Lands­bank­inn gef­ur út græn skulda­bréf í evr­um - fe­brú­ar 2021

Landsbankinn lauk í dag sölu á nýjum grænum skuldabréfaflokki að fjárhæð 300 milljónir evra. Skuldabréfin bera 0,375% fasta vexti og voru seld á kjörum sem jafngilda 87 punkta álagi á miðgildi vaxtatilboða í vaxtaskiptasamningum á markaði. Heildareftirspurn nam tæpum milljarði evra frá meira en áttatíu fjárfestum.
18. febrúar 2021

Skuldabréfin eru gefin út til rúmlega fjögurra ára og með lokagjalddaga í maí 2025. Skuldabréfin voru seld til fjárfesta í Bretlandi, meginlandi Evrópu og á Norðurlöndunum. Útgáfan náði til breiðari fjárfestahóps en áður og þar á meðal eru sérhæfðir fjárfestar sem horfa sérstaklega til sjálfbærnimála.

Skuldabréfin verða gefin út undir EMTN-útgáfuramma bankans með vísan í sjálfbæra fjármálaumgjörð bankans sem vottuð er af Sustainalytics. Stefnt er að töku skuldabréfanna til viðskipta í írsku kauphöllinni þann 25. febrúar 2021.

Umsjónaraðilar voru ABN AMRO, BofA Securities, Citi og Deutsche Bank.

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, segir:

„Við erum gríðarlega ánægð með viðtökurnar sem fyrsta græna skuldabréfaútgáfa bankans fær frá alþjóðlegum fjárfestum. Þetta eru lægstu vextir sem bankinn hefur fjármagnað sig á og álagið með því lægsta sem við höfum fengið á erlenda útgáfu. Með grænni skuldabréfaútgáfu fáum við meiri breidd í fjárfestahópinn og þannig aukast möguleikar okkar á góðu aðgengi að fjármagni sem mun hjálpa okkur m.a. að styðja við íslenskar útflutningsgreinar.

Það er augljóst tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki og banka að vera í fremstu röð í sjálfbærni og mikilvægt skref fyrir Landsbankann að geta veitt græna fjármögnun til fyrirtækja sem hafa náð langt í þeim efnum. Við höfum unnið  statt og stöðugt að því að auka sjálfbærni í rekstri bankans og útgáfan er mikilvægur hluti af þeirri vegferð. Bankinn kynnti nýlega gott uppgjör fyrir árið 2020 og þessi útgáfa er frábær byrjun á árinu fyrir Landsbanka nýrra tíma.“

Þú gætir einnig haft áhuga á
Austurbakki
19. mars 2025
Niðurstöður aðalfundar Landsbankans 2025
Aðalfundur Landsbankans, sem haldinn var 19. mars 2025, samþykkti að greiða 18.892 milljónir króna í arð til hluthafa.
Austurbakki
5. mars 2025
Aðalfundur Landsbankans 2025
Aðalfundur Landsbankans verður haldinn miðvikudaginn 19. mars 2025 kl. 16.00 í Reykjastræti 6, Reykjavík.
28. feb. 2025
Landsbankinn og TM eru betri saman!
Uppgjör og afhending vegna kaupa Landsbankans á TM tryggingum hf. af Kviku banka fór fram í dag og hefur Landsbankinn tekið við rekstri félagsins. TM verður rekið sem dótturfélag Landsbankans.
Austurbakki
21. feb. 2025
Samkeppniseftirlitið samþykkir kaup Landsbankans á TM
Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt kaup Landsbankans á öllu hlutafé í TM tryggingum hf. með gerð sáttar milli bankans og eftirlitsins.
Austurbakki
13. feb. 2025
Opnu söluferli á hlut í Kea-hótelum lokið án sölu
Opnu söluferli á 35% eignarhlut Hamla ehf. sem er dótturfélags Landsbankans, í hótelkeðjunni Keahótelum ehf. er lokið, án þess að samningar hafi náðst um sölu.
Hjón úti í náttúru
13. feb. 2025
Árs- og sjálfbærniskýrsla Landsbankans komin út
Árs- og sjálfbærniskýrsla Landsbankans fyrir árið 2024 er komin út. Í skýrslunni er fjallað um þróun og breytingar á þjónustu bankans, árangur í rekstri, trausta fjármögnun og áhættustjórnun, jákvæð áhrif bankans á samfélagið og ýmislegt fleira.
Austurbakki
11. feb. 2025
Landsbankinn gefur út AT1 verðbréf
Landsbankinn lauk í dag sölu verðbréfa sem telja til viðbótar eiginfjárþáttar 1 (e. Additional Tier 1 securities (AT1)), að fjárhæð 100 milljónir bandaríkjadala. Um er að ræða fyrstu AT1 útgáfu Landsbankans og voru bréfin seld til fjárfesta á föstum 8,125% vöxtum.
Austurbakki
30. jan. 2025
Uppgjör Landsbankans fyrir árið 2024
Hagnaður Landsbankans á árinu 2024 nam 37,5 milljörðum króna eftir skatta, samanborið við 33,2 milljarða króna árið áður.
Austurbakki
13. des. 2024
Góð kjör í útgáfu víkjandi skuldabréfa
Landsbankinn lauk í dag útboði víkjandi skuldabréfa sem teljast til eiginfjárþáttar 2 (e. Tier 2).
Austurbakki
23. okt. 2024
Uppgjör Landsbankans fyrir fyrstu níu mánuði ársins 2024
Hagnaður Landsbankans á fyrstu níu mánuðum ársins 2024 nam 26,9 milljörðum króna eftir skatta, þar af 10,8 milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi. Arðsemi eiginfjár var 11,7% samanborið við 10,5% á sama tímabili árið áður.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur