20. júní 2022 - Greiningardeild
Vikan framundan
- Í dag birtir Vinnumálastofnun tölur um skráð atvinnuleysi í maí.
- Á þriðjudaginn birtir Þjóðskrá vísitölu íbúðaverðs fyrir maímánuð og vísitölu leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu daginn eftir.
- Á miðvikudag er vaxtaákvörðun hjá Seðlabanka Íslands, við eigum von á að stýrivextir verði hækkaðir um 0,75 prósentustig.
- Á fimmtudaginn gefur Hagstofan út mánaðarlegar tölur um vinnumarkaðinn og launavísitölur.
Mynd vikunnar
Velta innlendra greiðslukorta jókst um 16,5% á milli ára, að raunvirði. Þetta bendir til að eftirspurn í hagkerfinu er talsvert mikil. Aukningin milli ára var talsvert meiri erlendis en innanlands enda er ferðaþorsti landsmanna mikill þessa dagana. Það er líklegt að aukin einkaneysla næstu misseri verði að miklu leyti innflutt í formi aukinna ferðalaga.
Efnahagsmál
- Í síðustu viku lauk verðmælingum Hagstofunnar vegna mælingar vísitölu neysluverðs í júní. Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 1,3% milli maí og júní. Gangi spáin eftir fer 12 mánaða verðbólga upp í 8,7%, en hún mældist 7,6% í maí.
- Fjármálastöðugleikanefnd ákvað að þrengja skilyrði til lánveitinga íbúðalána með því að lækka veðsetningarhlutfall fyrstu kaupenda úr 90% í 85% af markaðsverði fasteignarinnar. Viðmið um vexti við útreikning greiðslubyrðar er nú að lágmarki 3% fyrir vexti verðtryggðra íbúðalána og 5,5% fyrir vexti óverðtryggðra íbúðalána.
- Seðlabankinn birti gögn um veltu innlendra greiðslukorta.
- Hagstofan birti ferðaþjónustureikninga fyrir síðasta ár.
- Seðlabanki Bandaríkjanna tilkynnti í síðustu viku mestu hækkun stýrivaxta í tæp þrjátíu ár, um 0,75 prósentustig.
Fjármálamarkaðir
- Landsbankinn lauk í síðustu viku útboði sértryggðra skuldabréfa.
Hagtölur og markaðsupplýsingar
Þú gætir einnig haft áhuga á

13. mars 2025
Við spáum 0,25 prósentustiga vaxtalækkun í næstu viku. Verðbólga hjaðnaði um 0,4 prósentustig í febrúar en við teljum að hagvöxtur umfram væntingar og aukin neysla, lítil breyting á verðbólguvæntingum og ólga á vinnumarkaði haldi peningastefnunefnd á tánum.

13. mars 2025
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,54% á milli mánaða í mars og að verðbólga hjaðni úr 4,2% í 3,9%. Hjöðnun á milli mánaða skýrist ekki síst af töluvert minni hækkun á reiknaðri húsaleigu en fyrir ári síðan. Við gerum ekki ráð fyrir miklum breytingum á verðbólgu næstu mánuði og teljum að hún verði áfram rétt undir 4% í júní.

10. mars 2025
Verulegur halli mældist á viðskiptum við útlönd í fyrra og sömuleiðis á vöruviðskiptum í febrúar samkvæmt gögnum sem bárust í síðustu viku. Seðlabanki Evrópu lækkaði vexti í síðustu viku, eins og við var búist. Í vikunni fara fram verðmælingar fyrir marsmælingu vísitölu neysluverðs, Vinnumálastofnun birtir skráð atvinnuleysi og Ferðamálastofa birtir tölur um fjölda ferðamanna um Keflavíkurflugvöll.

7. mars 2025
Verulegur halli mældist á viðskiptum við útlönd í fyrra, en stór hluti hans var vegna færslna sem höfðu ekki í för með sér gjaldeyrisflæði og styrktist krónan því þrátt fyrir þetta og erlend staða þjóðarbúsins batnaði.

3. mars 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.

3. mars 2025
Verðbólga lækkaði úr 4,6% í 4,2% í febrúar, en við teljum að heldur muni draga úr lækkunartakti verðbólgu næstu mánuði. Hagvöxtur mældist 2,3% á fjórða ársfjórðungi 2024 og 0,6% fyrir árið í heild. Umsvif í hagkerfinu voru umfram spár, en Hagstofan færði upp hagvöxt á fyrstu níu mánuðum ársins. Í vikunni fram undan eru nokkur uppgjör, Seðlabankinn birtir greiðslujöfnuð við útlönd og það er vaxtaákvörðun hjá Seðlabanka Evrópu.

28. feb. 2025
Hagvöxtur var 0,6% árið 2024. Krafturinn í hagkerfinu var lítillega umfram flestar spár sem gerðu heldur ráð fyrir lítils háttar samdrætti. Hagvöxturinn var ekki síst drifinn áfram af aukinni fjárfestingu, bæði í atvinnuvegum og íbúðauppbyggingu.

27. feb. 2025
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,91% á milli mánaða í febrúar, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands. Ársverðbólga lækkar því úr 4,6% í 4,2%. Við eigum enn von á að verðbólga hjaðni næstu mánuði, þó það hægi á lækkunartaktinum, og mælist 3,8% í maí.

24. feb. 2025
Í vikunni birtir Hagstofan febrúarmælingu vísitölu neysluverðs og þjóðhagsreikninga fyrir lokafjórðung síðasta árs. Í síðustu viku uppfærði Hafrannsóknarstofnun ráðleggingar um loðnuafla en samkvæmt því munu íslensk skip fá um 4,6 þúsund tonn. Í síðustu viku bárust einnig gögn um greiðslukortaveltu landsmanna í janúar sem var 6,5% meiri að raunvirði en árið áður. Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,5% á milli mánaða í janúar, en svo mikið hefur hún ekki hækkað síðan í febrúar 2024.

21. feb. 2025
Íbúðaverð hækkaði mun meira í janúar en síðustu mánuði. Íbúðaverð hefur verið nokkuð sveiflukennt og óútreiknanlegt undanfarið en stökkið í janúar skýrist af verðhækkun á sérbýli. Íbúðum á sölu hefur fjölgað hratt síðustu mánuði og birgðatími lengst. Grindavíkuráhrifin hafa fjarað út að langmestu leyti og hækkanir á verðtryggðum vöxtum kældu markaðinn undir lok síðasta árs.