Spá­um 8,1% verð­bólgu í des­em­ber

Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,76% milli mánaða í desember og að ársverðbólga hækki í 8,1%. Þeir liðir sem vega þyngst til hækkunar á vísitölunni eru flugfargjöld til útlanda, reiknuð húsaleiga og verð á mat og drykkjarvöru. Við gerum áfram ráð fyrir að verðbólga hjaðni eftir áramót og verði 7,3% í janúar, 6,8% í febrúar og 6,7% í mars.
Flugvél
12. desember 2023

Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,76% milli mánaða í desember. Gangi spáin eftir hækkar verðbólgan lítillega og verður 8,1%. Flugfargjöld til útlanda hækka um 19,4% samkvæmt spánni og er sá liður sem vegur þyngst til hækkunar á vísitölunni í desember. Reiknuð húsaleiga, þ.e. kostnaður við að búa í eigin húsnæði, hækkar um 1,1% samkvæmt spánni og verð á mat og drykkjarvörum hækkar einnig. Við gerum ráð fyrir að verð á bensíni lækki á milli mánaða.

Spáum því að reiknuð húsaleiga hækki minna en síðustu mánuði

Síðustu þrjá mánuði hefur vísitala markaðsverðs íbúðarhúsnæðis, sem Hagstofan reiknar, hækkað og var hækkunin í síðasta mánuði um 1,4%. Það er nokkuð rífleg hækkun á flesta mælikvarða. Nokkrar ástæður geta verið fyrir hækkunum. Við höfum fjallað um áður að nýleg fjölgun hlutdeildarlána hafi mögulega haft áhrif til hækkunar á íbúðaverðsvísitölum, enda ýta þau undir sölu á nýjum íbúðum sem eru að jafnaði dýrari en þær eldri. Þá má vera að umræða um yfirvofandi íbúðaskort og verðhækkanir kyndi undir eftirspurn, ekki síst á meðal fyrstu kaupenda, og óbreytt vaxtastig í vetur kann að ýta undir bjartsýni á markaðnum.

Við gerum ráð fyrir að vísitala markaðsverðs íbúðarhúsnæðis hækki um 0,5% milli mánaða sem er nokkuð minni hækkun en síðustu mánuði. Samkvæmt skoðun okkar á kaupskrá fasteigna lækkaði meðalfermetraverð í kaupsamningum sem gerðir voru í október, en vísitalan er reiknuð sem þriggja mánaða hlaupandi meðaltal. Í næstu vísitölumælingu dettur ágúst út, en í þeim mánuði hækkaði fermetraverð töluvert. Við teljum því að hækkunin verði nokkuð minni en síðustu tvo mánuði. Þá gerum við ráð fyrir að áhrif vaxtahlutans verði 0,6% í desember og að reiknuð húsaleiga hækki því um 1,1%.

Verð á flugfargjöldum til útlanda og mat hækkar en bensínverð lækkar

  • Við gerum ráð fyrir að flugfargjöld til útlanda hækki um 19,4% í desember, en flugfargjöld hækka alla jafna í desember, áður en þau lækka svo aftur í janúar.
  • Samkvæmt verðathugun okkar kostar bensínlítrinn að meðaltali 312,8 krónur og lækkaði úr 316,6 krónum frá fyrri mánuði. Verð á díselolíu kostar að meðaltali 316,2 krónur nú og lækkaði úr 320,4 krónum frá fyrri mánuði. Samanlagt teljum við að bensín- og díselolíuverð lækki því um 1,0% á milli mánaða í desember.
  • Við gerum ráð fyrir að verð á mat og drykkjarvöru hækki um 0,5% í desember.

Spá um desembermælingu VNV

       
Undirliður Vægi í VNV Breyting (spá) Áhrif (spá)
Matur og drykkjarvara 15,0% 0,5% 0,08%
Áfengi og tóbak 2,4% 0,2% 0,00%
Föt og skór 3,9% 0,8% 0,03%
Húsnæði án reiknaðrar húsaleigu 9,7% 0,3% 0,03%
- Reiknuð húsaleiga 19,5% 1,1% 0,22%
Húsgögn, heimilisbúnaður o.fl. 6,3% 0,7% 0,04%
Heilsa 3,7% 0,3% 0,01%
Ferðir og flutningar (annað) 3,8% 0,5% 0,02%
- Kaup ökutækja 6,0% 0,5% 0,03%
- Bensín og díselolía 2,9% -1,0% -0,03%
- Flugfargjöld til útlanda 1,6% 19,4% 0,31%
Póstur og sími 1,6% -0,6% -0,01%
Tómstundir og menning 10,0% 0,0% 0,00%
Menntun 1,0% -0,1% 0,00%
Hótel og veitingastaðir 5,3% -0,1% -0,01%
Aðrar vörur og þjónusta 7,2% 0,4% 0,03%
Alls 100,0%   0,76%

Við spáum því að verðbólga hækki lítillega í desember en lækki eftir áramót

Við gerum ráð fyrir að vísitala neysluverðs hækki um 0,76% í desember, 0,11% í janúar, 0,86% í febrúar og 0,55% í mars á næsta ári. Gangi spá okkar eftir verður verðbólga 8,1% í desember. Eftir áramót hjaðnar hún loks og verður 7,3% í janúar, 6,8% í febrúar og 6,7% í mars. Mánaðarbreytingar á vísitölu neysluverðs voru töluverðar í janúar og febrúar í ár. Þær mælingar detta út úr ársverðbólgunni í janúar og febrúar á næsta ári og við það ætti verðbólgan að hjaðna verulega í byrjun árs.

Spáin fyrir næstu mánuði breytist því lítillega frá fyrri spá. Við teljum áfram að íbúðaverð hækki lítillega næstu mánuði, en áður höfðum við gert ráð fyrir að verðið yrði að mestu óbreytt. Á móti hefur bensínverð lækkað meira en við gerðum áður ráð fyrir og áhrif af hækkun flugfargjalda verður minni í desember en við töldum í fyrri spá.

Í janúar togast yfirleitt á hækkanir vegna gjaldskrárhækkana og lækkanir vegna janúarútsala, þó vísitalan hafi yfirleitt lækkað í janúar. Í ár og í fyrra voru undantekningar á því, en vísitala neysluverðs hækkaði töluvert í janúar á þessu ári, eða um 0,85%. Eins og áður segir gerum við ráð fyrir nokkuð minni hækkun næsta janúar, 0,11%. Þar hefur breyting á stuðningi ríkisins við kaup á rafmagnsbílum áhrif til hækkunar. Einnig tekur Hagstofan inn hækkun á lóðamati í reiknaða húsaleigu í janúar sem ýtir spánni upp, auk annarra gjaldskrárhækkana. Þá hefur nýleg veiking á gengi krónunnar einnig nokkur áhrif á spána næstu mánuði. Við teljum einnig að þótt janúarútsölur verði betri en síðustu tvö ár, verði afslættir ekki jafn ríflegir og fyrir faraldur.

Fyrirvari
Innihald og form þessarar greiningar er unnið af starfsfólki Hagfræðideildar Landsbankans hf. (hagfraedideild@landsbankinn.is) og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem greiningin var unnin. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsfólks Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar greiningin er dagsett, en þær geta breyst án fyrirvara.

Landsbankinn hf. og starfsfólk hans taka ekki ábyrgð á viðskiptum sem byggð eru á þeim upplýsingum og skoðunum sem hér eru settar fram, enda eru þær ekki veittar sem persónuleg ráðgjöf fyrir einstök viðskipti.

Bent skal á að Landsbankinn hf. getur á hverjum tíma haft beinna eða óbeinna hagsmuna að gæta, ýmist sjálfur, dótturfélög hans eða fyrir hönd viðskiptavina, s.s. sem fjárfestir, lánardrottinn eða þjónustuaðili. Greiningar eru engu að síður unnar sjálfstætt af Hagfræðideild Landsbankans og innan Landsbankans eru í gildi reglur um aðskilnað starfssviða sem eru aðgengilegar á vef bankans.
Þú gætir einnig haft áhuga á
12. sept. 2024
Spáum að verðbólga lækki í 5,7% í september
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,08% á milli mánaða í september og að verðbólga lækki úr 6,0% niður í 5,7%. Við eigum von á áframhaldandi lækkun næstu mánuði og að ársverðbólga verði komin niður í 4,9% í lok árs.
9. sept. 2024
Vikubyrjun 9. september 2024
Í þessari viku ber hæst útgáfa á tölum um fjölda ferðamanna í ágúst og skráð atvinnuleysi á morgun. Í síðustu viku birtist fundargerð peningastefnunefndar þar sem fram kom að allir nefndarmenn voru sammála um að halda vöxtum óbreyttum á síðasta fundi, ólíkt því sem var síðustu þrjá fundi þar áður þar sem einn nefndarmaður vildi lækka vexti um 0,25 prósentustig.
6. sept. 2024
Mánaðaryfirlit yfir sértryggð skuldabréf - ágúst 2024
Meðfylgjandi er mánaðarlegt yfirlit sértryggðra skuldabréfa.
Lyftari í vöruhúsi
5. sept. 2024
Halli á viðskiptum við útlönd á 2. ársfjórðungi
Halli mældist á viðskiptum við útlönd á öðrum fjórðungi þessa árs, ólíkt öðrum ársfjórðungi í fyrra, þegar lítils háttar afgangur mældist. Það var afgangur af þjónustujöfnuði og frumþáttatekjum, en halli á vöruskiptum og rekstrarframlögum. Hrein staða þjóðarbúsins versnaði lítillega á fjórðungnum.
3. sept. 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 3. september 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Íslenskir peningaseðlar
2. sept. 2024
Vikubyrjun 2. september 2024
Verðbólga lækkaði óvænt á milli mánaða í ágúst. Hagkerfið dróst örlítið saman á milli ára á öðrum ársfjórðungi, en á sama tíma er nú ljóst að hagvöxtur í fyrra var meiri en áður var talið og einnig að samdráttur var minni á fyrsta ársfjórðungi. Í þessari viku birtir Seðlabankinn gögn um greiðslujöfnuð við útlönd og fundargerð peningastefnunefndar.
Bílar
30. ágúst 2024
Samdráttur annan ársfjórðunginn í röð
Hagkerfið dróst örlítið saman á milli ára á öðrum ársfjórðungi, samkvæmt nýbirtum þjóðhagsreikningum Hagstofunnar. Á sama tíma er nú ljóst að hagvöxtur var meiri í fyrra en áður var talið og samdráttur einnig minni á fyrsta ársfjórðungi. Umsvif í hagkerfinu eru því meiri en áður var talið þótt landsframleiðsla dragist saman.
Paprika
29. ágúst 2024
Verðbólga undir væntingum - lækkar í 6,0%
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,09% á milli mánaða í ágúst, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Ísland. Ársverðbólga lækkar því úr 6,3% í 6,0%, um 0,3 prósentustig. Vísitalan hækkaði nokkuð minna en við gerðum ráð fyrir, en við spáðum óbreyttri verðbólgu. Það sem kom okkur mest á óvart var lækkun á menntunarliðnum, sem skýrist af niðurfellingu á skólagjöldum einstaka háskóla. Verð á matarkörfunni lækkaði í fyrsta skiptið í þrjú ár. 
Flutningaskip
27. ágúst 2024
Halli á vöru- og þjónustuviðskiptum þrjá ársfjórðunga í röð
Afgangur af þjónustuviðskiptum náði ekki að vega upp halla af vöruviðskiptum á öðrum ársfjórðungi, ólíkt því sem var fyrir ári síðan. Bæði var meiri halli af vöruviðskiptum og minni afgangur af þjónustuviðskiptum en á öðrum fjórðungi síðasta árs.
Hús í Reykjavík
26. ágúst 2024
Vikubyrjun 26. ágúst 2024
Peningastefnunefnd hélt vöxtum óbreyttum í síðustu viku, eins og búist var við. Nokkur kraftur er í fasteignamarkaðnum og vísitala íbúðaverðs og vísitala leiguverðs hækkuðu báðar þó nokkuð í júlí. Í þessari viku fáum við verðbólgutölur fyrir ágústmánuð og þjóðhagsreikninga annars ársfjórðungs. 
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur