Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

Setj­um okk­ar eig­in leik­regl­ur í net­heim­um

Það berast reglulega fréttir af fólki sem tapar peningum eftir að hafa fallið fyrir netsvikum. Þetta vandamál er alls ekki bundið við Ísland, heldur eru netsvikin hluti af starfsemi alþjóðlegra glæpahringja sem svífast einskis til að svíkja peninga af fólki.
2. apríl 2025 - Landsbankinn

Snjallsímar og tölvutækni hafa aukið og bætt lífsgæði með betra aðgengi að upplýsingum, vörum, þjónustu og tækifærum. Auðvelt er að stunda bankaviðskipti á netinu, nýta sér ýmis konar þjónustu og panta vörur og fá sent heim. Samfélagsmiðlar hafa líka gert samskipti við okkar nánustu og umheiminn mun aðgengilegri og auðveldari. Alla þessa kosti sem símarnir og tölvutæknin hafa fært okkur er hægt að nýta með öruggum hætti – en til þess þarf að gæta að nokkrum grundvallaratriðum. Hætturnar í netheimum leynast víða og því er mjög mikilvægt að þekkja þær og fara varlega.

Gerum bara það sem við treystum okkur til

Mikilvægt er að við setjum okkar leikreglur sem við treystum okkur til að fara eftir út frá þekkingu okkar og reynslu í netheimum. Mikilvægustu leikreglurnar sem ég set mér eru þessar:

  • Ég skrái mig aldrei inn í bankaapp eða netbanka nema fara sjálf inn í appið eða beint á vefsíðu bankans. Ég smelli aldrei á hlekki sem leiða mig inn á innskráningarsíðu apps eða netbanka.
  • Ég smelli aldrei á hlekki sem koma í tölvupóstum, með SMSi, í gegnum Messenger eða önnur skilaboðaforrit. Í staðinn fer ég beint inn á vef/app viðkomandi.
  • Ég sendi aldrei upplýsingar um kortanúmerið mitt eða mynd af kortinu mínu í tölvupósti eða skilaboðum. Ég set aðeins kortanúmerið mitt inn á örugga vefverslun þar sem ég samþykki greiðslu með auðkenningu í rafrænum skilríkjum eða bankaappi.
  • Ég les vel yfir auðkenningar sem koma í rafrænum skilríkjum við innskráningu á öruggar síður eða þegar ég samþykki greiðslu. Ég kanna hvort þar séu réttar upplýsingar um söluaðila, rétt fjárhæð og réttur gjaldmiðill.
  • Ég tek aldrei mark á gylliboðum á samfélagsmiðlum, í símtölum eða skilaboðum um fjárfestingar frá fyrirtækjum sem ég þekki ekki neitt.

Þegar við höfum þessi atriði í huga og gerum bara það á netinu sem okkur líður vel með og treystum okkur til að gera, þá eru minni líkur á að við föllum fyrir brögðum svikara. Augnabliks kæruleysi eða tilraunir til að fjárfesta á netinu í einhverju sem við þekkjum ekki vel, s.s. rafmyntum, getur verið dýrkeypt og fjármunir sem við höfum eytt allri starfsævi okkar að afla geta verið í hættu.

Fræðsluefni

Við í Landsbankanum höfum birt mikið af aðgengilegu fræðsluefni um varnir gegn netsvikum á vefnum okkar. Þar fjöllum við m.a. um símtalasvik og falska tölvupósta sem mikið hefur borið á undanfarið.

www.landsbankinn.is/netoryggi

Förum varlega á netinu!

Greinin birtist fyrst í Félagstíðindum Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, 1. tbl. 16. árg. 2025.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Netöryggi
20. des. 2024
Símtalasvikin halda áfram – ekki falla í gildruna
Síðustu vikur og mánuði hefur verið mikið um að fólk falli fyrir símtalasvikum sem oftast snúast um rafmyntir sem ýmist eru boðnar til sölu eða fólki er talin trú um að það eigi rafmyntir inni á reikningi. Fjárhagslegt tjón í þessum svikum hefur verið mikið og eftir sitja einstaklingar í sárum.
2. des. 2024
Lengdin skiptir máli – sterkustu lykilorðin
Hvað eru bestu og sterkustu lykilorðin? Best og sterkast er ekki alveg það sama, því góð lykilorð þurfa bæði að vera eftirminnileg OG sterk vörn gegn netárásum. Svarið gæti því komið þér á óvart!
Öryggi í netverslun
11. nóv. 2024
14 góð ráð til að auka öryggi í netverslun
Verslun á netinu er ekki hættulaus, tölvuþrjótar leggja mikið á sig til að stela greiðsluupplýsingum eða svíkja fé út úr fólki með öðrum hætti. Hér fyrir neðan eru nokkur einföld ráð til að minnka hættuna á netsvikum.
Öryggi í netverslun
30. okt. 2023
Góð ráð um varnir gegn netsvikum
Netsvik hafa aukist verulega. Við höfum tekið saman aðgengilegar upplýsingar um hvernig hægt er að þekkja netsvik og verjast þeim.
31. ágúst 2023
Ef þú lest ekki skilaboðin getur þú tapað miklum peningum!
Ertu örugglega að nota rafrænu skilríkin til að staðfesta eitthvað sem þú vilt í raun og veru gera? Eða eru svikarar kannski að plata þig til að nota rafrænu skilríkin til að hleypa sér inn í bankaappið þitt?
Netöryggi
3. ágúst 2023
Yngri hópur fellur fyrir netsvikum – erum við nógu varkár?
Netsvikum og tilraunum til netsvika hefur fjölgað mikið í sumar. Ekki aðeins eru málin fleiri heldur eru fórnarlömbin líka yngri en áður. Möguleg skýring á aukningunni er sú að nú er meira um að svikin séu reynd utan opnunartíma fyrirtækja, þ.e. um kvöld og um helgar og þegar líklegt er að fólk sé í sumarfríi og því síður á varðbergi.
Öryggi í netverslun
28. júlí 2023
Hvernig á að bregðast við svikum?
Ef þig grunar að þú hafir lent í klóm svikara, sérð óeðlilegar færslur á reikningum eða greiðslukortum eða óviðkomandi hefur komist inn í netbankann þinn, er mikilvægt að hafa samband við bankann eins fljótt og hægt er.
Netöryggi
13. jan. 2023
Varist svik í gegnum samfélagsmiðla – aldrei framsenda SMS-kóða
Við viljum vara viðskiptavini okkar við netsvikum, sérstaklega svikum sem fara fram í gegnum samfélagsmiðla og skilaboðaforrit, en mikið hefur borið á þeim undanfarið.
8. júlí 2022
Mundu eftir netörygginu - líka þegar þú ert í fríi
Tilraunum til hvers kyns netsvika hefur fjölgað mikið og reynslan sýnir að þeim fjölgar á sumrin. Ástæðan er talin vera sú að netsvikarar vonast eftir því að þá sé fólk sé kærulausara og sé líklegra til að taka þátt í fölskum Facebook-leik, smella á hlekk í hugsunarleysi eða skoða ný „fjárfestingartækifæri“.
12. maí 2022
Ekki smella á hlekkinn – og ekki falla í gildruna
Notkun á tölvum og símum er stór hluti af okkar daglega lífi og því nauðsynlegt að vera meðvituð og upplýst um hætturnar sem leynast á netinu.