstri, góðan árangur við fjármögnun, trausta áhættustjórnun, öfluga sjálfbærnivinnu og ýmislegt fleira.
Austurbakki
15. feb. 2024
Landsbankinn nýtir heimild til kaupa á eigin hlutum
Bankaráð Landsbankans hefur ákveðið að nýta heimild til kaupa á eigin hlutum í bankanum sem veitt var á aðalfundi bankans 23. mars 2023. Samkvæmt endurkaupaáætluninni munu kaupin nema að hámarki 54 milljónum hluta eða sem nemur 0,23% af útgefnu hlutafé.
1. feb. 2024
Kolefnislosun frá lánasafni dróst saman um 8%
Í tengslum við ársuppgjör bankans birtum við nú sjálfbærniuppgjör fyrir árið 2023 en í því er að finna ítarlegar upplýsingar um sjálfbærni og starfsemi Landsbankans. Upplýsingarnar eru staðfestar að hluta eða öllu leyti af endurskoðunarfyrirtækinu Deloitte.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur