Netör­yggi og notk­un farsíma í snjall­bún­aði bíla­leigu­bíla

Handfrjáls símabúnaður veitir öryggi og þægindi. Mikilvægt er að aftengja símann við skil á bílaleigubíl því annars geta þrjótar notfært sér gögnin til að undirbúa svik.
5. júlí 2019 - Landsbankinn

Ef við leigjum bíl í nokkra daga eða vikur, til dæmis í sumarfríi erlendis, tengjum við gjarnan einn eða fleiri síma fjölskyldunnar við bílinn með þráðlausum búnaði (e. Bluetooth). Nytsemin er ótvíræð, hlusta má á leiðsögutækið, spila tónlist og hvaðeina.

Mörg bílaleigufyrirtæki hafa það fyrirmyndarverklag að fjarlægja símatengingar og gögn leigutaka þegar ökutæki er skilað. Sé slíkt ekki gert eru upplýsingarnar sýnilegar þeim sem á eftir koma og slyngir hrappar geta meira að segja hlaðið niður öllum tengiliðalista símans, símtalaskránni eins og hún leggur sig, leiðsagnarferlum og fjölmörgu fleiru sem vistast sjálfkrafa í hugbúnað bílsins og ber með sér persónuupplýsingar um hvert þú fórst, við hvern þú talaðir og eftir atvikum, hvað þú gerðir. Ef þú ert með síma frá vinnuveitanda er eftir enn meiru að slægjast.

Fyrirmælafölsun byggir á slíkum upplýsingum

Hver er áhættan?, kann einhver að spyrja. Svikahrappar geta hagnýtt þær upplýsingar sem vistast í hugbúnaði bílaleigubílsins til að villa á sér heimildir í margskonar samskiptasvikum (e. social engineering). Upplýsingarnar geta þeir notað til að undirbúa sig vel til að þeir geti sent trúverðug skilaboð í nafni fórnarlambs. Með því að komast yfir ferðaferilinn og símtalasöguna í fríinu og að fylgjast grannt með hegðun þinni á samfélagsmiðlum, jafnvel að brjótast inn á Facebook-aðganginn, má púsla saman sannfærandi lygasögu og beita henni á ættingja, vinnuveitanda, banka, tryggingafélög og marga fleiri sem þér tengjast. Fyrirbærinu má líkja við sálfræðihernað þar sem svikahrappar nota sálræna og tilfinningalega eiginleika fólks til að ráðskast með það.

Snjallbúnaður í bifreið

Þekktasta dæmið hérlendis eru annars vegar fyrirmælafalsanir sem ganga út á að svíkja út fé með því að gefa fölsk fyrirmæli um greiðslur, og hins vegar svik í gegnum tölvupóst og smáskilaboð. Þá hefur sú þróun átt sér stað undanfarin misseri að æ fleiri glæpamenn hafa fært sig yfir á samfélagsmiðlana til að ná betur athygli fólks og veiða það í sérsniðnar gildrur, aðlagaðar persónueiginleikum viðkomandi.

Aftengdu símann við skil

Kannski er full langt gengið að ráðleggja fólki að tengja aldrei síma við bílaleigubíla en í öllu falli er best að treysta á sjálfan sig fremur en verklag annarra. Þó bílaleigan fullyrði að hún eyði gögnunum hefur þú ekki fullvissu fyrir því nema að vera viðstaddur og sú er sjaldnast raunin. Yfirleitt er maður á hraðferð við skil á bílaleigubíl og setur lykilinn í skilabox utan við flugstöðina til að drífa sig í innritun.

Þess vegna er brýnt að þú aftengir símann úr búnaði bílsins við skil. Sama gildir ef þú hefur tengt símann við fleira en útvarpið, eins og til dæmis við frístandandi leiðsagnartæki eða sjónvarp í lofti og aftursætum. Hið sama á við þegar bifreið er seld eða þegar þú skilar bíl af öðrum ástæðum.

Á meðal annarra ráða er að loka fyrir gælunafnið þitt í símanum (nefna símann „iPhone“ í stað „Jakobs sími“) og forðast að stilla „Heim” á nákvæmlega heimilisfang þitt í fríinu. Hvort tveggja kemur að gagni ef bíllinn er tekinn ófrjálsri hendi í fríinu.

Megir þú svo eiga góða ferð, hvert sem vegir liggja!

Þú gætir einnig haft áhuga á
21. júní 2021

Svikarar fara ekki í sumarfrí

Tilraunum til netsvika fjölgar yfirleitt á sumrin. Hugsanlega vonast svikararnir til að þegar fólk er í fríi sé það líklegra til að smella á hlekki í hugsunarleysi eða lesa ekki nægilega vel SMS-skilaboð eða tölvupóst áður en það bregst við.
12. apríl 2021

Þekkt vörumerki notuð til að svíkja út peninga

Undanfarið hefur borið meira á tilraunum til svonefndra vörumerkjasvika sem ganga út á að villa um fyrir fólki með gylliboðum í nafni þekktra fyrirtækja og lokka það inn á vefsíður fjársvikara. Nýverið birtust færslur á Facebook með fölsuðum skjámyndum úr íslenskum bankaöppum, í einmitt þessum tilgangi.
8. okt. 2020

Fræðsla og umræða um netöryggi ber árangur

Þrátt fyrir að meira sé nú um tilraunir til hvers kyns netsvika falla færri í gildruna. Það sem af er árinu 2020 hefur fjársvikamálum á netinu, þar sem svikin takast og tjón verður, fækkað um helming miðað við sama tíma árið 2019. Við teljum að þróunin sé að mestu leyti fræðslu og umræðu um netöryggi að þakka en kórónuveirufaraldurinn hefur líka sín áhrif.
Ástarsvik tákn
11. sept. 2020

Brostið hjarta og tómt veski – varist ástarsvik á netinu

Í ástarsvikum stofna svikarar til falsks ástarsambands á netinu í þeim tilgangi að hafa fé af fórnarlömbunum. Þeir þykjast t.d. vera ungar konur í vanda eða særðir hermenn til að fá fólk til að bíta á agnið.
Skilaboðasvik
2. sept. 2020

Góð ráð um netöryggi í fjarnámi og fjarvinnu

Samhliða því að sífellt fleiri stunda fjarnám eða sinna vinnu að heiman leita netþrjótar að nýjum leiðum til að svindla á fólki. Það má gera ýmislegt til að auka netöryggi heimilisins og treysta varnir gegn óprúttnum aðilum.
23. okt. 2019

Það kostar ekkert að gera tölvupóstinn öruggari

Reglulega koma fram á sjónarsviðið nýjungar sem efla öryggi fólks á netinu. Hér er fjallað um áhugaverðar, ókeypis lausnir fyrir fyrirtæki og stofnanir sem gera tölvupóstsendingar bæði öruggari og skilvirkari.
17. okt. 2019

Sæmdarkúgun – óþægilegar en innihaldslausar hótanir

Ein tegund fjárkúgunar er svonefnd sæmdarkúgun (e. sextortion) þar sem vegið er að sæmd og friðhelgi viðkomandi í þeim tilgangi að beita kúgun. Búist er við að slíkum málum fari fjölgandi.
1. okt. 2019

Útsmoginn sálfræðihernaður í netsvikum

Netsvikarar beita útsmognum sálfræðihernaði til að blekkja fórnarlömb sín. Tölvupóstar frá þeim geta verið á óaðfinnanlegri íslensku og þeir bjóða upp á sannfærandi (en falska) netbanka sem virðast sýna ótrúlega ávöxtun.
12. júlí 2019

Fjárfestasvik eru algengustu netsvikin hérlendis það sem af er ári

Netsvik birtast okkur í ýmsum útgáfum. Þar má nefna svonefnd fjárfestasvik (investment scam) og hefur umfang þeirra hérlendis aukist um 77% á árinu.
3. jan. 2019

Aldrei meira tjón af netglæpum

Gagnalekum fjölgar milli ára, sífellt fleiri kortanúmer ganga kaupum og sölu, illa fengnum lykilorðum er dreift sem aldrei fyrr og netþrjótar beita sífellt þróaðri aðferðum. Í þessari grein er fjallað um þróun netglæpa á árinu 2018.
Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur