Í skýrslunni er m.a. fjallað um þjónustu Landsbankans við einstaklinga og fyrirtæki, nýjungar í stafrænni þjónustu, samfélagsábyrgð og mannauðs- og jafnréttismál. Þar er einnig umfjöllun um stefnu og stjórnarhætti auk þess sem fjallað er um helstu atriði ársreiknings, fjármögnun bankans og áhættustjórnun.
Ársskýrsla Landsbankans hefur verið gefin út á rafrænu formi eingöngu frá árinu 2015. Markmiðið með rafrænni útgáfu er að auka gagnsæi og auðvelda almenningi og öðrum hagsmunaaðilum að kynna sér rekstur og starfshætti bankans. Aukinheldur er útgáfukostnaður lægri og útgáfan umhverfisvænni.
Áhættuskýrsla Landsbankans fyrir árið 2019 kom einnig út í dag. Í skýrslunni er gerð ítarleg grein fyrir öllum þáttum áhættustjórnunar bankans og er skýrslunni ætlað að veita markaðsaðilum upplýsingar um áhættu- og eiginfjárstýringu bankans, eiginfjárstöðu hans og lausafjárstöðu.