Lofts­lags­ráð­stefna í Glasgow í skugga fyr­ir­sjá­an­legs orku­skorts

Ástand orkumála hefur breyst mikið á stuttum tíma. Á síðustu árum fyrir faraldurinn bjuggu Vesturlönd við ofgnótt orku. Olíuiðnaðurinn og OPEC-ríkin, sem lengi höfðu reynt að takmarka framboð olíu til þess að halda verði uppi, stóðu allt í einu frammi fyrir stórauknu framboði. Mikilvægur þáttur í meintum orkuskorti, sem mögulega á eftir að aukast á næstu árum, eru minni fjárfestingar í olíu-, gas- og kolavinnslu. Að hluta til kemur þetta til af þeirri ofgnótt orku sem við vorum farin að venjast á síðustu árum, en ástæðan er ekki síður stórauknar áherslur við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.
Vindmyllur
3. nóvember 2021 - Hagfræðideild

Hlutfall koltvíoxíðs  í andrúmsloftinu var nokkuð stöðugt allt frá örófi alda fram á 19. öld, á bilinu 275-285 ppm. Í kringum 1910 var hlutfallið komið upp í 300 og nú er það komið upp í 412 ppm. Á u.þ.b. einni öld hefur hlutur CO2 í andrúmsloftinu því aukist hundrað sinnum meira en á þúsund árum þar á undan. 

Það er ekki nokkur vafi á því að aukning kolefnis í andrúmsloftinu er komin til af mannavöldum, aðallega með bruna jarðefnaeldsneytis, en einnig með eyðingu skóga og umbreytingu þeirra og annars landrýmis yfir í ræktarland. Svo lengi sem þessi þróun heldur áfram með sama hætti og nú munu gróðurhúsalofttegundir halda áfram að aukast.

Jarðefnaeldsneyti hefur haft afgerandi þýðingu fyrir efnahagsþróun í heiminum í tvær aldir. Kol og olía hafa leikið stórt hlutverk í umbreytingum í framleiðslu og atvinnulífi sem jók framleiðni verulega og skapaði þannig grundvöll fyrir aukinni fólksfjölgun og velferð.

Árið 1992 var hlutfall CO2 í andrúmsloftinu 356 ppm og áhyggjur manna af hlýnun jarðar voru teknar að aukast. Það ár samþykktu þjóðir heims á loftslagsráðstefnunni í Ríó de Janeiró að skuldbinda sig til þess að hægja á gróðurhúsaáhrifum.

Parísarsamningurinn frá 2015 skuldbatt alla aðila til þess vinna að því að halda hlýnun loftslags á jörðinni innan við 2° miðað við ástandið fyrir iðnbyltingu. Í Glasgow fá þessar þjóðir tækifæri til þess að skýra frá aðgerðum sínum og áætlunum, en almennt er talið að ekki komi margt nýtt fram sem bendi til þess að þessum markmiðum verði náð.

Ástand orkumála hefur breyst mikið á stuttum tíma. Á síðustu árum fyrir faraldurinn bjuggu Vesturlönd við ofgnótt orku. Olíuiðnaðurinn og OPEC-ríkin, sem lengi höfðu reynt að takmarka framboð olíu til þess að halda verði uppi, stóðu allt í einu frammi fyrir stórauknu framboði. Aukin olíuframleiðsla í Ameríku, m.a. úr olíusandi, lækkaði olíuverð og því til viðbótar hefur verð á nýrri hreinni orku frá t.d. vindi og sól lækkaði mikið.

Mikilvægur þáttur í meintum orkuskorti, sem mögulega á eftir að aukast á næstu áru, eru minni fjárfestingar í olíu-, gas- og kolavinnslu . Að hluta til kemur þetta til af þeirri ofgnótt orku sem við vorum farin að venjast á síðustu árum, en ástæðan er ekki síður stórauknar áherslur við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.

Þessi þróun hefur svo orðið til þess að verð á olíu og gasi hefur hækkað mikið. Reyndar á hegðun OPEC-ríkjanna þátt í þessari stöðu þar sem samtökin hafa ekki aukið framboð olíu til þess að mæta þessum aðstæðum. Áhrifin á verðbólgu í heiminum verða töluverð og neikvæð, allavega til skemmri tíma. Til lengri tíma getur þessi staða hins vegar orðið til þess að hraða þróuninni í áttina að grænni og hagkvæmari orkukostum.

Olíuiðnaðurinn myndi undir venjulegum kringumstæðum bregðast við miklu framboði og verðhækkunum með því að auka framleiðsluna. En það er erfitt á tímum samfélagslegrar kröfu um minnkandi losun. Stóru olíufélögin eru undir þrýstingi fjárfesta um að fara sér hægt og sum þeirra taka nú þegar þátt í umbreytingu yfir í hreinni orku. Þó verð hafi hækkað mikið eru lítil merki um að fjárfestingar séu að aukast í greininni.

Lesa Hagsjána í heild:

Hagsjá: Loftslagsráðstefna í Glasgow í skugga fyrirsjáanlegs orkuskorts

Þú gætir einnig haft áhuga á
Fataverslun
10. júlí 2024
Spáum að verðbólga aukist lítillega og verði 5,9% í júlí 
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,15% á milli mánaða í júlí og að verðbólga aukist úr 5,8% í 5,9%. Við gerum ráð fyrir að júlímánuður verði nokkuð dæmigerður þar sem sumarútsölur verða til lækkunar á vísitölunni en flugfargjöld til útlanda til hækkunar. Við spáum nokkurn veginn óbreyttri verðbólgu í ágúst og september, en að verðbólga hjaðni í 5,4% í október. 
8. júlí 2024
Vikubyrjun 8. júlí 2024
Hátt vaxtastig hefur hvatt til sparnaðar og hægt á eftirspurn í hagkerfinu. Innlán heimila voru 20% meiri í maí síðastliðnum en í maí í fyrra, samkvæmt nýbirtum Hagvísum Seðlabanka Íslands. Óbundin innlán hafa aukist langmest.
1. júlí 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 1. júlí 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Litríkir bolir á fataslá
1. júlí 2024
Vikubyrjun 1. júlí 2024
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,48% í júní. Verðbólga mældist því 5,8% og lækkaði úr 6,2%. Velta samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum í mars og apríl dróst saman um 4,6% að raunvirði og launavísitalan hækkaði um 0,2% í maí, samkvæmt tölum sem Hagstofan birti í síðustu viku.
Flugvél á flugvelli
27. júní 2024
Verðbólga í takt við væntingar – lækkar í 5,8%
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,48% á milli mánaða í júní og við það lækkaði ársverðbólga úr 6,2% í 5,8%. Reiknuð húsaleiga, hækkandi flugfargjöld til útlanda og verðhækkun á hótelgistingu höfðu mest áhrif til hækkunar á vísitölunni. Á móti lækkaði verð á fötum og skóm, húsgögnum og heimilisbúnaði og ökutækjum á milli mánaða í júní.
25. júní 2024
Velta í hagkerfinu minnkar á milli ára
Velta samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum dróst saman um 4,6% að raunvirði í mars og apríl og um 2% í janúar og febrúar samkvæmt nýbirtum gögnum Hagstofunnar. Þróunin er ólík eftir útflutningsgreinum. Ferðaþjónusta eykst lítillega á milli ára, velta í sjávarútvegi og álframleiðslu minnkar en velta í lyfjaframleiðslu eykst til muna.
Bílar
25. júní 2024
Merki um lítilsháttar kólnun á vinnumarkaði
Atvinnuleysi er nú aðeins meira en á sama tíma í fyrra og laun hækka minna. Nýbirt launavísitala sýnir 0,2% hækkun á milli mánaða í maí og hafa laun nú hækkað um 6,7% á síðustu tólf mánuðum. Allar líkur eru á að á þessu ári hækki laun mun minna en á síðasta ári, enda hafa nýir kjarasamningar minni hækkanir í för með sér en þeir síðustu.
Paprika
24. júní 2024
Vikubyrjun 24. júní 2024
Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,4% í maí og vísitala leiguverðs um 3,2% samkvæmt gögnum sem bárust í síðustu viku. Englandsbanki hélt vöxtum óbreyttum á meðan svissneski seðlabankinn lækkaði vexti um 0,25 prósentustig. Eftirtektarverðasta innlenda hagtalan sem birtist í þessari viku er eflaust vísitala neysluverðs sem Hagstofan birtir á fimmtudaginn.
Fjölbýlishús
19. júní 2024
Vísitala íbúðaverðs á hraðri uppleið
Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,4% á milli mánaða í maí. Nafnverð íbúða er 8,4% hærra en á sama tíma í fyrra og raunverð íbúða er 4% hærra. Undirritaðir kaupsamningar um íbúðir á höfuðborgarsvæðinu voru 150% fleiri í maí á þessu ári en í maí í fyrra.  
Krani með stiga
18. júní 2024
Vikubyrjun 18. júní 2024
Í síðustu viku fengum við tölur um atvinnuleysi, fjölda ferðamanna og greiðslukortaveltu hér á landi í maí. Seðlabanki Bandaríkjanna hélt vöxtum óbreyttum. Síðar í dag birtir HMS vísitölu íbúðaverðs.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur