Lands­bank­inn gef­ur út græn skulda­bréf í evr­um - fe­brú­ar 2021

Landsbankinn lauk í dag sölu á nýjum grænum skuldabréfaflokki að fjárhæð 300 milljónir evra. Skuldabréfin bera 0,375% fasta vexti og voru seld á kjörum sem jafngilda 87 punkta álagi á miðgildi vaxtatilboða í vaxtaskiptasamningum á markaði. Heildareftirspurn nam tæpum milljarði evra frá meira en áttatíu fjárfestum.
18. febrúar 2021

Skuldabréfin eru gefin út til rúmlega fjögurra ára og með lokagjalddaga í maí 2025. Skuldabréfin voru seld til fjárfesta í Bretlandi, meginlandi Evrópu og á Norðurlöndunum. Útgáfan náði til breiðari fjárfestahóps en áður og þar á meðal eru sérhæfðir fjárfestar sem horfa sérstaklega til sjálfbærnimála.

Skuldabréfin verða gefin út undir EMTN-útgáfuramma bankans með vísan í sjálfbæra fjármálaumgjörð bankans sem vottuð er af Sustainalytics. Stefnt er að töku skuldabréfanna til viðskipta í írsku kauphöllinni þann 25. febrúar 2021.

Umsjónaraðilar voru ABN AMRO, BofA Securities, Citi og Deutsche Bank.

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, segir:

„Við erum gríðarlega ánægð með viðtökurnar sem fyrsta græna skuldabréfaútgáfa bankans fær frá alþjóðlegum fjárfestum. Þetta eru lægstu vextir sem bankinn hefur fjármagnað sig á og álagið með því lægsta sem við höfum fengið á erlenda útgáfu. Með grænni skuldabréfaútgáfu fáum við meiri breidd í fjárfestahópinn og þannig aukast möguleikar okkar á góðu aðgengi að fjármagni sem mun hjálpa okkur m.a. að styðja við íslenskar útflutningsgreinar.

Það er augljóst tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki og banka að vera í fremstu röð í sjálfbærni og mikilvægt skref fyrir Landsbankann að geta veitt græna fjármögnun til fyrirtækja sem hafa náð langt í þeim efnum. Við höfum unnið  statt og stöðugt að því að auka sjálfbærni í rekstri bankans og útgáfan er mikilvægur hluti af þeirri vegferð. Bankinn kynnti nýlega gott uppgjör fyrir árið 2020 og þessi útgáfa er frábær byrjun á árinu fyrir Landsbanka nýrra tíma.“

Þú gætir einnig haft áhuga á
5. sept. 2023
Landsbankinn gefur út græn skuldabréf fyrir 300 milljónir evra
Landsbankinn lauk í dag sölu á grænum skuldabréfum að fjárhæð 300 milljónir evra og er um að ræða þriðju grænu skuldabréfaútgáfu bankans í evrum. Skuldabréfin bera 6,375% fasta vexti og voru seld á kjörum sem jafngilda 313 punkta álagi á miðgildi vaxtatilboða í vaxtaskiptasamningum á markaði. Skuldabréfin eru gefin út til 3,5 ára með lokagjalddaga í mars 2027.
Austurbakki
20. júlí 2023
Uppgjör Landsbankans fyrir fyrri helming ársins 2023
Hagnaður Landsbankans á fyrri helmingi ársins var 14,5 milljarðar króna, þar af 6,7 milljarðar króna á öðrum ársfjórðungi. Arðsemi eiginfjár á fyrri helmingi ársins var 10,3%.
Austurbakki
4. maí 2023
Uppgjör Landsbankans fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins 2023
Arðsemi eiginfjár Landsbankans var 11,1% á fyrstu þremur mánuðum ársins 2023. Hagnaður var 7,8 milljarðar króna.
Austurbakki
23. mars 2023
Niðurstöður aðalfundar Landsbankans 2023
Aðalfundur Landsbankans, sem haldinn var 23. mars 2023, samþykkti að greiða 8.504 milljónir króna í arð til hluthafa. Þá samþykkti fundurinn að breyta heimilisfangi bankans úr Austurstræti 11 í Reykjastræti 6.
New temp image
9. mars 2023
Landsbankinn selur evrópsk sértryggð skuldabréf (úrvals) í evrum
Sölu Landsbankans á evrópskum sértryggðum skuldabréfum (úrvals) í evrum lauk í dag. Skuldabréfin eru að fjárhæð 300 milljónir evra, til fimm ára og bera 4,25% fasta vexti. Skuldabréfin voru seld á kjörum sem jafngilda 90 punkta álagi á miðgildi vaxtatilboða í vaxtaskiptasamningum á markaði.
Hestar og kona
16. feb. 2023
Árs- og sjálfbærniskýrsla Landsbankans komin út
Í árs- og sjálfbærniskýrslu Landsbankans fyrir árið 2022 er fjallað um það sem hæst bar í rekstri bankans á árinu, nýjungar og breytingar á þjónustu, áframhaldandi sjálfbærnivinnu, fjármögnun, áhættustjórnun og ýmislegt fleira.
2. feb. 2023
Ítarlegar upplýsingar um sjálfbærni og starfsemi Landsbankans
Í tengslum við ársuppgjör bankans birtum við í dag ítarlegar upplýsingar um sjálfbærni og starfsemi Landsbankans. Upplýsingarnar eru endurskoðaðar að hluta eða öllu leyti af endurskoðunarfyrirtækinu Deloitte.
Austurbakki
2. feb. 2023
Uppgjör Landsbankans fyrir árið 2022
Hagnaður Landsbankans á árinu 2022 nam 17,0 milljörðum króna eftir skatta (2021: 28,9 milljarðar króna). Arðsemi eigin fjár var 6,3% á árinu 2022 eftir skatta (2021: 10,8%).
27. okt. 2022
Uppgjör Landsbankans fyrir fyrstu níu mánuði ársins 2022
Hagnaður Landsbankans á fyrstu níu mánuðum ársins 2022 var 11,3 milljarðar króna, þar af 5,8 milljarðar króna á þriðja ársfjórðungi. Arðsemi eiginfjár á fyrstu níu mánuðum ársins var 5,6% og  var 8,5% á þriðja ársfjórðungi. Lækkun á gangvirði hlutabréfaeignar bankans hefur dregið úr arðsemi á árinu.
21. júlí 2022
Uppgjör Landsbankans fyrir fyrri helming ársins 2022
Hagnaður Landsbankans á fyrri helmingi ársins var 5,6 milljarðar króna, þar af 2,3 milljarðar króna á öðrum ársfjórðungi. Arðsemi eiginfjár á fyrri helmingi ársins var 4,1%. Arðsemin er undir 10% arðsemismarkmiði bankans, einkum vegna lækkunar á gangvirði hlutabréfaeignar bankans. 
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur