Lofts­lags­ráð­stefna í Glasgow í skugga fyr­ir­sjá­an­legs orku­skorts

Ástand orkumála hefur breyst mikið á stuttum tíma. Á síðustu árum fyrir faraldurinn bjuggu Vesturlönd við ofgnótt orku. Olíuiðnaðurinn og OPEC-ríkin, sem lengi höfðu reynt að takmarka framboð olíu til þess að halda verði uppi, stóðu allt í einu frammi fyrir stórauknu framboði. Mikilvægur þáttur í meintum orkuskorti, sem mögulega á eftir að aukast á næstu árum, eru minni fjárfestingar í olíu-, gas- og kolavinnslu. Að hluta til kemur þetta til af þeirri ofgnótt orku sem við vorum farin að venjast á síðustu árum, en ástæðan er ekki síður stórauknar áherslur við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.
Vindmyllur
3. nóvember 2021 - Hagfræðideild

Hlutfall koltvíoxíðs  í andrúmsloftinu var nokkuð stöðugt allt frá örófi alda fram á 19. öld, á bilinu 275-285 ppm. Í kringum 1910 var hlutfallið komið upp í 300 og nú er það komið upp í 412 ppm. Á u.þ.b. einni öld hefur hlutur CO2 í andrúmsloftinu því aukist hundrað sinnum meira en á þúsund árum þar á undan. 

Það er ekki nokkur vafi á því að aukning kolefnis í andrúmsloftinu er komin til af mannavöldum, aðallega með bruna jarðefnaeldsneytis, en einnig með eyðingu skóga og umbreytingu þeirra og annars landrýmis yfir í ræktarland. Svo lengi sem þessi þróun heldur áfram með sama hætti og nú munu gróðurhúsalofttegundir halda áfram að aukast.

Jarðefnaeldsneyti hefur haft afgerandi þýðingu fyrir efnahagsþróun í heiminum í tvær aldir. Kol og olía hafa leikið stórt hlutverk í umbreytingum í framleiðslu og atvinnulífi sem jók framleiðni verulega og skapaði þannig grundvöll fyrir aukinni fólksfjölgun og velferð.

Árið 1992 var hlutfall CO2 í andrúmsloftinu 356 ppm og áhyggjur manna af hlýnun jarðar voru teknar að aukast. Það ár samþykktu þjóðir heims á loftslagsráðstefnunni í Ríó de Janeiró að skuldbinda sig til þess að hægja á gróðurhúsaáhrifum.

Parísarsamningurinn frá 2015 skuldbatt alla aðila til þess vinna að því að halda hlýnun loftslags á jörðinni innan við 2° miðað við ástandið fyrir iðnbyltingu. Í Glasgow fá þessar þjóðir tækifæri til þess að skýra frá aðgerðum sínum og áætlunum, en almennt er talið að ekki komi margt nýtt fram sem bendi til þess að þessum markmiðum verði náð.

Ástand orkumála hefur breyst mikið á stuttum tíma. Á síðustu árum fyrir faraldurinn bjuggu Vesturlönd við ofgnótt orku. Olíuiðnaðurinn og OPEC-ríkin, sem lengi höfðu reynt að takmarka framboð olíu til þess að halda verði uppi, stóðu allt í einu frammi fyrir stórauknu framboði. Aukin olíuframleiðsla í Ameríku, m.a. úr olíusandi, lækkaði olíuverð og því til viðbótar hefur verð á nýrri hreinni orku frá t.d. vindi og sól lækkaði mikið.

Mikilvægur þáttur í meintum orkuskorti, sem mögulega á eftir að aukast á næstu áru, eru minni fjárfestingar í olíu-, gas- og kolavinnslu . Að hluta til kemur þetta til af þeirri ofgnótt orku sem við vorum farin að venjast á síðustu árum, en ástæðan er ekki síður stórauknar áherslur við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.

Þessi þróun hefur svo orðið til þess að verð á olíu og gasi hefur hækkað mikið. Reyndar á hegðun OPEC-ríkjanna þátt í þessari stöðu þar sem samtökin hafa ekki aukið framboð olíu til þess að mæta þessum aðstæðum. Áhrifin á verðbólgu í heiminum verða töluverð og neikvæð, allavega til skemmri tíma. Til lengri tíma getur þessi staða hins vegar orðið til þess að hraða þróuninni í áttina að grænni og hagkvæmari orkukostum.

Olíuiðnaðurinn myndi undir venjulegum kringumstæðum bregðast við miklu framboði og verðhækkunum með því að auka framleiðsluna. En það er erfitt á tímum samfélagslegrar kröfu um minnkandi losun. Stóru olíufélögin eru undir þrýstingi fjárfesta um að fara sér hægt og sum þeirra taka nú þegar þátt í umbreytingu yfir í hreinni orku. Þó verð hafi hækkað mikið eru lítil merki um að fjárfestingar séu að aukast í greininni.

Lesa Hagsjána í heild:

Hagsjá: Loftslagsráðstefna í Glasgow í skugga fyrirsjáanlegs orkuskorts

Þú gætir einnig haft áhuga á
Fasteignir
6. des. 2021

Íbúðafjárfesting dregst saman

Íbúðafjárfesting hefur nú dregist saman milli ára þrjá ársfjórðunga í röð samkvæmt þjóðhagsreikningum. Engu að síður mælist hún mikil sem hlutfall af landsframleiðslu. Vöxtur í fólksflutningi til landsins eykur þörf fyrir nýjar íbúðir. Nú um 5.700 íbúðir í byggingu samkvæmt Þjóðskrá og hafa tæplega 3.000 skilað sér á markað það sem af er ári.
Alþingishús
6. des. 2021

Vikubyrjun 12. desember 2021

Viðbrögð stjórnvalda gagnvart efnahagslegum áhrifum kórónuveirufaraldursins hafa skilað góðum árangri og átt ríkan þátt í að stýra hagkerfinu í gegnum einn dýpsta efnahagssamdrátt sögunnar. Þetta hefur ekki verið ókeypis, en ríkissjóður hefur skuldsett sig til þess að fjármagna tímabundinn hallarekstur í gegnum faraldurinn.
Flutningaskip við Vestmannaeyjar
3. des. 2021

Afgangur af viðskiptum við útlönd og bætt erlend staða

Á þriðja ársfjórðungi mældist 13,1 ma. kr. afgangur af viðskiptum við útlönd. Þetta er mun betri niðurstaða en á næsta fjórðungi á undan og sama fjórðungi í fyrra. Erlend staða þjóðarbúsins batnaði á ársfjórðungnum og hefur aldrei verið hagstæðari.
Fjallgöngumaður
3. des. 2021

Sýn var hástökkvarinn í nóvember

Íslenski hlutabréfamarkaðurinn lækkaði um 2,5% í nóvember rétt eins og hlutabréfamarkaðir helstu viðskiptalanda Íslands. Þrátt fyrir það hefur ávöxtun á íslenska hlutabréfamarkaðnum verið góð á undanförnum 12 mánuðum. Markaðurinn hefur hækkað um tæplega 50% á síðustu 12 mánuðum og er það meiri hækkun en í helstu viðskiptalöndum.
Ský
2. des. 2021

Mánaðaryfirlit yfir sértryggð skuldabréf

Landsbankinn seldi sértryggð skuldabréf að fjárhæð 2.200 m.kr. og Arion banki að fjárhæð 1.720 m.kr. í útboðum í nóvember. Íslandsbanki hélt ekki útboð.
Alþingi við Austurvöll
2. des. 2021

Fjármál ríkissjóðs að taka á sig mynd

Skv. fjárlagafrumvarpinu mun afkoma ríkissjóðs batna um u.þ.b. 120 ma.kr. milli áranna 2021 og 2022 og verða neikvæð um 169 ma.kr. Gert er ráð fyrir áframhaldandi hallarekstri ríkissjóðs næstu árin, allt fram til 2026, en hann verður þó töluvert minni en reiknað var með í gildandi fjármálaáætlun. Það er því ekki verið að boða niðurskurð í frumvarpinu, frekar má segja að stefnt sé að mjúkri lendingu sé litið til áranna fram til 2026.
Flutningaskip
30. nóv. 2021

Áframhald á kröftugum hagvexti á þriðja fjórðungi

Samkvæmt bráðabirgðamati Hagstofu Íslands jókst landsframleiðslan um 6% á þriðja ársfjórðungi miðað við sama tímabil í fyrra. Þetta er annar fjórðungurinn í röð sem hagvöxtur mælist eftir að faraldurinn hófst og frekari staðfesting þess að hagkerfið sé á leið út úr kreppunni. Hagvöxtur á fyrstu þremur fjórðungum ársins nam 4,1% og var hann borinn af vextinum á öðrum og þriðja fjórðungi en hagvöxtur var lítillega neikvæður á fyrsta fjórðungi.
Grafarholt
29. nóv. 2021

Hlutfall íbúða í eigu þeirra sem eiga fleiri en eina íbúð helst stöðugt

Ríflega þriðjungur íbúðastofnsins er í eigu einstaklinga eða lögaðila sem eiga fleiri en eina íbúð og hefur hlutfallið haldist nær stöðugt síðustu ár. Ekki er að sjá að lægri vextir hafi aukið áhuga fólks á að fjárfesta í fleiri en einni íbúð.
Íbúðir
29. nóv. 2021

Vikubyrjun 29. nóvember 2021

Verðbólga mældist 4,8% í nóvember og skýrir húsnæðiskostnaður rúmlega helming hennar, eða um 55%.
Háþrýstiþvottur
26. nóv. 2021

Vinnumarkaður óðum að ná fyrri styrk

Í upphafi ársins 2006 voru innflytjendur rúmlega 7% af starfandi fólki. Í september 2021 voru þeir um 23% sé miðað við 12 mánaða meðaltal. Myndin er dálítið öðruvísi þegar litið er til hlutfalls innflytjenda af atvinnulausu fólki. Í september í árhöfðu innflytjendur að meðaltali verið rúmlega 40% af þeim sem voru skráðir atvinnulausir síðustu 12 mánuði og hafði hlutfallið tvöfaldast frá seinni hluta ársins 2016. Í upphafi árs 2006 voru innflytjendur innan við 5% af skráðum atvinnulausum. Innflytjendur bera því meiri byrðar af atvinnuleysi en gildir um Íslendinga.
Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur