Fimm leið­ir til að setja sér fjár­hags­leg markmið

Fjárhagsleg markmiðasetning er oft grunnurinn að því að önnur markmið geti orðið að veruleika. Hér á eftir fara nokkur ráð um hvernig gott er að bera sig að þegar þú setur þér fjárhagsleg markmið.
5. janúar 2022

Ég man ennþá daginn þegar markmiðasetning var einfölduð fyrir mér í eitt skipti fyrir öll. Þannig var að ég og unglingurinn minn áttum samtal þar sem ég lýsti einhverju sem mig langaði að gera og það stóð ekki á svari: „Gerðu það þá!“ Ég maldaði í móinn: „Það er ekki svo einfalt,“ en unglingurinn hélt ótrauður áfram: „Jú, þú hefur alltaf sagt að við getum gert allt sem við viljum. Svo gerðu það bara.“

Er það mögulegt?

Samtalið sat í mér. Hvers vegna talaði ég um það sem mig langaði að gera án þess þó að trúa því raunverulega að það væri mögulegt – eða hafa um það nokkur áform að hrinda þessum draumum mínum í framkvæmd? Hvers vegna átti ég auðveldara með að trúa því að aðrir gætu gert hlutina en ég sjálf?

Eftir nokkra sjálfskoðun ákvað ég að breyta þessu til batnaðar. Ég verð að trúa að ég geti gert það sem langar til að gera. En ég þarf líka að hafa hugrekki til að setja það í forgang og til þess þarf ég að búa til fjárhagslegar forsendur fyrir því sem hugurinn stendur til. Þar sem ég tel mig nú hafa soðið niður formúluna að baki markmiðasetningu og þar með fjárhagslegum markmiðum, deili ég henni með lesendum í þeirri von að hún geti hjálpað öðrum að ná árangri í markmiðasetningu.

1. Virkjaðu möguleikahugsunina

Fyrsta skrefið í átt að alvöru markmiðasetningu er að spyrja sig hvað skiptir mestu máli. Þarna er gott að hafa í huga að lífið skiptist í tímabil og að forgangsröðunin tekur gjarnan breytingum eftir æviskeiðum.

Þú getur virkjað möguleikahugsunina með því að spyrja þig nokkurra spurninga. Hvað langar mig að gera? Á ég mér draum sem þarf byr undir báða vængi til að geta orðið að veruleika? Hvernig lífi vil ég lifa? Hvernig get ég sett það sem mig langar að gera í forgang? Hvernig get ég fjármagnað það?

2. Losnaðu við litlu röddina

Rannsóknir hafa sýnt að takmarkandi hugmyndir koma oft í veg fyrir að við getum virkjað möguleikahugsunina og látið hlutina verða að veruleika. Þá er eins og lítil rödd innra með okkur taki yfir og dragi úr okkur. Litla röddin segir gjarnan hluti eins og „þú getur það ekki“, „þú hefur ekki efni á því“ eða annað í þeim dúr.

Þetta er birtingarmynd takmarkandi hugmynda sem hafa tekið sér bólfestu í undirmeðvitundinni. Góðu fréttirnar eru að þetta eru bara hugmyndir. Annað skrefið í átt að alvöru fjárhagslegum markmiðum er að takast á við takmarkandi hugmyndir með því að skora þær á hólm. Prófaðu að spyrja þig „hvað ef ég gæti þetta? hvað ef peningar væru ekki fyrirstaða?“.

3. Leggðu drög að áætlun

Markmið okkar geta verið eins ólík og við erum mörg. Fjárhagsleg markmið geta til dæmis snúið að stofnun fyrirtækis, fjárfestingum, tengst námsleyfi, húsnæðiskaupum, ferðalögum, því að styðja barnabörnin til náms, eiga varasjóð, greiða niður skuldir eða einhverju allt öðru.

Þriðja skrefið í átt að alvöru fjárhagslegum markmiðum er að taka ákvörðun um hvað þú ætlar að gera og brjóta svo verkefnið niður í framkvæmdaeiningar. Hvað er það sem þú vilt virkilega að verði að veruleika? Gerðu áætlun um hvernig þú ætlar að hrinda því í framkvæmd og hversu mikla peninga þú þarft til að gera það. Hafðu nákvæmnina að leiðarljósi en mundu að áætlanir geta tekið breytingum.

4. Deildu áformum þínum

Þó sumir búi yfir innri drifkrafti og einstakri athafnagleði er staðreyndin sú að flest okkar þurfa þónokkra aðstoð og eftirfylgni til að koma hlutunum í verk. Fjórða skrefið felst í því að láta aðra vita af áformum þínum. Með því að deila því sem þú ætlar þér, aukast líkurnar á að þú standir við stóru orðin. Það er margsannað að eftirfylgnin sem skapast með spurningum annarra, reynist oft sá meðbyr sem við þurfum til að ná markmiðum okkar.

5. Finndu nýjar leiðir til að ná markmiðinu

Í bók sinni Bold vitnar höfundurinn Stephen Kotler í nýjar rannsóknir á starfsemi heilans sem sýna að þegar áskorun er um 4% flóknari en núverandi geta okkar leyfir leysist úr læðingi einbeiting sem gerir okkur kleift að vaxa inn í aðstæðurnar. Sumir upplifa jafnvel að fyllast eldmóði og fá nýjar hugmyndir sem miða í átt að markmiðinu. Fimmta skrefið felst í því að setja markmiðið upp með þeim hætti að þú þurfir að vaxa til að ná því. Það er nefnilega þannig að fjárhagsleg markmið geta virkað sem hvati til persónulegs vaxtar.

Nýtt ár – ný fjármálahugsun

Ég skora á þig að spreyta þig í gerð fjármálamarkmiða á nýju ári. Það getur verið auðveldara að setja sér fjárhagsleg markmið þegar tilgangurinn er skýr, til dæmis þegar þú leggur fyrir til að fjármagna ákveðinn draum eða til að viðskiptahugmynd geti orðið að veruleika. Með því að skrifa niður markmiðin þín byggirðu brú frá þeim stað sem þú ert á núna og inn í framtíðina sem þú vilt skapa.

Annar kostur þess að setja sér fjárhagsleg markmið fyrir nýtt ár er að fjárhagsleg meðvitund eykst til muna. Markmiðasetningin gerir það að verkum að við beinum hugsunum okkar að fjármálunum frá degi til dags. Það er því til mikils að vinna!

Höfundur er leiðtogamarkþjálfi - eddacoaching.com

Þú gætir einnig haft áhuga á
Seðlabanki Íslands
4. sept. 2024
Hagstjórn á verðbólgutímum
Verðbólgan hjaðnar hægar en vonir stóðu til og þrátt fyrir hátt vaxtastig er markmið Seðlabankans um 2,5% verðbólgu ekki í sjónmáli. Hvers vegna gengur ekki betur að ná tökum á verðbólgunni og hvað er til ráða?
Ungt fólk
29. ágúst 2024
Fyrstu kaup og viðbótarlífeyrissparnaður
Viðbótarlífeyrissparnaður er frábær leið til að safna fyrir sinni fyrstu íbúð. Hægt er að nýta hann skattfrjálst til útborgunar við kaup á fyrstu íbúð eða til að greiða niður húsnæðislán í allt að 10 ár.
13. ágúst 2024
„Hafa bankarnir í alvöru leyfi til að gera þetta?“
Hvað eru áreiðanleikakannanir í raun og veru? Hvers vegna eru bankar að spyrja allra þessara spurninga og hvað er gert við svörin? Og þarf ég virkilega að svara þessu?
Maður með síma úti í náttúrunni
17. júlí 2024
Ellí svarar yfir 1.000 spurningum á dag – hér eru þær algengustu
Í vetur tókum við í notkun nýtt spjallmenni á netspjallinu á landsbankinn.is. Reynslan hefur verið góð og í meirihluta tilfella leysir Ellí úr erindum viðskiptavina. Hjá henni fá viðskiptavinir skjót svör á öllum tímum dags og um helgar og hún eykur þannig aðgengi að bankaþjónustu. En hverjar eru algengustu spurningarnar og svörin við þeim?
Hjón úti í náttúru
18. júní 2024
Lífeyrisgreiðslur TR á mannamáli
Sjálfsagt höfum við mjög ólíkar hugmyndir um hvernig við viljum eyða efri árunum. Öll eigum við samt sameiginlegt að þurfa að huga vel og tímanlega að því hvernig við fjármögnum þessi ár.
Fjölskylda við rafmagnsbíl
20. maí 2024
Ertu að hugsa um að kaupa rafbíl?
Kaupverð og rekstrarkostnaður vega þungt í ákvarðanatöku um bílakaup en umhverfis- og samfélagsábyrgð skipta okkur flest æ meira máli. Til viðbótar við gerð, lit og stærð þarf að velja á milli orkugjafa, en rafbílar eru að hasla sér völl í öllum stærðarflokkum fólksbíla. Þannig eru nú til fjölmargar rafbílategundir í öllum flokkum sem mætt get fjölbreyttum þörfum neytenda. Allir ættu því að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Íbúðir
8. maí 2024
Getur borgað sig að festa vexti þegar þeir eru svona háir?
Þau sem festu vexti á óverðtryggðum íbúðalánum þegar vextir voru sem lægstir, sjá nú fram á að greiðslubyrðin af lánunum muni hækka verulega þegar vextirnir losna. Margar leiðir eru færar til að lækka greiðslubyrði af íbúðalánum og ein þeirra er að festa vextina. En getur það borgað sig þegar vextir eru svona háir og fara vonandi lækkandi?
Lyftari í vöruhúsi
8. maí 2024
Verðbólgan á allra vörum - nokkur lykilatriði til að hafa á hreinu
Verðbólga, stýrivextir, verðbólguvæntingar og gengi. Hvað þýða þessi hugtök og af hverju skipta þau máli?
Ungt fólk
5. apríl 2024
Hvað breytist við að verða fjárráða?
Þegar þú verður fjárráða berð þú ábyrgð á peningunum þínum og viðskiptasögu. Við þessi tímamót er gott að staldra við, kynna sér mikilvæg atriði um fjármálin sín og fá sem besta yfirsýn yfir hlutina.
Stúlkur á hlaupahjólum
15. mars 2024
Hvað á að gera við fermingarpeninginn?
Áður voru fermingargjafir oft eigulegir gripir sem hjálpuðu fermingarbarninu inn í nýtt tímabil ævinnar – skatthol, pennar, orðabækur, merkileg skáldverk, hljómtæki, tjöld, armbandsúr eða ferðatöskur.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur