Greiðslu­byrð­in þyng­ist - hvaða mögu­leik­ar eru í stöð­unni?

Vextir hafa hækkað sem veldur því meðal annars að greiðslubyrði af óverðtryggðum íbúðalánum er nú töluvert meiri en áður. Þá sjá margir lántakar, sem festu vexti þegar þeir voru hvað lægstir, fram á að borga mun meira af láninu þegar fastvaxtatímabilinu lýkur. Hver eru áhrifin af vaxtahækkununum og hvaða möguleika höfum við til að létta á greiðslubyrðinni?
Grafarholt
5. september 2023

Íbúðalán eru ýmist á föstum eða breytilegum vöxtum. Ef lánið þitt er á breytilegum vöxtum þá sveiflast vextirnir eftir vaxtastiginu í landinu. Stýrivextir Seðlabankans voru lægstir í árslok 2020 og þá voru breytilegir vextir á búðalánum Landsbankans 3,30%. Nú hafa stýrivextir hækkað og íbúðalánvextirnir einnig og eru þeir nú 10,75%. Greiðslubyrði af 30 milljóna króna íbúðaláni til 20 ára var 171.000 krónur þegar íbúðalánavextir voru 3,30% en er nú 304.700 krónur af nýju 30 milljón króna íbúðaláni.

Greiðslubyrði af óverðtryggðum lánum ræðst í raun af fjórum megin atriðum:

  • Hversu hátt lánið er
  • Til hversu langs tíma lánið er
  • Hvaða vextir eru á láninu
  • Hvort lánið er jafngreiðslulán eða með jöfnum afborgunum

Fer af föstum vöxtum yfir á breytilega, nema þú ákveðir annað

Hægt er að festa vexti á íbúðalánum til 3 eða 5 ára. Á þeim tíma borgar þú alltaf sömu vexti, óháð sveiflum á vaxtastigi. Þegar þessum tíma lýkur, og ef þú hefur ekki gripið til neinna aðgerða, hættir lánið að bera fasta vexti og fer yfir á þá breytilegu vexti sem gilda hverju sinni, samkvæmt vaxtatöflu bankans.

Tökum dæmi um lántaka sem festi lánið sitt þegar fastir vextir á óverðtryggðum lánum voru 4,25% og festi vexti í 3 ár. Ef vextirnir myndu losna í dag myndu þeir hækka í 10,75%. Upphaflega var lánið 30 milljónir króna og tekið til 20 ára en eftirstöðvar þess eru í dag um 27 milljónir króna og 17 ár eftir af lánstímanum. Ef vextirnir myndu hækka úr 4,25% í 10,75% myndu afborganir hækka úr 186.000 í 289.000 kr., eða um 103.000 kr. á mánuði.

  Vextir Greiðslubyrði
30 milljón króna óverðtryggt íbúðalán til 20 ára 4,25% 186.000
27 milljón króna óverðtryggt íbúðalán, 17 ár eftir af lánstímanum 10,75% 289.000

Hvað get ég gert til að lækka greiðslubyrðina?

Ef þú átt aukasjóð getur þú íhugað að borga inn á lánið. Þá er einnig mjög hagstætt að nota viðbótarlífeyrissparnað til að greiða inn á íbúðalán líkt og við fjöllum um í öðrum fræðslugreinum á Umræðunni. Förum yfir aðrar ráðstafanir sem þú getur gripið til þannig að greiðslubyrðin lækki:

1. Lengja lánstímann. Við veitum óverðtryggð íbúðalán til allt að 40 ára. Skoðum aftur dæmið um 30 milljóna kr. íbúðalán til 20 ára. Þegar vextirnir losna og hækka úr 4,25% í 10,75% getur þú lengt lánstímann í 40 ár. Greiðslubyrði miðað við föstu vextina var 186.000 kr. og myndi að óbreyttu hækka í 289.000 kr. Með því að lengja lánstímann í 40 ár yrði greiðslubyrðin 246.000 kr., eða 43.000 kr. lægri á mánuði en ella.

Með þessu móti er hægt að draga úr áhrifum af hækkun vaxta en um leið verður hafa í huga að þar með verður heildargreiðslan af láninu hærri. Ef þessi möguleiki er valinn og vilji er til að breyta lánsforminu aftur þegar aðstæður hafa breyst er tiltölulega ódýrt að endurfjármagna og stytta lánstímann á nýjan leik.

  Vextir Greiðslubyrði
30 milljón króna óverðtryggt íbúðalán til 20 ára 4,25% 186.000
27 milljón króna óverðtryggt íbúðalán, 17 ár eftir af lánstímanum 10,75% 289.000
27 milljón króna óverðtryggt íbúðalán til 40 ára 10,75% 246.000

2. Endurfjármagna með því að sameina grunnlán og viðbótarlán. Mörg sem tóku lán fyrir sinni fyrstu íbúð þurftu bæði að taka grunnlán (allt að 70% veðsetning) og viðbótarlán (allt að 85% veðsetning). Viðbótarlánið er á hærri vöxtum og endurgreiðslutíminn er styttri, eða 15 ár. Fasteignamat hefur hækkað á undanförnum árum og því er möguleiki á að hægt sé að endurfjármagna og færa stærri hluta af heildarlánsfjárhæðinni undir grunnlánið og þannig fá lægri greiðslubyrði og hagstæðari vexti.

Nú býður Landsbankinn upp á að viðbótarlán sé til allt að 25 ára og með jöfnum greiðslum. Áður var hámarkslánstími viðbótarlána 15 ár og einungis í boði að vera með jafnar afborganir. Með því að lengja í viðbótarláni og hafa það á jöfnum greiðslum er hægt að lækka greiðslubyrðina. Heildarendurgreiðslan verður á hinn bóginn hærri og það hægist á eignarmyndun í fasteigninni þinni.

  Vextir Greiðslubyrði
25 milljón króna óverðtryggt grunnlán til 20 ára 10,75% 254.000
5 milljón króna óverðtryggt viðbótarlán til 15 ára 11,75% 77.000
Samtals greiðslubyrði (25+5) 331.000
30 milljón króna óverðtryggt grunnlán til 20 ára 10,75% 305.000
30 milljón króna óverðtryggt grunnlán til 40 ára 10,75% 273.000

3. Færa yfir í verðtryggt, að hluta eða í heild. Greiðslubyrði á óverðtryggðum íbúðalánum er hærri en á verðtryggðum íbúðalánum. Hægt er að endurfjármagna í verðtryggt lán að hluta eða í heild og þannig lækka greiðslubyrðina. Hafa þarf í huga að ef verðbólga er mikil verður heildarendurgreiðsla af verðtryggðu láni hærri, en mánaðarleg greiðslubyrði er lægri og stundum skiptir það mestu máli. Þegar vextir lækka þá er sjálfsagt að kanna möguleikann á því að endurfjármagna aftur yfir í óverðtryggt.

  Vextir Greiðslubyrði
30 milljón króna óverðtryggt íbúðalán til 20 ára 10,75% 305.000
30 milljón króna verðtryggt íbúðalán til 20 ára 3,15% 170.000*
30 milljón króna blandað íbúðalán til 20 ára (50% verðtryggt/50% óverðtryggt) 3,15% / 10,75% 238.000
*Í verðbólgu hækkar greiðslubyrðin þegar líður á lánstímann.

Kostnaður við að endurfjármagna er lægri en áður og getur verið fljótur að borga sig upp. Þótt þú takir ákvörðun um að breyta um lánsform, þýðir það ekki að þú hafir fest þig í því um alla tíð. Í flestum tilvikum þarf að greiða fast lántökugjald af íbúðalánum. Hjá Landsbankanum er lántökugjaldið nú 59.900 kr. og er það óháð fjölda lána sem tekin eru vegna fjármögnunar á húsnæði. Einnig þarf að hafa í huga kostnað við greiðslumat og svo þinglýsingu sem er gjald innheimt af sýslumanni.

Þú getur reiknað út mismunandi kosti í íbúðalánareiknivélinni.

Farðu yfir stöðuna og fáðu ráðgjöf

Vertu vakandi yfir lánunum þínum, uppsetningu þeirra og vaxtakjörum. Ef þú sérð fram á að greiðslubyrðin þín muni hækka mikið, og jafnvel meira en þú ræður við með góðu móti, þá eru ýmsir möguleikar í stöðunni. Ef þú ert í vafa, þarft meiri upplýsingar eða hefur áhyggjur af stöðunni mælum við með það þú pantir tíma í ráðgjöf hjá okkur.

Þú getur hitt ráðgjafa okkar til að fara yfir málin. Við tökum vel á móti þér og leggjum okkur fram við að útskýra fjármál á mannamáli. Saman finnum við leið.

Greinin var fyrst birt 19. maí 2023 en var síðast uppfærð 5. september 2023.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Netbanki
15. sept. 2023
Hægt að lækka eða komast hjá þjónustugjöldum
Þú borgar ekkert fyrir grunnþjónustu í appinu og netbankanum og þú getur komist hjá því að greiða þjónustugjöld eða lækkað þau með því að velja ódýrari eða gjaldfrjálsar þjónustuleiðir sem eru í boði hjá Landsbankanum.
Ungt fólk
8. sept. 2023
Hvað breytist við að verða fjárráða?
Þegar þú verður fjárráða berð þú ábyrgð á peningunum þínum og viðskiptasögu. Við þessi tímamót er gott að staldra við, kynna sér mikilvæg atriði um fjármálin sín og fá sem besta yfirsýn yfir hlutina.
5. sept. 2023
Hvaða áhrif hafa vaxtahækkanir á lánin mín?
Hærri stýrivextir leiða til þess að vextir og mánaðarleg greiðslubyrði á lánum sem eru með breytilega vexti hækka. Þetta á meðal annars við um neytendalán á borð við yfirdrátt og greiðsludreifingu á kreditkortum en mestu munar þó yfirleitt um íbúðalánin.
Lyftari í vöruhúsi
7. júní 2023
Verðbólgan á allra vörum - nokkur lykilatriði til að hafa á hreinu
Verðbólga, stýrivextir, verðbólguvæntingar og gengi. Hvað þýða þessi hugtök og af hverju skipta þau máli?
Evrópsk verslunargata
2. maí 2023
Góð ráð um kortanotkun og greiðslur í útlöndum
Við mælum með að fólk greiði með snertilausum hætti þegar það er á ferðalagi erlendis, annað hvort með Apple Pay, kortaappinu eða með því að nota snertilausa virkni kreditkorta. Það er samt enn nauðsynlegt að taka kortin sjálf með í ferðalagið.
Strákar með hjólabretti
12. apríl 2023
Hvað á að gera við fermingarpeninginn?
Áður voru fermingargjafir oft eigulegir gripir sem hjálpuðu fermingarbarninu inn í nýtt tímabil ævinnar – skatthol, pennar, orðabækur, merkileg skáldverk, hljómtæki, tjöld, armbandsúr eða ferðatöskur.
21. mars 2023
Bankaþjónusta fyrir börn og unglinga
Þegar börn verða níu ára geta þau, með samþykki foreldra eða forsjáraðila, fengið debetkort og skoðað bankareikningana sína í appi og netbanka. Þegar börnin verða unglingar við 13 ára aldur þurfa þau ekki lengur slíkt samþykki.
15. feb. 2023
Hvernig virkar greiðslubyrðarhlutfall þegar ég sæki um íbúðalán?
Greiðslubyrðarhlutfall er fyrir mörgum nýyrði þegar kemur að umsóknum um íbúða- og fasteignalán. Útreikningurinn á hlutfallinu – sem er misjafn eftir því hvort lán eru verðtryggð eða óverðtryggð – vefst líka fyrir mörgum.
24. jan. 2023
Auðvelt að bera saman ávöxtun á fjárfestingum
Það er gott að hefja nýtt ár á að fara yfir fjárfestingarnar sínar og skoða hvort maður sé að fá bestu ávöxtunina sem völ er á miðað við eigin markmið og áhættuvilja.
12. jan. 2023
Byrjum árið með góða yfirsýn og setjum okkur sparnaðarmarkmið
Við þekkjum það örugglega mörg að skilja ekkert í því í hvað peningarnir fara og hvers vegna okkur gengur svona hægt að spara. Einföld leið til að breyta þessu er að skapa sér betri yfirsýn yfir fjármálin.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur