Græn fjár­mögn­un er allra hag­ur

Hjá Landsbankanum hefur um árabil verið lögð áhersla á sjálfbærni. Undanfarið hafa stór skref verið tekin í grænni fjármögnun bankans og starfsemi síðasta árs hefur fengið alþjóðlega vottun á kolefnisjöfnun.
Vindmyllur í Búrfellslundi.
2. mars 2021

Í Landsbankanum starfa nú tveir sérfræðingar á sviði sjálfbærni, þau Aðalheiður Snæbjarnardóttir og Reynir Smári Atlason. Lengi hefur verið unnið af krafti að sjálfbærnimálum í bankanum, s.s. á sviði ábyrgra fjárfestinga, í jafnréttismálum og minnkun kolefnisspors. Fyrir átta árum varð mötuneyti bankans eitt það fyrsta sem fékk Svansvottun, rafmagnsbílum hefur verið fjölgað á kostnað bíla sem brenna eldsneyti, starfsfólk er hvatt til að nýta sér vistvænar samgönguleiðir og viðskiptavinum bjóðast betri kjör á vistvænum bílalánum, svo fátt eitt sé nefnt. En sjálfbærni í banka- og fjárfestingarstarfsemi snýst um mun meira en bara hefðbundinn rekstur.

„Undanfarin misseri höfum við stigið stór skref í átt að sjálfbærni. Við gáfum nýlega út okkar fyrstu sjálfbæru fjármálaumgjörð, lukum fyrstu grænu skuldabréfaútgáfunni okkar, fengum í fyrsta sinn alþjóðlega vottun á kolefnisjöfnun starfseminnar fyrir árið 2020 og tökum áfram virkan þátt í þróun PCAF-loftslagsmælis fyrir fjármálafyrirtæki, en fyrsta útgáfa hans kom út í nóvember á síðasta ári,“ segir Aðalheiður.

Fyrsta græna skuldabréfaútgáfan

Eftirspurn eftir fjármálaafurðum sem stuðla að sjálfbærni, s.s. grænum skuldabréfum og innlánum þar sem fjármagni er ráðstafað í sjálfbær verkefni, hefur aukist til muna undanfarin misseri. Landsbankinn lauk nýlega við sína fyrstu grænu skuldabréfaútgáfu í evrum og fékk mjög góðar viðtökur erlendra fjárfesta. „Þetta var stór áfangi og við erum virkilega ánægð með hvernig til tókst enda felast mikil tækifæri í grænni skuldabréfaútgáfu,“ segir Reynir. „Þetta var sala á nýjum grænum skuldabréfaflokki að fjárhæð 300 milljónir evra. Umframeftirspurnin var rúmlega þreföld og nam tæpum milljarði evra frá yfir 80 fjárfestum. Skuldabréfin voru seld til fjárfesta í Bretlandi, meginlandi Evrópu og Norðurlöndunum. Við náðum þarna til breiðari fjárfestahóps en áður og til þeirra sem horfa sérstaklega til sjálfbærnimála í sínum fjárfestingum. Kjörin sem bankinn fékk í þessari útgáfu eru með þeim bestu sem við höfum fengið.“

Í útgáfunni var stuðst við nýja sjálfbæra fjármálaumgjörð bankans. „Umgjörðin eykur möguleika okkar á að fjármagna umhverfisvæn og félagsleg verkefni á borð við orkuskipti, umhverfisvæna innviði og fleira. Með henni er skilgreint með skýrum hætti hvaða verkefni stuðla að sjálfbærni og hún tryggir gagnsæi. Margir fjárfestar vilja vita og fylgjast með í hvað fjármagni þeirra er veitt. Vottunaraðili fer í gegnum áætlun á ráðstöfun fjármagnsins og greinir hvort verkefnin eða reksturinn stuðli í raun og veru að sjálfbærni,“ segir Reynir.

Á nýjum slóðum í kolefnisjöfnun

Reynir segir jafnframt að það hafi verið stórt framfaraskref að fá alþjóðlega vottun á kolefnisjöfnun starfseminnar fyrir síðasta ár og að bankinn hafi þar með bæst í hóp leiðandi alþjóðlegra fyrirtækja sem vilja stuðla að sjálfbærri framtíð.

„Starfsemin okkar er kolefnisjöfnuð í samstarfi við Natural Capital Partners í gegnum alþjóðlega vottuð verkefni, þar sem keyptar eru kolefniseiningar sem hlotið hafa ströngustu gæðavottun, og sannarlega hafa leitt til bindingar eða minnkunar á losun gróðurhúsalofttegunda. Kolefnisjöfnunin á við hefðbundna starfsemi bankans, svo sem orku- og eldsneytislosun, vinnuferðalög starfsfólks o.s.frv. Með þessu móti náum við að vega á móti þeirri losun gróðurhúsalofttegunda sem óhjákvæmilega verður í rekstrinum,“ segir Reynir og bætir við að það sé mikilvægt að þekkja nákvæmlega hver losunin er frá starfseminni áður en ráðist er í að kolefnisjafna hana.

Ítarlegri upplýsingar um kolefnisspor

„Traust og gagnsæi skipta miklu máli þegar kemur sjálfbærnivinnu,“ segir Aðalheiður. Í því samhengi er góð og nákvæm upplýsingagjöf mjög mikilvæg. „Þetta á meðal annars við þegar kemur að því að mæla og greina frá kolefnislosun. Í nýjustu árs- og sjálfbærniskýrslunni okkar birtum við enn ítarlegri upplýsingar um kolefnisspor okkar en áður. Næsta skref er svo að greina frá loftslagsáhrifum í gegnum lána- og eignasöfn okkar en það er eitt viðamesta verkefni sem bankar standa frammi fyrir í þessum málaflokki. Við munum meta þessi áhrif í gegnum þátttöku okkar í PCAF, en í þeirri samvinnu höfum við tekið þátt í að þróa aðferðafræði fyrsta alþjóðlega loftslagsmælisins. Loftslagsmælirinn gerir fjármálafyrirtækjum um allan heim kleift að mæla og greina frá kolefnislosun í lána- og eignasafni sínu á vísindalegan og samræmdan hátt. Það hjálpar okkur að vinna að markmiðum Parísarsamkomulagsins fyrir alvöru,“ segir Aðalheiður.

Heimsmarkmiðið og UFS-áhættumöt

Landsbankinn vinnur að þremur heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun með markvissum hætti. Markmiðin eru jafnrétti kynjanna (nr. 5), góð atvinna og hagvöxtur (nr. 8) og ábyrg neysla og framleiðsla (nr. 12). „Markmiðin tengjast öll starfsemi okkar með beinum hætti og því getur vinnan að þeim hámarkað jákvæð áhrif bankans á umhverfi og samfélag,“ segir Aðalheiður.

Hún segir að núorðið sé horft til þess hvernig fyrirtæki samþætta umhverfimál, félagslega þætti og góða stjórnarhætti (UFS) kjarnastarfsemi sinni og að þetta sé farið að skipta mun meira máli en áður. Óháð mat þriðja aðila er einnig farið að spila stórt hlutverk. Í svokölluðum UFS-áhættumötum (e. ESG risk rating) fer þriðji aðili yfir starfsemina út frá þessum þáttum. „Við fengum tvö slík áhættumöt á síðasta ári. Í UFS-áhættumati frá alþjóðlega matsfyrirtækinu Sustainalytics í maí í fyrra kom í ljós að við stýrum okkar sjálfbærniáhættu nú þegar mjög vel. Við vorum metin númer 2 af 382 bönkum sem starfa í Evrópu og fyrirtækið hafði metið. Við fengum sömuleiðis framúrskarandi einkunn í UFS-áhættumati Reitunar síðar á árinu. Þetta voru ánægjulegar niðurstöður og þarna fengum við staðfestingu á því að öflug vinna okkar í þessum málum hafi skilað sér,“ segir Aðalheiður.

Reynir tekur undir það. „Það borgar sig að samþætta sjálfbærni og kjarnastarfsemina því þar er hægt að hafa mestu áhrifin. Við munum halda ótrauð áfram að vinna að þessu málum af krafti og ekki síður að hjálpa viðskiptavinum okkar að gera slíkt hið sama,“ segir Reynir að lokum.

Viðtalið birtist í sérblaði Fréttablaðsins um samfélagsábyrgð 26. febrúar 2021.

Þú gætir einnig haft áhuga á
24. maí 2023

Er fyrrverandi að fylgjast með fjármálunum þínum?

Viðskiptavinir Landsbankans, eins og annarra fjármálafyrirtækja, hafa lengi getað veitt öðrum aðgang að fjármálunum sínum. Algengt dæmi um þetta er þegar hjón eða fólk í sambúð veitir hvort öðru aðgang að reikningum hvors annars. Þannig fá þau betri yfirsýn yfir fjármálin, geta millifært, greitt reikninga og svo framvegis.
Hildur Kristín Stefánsdóttir
11. maí 2023

Tónlist fyrir Söngvakeppnina og bankann í sömu viku

Vörumerki Landsbankans fór í fínstillingu fyrr í vor sem fól meðal annars í sér að uppfæra hljóðheim bankans. Til að leysa það verkefni fengum við til liðs við okkur pródúserinn og tónlistarkonuna Hildi Kristínu Stefánsdóttur. 
Krani með stiga
21. mars 2023

Byggingamarkaður - Mikil umsvif komin til að vera

Landsbankinn hefur um árabil verið leiðandi þegar kemur að fjármögnun nýbygginga fyrir byggingaraðila. Árið 2022 var bankinn með 50% hlutdeild í fjármögnun nýrra íbúða hér á landi. Mestu umsvifin á þeim markaði felast í fjármögnun íbúðarhúsnæðis til sölu á almennum markaði og þar á eftir fjármögnun íbúðarhúsnæðis fyrir félagasamtök eða leigumarkað.
Námsfólk fyrir utan Stúdentakjallarann
7. mars 2023

Mikið framfaraskref fyrir styrktarsjóði og almannaheillafélög

Mikilvægar breytingar á lögum sem varða skattlagningu almannaheillafélaga voru gerðar undir lok árs 2021 sem létta mjög skattbyrði þeirra og gera einstaklingum og fyrirtækjum einnig kleift að draga frá tiltekna fjárhæð eða hlutfall framlaga frá skattskyldum tekjum. Fyrir Háskólasjóð hf. Eimskipafélags Íslands þýðir þessi lagabreyting að um 160 milljónir króna sem áður voru greiddar sem fjármagnstekjuskattur munu nýtast í beina styrki til doktorsnema. Það munar um minna!
Fólk með hund úti í náttúrunni
28. feb. 2023

Kröfur til upplýsinga um sjálfbærni aukast hratt

Sífellt fleiri íslensk fyrirtæki birta nú upplýsingar um hvaða áhrif starfsemi þeirra hefur á sjálfbæra þróun.
8. feb. 2023

Sterk auðkenning er öflugri vörn gegn fjársvikum

Þótt almennt hafi gengið ágætlega að verjast fjársvikum á netinu hérlendis er ljóst að meira þarf til ef duga skal. Ástandið er eins, hvert sem litið er í heiminum: Fjársvikarar herja í auknum mæli á viðskiptavini banka og fólk sem notar greiðslukort á netinu. Aðferðirnar verða sífellt þróaðri og klækjabrögðin lymskulegri.
Strönd
21. des. 2022

Grjóthart efnahagsmál að tryggja líffræðilega fjölbreytni

Fréttirnar sem bárust frá COP15-fundinum í Montreal í vikunni um aðgerðir til að verja líffræðilega fjölbreytni eru sannarlega ánægjulegar. Markmiðin eru metnaðarfull en þau snúast um að vernda, viðhalda og endurheimta vistkerfi, koma í veg fyrir frekari útdauða tegunda og viðhalda líffræðilegum fjölbreytileika.
Landslag
15. des. 2022

Sjálfbærni er framtíðin – þrátt fyrir erfiða fæðingu

Eftirlit með fjárfestingum sem tengjast umhverfismálum, félagslegum þáttum og stjórnarháttum (UFS, e. ESG) er að aukast um allan heim. Það gildir jafnt um Bandaríkin, Evrópusambandið og alþjóðlegu samtökin IFRS sem fást við reikningsskilastaðla.
Jólaköttur
13. des. 2022

Það er ekkert að því að fara í jólaköttinn

Nú líður að jólum, mögulega skemmtilegustu hátíð ársins þar sem fjölskyldur og vinir koma saman til að lýsa upp skammdegið og ylja sér í kuldanum. Jólin eru hátíð ljóss og friðar en á sama tíma eru jólin hátíð mikillar og – stundum – óþarfa neyslu.
Barn í jólaglugga
9. des. 2022

Nokkur ráð til jólasveina frá Stekkjastaur um kaup á gjöfum

Þar sem líða fer að þeim tíma er jólasveinarnir fara á stjá og setja ýmis konar glaðning í skóna hjá börnum, höfðum við samband við Stekkjastaur og spurðum hvernig hann færi að því að skipuleggja sín gríðarlega umfangsmiklu jólainnkaup (fyrir utan allt það sem hann býr til sjálfur).
Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur