Vikubyrjun 15. júlí
Vikan framundan
- Á þriðjudag birtir Þjóðskrá vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu. Seðlabankinn birtir tölur um greiðslumiðlun.
- Á föstudag birtir þjóðskrá vísitölu leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu.
- Á fimmtudag birtir Ferðamálastofa síðan mánaðarlegt rit sitt, ferðaþjónustan í tölum.
Mynd vikunnar
Nokkrar sviptingar voru með hlutabréfaverð í Icelandair group í seinustu viku meðal annars í kjölfar frétta um framlengingu kyrrsetningar Boeing 737 MAX-flugvéla félagsins, hugsanlegra áforma Emirates um að hefja flug til Íslands og kaup bandarísks fjárfestis á eignum út úr þrotabúi WOW air. Þessu til viðbótar voru kynntar hugmyndir um stofnun annars flugfélags hér á landi sem á að heita WAB sem stendur fyrir „We are Back“. Á bak við það standa hluti af fyrrum stjórnendum í Wow air ásamt írskum fjárfestingarsjóð sem tengist einum af stofnendum Ryanair. Ef við skoðum hlutabréfaverð Icelandair group yfir lengri tíma sjást mikla sveiflur. Til dæmis hefur verðið hreyfst um meira en 10% milli samliggjandi daga 10 sinnum síðan byrjun árs 2017.
Það helsta frá vikunni sem leið
- Samkvæmt fundargerð Peningastefnunefndar greiddi einn nefndarmaður atkvæði gegn tillögu seðlabankastjóra um að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur.
- Við spáum að verðbólgan mælist 3,2% í júlí.
- Erlendum ferðamönnum hefur fækkað um 19,2% eftir brotthvarf WOW air.
- Skráð atvinnuleysi var 3,4% í júní.
- Íbúðalánasjóður birtir mánaðarskýrslu um húsnæðismarkaðinn.
- Hagstofan birti talnaefni um laun 2018, starfsskráningar á öðrum ársfjórðungi, lífslíkur árið 2018 og útflutningsverðmæti 2018.
- Seðlabankinn birti talnaefni um raungengi, millibankamarkað með krónur, millibankamarkað með gjaldeyri, erlenda stöðu Seðlabankans og gjaldeyrisforðann.
- Ferðamálastofa birti könnun á afkomu hótelfyrirtækja 2018.
- Icelandair Group birti flutningstölur fyrir júní. Félagið tilkynnti einnig breytingar á flugáætlun vegna kyrrsetningar Boeing 737 MAX flugvéla.
- Lánamál ríkisins birtu Markaðsupplýsingar.
- Landsbankinn lauk útboði sértryggðra skuldabréfa, Lykill fjármögnun lauk víxlaútboði, Íslandsbanki lauk víxlaútboði og Arion banki lauk víxlaútboði.
Hagtölur og markaðsupplýsingar









