Val­greiðsl­ur í net­bank­an­um – hvað­an koma þær og til hvers eru þær?

Valgreiðslur (valkröfur) eru reikningar sem ekki þarf að greiða. Þær eru gjarnan stofnaðar af félagasamtökum eða stofnunum og oft í þeim tilgangi að afla styrkja til góðra málefna. Í appinu og netbankanum er hægt að fela valgreiðslur eða eyða þeim (og auðvitað greiða þær, ef vilji er til þess). Um þetta og aðra eiginleika valgreiðslna fjallar þessi grein.
14. desember 2021

En byrjum á byrjuninni: Hvaða fyrirbæri eru valgreiðslur? Valgreiðslur – sem einnig eru nefndar valkröfur - eru innheimtukröfur eða reikningar sem greiðandi þarf ekki að greiða og bera hvorki dráttarvexti né annan kostnað. Valgreiðslurnar birtast undir ógreiddum reikningum í netbankanum en þær berast líka gjarnan á greiðsluseðlum á pappír, yfirleitt í gluggaumslagi. Valgreiðslur eru t.d. notaðar til að selja happdrættismiða, biðja um styrki, innheimta félagsgjöld eða gjöld vegna ýmiskonar viðburða.

Valgreiðslur má þekkja á því að í netbönkum er hægt að eyða þeim eða fela. Aðrar kröfur er einungis hægt að fela (og greiða), s.s. kreditkortareikninga, afborganir af íbúðalánum og þessháttar. Þó er hvorki hægt að stilla netbankann þannig að hann hafni öllum valgreiðslum til frambúðar né hafni öllum valgreiðslum frá tilteknum útgefanda. Ekki er heldur hægt að stilla netbankann þannig að hann birti aldrei valgreiðslu. Blæbrigðamunur er á framsetningu valgreiðslna á milli banka. Megináherslurnar eru þó hinar sömu, að feli greiðandi valgreiðslur, gildir það aðeins um þann netbanka. Ef greiðandi eyðir kröfunni hverfur hún úr sameiginlegu innheimtukerfi bankanna og birtist hvergi sem ógreiddur reikningur.

Ef þú kærir þig ekki um að fá valgreiðslur getur þú skráð þig á svokallaða bannskrá í þjóðskrá. Þá kemur þú ekki fram á úrtakslistum sem notaðir eru í markaðssetningarskyni. Þetta er einfalt að gera á vef Þjóðskrár. Skráning á bannskrá þýðir einnig að þú færð ekki senda markpósta.


Valgreiðslur bera ekki kostnað

Almennt gildir að valgreiðslur bera ekki kostnað og bera alls ekki dráttarvexti. Verði greiðandi var við kostnaðarliði á valgreiðslum, þá er það samkvæmt ákvörðun þess sem stofnaði kröfuna enda er honum það frjálst samkvæmt reglugerð um hámarksfjárhæð innheimtukostnaðar frá 2009 og innheimtulög frá 2008.

Valgreiðslur bera stundum seðilgjöld og sá misskilningur virðist útbreiddur að bankar ákvarði og innheimti seðilgjöld. Hið rétta er að það eru kröfuhafar sem setja seðilgjöld á kröfur, enda renna þau til þeirra en ekki bankans. Sama gildir um beingreiðslugjöld.

Þurfa að hafa gert innheimtusamning

Fyrirtæki, stofnanir og meira að segja einstaklingar geta stofnað valgreiðslur á hvern þann sem hefur íslenska kennitölu, hafi þeir gert innheimtusamning við sinn viðskiptabanka. Í slíkum samningum eru ákvæði um skilmála sem viðkomandi þarf að uppfylla, m.a. um að stofna valgreiðslurnar með réttum hætti. Þeir sem gera slíkan samning fá aðgang að netbanka fyrirtækja og sjá sjálfir um að stofna valgreiðslurnar.

Ef ekki er hægt að eyða eða fela valgreiðslu er líklegast að hún hafi óvart verið stofnuð sem hefðbundin krafa. Það veldur því að greiðandinn hefur ekki möguleika á að eyða henni. Ef valgreiðsla hefur verið stofnuð með réttum hætti á að vera hægt að eyða henni í netbanka Landsbankans eða fela.

Komi í ljós að valgreiðslan hafi vísvitandi verið stofnuð sem hefðbundin krafa, eða að eitthvað annað gefur til kynna að hún hafi verið stofnuð ranglega eða með röngum hætti, má beina kvörtunum til útgefanda kröfunnar eða til viðkomandi banka. Hjá Landsbankanum geta viðskiptavinir sent kvörtun beint í gegnum netbankann (með talblöðrunni í neðra hægra horni) eða með því að smella á hafa samband hér á Landsbankinn.is.

Til að gera frjáls framlög einfaldari

Valgreiðslur voru hugsaðar fyrir félög sem eru ekki rekin í hagnaðarskyni. Tilgangur þeirra er fyrst og fremst að gera innheimtu frjálsra fjárframlaga auðveldari. Aðrir hvatar búa ekki að baki og bankar hafa óverulega framlegð af þeim. Þá hefur Landsbankinn sett sér þá reglu að veita eftirfarandi félagaformum fastan 50% afslátt af þóknunum í innheimtukerfinu:

  • Menningar-, lista- og tómstundastarfsemi
    Dæmi: Íþróttafélög, ungmennafélög, skátafélög, áhugamannakórar, áhugaleikfélög, tóm-stundafélög eldri borgara.
  • Félagsleg þjónusta
    Dæmi: Fátækrahjálp, fjölskylduhjálp, velferð ungmenna og forvarnir, mæðrastyrksnefnd, björgunaraðstoð í sjálfboðavinnu.
  • Umhverfismál og dýravernd
    Dæmi: Dýraverndunarsamtök, landverndarsamtök, náttúruverndarsamtök, skógræktarfélög, landgræðslufélög.
  • Mannúðar-, styrktar- og sjálfboðaliðastarf
    Dæmi: Góðgerðafélög, mannréttindasamtök, minningarsjóðir, líknarfélög.
  • Alþjóðasamtök
    Dæmi: Alþjóðleg mannréttinda- og friðarsamtök, alþjóðleg hamfara- og neyðarþjónusta, þróunaraðstoð og menningarstarfsemi. Undir þetta falla m.a. UNICEF, UN Women og Amnesty International.

Nánari upplýsingar um valgreiðslur fást hjá þjónustuveri bankans í netspjallinu, í síma 410 4000 eða með því að senda tölvupóst í netfangið landsbankinn@landsbankinn.is.

Greinin birtist fyrst í apríl 2018 en hefur verið uppfærð.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Netbanki
15. sept. 2023
Hægt að lækka eða komast hjá þjónustugjöldum
Þú borgar ekkert fyrir grunnþjónustu í appinu og netbankanum og þú getur komist hjá því að greiða þjónustugjöld eða lækkað þau með því að velja ódýrari eða gjaldfrjálsar þjónustuleiðir sem eru í boði hjá Landsbankanum.
Ungt fólk
8. sept. 2023
Hvað breytist við að verða fjárráða?
Þegar þú verður fjárráða berð þú ábyrgð á peningunum þínum og viðskiptasögu. Við þessi tímamót er gott að staldra við, kynna sér mikilvæg atriði um fjármálin sín og fá sem besta yfirsýn yfir hlutina.
5. sept. 2023
Hvaða áhrif hafa vaxtahækkanir á lánin mín?
Hærri stýrivextir leiða til þess að vextir og mánaðarleg greiðslubyrði á lánum sem eru með breytilega vexti hækka. Þetta á meðal annars við um neytendalán á borð við yfirdrátt og greiðsludreifingu á kreditkortum en mestu munar þó yfirleitt um íbúðalánin.
5. sept. 2023
Greiðslubyrðin þyngist - hvaða möguleikar eru í stöðunni?
Vextir hafa hækkað sem veldur því meðal annars að greiðslubyrði af óverðtryggðum íbúðalánum er nú töluvert meiri en áður. Þá sjá margir lántakar, sem festu vexti þegar þeir voru hvað lægstir, fram á að borga mun meira af láninu þegar fastvaxtatímabilinu lýkur. Hver eru áhrifin af vaxtahækkununum og hvaða möguleika höfum við til að létta á greiðslubyrðinni?
Lyftari í vöruhúsi
7. júní 2023
Verðbólgan á allra vörum - nokkur lykilatriði til að hafa á hreinu
Verðbólga, stýrivextir, verðbólguvæntingar og gengi. Hvað þýða þessi hugtök og af hverju skipta þau máli?
Evrópsk verslunargata
2. maí 2023
Góð ráð um kortanotkun og greiðslur í útlöndum
Við mælum með að fólk greiði með snertilausum hætti þegar það er á ferðalagi erlendis, annað hvort með Apple Pay, kortaappinu eða með því að nota snertilausa virkni kreditkorta. Það er samt enn nauðsynlegt að taka kortin sjálf með í ferðalagið.
Strákar með hjólabretti
12. apríl 2023
Hvað á að gera við fermingarpeninginn?
Áður voru fermingargjafir oft eigulegir gripir sem hjálpuðu fermingarbarninu inn í nýtt tímabil ævinnar – skatthol, pennar, orðabækur, merkileg skáldverk, hljómtæki, tjöld, armbandsúr eða ferðatöskur.
21. mars 2023
Bankaþjónusta fyrir börn og unglinga
Þegar börn verða níu ára geta þau, með samþykki foreldra eða forsjáraðila, fengið debetkort og skoðað bankareikningana sína í appi og netbanka. Þegar börnin verða unglingar við 13 ára aldur þurfa þau ekki lengur slíkt samþykki.
15. feb. 2023
Hvernig virkar greiðslubyrðarhlutfall þegar ég sæki um íbúðalán?
Greiðslubyrðarhlutfall er fyrir mörgum nýyrði þegar kemur að umsóknum um íbúða- og fasteignalán. Útreikningurinn á hlutfallinu – sem er misjafn eftir því hvort lán eru verðtryggð eða óverðtryggð – vefst líka fyrir mörgum.
24. jan. 2023
Auðvelt að bera saman ávöxtun á fjárfestingum
Það er gott að hefja nýtt ár á að fara yfir fjárfestingarnar sínar og skoða hvort maður sé að fá bestu ávöxtunina sem völ er á miðað við eigin markmið og áhættuvilja.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur