Lands­bank­inn með stað­fest vís­inda­leg markmið um sam­drátt í los­un

Markmið Landsbankans um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda hafa verið samþykkt af Science Based Targets initiative (SBTi). Við erum fyrsti bankinn á Íslandi til að ná þessum áfanga.
Austurbakki
16. febrúar 2024

Markmið Landsbankans miðast að því að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins um að halda hlýnun jarðar innan við 1,5°C að meðaltali.

Landsbankinn hefur skuldbundið sig til að draga úr losun í umfangi 1 og 2 um 95% fyrir árið 2030 miðað við viðmiðunarárið 2019, sem bankinn notar við setningu markmiðanna. Landsbankinn hefur einnig skuldbundið sig til að halda áfram að kaupa endurnýjanlega orku til ársins 2030.

Mestu áhrif bankans liggja í fjármagnaðri óbeinni losun í umfangi 3. Fjármögnuð losun bankans fellur í fimm flokka og SBTi fjallar nánar um skiptingu þeirra í samantekt sinni um markmiðin og staðfestingarferlið.

Umfang 1 nær utan um beina losun frá rekstri bankans, þ.e. losun sem á sér stað undir kennitölu og rekstri hans. Umfang 2 er óbein losun gróðurhúsalofttegunda vegna framleiðslu raforku og hita sem við kaupum. Umfang 3 er óbein losun vegna aðfanga og þjónustu ofar og neðar í virðiskeðju. Óbein losun vegna útlána fellur í umfang 3.

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, segir: „Við höfum unnið markvisst að því að fá staðfest vísindaleg markmið um samdrátt í fjármagnaðri losun. Mikilvægasta leið bankans til að hafa jákvæð áhrif liggur í lánveitingum til fyrirtækja sem eru að ná árangri í sjálfbærni. Með því að leggja áherslu á sjálfbærni í lánveitingum, mæla fjármagnaða losun og vinna að staðfestu vísindalegu markmiði um samdrátt losunar náum við saman árangri fyrir allt samfélagið.“

Nánar um SBTi

Að baki staðfestingar á vísindalegu markmiði um samdrátt í losun liggur mikil vinna. Vegferðin hófst við undirritun loftslagsmarkmiða Festu og Reykjavíkurborgar árið 2015 en þá var ekki einu sinni til aðferðafræði til að mæla fjármagnaða losun. Landsbankinn tók þátt í að þróa samræmda aðferðafræði með fleiri fjármálafyrirtækjum á alþjóðlegum vettvangi. Afraksturinn er PCAF-viðmiðin svokölluðu sem eru nú notuð af flestum fjármálafyrirtækjum sem mæla fjármagnaða losun. Þegar niðurstöður mælinga lágu fyrir hófst vinna við að setja markmið út frá þeim samkvæmt leiðbeiningum SBTi fyrir fjármálafyrirtæki.

Landsbankinn skuldbatt sig til að setja sér SBTi-markmið og fá þau samþykkt í apríl 2022 og fengust þau staðfest 12. febrúar 2024. Markimið Landsbankans munu birtast á vefsvæði SBTi þann 22. febrúar 2024.

Í forystu í sjálfbærni

Landsbankinn hefur fengið framúrskarandi umsagnir í UFS-áhættumati undanfarin fimm ár frá matsfyrirtækjunum Sustainalytics og Reitun. Samkvæmt nýjasta UFS-áhættumati Sustainalytics er bankinn í hverfandi áhættu á að verða fyrir fjárhagslegum áhrifum tengdum UFS-þáttum. Bankinn fékk 8,5 í einkunn og er í efsta 1% af svæðisbundnum bönkum í Evrópu sem Sustainalytics metur. Í nýjasta UFS-mati Reitunar fékk bankinn framúrskarandi einkunn og er í flokki A3.

Bankinn gefur árlega út ítarlegar sjálfbærniupplýsingar um stöðu málaflokksins og má þar helst nefna GRI-skýrslu, PCAF-skýrslu um fjármagnaða losun og PRB-skýrslu um ábyrga bankaþjónustu. Bankinn hefur sett sér sjálfbærnistefnu sem er uppfærð reglulega og skýr sjálfbærnimarkmið. Auk þess vinnum við markvisst að fjórum heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna (SÞ) um sjálfbæra þróun, erum aðilar að hnattrænu samkomulagi SÞ (e. UN Global Compact) sem og viðmiðum SÞ um ábyrga bankastarfsemi (PRB). Frekari upplýsingar um sjálfbærni í starfsemi bankans eru aðgengilegar hér á vefnum.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Austurbakki
4. apríl 2024
S&P hækkar lánshæfismat Landsbankans í BBB+
Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings tilkynnti í dag að fyrirtækið hefði hækkað lánshæfismat Landsbankans. Hækkunin nemur einu þrepi og er lánshæfismatið því BBB+ með stöðugum horfum.
Austurbakki
27. mars 2024
Aðalfundur Landsbankans 2024 - fundarboð
Aðalfundur Landsbankans verður haldinn föstudaginn 19. apríl 2024 kl. 16.00 í Reykjastræti 6, Reykjavík.
Austurbakki
22. mars 2024
Bankasýslan var upplýst um áform Landsbankans um að kaupa TM
Bankaráð Landsbankans hefur svarað bréfi Bankasýslu ríkisins frá 18. mars sl. þar sem óskað er eftir tilteknum upplýsingum um kaup bankans á TM tryggingum.
Austurbakki
19. mars 2024
Aðalfundi Landsbankans frestað til 19. apríl
Á fundi bankaráðs Landsbankans þann 19. mars 2024 var ákveðið að fresta aðalfundi bankans, sem vera átti miðvikudaginn 20. mars 2024. Að höfðu samráði við Bankasýslu ríkisins var ákveðið að halda aðalfundinn föstudaginn 19. apríl.
Austurbakki
17. mars 2024
Tilboð Landsbankans í TM samþykkt
Landsbankinn og Kvika banki hafa komist að samkomulagi um að hefja einkaviðræður um kaup Landsbankans á TM tryggingum hf. („TM“) á grundvelli kauptilboðs sem bankinn lagði fram í allt hlutafé félagsins þann 15. mars sl. Möguleg kaup eru m.a. háð niðurstöðu áreiðanleikakönnunar og samþykki Samkeppniseftirlitsins og fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands.
Austurbakki
7. mars 2024
Aðalfundur Landsbankans 2024
Aðalfundur Landsbankans verður haldinn miðvikudaginn 20. mars 2024 kl. 16.00 í Reykjastræti 6, Reykjavík.
Austurbakki
6. mars 2024
Sexföld umframeftirspurn eftir grænum skuldabréfum
Þann 5. mars 2024 lauk Landsbankinn við sölu á grænum skuldabréfum að fjárhæð 300 milljónir evra. Um var að ræða fjórðu útgáfu bankans á grænum skuldabréfum í evrum.
Austurbakki
5. mars 2024
Tilkynning um kaup Landsbankans á eigin hlutum – lok endurkaupatímabils 2024
Þann 15. febrúar 2024 birti Landsbankinn tilkynningu um að bankinn byðist til að kaupa hluti af hluthöfum samkvæmt endurkaupaáætlun á tímabilinu 19. febrúar 2024 til og með 4. mars 2024. Á endurkaupatímabilinu keypti Landsbankinn samtals 6.423.476 eigin hluti á genginu 12,8595, að kaupvirði 82.602.689 krónur.
Helga og Berglind
23. feb. 2024
Helga Björk hættir sem formaður á aðalfundi Landsbankans í mars
Helga Björk Eiríksdóttir, formaður bankaráðs Landsbankans, sem hefur setið í bankaráði frá árinu 2013 og verið formaður þess frá árinu 2016, gefur ekki kost á sér til áframhaldandi setu í bankaráði á aðalfundi bankans 20. mars nk. Þá mun Berglind Svavarsdóttir, varaformaður bankaráðs, sem setið hefur í bankaráði frá árinu 2016, heldur ekki gefa kost á sér og lætur af störfum í bankaráði á sama tíma.
Fjölskylda
15. feb. 2024
Árs- og sjálfbærniskýrsla Landsbankans komin út
Árs- og sjálfbærniskýrsla Landsbankans fyrir árið 2023 er komin út. Þar er fjallað um það sem hæst bar hjá bankanum á árinu, framfarir í þjónustu og rekstri, góðan árangur við fjármögnun, trausta áhættustjórnun, öfluga sjálfbærnivinnu og ýmislegt fleira.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur