Vinnu­mark­aðs­könn­un - flest­ar töl­ur vísa í rétta átt

Atvinnuþátttaka hefur aukist síðustu mánuði og var 80,4% nú í febrúar sem er 4 prósentustigum hærra en í febrúar 2021. Sé miðað við 12 mánaða hlaupandi meðaltal var atvinnuþátttaka mest um mitt ár 2017, en þá fór hún upp í 82%. Samsvarandi tala nú er 79,4% og hefur atvinnuþátttaka aukist nokkuð stöðugt allt síðasta ár á þann mælikvarða.
Bakarí
29. mars 2022 - Hagfræðideild

Samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands er áætlað að um 215.400 manns hafi verið á vinnumarkaði í febrúar og hafa aldei verið fleiri. Það jafngildir 80,4% atvinnuþátttöku. Af þeim voru um 206.200 starfandi og um 9.200 atvinnulausir og í atvinnuleit, eða um 4,3% af vinnuaflinu.

Starfandi fólki fjölgaði um 17.900 milli ára í febrúar og atvinnulausum fækkaði um 3.100 á sama tíma. Hlutfall starfandi var 75,1% í febrúar og hækkaði um 3,1 prósentustig frá febrúar 2021.

Atvinnuþátttaka hefur aukist síðustu mánuði og var 80,4% nú í febrúar sem er 4 prósentustigum hærra en í febrúar 2021. Sé miðað við 12 mánaða hlaupandi meðaltal var atvinnuþátttaka mest um mitt ár 2017, en þá fór hún upp í 82%. Samsvarandi tala nú er 79,4% og hefur atvinnuþátttaka aukist nokkuð stöðugt allt síðasta ár á þennan mælikvarða.

Atvinnuleysi, samkvæmt mælingum Hagstofunnar, var 4,3% í febrúar sem er 1,8 prósentustigum lægra en á sama tíma í fyrra. Almennt atvinnuleysi skráð hjá Vinnumálastofnun var hins vegar 5,2% og hafði minnkað um 2,3 prósentustig milli ára.

Niðurstöður vinnumarkaðskönnunar Hagstofunnar sveiflast stundum nokkuð eftir mánuðum. Þannig var atvinnuleysi í febrúar einu prósentustigi hærra en í janúar. Hagstofan birtir einnig árstíðaleiðréttar tölur og samkvæmt þeim var atvinnuleysi í febrúar einnig 4,5% sem er eilítið hærri niðurstaða en mæld var í mánuðinum. Árstíðaleiðrétt atvinnuleysi dróst saman um 1,9 prósentustig á milli ára og hefur hlutfall atvinnulausra á þann mælikvarða ekki mælst lægra síðan í árslok 2019, áður en áhrifa faraldursins fór að gæta á íslenskum vinnumarkaði.

Vinnutími hefur styst töluvert á undanförnum misserum. Venjulegur vikulegur vinnutími var þannig 36,9 stundir nú í febrúar sem er 0,3 stundum styttra en í febrúar 2021. Sveiflur eru miklar í vinnutíma milli mánaða, en sé horft til 12 mánaða hlaupandi meðaltals er vinnutími nú rúmlega klukkustund styttri en hann var í upphafi ársins 2020. Áherslur í síðustu kjarasamningum um styttingu vinnutíma sjást því greinilega í niðurstöðum vinnumarkaðskönnunar Hagstofunnar.

Starfandi fólki í febrúar 2022 fjölgaði um 9,5% miðað við sama tíma 2021. Vinnutími styttist um 0,8% á sama tíma þannig að heildarvinnustundum fjölgaði um 8,7% milli ára. Þetta er ellefti mánuðurinn í röð sem heildarvinnustundum fjölgar og hefur aukningin verið sérstaklega mikil síðustu fimm mánuði.

Lesa Hagsjána í heild:

Hagsjá: Vinnumarkaðskönnun - flestar tölur vísa í rétta átt

Þú gætir einnig haft áhuga á
15. apríl 2024
Vikubyrjun 15. apríl 2024
Verðbólga hjaðnar þó nokkuð í apríl, úr 6,8% í 6,1%, en breytist lítið næstu mánuði þar á eftir og verður 5,9% í júlí, samkvæmt okkar nýjustu verðbólguspá. Þótt vaxtahækkanir hafi slegið nokkuð á eftirspurn má enn greina kraft í hagkerfinu og spennu á vinnumarkaði. Þá mælast verðbólguvæntingar enn vel yfir markmiði.
Epli
11. apríl 2024
Spáum lækkun verðbólgu úr 6,8% í 6,1%
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,61% á milli mánaða í apríl og að ársverðbólgalækki töluvert, eða úr 6,8% í 6,1%. Mest áhrif til hækkunar í spá okkar hafa reiknuð húsaleiga, flugfargjöld til útlanda og matarkarfan. Apríl í fyrra var stór hækkunarmánuður og þar sem við gerum ráð fyrir töluvert minni mánaðarhækkun nú lækkar ársverðbólga töluvert. Á móti gerum við ekki ráð fyrir því að verðbólga lækki mikið næstu mánuði þar á eftir og búumst við því að hún verði 5,9% í júlí.
Gönguleið
8. apríl 2024
Vikubyrjun 8. apríl 2024
Um 14% fleiri ferðamenn fóru um Keflavíkurflugvöll í febrúar síðastliðnum en í febrúar í fyrra. Ferðamenn gistu þó skemur en áður, því skráðum gistinóttum fækkaði um 2,7% á milli ára í febrúar.
3. apríl 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 3. apríl 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
2. apríl 2024
Vikubyrjun 2. apríl 2024
Um 30% fyrirtækja vilja fjölga starfsfólki á næstu sex mánuðum, samkvæmt nýjustu könnun Gallup meðal 400 stærstu fyrirtækja landsins sem var framkvæmd í mars. Hlutfallið eykst úr 23% frá síðustu könnun sem var gerð í desember.  
Íbúðir
26. mars 2024
Hækkandi íbúðaverð kyndir undir verðbólgu
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,8% milli mánaða í mars og við það jókst ársverðbólga úr 6,6% í 6,8%. Langmest áhrif til hækkunar í mælingunni má rekja til hækkunar á íbúðaverði, og þá sérstaklega utan höfuðborgarsvæðisins. Verð á nýjum bílum hafði mest áhrif til lækkunar í mars.
Seðlabanki
25. mars 2024
Vikubyrjun 25. mars 2024
Peningastefnunefnd Seðlabankans tilkynnti á miðvikudag að stýrivöxtum yrði haldið óbreyttum í 9,25%. Ákvörðunin var í samræmi við spá okkar, en tónninn í yfirlýsingunni var harðari en við bjuggumst við.
Ferðamenn
18. mars 2024
Vikubyrjun 18. mars 2024
Gögn síðasta árs benda til þess að þeir ferðamenn sem hingað komu hafi að meðaltali dvalið skemur en árið á undan en aftur á móti eytt meiru á dag.
Vélsmiðja Guðmundar
15. mars 2024
Að flytja út „annað“ er heldur betur að skila sér
Útflutningur hefur alltaf verið mjög mikilvægur fyrir Íslendinga og íslenskan efnahag. Lengst af var fiskurinn okkar aðal útflutningsvara, svo bættist álið við og nú síðasta áratuginn eða svo hefur ferðaþjónusta rutt sér til rúms og er orðin stærsta einstaka útflutningsvara Íslendinga. Á síðustu árum hefur annar útflutningur, þ.e. útflutningur sem ekki heyrir undir neinn þessara flokka, vaxið hratt og raunar hraðar en ferðaþjónustan, þó faraldurinn torveldi samanburðinn aðeins.
Fjölbýlishús
14. mars 2024
Spáum 6,6% verðbólgu í mars
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,57% milli mánaða í mars og að ársverðbólga verði óbreytt í 6,6%. Mest áhrif til hækkunar í spá okkar hafa reiknuð húsaleiga, flugfargjöld til útlanda, föt og skór og matarkarfan. Við eigum enn von á að verðbólgan hjaðni rólega næstu mánuði og verði komin niður í 5,4% í júní.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur