Mik­il hækk­un launa­vísi­tölu í janú­ar - kaup­mátt­ur hef­ur aldrei ver­ið meiri

Launavísitalan hækkaði um 3,7% milli desember 2021 og janúar 2022 samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Síðustu 12 mánuði hefur launavísitalan hækkað um 7,3%, sem er eilítið lægri árstaktur en verið hefur síðustu mánuði. Kaupmáttur launa jókst um 1,1% milli janúarmánaða 2021 og 2022 þrátt fyrir óvenju mikla verðbólgu og hefur aldrei verið hærri en í janúar 2022.
Fimmþúsundkrónu seðlar
23. febrúar 2022 - Hagfræðideild

Launavísitalan hækkaði um 3,7% milli desember 2021 og janúar 2022 samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Síðustu 12 mánuði hefur launavísitalan hækkað um 7,3%, sem er eilítið lægri árstaktur en verið hefur síðustu mánuði.

Síðustu tvær áfangahækkanir kjarasamninga komu til framkvæmda 1. janúar 2021 og 2022 og var hækkun launavísitölunnar 3,7% í bæði skiptin. Þó ekki hafi verið um aðrar hækkanir að ræða á árinu samkvæmt kjarasamningum hækkaði launavísitalan um 7,3% innan ársins 2021. Áfangahækkanir vegna kjarasamninga skýra því einungis um helming hækkunar launa á árinu 2021.

Verðbólga í janúar 2022 mældist 5,7% en árshækkun launavísitölunnar um 7,3%. Kaupmáttur launa jókst því um 1,1% milli janúarmánaða 2021 og 2022 þrátt fyrir óvenju mikla verðbólgu. Kaupmáttaraukning launa er því áfram nokkuð stöðug og nokkuð mikil í sögulegu samhengi. Kaupmáttarvísitalan tók stökk upp á við í janúar 2021 og náði þá sögulegu hámarki en minnkaði eilítið á árinu. Sagan endurtekur sig nú og kaupmáttur launa hefur aldrei verið hærri en í janúar 2022.

Sé litið á launabreytingar hjá stóru hópunum á vinnumarkaðnum milli nóvembermánaða 2020 og 2021 sést að laun á almenna markaðnum hækkuðu áfram mun minna en á þeim opinbera. Launin hækkuðu um 6,5% á almenna markaðnum á þessum tíma og um 10% á þeim opinbera, þar af 9,3% hjá ríkinu og 10,7% hjá sveitarfélögunum.

Milli nóvembermánaða 2020 og 2021 hækkuðu laun áberandi mest í veitinga- og gististarfsemi, eða um 10,3%. Á hinum endanum er fjármála- og vátryggingarstarfsemi með 4,2% hækkun. Á þessu tímabili hækkaði launavísitalan fyrir allan vinnumarkaðinn um 7,5%. Á þessum tölum má glöggt sjá áhrif krónutöluhækkana á launaþróun. Meðaltekjur eru almennt lágar í veitinga- og gististarfsemi og því hækka laun hlutfallslega mikið. Tekjur eru háar í fjármála- og vátryggingarstarfsemi og þar hækka laun því hlutfallslega mun minna.

Þann 28. febrúar nk. birtir Hagstofa Íslands fyrstu niðurstöður þjóðhagsreikninga fyrir árið 2021. Þá mun koma í ljós hversu mikið landsframleiðsla á mann hækkaði á milli áranna 2020 og 2021. Ný spá Seðlabankans gerir ráð fyrir að landsframleiðslan hafi hækkað um 4,9% í fyrra.

Ætla má að íbúum hafi fjölgað um u.þ.b. 2% milli ára þannig að landsframleiðsla eða hagvöxtur á mann hefur þá aukist um tæp 3%. Samkvæmt kjarasamningum ættu lægstu laun að hækka um kr. 13.000 á mánuði þann 1. maí verði hagvöxtur á mann meiri en 3%, en um kr. 10.500 verði hagvöxtur á mann á bilinu 2,5-3%. Hærri laun myndu hækka um 75% af hækkun lægri launa, eða um kr. 9.750 eða kr. 7.875 á mánuði, miðað við þetta.

Lesa Hagsjána í heild:

Hagsjá: Mikil hækkun launavísitölu í janúar - kaupmáttur hefur aldrei verið meiri

Þú gætir einnig haft áhuga á
Vöruhótel
26. feb. 2024
Vikubyrjun 26. febrúar 2024
Á árunum 2010 til 2019 var samfelldur afgangur af vöru- og þjónustuviðskiptum við útlönd. Nokkur halli var árin 2020 og 2021 á meðan heimsfaraldurinn geisaði, en síðan hafa utanríkisviðskipti verið nokkurn veginn í jafnvægi.
Gata í Reykjavík
22. feb. 2024
Vísitala íbúðaverðs hækkar áfram örlítið milli mánaða
Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 0,4% á milli mánaða í janúar. Sérbýli hækkaði um 0,1% og fjölbýli um 0,4%. Raunverð íbúða er nokkurn veginn það sama og fyrir einu ári. Undirrituðum kaupsamningum á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði á milli ára síðustu fjóra mánuði eftir að hafa fækkað sífellt frá miðju ári 2021.
Bátur
19. feb. 2024
Vikubyrjun 19. febrúar 2024
Nokkur breyting hefur orðið á samsetningu vinnumarkaðarins hér á landi frá árinu 1991. Stjórnendum, sérfræðingum, sérmenntuðu starfsfólki, þjónustu- og verslunarfólki hefur fjölgað verulega á sama tíma og skrifstofufólki, bændum og fiskveiðifólki hefur fækkað.
Peningaseðlar
15. feb. 2024
Spáum áframhaldandi hjöðnun í febrúar: Úr 6,7% í 6,1%
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,89% milli mánaða í febrúar og að ársverðbólga hjaðni úr 6,7% í 6,1%. Útsölulok munu hafa mest áhrif til hækkunar á milli mánaða í febrúar, samkvæmt spánni. Þá koma gjaldskrárhækkanir á sorphirðu, fráveitu og köldu vatni inn í mælingar nú í febrúar. Lægri flugfargjöld til útlanda vega þyngst á móti hækkunum, gangi spáin eftir.
Flugvél
12. feb. 2024
Ferðamenn dvelja skemur og eyða færri krónum
Um 131 þúsund erlendir ferðamenn fóru um Keflavíkurflugvöll í janúar. Þeir voru fleiri en í janúar í fyrra en færri en árin fyrir faraldur. Fjórði ársfjórðungur síðasta árs var sá fjölmennasti frá upphafi.
Smiður
12. feb. 2024
Vikubyrjun 12. febrúar 2024
Á fjórða ársfjórðungi síðasta árs voru fleiri atvinnulausir á Íslandi en sem nam lausum störfum. Því var öfugt farið um mitt ár 2022 þegar spennan á vinnumarkaði var sem mest og fyrirtæki kepptust um starfsfólk. Þessi viðsnúningur er eitt merki þess að tekið sé að draga út spennu á vinnumarkaði, ekki síst vegna aukins peningalegs aðhalds.
Hús í Reykjavík
9. feb. 2024
Meirihluti útistandandi íbúðalána nú verðtryggður
Hátt vaxtastig hefur breytt samsetningu íbúðalána til heimila. Meirihluti útistandandi íbúðalána heimila er nú verðtryggður, en heimili hafa frá byrjun síðasta árs í auknum mæli fært sig úr óverðtryggðum lánum yfir í verðtryggð. Hrein ný íbúðalán banka og lífeyrissjóða hafa aukist frá miðju síðasta ári en drógust nú saman milli mánaða í desember.
5. feb. 2024
Mánaðaryfirlit yfir sértryggð skuldabréf - janúar 2024
Meðfylgjandi er mánaðarlegt yfirlit sértryggðra skuldabréfa.
Mynt 100 kr.
5. feb. 2024
Vikubyrjun 5. febrúar 2024
Verðbólga hefur hjaðnað síðustu mánuði, en auk þess hefur hlutfall undirliða sem hafa hækkað um meira en 10% á undanförnum 12 mánuðum fækkað.
2. feb. 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 2. febrúar 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur