EM 2025

Skrifum söguna saman
Þitt nafn með til Sviss!
Sýndu stelpunum stuðning í verki með þinni eiginhandaráritun.
Áritanirnar sem safnast ferðast með liðinu á EM í sumar.
Áritaðu hér fyrir neðan með músarbendlinum eða fingrinum*
Evrópumótið í knattspyrnu kvenna
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu keppir í lokakeppni Evrópumeistaramótsins sem fram fer í Sviss í sumar. Til marks um styrkleika íslenskrar knattspyrnu þá er þetta í fimmta sinn í röð sem þær keppa á stórmóti. Í tilefni þess langaði okkur að búa til tækifæri til að senda þær á EM með meiri stuðning en nokkru sinni fyrr.
Meðal sterkustu liða í Evrópu
Á Evrópumótinu, þar sem saman koma sterkustu lið álfunnar, leikur íslenska liðið í riðli með Sviss, Noregi og Finnlandi. Stelpurnar okkar hafa ítrekað sýnt og sannað að Ísland búi yfir landsliði í fremstu röð, en þetta er í fimmta sinn í röð sem þær komast inn á lokamót EM.
Á síðasta Evrópumóti fór Ísland taplaust í gegnum riðilinn sinn og var grátlega nálægt því að komast í 16 liða úrslit. Í ár mæta Stelpurnar enn ákveðnari, enn einbeittari og enn sterkari til leiks, staðráðnar í að brjóta blað í sögunni.

Kvennaknattspyrna í skyndisókn
Kvennaknattspyrnan hefur vaxið gríðarlega hratt á síðustu árum og tækifæri ungra knattspyrnukvenna til að komast í atvinnumennsku erlendis hafa aldrei verið fleiri. Aukið áhorf, áhugi, atvinnuvæðing, fjárfestingar og faglegri umgjörð hafa leitt til þess að kvennaboltinn er farinn að rúlla hraðar en nokkru sinni fyrr. Boltagreiningardeild Landsbankans rýndi í vöxt kvennaknattspyrnunnar í gegnum árin.