Sæmd­arkúg­un – óþægi­leg­ar en inni­halds­laus­ar hót­an­ir

Ein tegund fjárkúgunar er svonefnd sæmdarkúgun (e. sextortion) þar sem vegið er að sæmd og friðhelgi viðkomandi í þeim tilgangi að beita kúgun. Búist er við að slíkum málum fari fjölgandi.
17. október 2019 - Landsbankinn

Algeng útfærsla sæmdarkúgunar lýsir sér þannig að fjárkúgari hefur samband við fórnarlamb að fyrra bragði og fullyrðir að hann hafi eina eða fleiri myndbandsupptökur úr síma eða tölvu sem sýnir viðkomandi á kynferðislegan hátt. Algengt er að kúgarinn segist hafa tekið myndefnið upp án vitundar fórnarlambsins. Kúgarinn krefst síðan greiðslu til að eyða myndefninu, ella verði því dreift til fjölskyldu, vina, vinnufélaga og annarra tengiliða í síma og tölvu viðkomandi. En jafnvel þó fórnarlambið inni greiðsluna af hendi, heldur kúgarinn áfram að blóðmjólka viðkomandi þar til hann eða hún gefst upp og hreinlega getur ekki meira.

Fjárkúgararnir hafa sjaldnast „viðkvæmu“ gögnin

Eins og fjallað er um í greininni um útsmoginn sálfræðihernað í netsvikum þá er það hinn mannlegi breyskleiki fórnarlambsins, trúgirni þess eða grandvaraleysi, sem svikararnir reyna að spila á og notfæra sér. Sæmdarkúgunin hefur fátt með það að gera hvort fjárkúgararnir hafi meiðandi efni raunverulega undir höndum heldur treysta þeir á að fórnarlambið geti ekki útilokað að svo sé. Sæmdarkúgun beinist að persónulegustu málefnum einstaklinga – líkama þeirra, ímynd, orðspori og sjálfsákvörðunarrétti og þetta notfæra fjárkúgarar sér til að koma fólki úr jafnvægi. 

Skömm fórnarlambsins er eitt sterkasta vopn svikarans

Fyrstu þekktu tilvik sæmdarkúgunar komu fram árið 2013. Það var þó ekki fyrr en árið 2018 sem þeim fór að fjölga til mikilla muna víða um heim og hafa Íslendingar ekki farið varhluta af þeim. Í ársskýrslu um tilkynnta netglæpi sem bandaríska alríkislögreglan FBI gefur út, kom fram að sæmdarkúgunarmálum í Bandaríkjunum fjölgaði um 242% árið 2018 en þá voru rúmlega 51.000 mál tilkynnt til lögreglu og banka. Sambærilegar tölur hafa verið birtar af löggæslu- og greiningaraðilum í Evrópu og bendir flest til þess að málunum muni fjölga enn frekar. 

Töluverð framþróun hefur orðið í útfærslu svikanna. Núorðið reynir fjárkúgarinn allt hvað hann getur til að auka trúverðugleika sinn með því til dæmis að birta í hótuninni eitt eða fleiri lykilorð sem fórnarlambið raunverulega notar, eða hefur notað, að tölvupósti, appi, á samfélagsmiðlum eða öðrum læstum vefsíðum. Fjárkúgarinn segist hafa notað einmitt þessi lykilorð til að brjótast inn í tölvu fórnarlambsins, og hafi þar um langt skeið stundað upptökur í vefmyndavélinni eða í síma viðkomandi og eigi því fjölda myndskeiða úr fram- og afturmyndavél símans sem komi viðkomandi afar illa, fari efnið í almenna dreifingu.

Sæmdarkúgunarmálum í Bandaríkjunum fjölgaði um 242% á milli áranna 2017 og 2018.

Ekki örvænta

Fáir þú svona hótun skaltu eftir fremsta megni sýna stillingu - og alls ekki svara henni. Ólíklegt er að svikarinn hafi náð að brjótast inn í tölvuna eða símann. Iðulega er um staðlaðan tölvupóst að ræða þar sem nafni fórnarlambsins er skeytt inn ásamt einu eða fleiri lykilorðum sem fjárkúgarinn hefur komist yfir. Hafi fjárkúgarinn raunverulega komist yfir efni, fylgir eitt eða fleiri skjáskot með hótuninni. Ráðlegt er lesa vandlega efnið í spurt og svarað kaflanum hér neðar.

Fingrafar grafík

Algengar spurningar

Hafðu samband

Ef þú telur að þú hafir orðið fórnarlamb sæmdarkúgunar hvetjum við þig til að kæra málið til lögreglu á netfangið cybercrime@lrh.is. Þú getur líka sent tölvupóst til Þjónustuvers Landsbankans eða hringt í síma 410 4000.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Netöryggi
13. jan. 2023

Varist svik í gegnum samfélagsmiðla – aldrei framsenda SMS-kóða

Við viljum vara viðskiptavini okkar við netsvikum, sérstaklega svikum sem fara fram í gegnum samfélagsmiðla og skilaboðaforrit, en mikið hefur borið á þeim undanfarið.
Öryggi í netverslun
4. nóv. 2022

14 góð ráð til að auka öryggi í netverslun

Verslun á netinu er ekki hættulaus, tölvuþrjótar leggja mikið á sig til að stela greiðsluupplýsingum eða svíkja fé út úr fólki með öðrum hætti. Hér fyrir neðan eru nokkur einföld ráð til að minnka hættuna á netsvikum.
Netöryggi
7. sept. 2022

Fræðsluefni um varnir gegn netsvikum

Við höfum tekið saman aðgengilegt fræðsluefni um hvernig hægt er að þekkja netsvik og verjast þeim.
8. júlí 2022

Mundu eftir netörygginu - líka þegar þú ert í fríi

Tilraunum til hvers kyns netsvika hefur fjölgað mikið og reynslan sýnir að þeim fjölgar á sumrin. Ástæðan er talin vera sú að netsvikarar vonast eftir því að þá sé fólk sé kærulausara og sé líklegra til að taka þátt í fölskum Facebook-leik, smella á hlekk í hugsunarleysi eða skoða ný „fjárfestingartækifæri“.
12. maí 2022

Ekki smella á hlekkinn – og ekki falla í gildruna

Notkun á tölvum og símum er stór hluti af okkar daglega lífi og því nauðsynlegt að vera meðvituð og upplýst um hætturnar sem leynast á netinu.
New temp image
8. mars 2022

Upptökur af fróðlegum fundi um netöryggismál

Landsbankinn stóð fyrir vel heppnuðum fundi um netöryggismál fimmtudaginn 3. mars 2022. Á fundinum var m.a. fjallað um hvernig skipulagðir glæpahópar beina spjótum sínum að einstaklingum og fyrirtækjum og hvernig verjast má atlögum þeirra.
2. mars 2022

Tinder-svindlarinn og hætturnar á netinu

Tilraunir til fjársvika á netinu aukast stöðugt og dæmi eru um að Íslendingar hafi tapað milljónum til svindlara á netinu. Oft er verið að spila með tilfinningar og góðmennsku fólks og mikilvægt að fólk þekki einkenni svikatilrauna, hvort sem þau beinast gegn þér eða þínum nánustu.
Netöryggi
4. nóv. 2021

Hvernig get ég varist kortasvikum?

Það er mjög mikilvægt að lesa vandlega öll skilaboð sem koma frá bankanum þínum, kortafyrirtækjum, þjónustuaðilum eða verslunum áður en þú gefur upp greiðsluupplýsingar eða samþykkir greiðslu. Með því að fara vandlega yfir skilaboðin getur þú dregið verulega úr hættunni á að verða þolandi kortasvika.
12. apríl 2021

Þekkt vörumerki notuð til að svíkja út peninga

Undanfarið hefur borið meira á tilraunum til svonefndra vörumerkjasvika sem ganga út á að villa um fyrir fólki með gylliboðum í nafni þekktra fyrirtækja og lokka það inn á vefsíður fjársvikara. Nýverið birtust færslur á Facebook með fölsuðum skjámyndum úr íslenskum bankaöppum, í einmitt þessum tilgangi.
8. okt. 2020

Fræðsla og umræða um netöryggi ber árangur

Þrátt fyrir að meira sé nú um tilraunir til hvers kyns netsvika falla færri í gildruna. Það sem af er árinu 2020 hefur fjársvikamálum á netinu, þar sem svikin takast og tjón verður, fækkað um helming miðað við sama tíma árið 2019. Við teljum að þróunin sé að mestu leyti fræðslu og umræðu um netöryggi að þakka en kórónuveirufaraldurinn hefur líka sín áhrif.
Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur