Hvað þarf að hafa í huga við kaup á bíl?

Kaup á bíl þarfnast góðs undirbúnings enda er kostnaðarsamt að kaupa, reka bíl og halda honum við. Í þessari grein er fjallað stuttlega um nokkur atriði sem þarf að hafa í huga við bílakaup.
4. mars 2021 - Landsbankinn

Ef þú ert viss um að þú þurfir að kaupa bíl, þá er ágætt að byrja á að ákveða hvers konar bíll svarar þínum þörfum best. Verður hann notaður í innanbæjarsnatt eða í ferðalög um fjöll og firnindi? Á hann að henta einstaklingi eða stórri fjölskyldu?

Best er að spara fyrir kaupverðinu og þá eru ýmsar leiðir í boði. Þú getur t.d. skráð reglulegar millifærslur inn á þinn sparnaðarreikning eða notað netbankann til að skrá þig í mánaðarlega áskrift að sjóði.

Ef þú þarft að taka lán er mikilvægt að skoða þá mörgu valkosti sem eru í bílafjármögnun. Lántökugjald getur haft veruleg áhrif á heildargreiðslu láns og árlega hlutfallstölu kostnaðar. Til að reikna út mánaðarlegar afborganir af bílaláni má nota bílalánareiknivél sem lánafyrirtæki, þ.m.t. Landsbankinn, bjóða upp á. Það getur verið hagstæðara að velja lánaform með hærri vöxtum en án lántökugjalds.

Rafmagnsbíll

Án lántökugjalds Með lántökugjaldi
Kaupverð 4.990.000 kr. 4.990.000 kr.
Innborgun 998.000 kr. 998.000 kr.
Lán 3.992.000 kr. 3.992.000 kr.
Lántökugjöld 0 kr. 99.800 kr.
Gjalddagar 48 48
Vextir 5,60% 4,50%
Árleg hlutfallstala kostnaðar 5,84% 6,01%
Heildargreiðsla 4.473.727 kr. 4.487.435 kr.

Hvar finn ég rétta bílinn?

Í gegnum bilasolur.is má komast inn á vefi helstu bíla‑ og vélasala, bílaumboða eða -innflytjenda landsins. Úrval notaðra bíla er mikið og er netið tilvalinn staður til að hefja leitina. Á bilasolur.is er hægt að leita í sameiginlegri söluskrá og finna gagnlegar upplýsingar.

Þess má geta að notaðir bílar eru í flestum tilvikum annað hvort í einkaeigu eða voru áður bílaleigubílar. Við mat á bílaleigubílum þarf m.a. að taka tilliti til þess að fleiri hafa ekið þeim en bílum í einkaeigu og þeir eru gjarnan mikið eknir miðað við aldur. Á hinn bóginn hefur þeim alla jafna verið ekið lengra í hvert skipti og þannig hafa ýmsir slitfletir (bremsur, gírbúnaður o.fl.) slitnað minna.

Hvers konar upplýsingum þarf ég að óska eftir?

Þegar þú hefur fundið ákjósanlegan bíl eru ýmis atriði sem þarf að athuga. Í fyrsta lagi skaltu biðja um allar upplýsingar um viðhalds- og þjónustusögu bílsins. Hversu mikið bílnum hefur verið ekið er lykilatriði, enda segir hann mikið um endingu og gæði. Óskaðu enn fremur eftir ítarlegum upplýsingum um tjón og viðgerðir af þeim sökum, eigi það við.

Er í lagi með bílinn?

Hjá skoðunarstöðvum er hægt að fá söluskoðun á bílinn. Þá eru mikilvægir slithlutir skoðaðir og metnir, til dæmis bremsur og undirvagn. Þannig má komast að því hvert ástand bílsins er og hvort dýrar viðgerðir séu yfirvofandi.

Eigendasaga, gjöld og veð

Einnig þarf að fá eigendasögu bílsins ef það á við, það er að segja skrá yfir alla fyrri eigendur. Kanna þarf áhvílandi gjöld og veð hjá eiganda bílsins, sem hefur aðgang að þeim í ökutækjaskrá. Bílnum þarf loks að fylgja vottorð sem sannar að seljandi sé eigandi þess ökutækis sem selt er eða hafi í það minnsta umboð til sölunnar.

Hvað kostar að reka og eiga bíl?

Á vef FÍB er hægt að sjá hvað kostar að reka og eiga bíl.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Grafarholt
19. maí 2023

Greiðslubyrðin þyngist - hvaða möguleikar eru í stöðunni?

Vextir hafa hækkað sem veldur því meðal annars að greiðslubyrði af óverðtryggðum íbúðalánum er nú töluvert meiri en áður. Þá sjá margir lántakar, sem festu vexti þegar þeir voru hvað lægstir, fram á að borga mun meira af láninu þegar fastvaxtatímabilinu lýkur. Hver eru áhrifin af vaxtahækkununum og hvaða möguleika höfum við til að létta á greiðslubyrðinni?
Evrópsk verslunargata
2. maí 2023

Góð ráð um kortanotkun og greiðslur í útlöndum

Við mælum með að fólk greiði með snertilausum hætti þegar það er á ferðalagi erlendis, annað hvort með Apple Pay, kortaappinu eða með því að nota snertilausa virkni kreditkorta. Það er samt enn nauðsynlegt að taka kortin sjálf með í ferðalagið.
26. apríl 2023

Hvaða áhrif hafa vaxtahækkanir á lánin mín?

Hærri stýrivextir leiða til þess að vextir og mánaðarleg greiðslubyrði á lánum sem eru með breytilega vexti hækka. Þetta á meðal annars við um neytendalán á borð við yfirdrátt og greiðsludreifingu á kreditkortum en mestu munar þó yfirleitt um íbúðalánin.
Strákar með hjólabretti
12. apríl 2023

Hvað á að gera við fermingarpeninginn?

Áður voru fermingargjafir oft eigulegir gripir sem hjálpuðu fermingarbarninu inn í nýtt tímabil ævinnar – skatthol, pennar, orðabækur, merkileg skáldverk, hljómtæki, tjöld, armbandsúr eða ferðatöskur.
Íslenskir peningaseðlar
28. mars 2023

Hægt að lækka eða komast hjá þjónustugjöldum

Þjónustugjöldum er ætlað að mæta kostnaði við veitta þjónustu. Grunnþjónusta í appinu og netbankanum er gjaldfrjáls og hægt er að komast hjá því að greiða þjónustugjöld eða lækka þau með því að velja ódýrari eða gjaldfrjálsar þjónustuleiðir sem eru í boði hjá bankanum.
21. mars 2023

Bankaþjónusta fyrir börn og unglinga

Þegar börn verða níu ára geta þau, með samþykki foreldra eða forsjáraðila, fengið debetkort og skoðað bankareikningana sína í appi og netbanka. Þegar börnin verða unglingar við 13 ára aldur þurfa þau ekki lengur slíkt samþykki.
15. feb. 2023

Hvernig virkar greiðslubyrðarhlutfall þegar ég sæki um íbúðalán?

Greiðslubyrðarhlutfall er fyrir mörgum nýyrði þegar kemur að umsóknum um íbúða- og fasteignalán. Útreikningurinn á hlutfallinu – sem er misjafn eftir því hvort lán eru verðtryggð eða óverðtryggð – vefst líka fyrir mörgum.
24. jan. 2023

Auðvelt að bera saman ávöxtun á fjárfestingum

Það er gott að hefja nýtt ár á að fara yfir fjárfestingarnar sínar og skoða hvort maður sé að fá bestu ávöxtunina sem völ er á miðað við eigin markmið og áhættuvilja.
12. jan. 2023

Byrjum árið með góða yfirsýn og setjum okkur sparnaðarmarkmið

Við þekkjum það örugglega mörg að skilja ekkert í því í hvað peningarnir fara og hvers vegna okkur gengur svona hægt að spara. Einföld leið til að breyta þessu er að skapa sér betri yfirsýn yfir fjármálin.
Skipulagning framkvæmda
6. des. 2022

Hvað kostar að taka skammtímalán?

Óvænt útgjöld eða tekjufall geta valdið því að stundum þarf að taka lán til skamms tíma og með litlum fyrirvara. Ýmis skammtímalán eru í boði og það borgar sig að kanna hvar hægt er að fá bestu kjörin.
Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur