Græn fjár­mögn­un er allra hag­ur

Hjá Landsbankanum hefur um árabil verið lögð áhersla á sjálfbærni. Undanfarið hafa stór skref verið tekin í grænni fjármögnun bankans og starfsemi síðasta árs hefur fengið alþjóðlega vottun á kolefnisjöfnun.
Vindmyllur í Búrfellslundi.
2. mars 2021

Í Landsbankanum starfa nú tveir sérfræðingar á sviði sjálfbærni, þau Aðalheiður Snæbjarnardóttir og Reynir Smári Atlason. Lengi hefur verið unnið af krafti að sjálfbærnimálum í bankanum, s.s. á sviði ábyrgra fjárfestinga, í jafnréttismálum og minnkun kolefnisspors. Fyrir átta árum varð mötuneyti bankans eitt það fyrsta sem fékk Svansvottun, rafmagnsbílum hefur verið fjölgað á kostnað bíla sem brenna eldsneyti, starfsfólk er hvatt til að nýta sér vistvænar samgönguleiðir og viðskiptavinum bjóðast betri kjör á vistvænum bílalánum, svo fátt eitt sé nefnt. En sjálfbærni í banka- og fjárfestingarstarfsemi snýst um mun meira en bara hefðbundinn rekstur.

„Undanfarin misseri höfum við stigið stór skref í átt að sjálfbærni. Við gáfum nýlega út okkar fyrstu sjálfbæru fjármálaumgjörð, lukum fyrstu grænu skuldabréfaútgáfunni okkar, fengum í fyrsta sinn alþjóðlega vottun á kolefnisjöfnun starfseminnar fyrir árið 2020 og tökum áfram virkan þátt í þróun PCAF-loftslagsmælis fyrir fjármálafyrirtæki, en fyrsta útgáfa hans kom út í nóvember á síðasta ári,“ segir Aðalheiður.

Fyrsta græna skuldabréfaútgáfan

Eftirspurn eftir fjármálaafurðum sem stuðla að sjálfbærni, s.s. grænum skuldabréfum og innlánum þar sem fjármagni er ráðstafað í sjálfbær verkefni, hefur aukist til muna undanfarin misseri. Landsbankinn lauk nýlega við sína fyrstu grænu skuldabréfaútgáfu í evrum og fékk mjög góðar viðtökur erlendra fjárfesta. „Þetta var stór áfangi og við erum virkilega ánægð með hvernig til tókst enda felast mikil tækifæri í grænni skuldabréfaútgáfu,“ segir Reynir. „Þetta var sala á nýjum grænum skuldabréfaflokki að fjárhæð 300 milljónir evra. Umframeftirspurnin var rúmlega þreföld og nam tæpum milljarði evra frá yfir 80 fjárfestum. Skuldabréfin voru seld til fjárfesta í Bretlandi, meginlandi Evrópu og Norðurlöndunum. Við náðum þarna til breiðari fjárfestahóps en áður og til þeirra sem horfa sérstaklega til sjálfbærnimála í sínum fjárfestingum. Kjörin sem bankinn fékk í þessari útgáfu eru með þeim bestu sem við höfum fengið.“

Í útgáfunni var stuðst við nýja sjálfbæra fjármálaumgjörð bankans. „Umgjörðin eykur möguleika okkar á að fjármagna umhverfisvæn og félagsleg verkefni á borð við orkuskipti, umhverfisvæna innviði og fleira. Með henni er skilgreint með skýrum hætti hvaða verkefni stuðla að sjálfbærni og hún tryggir gagnsæi. Margir fjárfestar vilja vita og fylgjast með í hvað fjármagni þeirra er veitt. Vottunaraðili fer í gegnum áætlun á ráðstöfun fjármagnsins og greinir hvort verkefnin eða reksturinn stuðli í raun og veru að sjálfbærni,“ segir Reynir.

Á nýjum slóðum í kolefnisjöfnun

Reynir segir jafnframt að það hafi verið stórt framfaraskref að fá alþjóðlega vottun á kolefnisjöfnun starfseminnar fyrir síðasta ár og að bankinn hafi þar með bæst í hóp leiðandi alþjóðlegra fyrirtækja sem vilja stuðla að sjálfbærri framtíð.

„Starfsemin okkar er kolefnisjöfnuð í samstarfi við Natural Capital Partners í gegnum alþjóðlega vottuð verkefni, þar sem keyptar eru kolefniseiningar sem hlotið hafa ströngustu gæðavottun, og sannarlega hafa leitt til bindingar eða minnkunar á losun gróðurhúsalofttegunda. Kolefnisjöfnunin á við hefðbundna starfsemi bankans, svo sem orku- og eldsneytislosun, vinnuferðalög starfsfólks o.s.frv. Með þessu móti náum við að vega á móti þeirri losun gróðurhúsalofttegunda sem óhjákvæmilega verður í rekstrinum,“ segir Reynir og bætir við að það sé mikilvægt að þekkja nákvæmlega hver losunin er frá starfseminni áður en ráðist er í að kolefnisjafna hana.

Ítarlegri upplýsingar um kolefnisspor

„Traust og gagnsæi skipta miklu máli þegar kemur sjálfbærnivinnu,“ segir Aðalheiður. Í því samhengi er góð og nákvæm upplýsingagjöf mjög mikilvæg. „Þetta á meðal annars við þegar kemur að því að mæla og greina frá kolefnislosun. Í nýjustu árs- og sjálfbærniskýrslunni okkar birtum við enn ítarlegri upplýsingar um kolefnisspor okkar en áður. Næsta skref er svo að greina frá loftslagsáhrifum í gegnum lána- og eignasöfn okkar en það er eitt viðamesta verkefni sem bankar standa frammi fyrir í þessum málaflokki. Við munum meta þessi áhrif í gegnum þátttöku okkar í PCAF, en í þeirri samvinnu höfum við tekið þátt í að þróa aðferðafræði fyrsta alþjóðlega loftslagsmælisins. Loftslagsmælirinn gerir fjármálafyrirtækjum um allan heim kleift að mæla og greina frá kolefnislosun í lána- og eignasafni sínu á vísindalegan og samræmdan hátt. Það hjálpar okkur að vinna að markmiðum Parísarsamkomulagsins fyrir alvöru,“ segir Aðalheiður.

Heimsmarkmiðið og UFS-áhættumöt

Landsbankinn vinnur að þremur heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun með markvissum hætti. Markmiðin eru jafnrétti kynjanna (nr. 5), góð atvinna og hagvöxtur (nr. 8) og ábyrg neysla og framleiðsla (nr. 12). „Markmiðin tengjast öll starfsemi okkar með beinum hætti og því getur vinnan að þeim hámarkað jákvæð áhrif bankans á umhverfi og samfélag,“ segir Aðalheiður.

Hún segir að núorðið sé horft til þess hvernig fyrirtæki samþætta umhverfimál, félagslega þætti og góða stjórnarhætti (UFS) kjarnastarfsemi sinni og að þetta sé farið að skipta mun meira máli en áður. Óháð mat þriðja aðila er einnig farið að spila stórt hlutverk. Í svokölluðum UFS-áhættumötum (e. ESG risk rating) fer þriðji aðili yfir starfsemina út frá þessum þáttum. „Við fengum tvö slík áhættumöt á síðasta ári. Í UFS-áhættumati frá alþjóðlega matsfyrirtækinu Sustainalytics í maí í fyrra kom í ljós að við stýrum okkar sjálfbærniáhættu nú þegar mjög vel. Við vorum metin númer 2 af 382 bönkum sem starfa í Evrópu og fyrirtækið hafði metið. Við fengum sömuleiðis framúrskarandi einkunn í UFS-áhættumati Reitunar síðar á árinu. Þetta voru ánægjulegar niðurstöður og þarna fengum við staðfestingu á því að öflug vinna okkar í þessum málum hafi skilað sér,“ segir Aðalheiður.

Reynir tekur undir það. „Það borgar sig að samþætta sjálfbærni og kjarnastarfsemina því þar er hægt að hafa mestu áhrifin. Við munum halda ótrauð áfram að vinna að þessu málum af krafti og ekki síður að hjálpa viðskiptavinum okkar að gera slíkt hið sama,“ segir Reynir að lokum.

Viðtalið birtist í sérblaði Fréttablaðsins um samfélagsábyrgð 26. febrúar 2021.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Hamborgartréð tendrað í Reykjavík
29. nóv. 2023
Hamborgartréð - saga samfélagsbreytinga og þakklætis
Saga Hamborgartrésins er hógvær, en á vissan hátt bæði breytingasaga Reykjavíkur og falleg jólasaga gjafmildi og þakklætis.
Reykjastræti
16. nóv. 2023
Af hverju heitir hraðbanki ekki tölvubanki?
Hæ! Áttu eitthvað í handraðanum? Eða þarftu kannski að skreppa á Raufarhöfn? Geturðu notað kortið þitt í tölvubankanum? Vissir þú að þetta tengist allt peningum með einhverjum hætti?
Netbanki fyrirtækja
10. nóv. 2023
Bankakerfið er að opnast
Landsbankinn kynnti á dögunum nýjung í appinu sínu sem gerir fólki kleift að millifæra af reikningum í öðrum bönkum. Þessi þjónusta er alltaf háð samþykki viðskiptavina. Landsbankinn er fyrsti bankinn á Íslandi sem býður fólki að framkvæma aðgerðir í öðrum bönkum úr sínu appi.
9. nóv. 2023
Það styttist í jólin og jólastressið – eða hvað?
Jólin eiga að vera hátíð gleði og friðar en við upplifum oft að þau snúist að miklu leyti um neyslu og jólastress. Í aðdraganda jóla hættir mörgum til að sleppa sér í neyslunni og kaupa hluti sem hvorki þau sjálf, fjölskyldu eða vini vantar í raun og veru. Viljum við breyta þessu?
Sjálfbærnidagur 2023
8. sept. 2023
Sjálfbærnidagur 2023 – upptökur
Sjálfbærnidagur Landsbankans var haldinn í Grósku 7. september 2023. Á fundinum beindum við sjónunum að því sem íslensk fyrirtæki hafa verið að gera til að auka sjálfbærni í sínum rekstri og hvernig gera megi enn betur.
Myndlistarsýning
17. ágúst 2023
Hringrás – innsýn í listasafn Landsbankans
Sýningin Hringrás er úrval verka úr listasafni Landsbankans. Á sýningunni er kannað hvernig áhrif og innblástur þróast með mismunandi miðlum og í meðförum ólíkra kynslóða listafólks. Verkin endurspegla áherslu á ákveðnar listrænar hreyfingar, abstraktlist og geómetríska abstraksjón, hlutbundna og hlutlæga list, grafíska list (bæði ætimyndir og teikningar) og súrrealisma. Hringrás veitir innsýn í fjölbreytileika og breidd listasafns Landsbankans, þvert á framsetningarmáta og samhengi. 
Ungmenni úr Hinsegin félagsmiðstöðinni
10. ágúst 2023
„Baráttan er ekki búin fyrr en …“
Hinsegin félagsmiðstöðin verður með einn stærsta vagninn í Gleðigöngunni en hann er 14 metra langur og rúmar meira en 100 krakka. Þótt vagninn verði litríkur og glæsilegur er undirtónninn samt alvarlegur.
13. júní 2023
Líffræðilegur fjölbreytileiki lykillinn að farsæld – líka í fjármálum
Fjölbreytileiki lífríkis er ein sterkasta vörn okkar gegn frekari hlýnun, fyrst og fremst vegna þess að hin ýmsu vistkerfi binda kolefni. Vinna þarf samtímis að lausn á loftslagsvandanum og verndun fjölbreytileika lífríkisins.
24. maí 2023
Er fyrrverandi að fylgjast með fjármálunum þínum?
Viðskiptavinir Landsbankans, eins og annarra fjármálafyrirtækja, hafa lengi getað veitt öðrum aðgang að fjármálunum sínum. Algengt dæmi um þetta er þegar hjón eða fólk í sambúð veitir hvort öðru aðgang að reikningum hvors annars. Þannig fá þau betri yfirsýn yfir fjármálin, geta millifært, greitt reikninga og svo framvegis.
Hildur Kristín Stefánsdóttir
11. maí 2023
Tónlist fyrir Söngvakeppnina og bankann í sömu viku
Vörumerki Landsbankans fór í fínstillingu fyrr í vor sem fól meðal annars í sér að uppfæra hljóðheim bankans. Til að leysa það verkefni fengum við til liðs við okkur pródúserinn og tónlistarkonuna Hildi Kristínu Stefánsdóttur. 
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur