Fréttir

Lands­bank­inn í sam­starf við LGT Capital Partners

Eignastýring Landsbankans hefur gert samstarfssamning við alþjóðlega eignastýringarfyrirtækið LGT Capital Partners sem felur í sér að viðskiptavinir Landsbankans geta nú fjárfest í fjölbreyttum fjárfestingasjóðum LGT.
30. ágúst 2018

LGT Capital Partners er leiðandi, sérhæft fjárfestingafyrirtæki með yfir 60 milljarða Bandaríkjadali í stýringu. Á meðal viðskiptavina eru yfir 500 fagfjárfestar frá 37 löndum. Alþjóðlegt teymi yfir 450 sérfræðinga hefur umsjón með fjölbreyttum fjárfestingaleiðum þar sem m.a. er lögð áhersla á sérhæfðar fjárfestingar, eignadreifingu og ávöxtun lausafjár. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í Pfaeffikon í Sviss. Fyrirtækið rekur einnig útibú í New York, Dublin, London, París, Vaduz, Dúbaí, Peking, Hong Kong, Tókýó og Sydney.

Fjölbreytt úrval erlendra sjóða

Landsbankinn býður nú þegar upp á miðlun á erlendum hlutabréfum og skuldabréfum á öllum helstu mörkuðum. Einnig býður bankinn upp á milligöngu um kaup í erlendum verðbréfasjóðum hjá þekktum sjóðastýringarfyrirtækjum eins og AllianceBernstein, BlackRock, T. Rowe Price, UBS, Carnegie Funds og í erlendum verðbréfasjóðum sem eru í rekstri hjá Landsbréfum, dótturfélagi Landsbankans.

Tom Haas Carstensen, framkvæmdastjóri Norðurlandastarfs hjá LGT Capital Partners: „Það gleður okkur að hefja samstarf við Landsbankann. Þekking bankans á íslensku atvinnulífi gerir okkur kleift að ná til fleiri fjárfesta. Það er trú okkar að reynsla LGT Capital Partners af sérhæfðum fjárfestingum og því að taka góða stjórnarhætti, umhverfislega og félagslega þætti inn í fjárfestingarákvarðanir, henti mörgum íslenskum fjárfestum.“

Kristín Erla Jóhannsdóttir, forstöðumaður Eignastýringarþjónustu hjá Landsbankanum: „Það er afar ánægjulegt að geta bætt sjóðum LGT Capital Partners við fjölbreytt vöruúrval Landsbankans á erlendum mörkuðum og þannig fjölgað fjárfestingarkostum á alþjóðlegum vettvangi. Við erum ekki síst ánægð með samstarfið þar sem LGT býr yfir mikill þekkingu og reynslu við mat á fjárfestingakostum með sjálfbærni að leiðarljósi. Það samræmist vel stefnu Landsbankans í samfélagsábyrgð en undanfarin ár hefur bankinn verið í fararbroddi við innleiðingu ábyrgra fjárfestinga.“

Kristín Erla JóhannsdóttirKristín Erla Jóhannsdóttir, forstöðumaður Eignastýringarþjónustu Landsbankans
Þú gætir einnig haft áhuga á
Netbanki
8. des. 2023
Skert þjónusta vegna viðhalds aðfaranótt mánudags
Vegna kerfisuppfærslu verður tiltekin þjónusta bankans ekki aðgengileg aðfaranótt mánudagsins 11. desember. Gert er ráð fyrir að þjónustan verði skert frá kl. 1.00 til um kl. 6.00 á mánudagsmorgun.
Austurbakki
5. des. 2023
Niðurstaða athugunar á aðgerðum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands birti í dag, 5. desember 2023, gagnsæistilkynningu vegna athugunar sem fram fór í apríl 2022 á aðgerðum Landsbankans gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Gerðar voru tilteknar athugasemdir við varnir bankans en ekki var talin ástæða til að beita bankann sektum eða öðrum viðurlögum.
Togari við Vestmannaeyjar
2. des. 2023
Tæplega fjórföld eftirspurn í hlutafjárútboði Ísfélags hf.
Almennu hlutafjárútboði Ísfélags hf. lauk kl. 14.00 þann 1. desember. Alls bárust um 6.500 áskriftir að andvirði um 58 ma.kr. sem samsvarar tæplega fjórfaldri eftirspurn. Rúmlega fimmföld eftirspurn var eftir þeim hlutum sem boðnir voru í áskriftarbók A og rúmlega þreföld eftirspurn var eftir hlutum sem boðnir voru í áskriftarbók B.
Fjármálamót á pólsku
1. des. 2023
Udana Konferencja Finansowa w języku polskim
Konferencja Finansowa to nazwa cyklu zebrań informacyjnych Landsbankinn, takich jak to, które odbyło się wczoraj, czyli w środę, dnia 29 listopada 2023 roku, po raz pierwszy po polsku dla polskich klientów. Zebranie przebiegło bardzo dobrze i cieszyło się niezłą frekwencją. Zebrani zadawali dużo pytań dotyczących nie tylko kredytów hipotecznych, różnych rodzajów kart kredytowych czy dobrowolnego funduszu emerytalnego.
Fjármálamót á pólsku
30. nóv. 2023
Vel heppnað Fjármálamót á pólsku
Fjármálamót er heitið á fræðslufundaröð Landsbankans og í gær, miðvikudaginn 29. nóvember 2023, héldum við slíkan fund í fyrsta sinn á pólsku fyrir pólskumælandi viðskiptavini. Fundurinn tókst afar vel, var vel sóttur og fundargestir spurðu mikið, ekki síst um íbúðalán, mismunandi kreditkort og viðbótarlífeyrissparnað.
Tölva á borði
30. nóv. 2023
Umræðuvefur Landsbankans einnig á ensku – „The Forum“
Nú birtist Umræðan, efnis- og fréttaveita Landsbankans, einnig á ensku. Við viljum leggja okkar af mörkum til að fræða alla landsmenn um fjármál, efnahagsmál, netöryggi og annað sem er efst á baugi hverju sinni.
28. nóv. 2023
Opið söluferli á 35% eignarhlut Landsbankans í Keahótelum ehf.
Eignarhlutur Landsbankans í hótelkeðjunni Keahótel ehf. er nú til sölu. Söluferlið fer fram í samræmi við stefnu bankans um sölu eigna.
Gluggar
24. nóv. 2023
Czego chcesz się dowiedzieć o finansach i usługach bankowych w Islandii?
Landsbankinn zaprasza 29 listopada o godz. 18.00–19.00 na zebranie informacyjne na temat oszczędzania, spraw emerytalnych, kredytu hipotecznego oraz bezpieczeństwa cybernetycznego. Zebranie odbędzie się w sali Klubu Sportowego „Leiknir” w Breiðholt przy Austurberg 1, 111 Reykjavík. Zebranie prowadzone będzie w języku polskim.
Gluggar
24. nóv. 2023
Hvað viltu vita um fjármál og bankaþjónustu á Íslandi?
Fræðslufundur Landsbankans um sparnað, lífeyrismál, húsnæðislán og netöryggi. Miðvikudaginn 29. nóvember 2023 kl. 18.00-19.00. Fundurinn verður haldinn í sal Íþróttafélagsins Leiknis í Breiðholti, Austurbergi 1, 111 Reykjavík. Fundurinn verður haldinn á pólsku.
Grindavík
24. nóv. 2023
Bez odsetek i rekompensaty indeksacyjnej z tytułu kredytów hipotecznych dla mieszkańców Grindavíku przez trzy miesiące
W związku z niepewną sytuacją wskutek klęski żywiołowej w Grindavíku Landsbankinn, Arion banki oraz Íslandsbanki we współpracy ze Związkiem Przedsiębiorstw Finansowych (SFF) doszły do porozumienia w sprawie zniesienia odsetek i rekompensaty indeksacyjnej z tytułu kredytów hipotecznych mieszkańców Grindavíku na okres trzech miesięcy. Wczoraj, tj. 22 listopada br., zostało zawarte porozumienie tejże treści.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur