Vara­samt að velja upp­hæð­ina í ís­lensk­um krón­um

Fólk á ferðalögum erlendis er oft spurt hvort það vilji greiða með greiðslukorti í sínum eigin gjaldmiðli, í stað gjaldmiðils viðkomandi lands. Hvernig virkar það og er það sniðugt?
Greiðsluposi í útlöndum
20. ágúst 2020 - Landsbankinn

Þessi þjónusta er þekkt undir nafninu DCC sem stendur fyrir Dynamic Currency Conversion.

Sumum korthöfum þykir þægilegt að nota DCC-þjónustuna því þar með þurfa þeir ekki reikna út hver upphæðin er í íslenskum krónum, þar sem upphæðin í íslenskum krónum blasir við á posanum. Greiðsla sem samþykkt er með þessum hætti er heldur ekki háð mögulegum sveiflum á gengi frá þeim tíma sem færslan er staðfest, t.d. þegar greitt er í posa og þangað til upplýsingar um hana berast til kortaútgefanda en þá er greiðslan endanlega samþykkt. Upphæðin helst þar með óbreytt þar sem fjárhæðinni hefur þegar verið skipt yfir í íslenskar krónur, þ.e. þegar Íslendingar eiga í hlut. Reyndar eru slíkar gengissveiflur yfirleitt litlar og hafa verður í huga að þær geta líka verið korthafa til hagsbóta, þ.e. gengið getur verið hagstæðara þegar upplýsingar um greiðsluna berast kortaútgefanda.

Í DCC-viðskiptum bætir þjónustuaðilinn yfirleitt hóflegri álagsgreiðslu ofan á kaupverðið og í sumum tilfellum bætist einnig við sérstök þóknun. Því miður hafa þó komið upp dæmi þar sem að álag og þóknanir hafa algjörlega verið úr takti við það sem eðlilegt getur talist. Því ættu korthafar hafa varann á áður en skilmálar og greiðslur eru staðfestar.

Upplýsingaskylda söluaðila

Ef söluaðilar bjóða viðskiptavinum sínum DCC-þjónustu, þá verða þeir alltaf að spyrja korthafa fyrirfram hvort þeir vilji þiggja þjónustuna og sýna þeim eftirfarandi upplýsingar:

  1. Upprunalega upphæð með tilheyrandi tákni gjaldmiðils t.d. €.
  2. Upphæð í nýrri mynt með viðkomandi tákni t.d. ISK.
  3. Gengið sem notað verður við umsnúninginn og frá hvaða fjármálstofnun það er fengið.
  4. Álag og aðrar þóknanir ef við á.

Kostir DCC

  • Upphæð í eigin mynt.
  • Gengi gjaldmiðla er fast og fjárhæðin endanleg.

Ókostir DCC

  • Auka álag og þóknanir sem valda því að kaupin verða dýrari. Í sumum tilvikum er kostnaðurinn sem bætist við langt umfram það sem eðlilegt getur talist.
  • Töluvert af upplýsingum sem þarf að yfirfara áður en greiðsla er samþykkt.

Niðurstaða

Að greiða í sínum eigin gjaldmiðli getur verið þægilegt og minnkað óvissu um endanlegt verð. Hafa þarf í huga að um er að ræða aukaþjónustu sem ber kostnað. Fara þarf varlega við að nota DCC-þjónustu og passa að boðið sé eðlilegt gengi og að kostnaður sé sanngjarn, vegna þess að erfitt og jafnvel ómögulegt er fyrir kortaútgefanda að sækja leiðréttingu til handa korthafa eftir að viðskiptin hafa verið staðfest.

Ofangreint er uppfærð útgáfa af grein sem var fyrst birt á Umræðunni í nóvember 2015. Greinin var síðast uppfærð í ágúst 2020.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Netbanki
15. sept. 2023
Hægt að lækka eða komast hjá þjónustugjöldum
Þú borgar ekkert fyrir grunnþjónustu í appinu og netbankanum og þú getur komist hjá því að greiða þjónustugjöld eða lækkað þau með því að velja ódýrari eða gjaldfrjálsar þjónustuleiðir sem eru í boði hjá Landsbankanum.
Ungt fólk
8. sept. 2023
Hvað breytist við að verða fjárráða?
Þegar þú verður fjárráða berð þú ábyrgð á peningunum þínum og viðskiptasögu. Við þessi tímamót er gott að staldra við, kynna sér mikilvæg atriði um fjármálin sín og fá sem besta yfirsýn yfir hlutina.
5. sept. 2023
Hvaða áhrif hafa vaxtahækkanir á lánin mín?
Hærri stýrivextir leiða til þess að vextir og mánaðarleg greiðslubyrði á lánum sem eru með breytilega vexti hækka. Þetta á meðal annars við um neytendalán á borð við yfirdrátt og greiðsludreifingu á kreditkortum en mestu munar þó yfirleitt um íbúðalánin.
5. sept. 2023
Greiðslubyrðin þyngist - hvaða möguleikar eru í stöðunni?
Vextir hafa hækkað sem veldur því meðal annars að greiðslubyrði af óverðtryggðum íbúðalánum er nú töluvert meiri en áður. Þá sjá margir lántakar, sem festu vexti þegar þeir voru hvað lægstir, fram á að borga mun meira af láninu þegar fastvaxtatímabilinu lýkur. Hver eru áhrifin af vaxtahækkununum og hvaða möguleika höfum við til að létta á greiðslubyrðinni?
Lyftari í vöruhúsi
7. júní 2023
Verðbólgan á allra vörum - nokkur lykilatriði til að hafa á hreinu
Verðbólga, stýrivextir, verðbólguvæntingar og gengi. Hvað þýða þessi hugtök og af hverju skipta þau máli?
Evrópsk verslunargata
2. maí 2023
Góð ráð um kortanotkun og greiðslur í útlöndum
Við mælum með að fólk greiði með snertilausum hætti þegar það er á ferðalagi erlendis, annað hvort með Apple Pay, kortaappinu eða með því að nota snertilausa virkni kreditkorta. Það er samt enn nauðsynlegt að taka kortin sjálf með í ferðalagið.
Strákar með hjólabretti
12. apríl 2023
Hvað á að gera við fermingarpeninginn?
Áður voru fermingargjafir oft eigulegir gripir sem hjálpuðu fermingarbarninu inn í nýtt tímabil ævinnar – skatthol, pennar, orðabækur, merkileg skáldverk, hljómtæki, tjöld, armbandsúr eða ferðatöskur.
21. mars 2023
Bankaþjónusta fyrir börn og unglinga
Þegar börn verða níu ára geta þau, með samþykki foreldra eða forsjáraðila, fengið debetkort og skoðað bankareikningana sína í appi og netbanka. Þegar börnin verða unglingar við 13 ára aldur þurfa þau ekki lengur slíkt samþykki.
15. feb. 2023
Hvernig virkar greiðslubyrðarhlutfall þegar ég sæki um íbúðalán?
Greiðslubyrðarhlutfall er fyrir mörgum nýyrði þegar kemur að umsóknum um íbúða- og fasteignalán. Útreikningurinn á hlutfallinu – sem er misjafn eftir því hvort lán eru verðtryggð eða óverðtryggð – vefst líka fyrir mörgum.
24. jan. 2023
Auðvelt að bera saman ávöxtun á fjárfestingum
Það er gott að hefja nýtt ár á að fara yfir fjárfestingarnar sínar og skoða hvort maður sé að fá bestu ávöxtunina sem völ er á miðað við eigin markmið og áhættuvilja.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur