Viku­byrj­un 15. júlí

Nokkrar sviptingar voru með hlutabréfaverð í Icelandair group í seinustu viku. Ef við skoðum hlutabréfaverð Icelandair group yfir lengri tíma sést að miklar sveiflur hafa verið á verði þess. Til dæmis hefur verðið hreyfst um meira en 10% milli samliggjandi daga 10 sinnum síðan byrjun árs 2017.
12. júlí 2019

Vikan framundan

  • Á þriðjudag birtir Þjóðskrá vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu. Seðlabankinn birtir tölur um greiðslumiðlun.
  • Á föstudag birtir þjóðskrá vísitölu leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu.
  • Á fimmtudag birtir Ferðamálastofa síðan mánaðarlegt rit sitt, ferðaþjónustan í tölum.

Mynd vikunnar

Nokkrar sviptingar voru með hlutabréfaverð í Icelandair group í seinustu viku meðal annars í kjölfar frétta um framlengingu kyrrsetningar Boeing 737 MAX-flugvéla félagsins, hugsanlegra áforma Emirates um að hefja flug til Íslands og kaup bandarísks fjárfestis á eignum út úr þrotabúi WOW air. Þessu til viðbótar voru kynntar hugmyndir um stofnun annars flugfélags hér á landi sem á að heita WAB sem stendur fyrir „We are Back“. Á bak við það standa hluti af fyrrum stjórnendum í Wow air ásamt írskum fjárfestingarsjóð sem tengist einum af stofnendum Ryanair. Ef við skoðum hlutabréfaverð Icelandair group yfir lengri tíma sjást mikla sveiflur. Til dæmis hefur verðið hreyfst um meira en 10% milli samliggjandi daga 10 sinnum síðan byrjun árs 2017.

Það helsta frá vikunni sem leið

Hagtölur og markaðsupplýsingar

Hagtölur 15. júlí 2019 (PDF)

Innlendar markaðsupplýsingar 15. júlí 2019 (PDF)

Erlendar markaðsupplýsingar 15. júlí 2019 (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
6. júní 2024
Mánaðaryfirlit yfir sértryggð skuldabréf - maí 2024
Meðfylgjandi er mánaðarlegt yfirlit sértryggðra skuldabréfa.
Flutningaskip
5. júní 2024
Aukinn halli á viðskiptum við útlönd
Alls var 41 ma. kr. halli á viðskiptum við útlönd á fyrsta ársfjórðungi. Hallinn jókst nokkuð milli ára. Þrátt fyrir þetta batnaði erlend staða þjóðarbúsins á fjórðungnum.
4. júní 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 4. júní 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
3. júní 2024
Vikubyrjun 3. júní 2024
Landsframleiðsla dróst saman um 4% á fyrsta ársfjórðungi og verðbólga mældist 6,2% í maí, aðeins umfram spár.
Fiskiskip á Ísafirði
31. maí 2024
Samdráttur á fyrsta ársfjórðungi
Hagkerfið dróst saman um 4% á milli ára á fyrsta ársfjórðungi samkvæmt nýbirtum þjóðhagsreikningum Hagstofunnar. Þetta er í fyrsta sinn síðan árið 2021 sem landsframleiðsla dregst saman á milli ára. Samdrátturinn skýrist helst af minni birgðasöfnun vegna loðnubrests. Einkaneysla og fjárfesting jukust aftur á móti á fjórðungnum sem er til marks um eftirspurnarþrýsting.
Íbúðahús
30. maí 2024
Verðbólga jókst þvert á spár
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,58% á milli mánaða í maí og við það hækkaði ársverðbólga úr 6,0% í 6,2%. Hækkanir voru á nokkuð breiðum grunni og meiri en við bjuggumst við. 
Þjóðvegur
29. maí 2024
Margra ára hallarekstur og óskýrar mótvægisaðgerðir
Stjórnvöld sjá fram á að rétta smám saman úr ríkisrekstrinum á næstu árum en gera ekki ráð fyrir afgangi fyrr en árið 2028, eftir níu ára samfelldan hallarekstur. Hallarekstur var viðbúinn í faraldrinum en almennt er óæskilegt að ríkissjóður sé rekinn með halla í uppsveiflu og á tímum mikillar þenslu og verðbólgu. Við teljum að áfram verði reynt að halda aftur af opinberri fjárfestingu og að samneysla aukist aðeins minna á næstu árum en undanfarin ár.
Mynt 100 kr.
27. maí 2024
Krónan stöðug en Ísland verður dýrara
Krónan hefur verið óvenju stöðug frá því í nóvember í fyrra. Við teljum að krónan styrkist lítillega á þessu ári og að raungengið hækki þar sem verðbólga verði meiri hér en í helstu viðskiptalöndum okkar.
Fasteignir
27. maí 2024
Vikubyrjun 27. maí 2024
Velta á íbúðamarkaði hefur aukist á síðustu mánuðum og kaupsamningum fjölgað. Undirritaðir kaupsamningar á höfuðborgarsvæðinu í apríl í ár voru meira en tvöfalt fleiri en í apríl í fyrra.
Fiskveiðinet
22. maí 2024
Botnfisksveiðar vega upp á móti loðnubresti
Heildarafli íslenskra fiskiskipa dróst saman í fyrra og útflutningur sjávarafurða var 7,9% minni í fyrra en árið á undan. Aflaheimildir á þorski hafa dregist saman nokkur ár í röð en nú virðist þróunin vera að snúast við þar sem þorskkvóti var aukinn um 1% fyrir yfirstandandi veiðitímabil. Loðnuvertíð síðasta árs var mjög góð en í ár verður engin loðna veidd. Í nýlegri hagspá gerum við ráð fyrir hóflegum vexti í útflutningi sjávarafurða.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur