Hvort er hag­stæð­ara að taka verð­tryggt eða óverð­tryggt lán?

Flest þeirra sem taka fasteignalán eða eru að hugsa um að endurfjármagna eldri lán velta því fyrir sér hvort hagstæðara sé að taka verðtryggt eða óverðtryggt lán.
Fjölbýlishús
19. október 2018

Í sjálfu sér er ekki hægt að svara því hvort hagstæðara er að taka verðtryggt eða óverðtryggt lán fyrr en að lánstíma liðnum því mjög misjafnt er milli ára hvort lánsformið er hagstæðara. Ef við berum saman kjörvexti Landsbankans á verðtryggðum og óverðtryggðum lánum sl. 20 ár voru meðalraunvextir á óverðtryggðum lánum 5,45% en meðalraunvextir á verðtryggðum lánum 5,71%. Það hefði því verið örlítið hagstæðara árið 1998 að taka óverðtryggt lán til 20 ára frekar en verðtryggt. Munurinn er á hinn bóginn lítill og ómögulegt hefði verið að spá fyrir um hann.

Það er einnig athyglisvert að skipta þessu 20 ára tímabili upp og skoða fimm ára tímabil í senn. Þá sést að óverðtryggðu lánin voru aðeins hagstæðari á einu þessara tímabila. Samanburðurinn er athyglisverður en segir þó ekki til um hvernig þróunin verður í framtíðinni.

Samanburður lána Raunvextir
Árin 1998-2002  
Óverðtryggð lán 7,15%
Verðtryggð lán 6,88%
   
Árin 2003-2007  
Óverðtryggð lán 6,70%
Verðtryggð lán 5,92%
   
Árin 2008-2012  
Óverðtryggð lán 3,09%
Verðtryggð lán 5,78% 
   
Árin 2013-2017  
Óverðtryggð lán 4,87%
Verðtryggð lán 4,25%

Munur á nafnvöxtum en ekki endilega raunvöxtum

Helsti munurinn á verðtryggðum og óverðtryggðum lánum er að vextir (nafnvextir) óverðtryggðra lána eru hærri en á verðtryggðum lánum. Ástæðan er sú að vaxtastig óverðtryggðra lána gerir ráð fyrir verðbólgu - áætluð verðbólga er með öðrum orðum innifalin í vaxtaprósentu óverðtryggðra lána.

Verðtryggð lán bera lægri nafnvexti en til viðbótar eru reiknaðar verðbætur sem eru jafnháar verðbólgunni. Ef nafnvextir eru 3,5% og verðbólga 2,5% leggjast 2,5% verðbætur ofan á höfuðstólinn. Vextirnir eru síðan reiknaðir af höfuðstólnum og nafnávöxtun verður því rúmlega 6%.

Þar sem verðbætur leggjast við höfuðstólinn eru afborganir af verðtryggðum lánum lægri í upphafi lánstímans en höfuðstóllinn lækkar hægar.

Vextir á óverðtryggðum lánum greiðast á hinn bóginn að fullu í hvert sinn sem þarf að greiða af láninu og leggjast ekki við höfuðstólinn. Af þeim sökum er greiðslubyrði af óverðtryggðum lánum þyngri í upphafi en lækkar síðan eftir því sem líður á lánstímann.

Fasteignir hækka yfirleitt í takt við launahækkanir

Margir eru smeykir við verðtryggð lán, ekki síst eftir að þau hækkuðu mikið í verðbólguskotinu sem varð í kringum hrunið 2008. Ef verðtryggt lán til 40 ára er slegið inn í reiknivélar, og gert ráð fyrir hefðbundinni íslenskri verðbólgu, sést að heildarafborganir af láninu verða mjög háar ef miðað er við verðlag dagsins í dag.

Það þarf þó að huga að ýmsu öðru. Reynslan sýnir t.d. að fasteignir hafa hækkað álíka mikið og laun. Á meðan hlutfallið af launum sem fer í afborganir og vexti af verðtryggðum lánum sveiflast ekki mikið ættu lántakar ekki að þurfa að hafa miklar áhyggjur. Sá sem þetta ritar keypti t.a.m. parhús fyrir 37 árum á 600.000 krónur en mánaðarlaunin voru þá milli 6-7.000 krónur. Kaupin voru fjármögnuð með verðtryggðu láni, enda ekki hægt að fá óverðtryggð lán til langs tíma árið 1981. Höfuðstóll lánsins hækkaði með verðbólgunni en það gerðu launin og verðmæti hússins líka (en það er auðvitað ekki ávísun á hið sama gerist í framtíðinni).

Kostir og gallar við báðar tegundir

Valið á milli verðtryggðra og óverðtryggðra lána snýst eiginlega um það hvort lánsformið hentar og hugnast fólki betur. Greiðslubyrði af óverðtryggðum lánum er þyngri og stundum stenst fólk ekki greiðslumat nema gert sé ráð fyrir verðtryggðu láni. Óverðtryggð lán greiðast hraðar niður og eignamyndun lántaka er því meiri í upphafi lánstímans. Ef markmiðið er að greiða lánið niður sem hraðast er líka hægt að greiða aukalega inn á verðtryggt lán eða hafa lánstímann styttri.

Bæði lánsformin hafa kosti og galla. Því hafa margir farið þá leið að fara bil beggja með því að skipta lánsfjárhæðinni upp og hafa annan hlutann verðtryggðan og hinn óverðtryggðan. Einnig er gott að skoða hvort vextir séu fastir annað hvort að hluta eða allan lánstímann. Það getur verið gott að geta fest vexti, sérstaklega ef lántaki gerir ráð fyrir að vextir muni hækka.

Samanburður á ólíkum lánsformum

Hægt er að bera saman óverðtryggð, verðtryggð og blönduð íbúðalán í reiknivélum sem m.a. er að finna á vef Landsbankans.

Íbúðalánareiknivél Landsbankans

Þú gætir einnig haft áhuga á
Grafarholt
1. júní 2023

Greiðslubyrðin þyngist - hvaða möguleikar eru í stöðunni?

Vextir hafa hækkað sem veldur því meðal annars að greiðslubyrði af óverðtryggðum íbúðalánum er nú töluvert meiri en áður. Þá sjá margir lántakar, sem festu vexti þegar þeir voru hvað lægstir, fram á að borga mun meira af láninu þegar fastvaxtatímabilinu lýkur. Hver eru áhrifin af vaxtahækkununum og hvaða möguleika höfum við til að létta á greiðslubyrðinni?
31. maí 2023

Hvaða áhrif hafa vaxtahækkanir á lánin mín?

Hærri stýrivextir leiða til þess að vextir og mánaðarleg greiðslubyrði á lánum sem eru með breytilega vexti hækka. Þetta á meðal annars við um neytendalán á borð við yfirdrátt og greiðsludreifingu á kreditkortum en mestu munar þó yfirleitt um íbúðalánin.
Evrópsk verslunargata
2. maí 2023

Góð ráð um kortanotkun og greiðslur í útlöndum

Við mælum með að fólk greiði með snertilausum hætti þegar það er á ferðalagi erlendis, annað hvort með Apple Pay, kortaappinu eða með því að nota snertilausa virkni kreditkorta. Það er samt enn nauðsynlegt að taka kortin sjálf með í ferðalagið.
Strákar með hjólabretti
12. apríl 2023

Hvað á að gera við fermingarpeninginn?

Áður voru fermingargjafir oft eigulegir gripir sem hjálpuðu fermingarbarninu inn í nýtt tímabil ævinnar – skatthol, pennar, orðabækur, merkileg skáldverk, hljómtæki, tjöld, armbandsúr eða ferðatöskur.
Íslenskir peningaseðlar
28. mars 2023

Hægt að lækka eða komast hjá þjónustugjöldum

Þjónustugjöldum er ætlað að mæta kostnaði við veitta þjónustu. Grunnþjónusta í appinu og netbankanum er gjaldfrjáls og hægt er að komast hjá því að greiða þjónustugjöld eða lækka þau með því að velja ódýrari eða gjaldfrjálsar þjónustuleiðir sem eru í boði hjá bankanum.
21. mars 2023

Bankaþjónusta fyrir börn og unglinga

Þegar börn verða níu ára geta þau, með samþykki foreldra eða forsjáraðila, fengið debetkort og skoðað bankareikningana sína í appi og netbanka. Þegar börnin verða unglingar við 13 ára aldur þurfa þau ekki lengur slíkt samþykki.
15. feb. 2023

Hvernig virkar greiðslubyrðarhlutfall þegar ég sæki um íbúðalán?

Greiðslubyrðarhlutfall er fyrir mörgum nýyrði þegar kemur að umsóknum um íbúða- og fasteignalán. Útreikningurinn á hlutfallinu – sem er misjafn eftir því hvort lán eru verðtryggð eða óverðtryggð – vefst líka fyrir mörgum.
24. jan. 2023

Auðvelt að bera saman ávöxtun á fjárfestingum

Það er gott að hefja nýtt ár á að fara yfir fjárfestingarnar sínar og skoða hvort maður sé að fá bestu ávöxtunina sem völ er á miðað við eigin markmið og áhættuvilja.
12. jan. 2023

Byrjum árið með góða yfirsýn og setjum okkur sparnaðarmarkmið

Við þekkjum það örugglega mörg að skilja ekkert í því í hvað peningarnir fara og hvers vegna okkur gengur svona hægt að spara. Einföld leið til að breyta þessu er að skapa sér betri yfirsýn yfir fjármálin.
Skipulagning framkvæmda
6. des. 2022

Hvað kostar að taka skammtímalán?

Óvænt útgjöld eða tekjufall geta valdið því að stundum þarf að taka lán til skamms tíma og með litlum fyrirvara. Ýmis skammtímalán eru í boði og það borgar sig að kanna hvar hægt er að fá bestu kjörin.
Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur