Íslenska krónan veiktist á móti gjaldmiðlum helstu viðskiptalanda okkar í ágúst. Í lok mánaðarins stóð evran í 149,6 krónum í samanburði við 146,9 í lok júlí og Bandaríkjadalur stóð í 126,4 í samanburði við 123,3 í lok júlí.
Velta á gjaldeyrismarkaði nam 18,3 mö. kr. (123 m. evra) í ágúst og dróst saman um 13% milli mánaða. Hlutdeild SÍ var 1,3 ma. kr. (7% af heildarveltu).
Af 21 viðskiptadegi í ágúst greip SÍ inn í markaðinn tvo daga. Föstudaginn 20. ágúst seldi hann 6 m.evra og mánudaginn 23. ágúst seldi hann 3 m. evra.