Fyr­ir­tæki met­in út frá sam­fé­lags­ábyrgð

Kröfur um að umhverfislegir og félagslegir þættir séu teknir inn í fjárfestingarákvarðanir eru sífellt að aukast. Alþjóðlega eignastýringarfyrirtækið LGT Capital Partners hefur þróað aðferð til að meta fyrirtæki út frá samfélagsábyrgð.
17. september 2019 - Landsbankinn

Alþjóðlega eignastýringarfyrirtækið LGT Capital Partners, samstarfsaðili Landsbankans, er leiðandi í ábyrgum fjárfestingum á alþjóðavísu. Fjárfestingar þeirra sem taka mið af umhverfislegum og félagslegum sjónarmiðum hafa margfaldast á undanförnum árum. Tom Haas Carstensen, framkvæmdastjóri Norðurlandasamstarfs hjá LGT, segir að fjármálaheimurinn beri mikla ábyrgð og að það sé mikilvægt að beina fjármagni í rétta átt.

Kröfur um að umhverfislegir og félagslegir þættir ásamt góðum stjórnarháttum (UFS-þættir, e. ESG) séu teknir inn í fjárfestingarákvarðanir eru sífellt að aukast og er það sem koma skal í fjármálaheiminum. Það hentar fjárfestum sem bæði vilja sjá hagnað og láta gott af sér leiða,“ segir Tom. LGT Capital Partners er með yfir 60 milljarða Bandaríkjadala í stýringu. Á meðal viðskiptavina eru yfir 500 fagfjárfestar frá 37 löndum. Höfuðstöðvarnar eru í Sviss, en útibú eru víðsvegar um heiminn.

Tom Haas Carstensen

Tom Haas Carstensen

Framkvæmdastjóri Norðurlandasamstarfs hjá LGT Capital Partners

Þróuðu aðferð til að meta samfélagsábyrgð fyrirtækja

LGT hefur á undanförnum árum þróað aðferð til að meta fyrirtæki út frá því hvort þau taki tillit til fyrrgreinda UFS-þátta í fjárfestingarákvörðunum. Til að LGT ákveði að fjárfesta í fyrirtækjum þurfa þau að uppfylla ákveðin skilyrði og aðferðafræðin byggir á að gefa þeim stig í samræmi við það hvernig þau standa sig í hinum ýmsu þáttum samfélagslegrar ábyrgðar. Ekki eru einungis gerðar auknar kröfur til innleiðingar á UFS-þáttum hjá fyrirtækjunum sjálfum, heldur er einnig horft til þriðju aðila sem þau skipta við. „Vinna okkar með sjóðastýringarfyrirtækjum síðustu ár sýnir að umtalsverðar framfarir hafi átt sér stað í þessum málum en það endurspeglast í breyttu UFS-skori. Hlutfall sjóðastýringarfyrirtækja sem fá hæstu einkunn fyrir UFS hefur hækkað úr 27% árið 2014 í 65% í ár eins og kemur fram UFS skýrslu LGT fyrir 2019,“ segir Tom.

Betri árangur og eðlilegur hluti af starfseminni

Megin niðurstöður sýna að 65% sjóða með óskráð hlutabréf fá einkunnina „framúrskarandi“ eða „gott“ fyrir innleiðingu á UFS, samanborið við 58% árið 2018, sem gefur til kynna að þar sé UFS nú orðið eðlilegur hluti af starfseminni. Stjórnendur vogunarsjóða skora einnig betur og hlutfall þeirra sem fá einkunnina „framúrskarandi“ eða „gott“ jókst úr 9% í fyrra í 15% nú. Tom bendir á að einn af drifkröftum þessarar jákvæðu þróunar sé aukið aðgengi að UFS-upplýsingum um skráð fyrirtæki.

Evrópa leiðandi

„Þetta er jákvæð þróun, en enn er margt ógert. Tölurnar sýna t.d. að Evrópa er áfram leiðandi í samþættingu UFS en Bandaríkin reka lestina þótt þar séu hlutirnir að færast í rétta átt. Evrópa er sérstaklega leiðandi í óskráðum hlutabréfum þar sem 79% stýringarfyrirtækja fá einkunnina „framúrskarandi“ eða „gott“. Bandaríkin og Asía sýna framþróun og nú fá 49% stýringarfyrirtækja í Bandaríkjunum og 59% stýringarfyrirtækja í Asíu UFS-einkunnina „framúrskarandi“ eða „gott“. Það er ánægjulegt að sjá að bandarísk stýringarfyrirtækja eru að taka við sér en þar var níu prósentustiga aukning sem er mesta árshækkunin í Bandaríkjunum síðustu þrjú árin,“ segir Tom.

Stærð fyrirtækja skiptir máli, þó ekki öllu máli

Stærð fyrirtækja virðist enn hafa nokkur áhrif á möguleika stjórnenda til að samþætta UFS-aðferðir í fjárfestingarstarfsemina. Hjá 78% stórra stýringarfyrirtækja og 95% mjög stórra stýringarfyrirtækja er UFS-verklag nú hluti af ferlinu, samanborið við 62% hjá meðalstórum stýringarfyrirtækjum og 56% hjá litlum stýringarfyrirtækjum. „Það er okkar reynsla að stærri fyrirtæki eigi auðveldara með að þróa nýja starfshætti, enda hafa stjórnendur innan þeirra meira svigrúm til að ráða sérhæft UFS-starfsfólk og geta fjárfest í kerfum og ferlum sem auðvelda innleiðingu á UFS-þáttum. Stærri sjóðastýringarfyrirtæki geta nýtt sér meðvindinn sem UFS hefur núna en við megum samt ekki gefa stærð of mikið vægi. Meira en helmingur minnstu sjóðastýringarfyrirtækjanna okkar hafa þegar þróað áhrifarík kerfi til að halda utan um UFS-þætti og þannig sannað að stærð skiptir ekki öllu máli hvað innleiðingu á UFS varðar,“ segir Tom.

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun voru kynnt árið 2015 en þau komu í stað þúsaldarmarkmiða Sameinuðu þjóðanna sem sett voru um aldamótin. Heimsmarkmiðin eru fleiri og ítarlegri en þúsaldarmarkmiðin og taka á þeim fjölmörgu áskorunum sem allur heimurinn stendur frammi fyrir.

Aukin áhersla á heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

„Við sjáum þá þróun að sífellt meiri áhersla er lögð á tengingu við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Fjárfestar nýta heimsmarkmiðin í auknum mæli til að skerpa á mikilvægi útkomu í sjálfbærum fjárfestingum og hafa háar væntingar til heimsmarkmiðanna. Heimsmarkmiðin eru umtöluð af fjárfestum og margir fjármagnseigendur og eignastýringaraðilar skoða nú leiðir til að aðlaga fjárfestingarstefnur að heimsmarkmiðunum. Áherslan er gjarnan á jákvæð áhrif fjárfestinganna á heimsmarkmiðin en það er einnig mikilvægt að skoða neikvæðu áhrifin,“ segir Tom, og bætir við að „oft hafi viðskiptastarfsemi bæði neikvæð og jákvæð áhrif á heimsmarkmiðin“.

Fjölbreytileikinn mikilvægur

Sífellt meiri áhersla er einnig lögð á fjölbreytileika meðal starfsfólks. Niðurstöðurnar sýna að 45% 200 stýringarfyrirtækja séu nú þegar með fjölbreytileikastefnu, að mati LGT. „Til þessa hóps teljum við alla sem eru meðvitaðir um mikilvægi fjölbreytileika í starfsmannahópnum, sem og þá sem vinna að því á virkan hátt að auka fjölbreytileika í eigin röðum. Hér má einnig nefna að 36% stýringarfyrirtækja okkar líta til fjölbreytileika við fjárfestingarákvarðanir og leitast við að tryggja að fyrirtækin sem þau fjárfesta í endurspegli allan mannauð samfélagsins“.

Verða að breyta fjárfestingarstefnum sínum

Tom bendir á að fjárfestingar í tengslum við heimsmarkmiðin sé gjarnan takmörkuð við smærri fjárveitingar til stórra fjárfestingarverkefna. Þó þetta sé góðra gjalda vert hrekkur það engu að síður skammt gagnvart þeirri breiðu og stórfelldu fjárfestingu sem þörf er á ef að heimsmarkmiðin eiga að nást. „Vilji fjármálageirinn virkilega láta til sín taka í þeim brýna vanda sem steðjar að mannkyninu og jörðinni allri skipta stærðarhlutföllin öllu máli. Það er nauðsynlegt að veita þeim trilljóna dollara höfuðstól sem fjármálageirinn hefur yfir að ráða í verkið, enda höfum við bara 4000 daga til stefnu til að ná heimsmarkmiðunum. Eigi þetta að verða að veruleika þurfa yfirstjórnendur og stjórnir/fjárhaldsmenn stóru fjárfestanna að breyta fjárfestingarstefnum sínum og tilmælum til að leggja aukna áherslu á heimsmarkmiðin og hafa áhrif á þau, frekar en að einblína einungis á fjárhagslega ávöxtun.

Samstarf Landsbankans og LGT

Kristín Erla Jóhannsdóttir, forstöðumaður Eignastýringarþjónustu hjá Landsbankanum:

„Landsbankinn og LGT Capital Partners hófu samstarf í ágúst 2018 sem felur í sér að viðskiptavinir Landsbankans geta fjárfest í fjölbreyttum fjárfestingarsjóðum LGT. Samstarfið hefur gengið vel en LGT býr yfir mikilli þekkingu og reynslu við mat á fjárfestingarkostum með sjálfbærni að leiðarljósi, sem samræmist vel stefnu Landsbankans í samfélagsábyrgð og ábyrgum fjárfestingum. Aðferðafræði ábyrgra fjárfestinga dregur úr rekstaráhættu og felur í sér ákveðna fjárfestavernd. Áhuginn á ábyrgum fjárfestingum hefur farið vaxandi hér á landi og mikill vöxtur hefur verið í slíkum fjárfestingum á Norðurlöndunum. Danski lífeyrissjóðurinn Industriens Pension skuldbatt sig t.a.m. nýlega til að fjárfesta 1,5 mö danskra króna í Sustainable Equity Global sjóði LGT en sá sjóður leggur áherslu á að fjárfesta í fyrirtækjum sem leggja ríka áherslu á sjálfbærni.“

Þú gætir einnig haft áhuga á
Vindmyllur í Búrfellslundi.
2. mars 2021

Græn fjármögnun er allra hagur

Hjá Landsbankanum hefur um árabil verið lögð áhersla á sjálfbærni. Undanfarið hafa stór skref verið tekin í grænni fjármögnun bankans og starfsemi síðasta árs hefur fengið alþjóðlega vottun á kolefnisjöfnun.
28. jan. 2021

Persónuvernd og öryggi barna á netinu

Fullorðnir bera ábyrgð á að börn fái að kynnast ólíkum miðlum og þeim tækifærum sem felast í net- og snjallsímanotkun. Foreldrar þurfa einnig að vera vakandi yfir því hvað börnin þeirra eru að gera á netinu.
Fjöll
27. jan. 2021

Ný fjármálaumgjörð vegvísir að sjálfbærri framtíð

Bankar víða um heim gefa í síauknum mæli út svokallaðar sjálfbærar fjármálaumgjarðir sem stýra fjármagni í átt að sjálfbærum verkefnum og skilgreina sjálfbær verkefni. Landsbankinn hefur nú bæst í hópinn og gefið út sjálfbæra fjármálaumgjörð í fyrsta sinn. En hvers vegna og hvað þýðingu hefur þessi útgáfa?
Guðrún Tinna Ólafsdóttir
18. jan. 2021

Svanni veitir góðum hugmyndum kvenna brautargengi

 „Svanni eflir konur í fyrirtækjarekstri og gerir þeim kleift að framkvæma góðar hugmyndir. Þannig stuðlar hann að nýsköpun og blómlegu atvinnulífi,“ segir Guðrún Tinna Ólafsdóttir, stjórnarformaður Svanna - lánatryggingasjóðs kvenna. Landsbankinn er bakhjarl sjóðsins sem hefur opnað fyrir umsóknir.
Dagatal Landsbankans 2021
22. des. 2020

Dagatal Landsbankans 2021: Tækniframfarir og samfélagsbreytingar

Aðlögunarhæfni mannskepnunnar er ótrúleg sem er ómetanlegt í heimi sem tekur jafn örum breytingum og sá sem við byggjum. Hugviti mannfólksins virðist lítil mörk sett og hraði tækniþróunar slíkur að erfitt getur verið að átta sig á því hversu mikið hefur breyst á stuttum tíma.
Starfsfólk í hjálparstarfi
18. des. 2020

Fólk vill láta gott af sér leiða

Hjálpar- og styrktarfélög hafa ekki farið varhluta af heimsfaraldri og öllum þeim nýju lögmálum og siðum sem heimurinn hefur þurft að tileinka sér árið 2020.
Vindmyllur
19. nóv. 2020

Mikilvægt að þekkja raunveruleg umhverfisáhrif banka

Í gegnum tíðina hafa umhverfisáhrif banka gjarnan verið talin smávægileg. Bankar eru að upplagi skrifstofufyrirtæki og rekstur þeirra krefst ekki beinnar notkunar á auðlindum eða mengandi efnum í stórum stíl. Bankar og aðrar fjármálastofnanir hafa því ekki verið sett undir sama hatt og verksmiðjur, flugfélög eða önnur starfsemi sem sýnilega hefur bein áhrif á umhverfið. Í dag er hinsvegar gerð skýr krafa um að bankar mæli og greini frá óbeinum umhverfisáhrifum sínum.
5. nóv. 2020

Loksins skýrar leikreglur: Ný sjálfbærniviðmið Evrópusambandsins

Undanfarin ár hefur verið þrýst á fjármagnsmarkaði að beina fjármagni í verkefni sem stuðla að sjálfbærri framtíð. Samræmdar reglur og viðmið hefur hins vegar skort. Nýtt flokkunarkerfi Evrópusambandsins á sviði sjálfbærra fjármála samræmir verklag og setur sjálfbærniviðmið sem fjármagnsmarkaðir geta stuðst við til að ná markmiðum í loftslagsmálum.
2. nóv. 2020

Raunveruleg umhverfisáhrif fjármálafyrirtækja

Við mat á umhverfisáhrifum fjármálafyrirtækja nægir ekki að skoða losun gróðurhúsalofttegunda út frá beinum rekstri. Raunverulegt umhverfisspor þeirra markast í gegnum útlán og fjárfestingar og því er nauðsynlegt að mæla það sérstaklega.
6. okt. 2020

Gulleggið - Skemmtilegur stökkpallur fyrir frumkvöðla

„Ef þú lumar á góðri hugmynd er um að gera að koma henni í framkvæmd. Frumkvöðlakeppnin Gulleggið er tilvalinn vettvangur til þess,“ segir Edit Ómarsdóttir verkefnastjóri hjá Icelandic Startups. Landsbankinn hefur verið einn helsti bakhjarl Gulleggsins frá upphafi.
Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur