Krón­an styrkt­ist í fe­brú­ar, Seðla­bank­inn bæði keypti og seldi evr­ur

Íslenska krónan styrktist á móti gjaldmiðlum helstu viðskiptalanda okkar í febrúar. Seðlabankinn greip fjórum sinnum inn í markaðinn í mánuðinum, keypti evrur þrisvar og seldi evrur einu sinni.
Seðlabanki Íslands
4. mars 2022 - Hagfræðideild

Í lok febrúar stóð evran í 141,8 krónum samanborið við 143,2 í lok janúar og Bandaríkjadalur í 126,6 samanborið við 128,4 í lok janúar. Gengisvísitalan lækkaði (krónan styrktist) um 1,0% í febrúar.

Krónan hélt sér að mestu milli 141 og 144 krónum á evru í mánuðinum. Krónan byrjaði mánuðinn rétt undir 144 krónum á hverja evru. Krónan styrktist síðan fyrri hluta mánaðarins, fór lægst í 140,8 krónur evran, en gaf síðan lítillega eftir undir lok mánaðarins.

Velta á gjaldeyrismarkaði var 45,2 ma.kr. (318 m.evra) í mánuðinum og jókst nokkuð milli mánaða. Hlutdeild SÍ í veltu mánaðarins var 9,2 ma.kr. (64 m.evra), eða 20% af heildarveltu.

Seðlabankinn greip fjórum sinnum inn í markaðinn í febrúar. Fyrri hluta mánaðarins greip hann inn í þrisvar og keypti evrur fyrir alls 8 ma.kr. (56 m.evra). Þann 24. febrúar seldi hann síðan evrur fyrir 1,1 ma.kr. (8 m.evra). Nettó kaup SÍ á gjaldeyri í mánuðunum voru 6,8 ma.kr. (48 m.evra).

Næstu mánuði sjáum við ekki fyrir okkur aukið útflæði. Vaxtamunur við evru ætti einnig að styðja við krónuna. Við teljum því líklegra að krónan muni styrkjast frekar en veikjast næstu mánuði.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Krónan styrktist í febrúar, Seðlabankinn bæði keypti og seldi evrur

Þú gætir einnig haft áhuga á
Gönguleið
15. júlí 2024
Vikubyrjun 15. júlí 2024
Erlendir ferðamenn voru 9% færri í júní á þessu ári en í júní í fyrra. Atvinnuleysi var 3,1% í júní og er áfram lítillega meira en á sama tíma í fyrra.
Fataverslun
10. júlí 2024
Spáum að verðbólga aukist lítillega og verði 5,9% í júlí 
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,15% á milli mánaða í júlí og að verðbólga aukist úr 5,8% í 5,9%. Við gerum ráð fyrir að júlímánuður verði nokkuð dæmigerður þar sem sumarútsölur verða til lækkunar á vísitölunni en flugfargjöld til útlanda til hækkunar. Við spáum nokkurn veginn óbreyttri verðbólgu í ágúst og september, en að verðbólga hjaðni í 5,4% í október. 
8. júlí 2024
Vikubyrjun 8. júlí 2024
Hátt vaxtastig hefur hvatt til sparnaðar og hægt á eftirspurn í hagkerfinu. Innlán heimila voru 20% meiri í maí síðastliðnum en í maí í fyrra, samkvæmt nýbirtum Hagvísum Seðlabanka Íslands. Óbundin innlán hafa aukist langmest.
1. júlí 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 1. júlí 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Litríkir bolir á fataslá
1. júlí 2024
Vikubyrjun 1. júlí 2024
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,48% í júní. Verðbólga mældist því 5,8% og lækkaði úr 6,2%. Velta samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum í mars og apríl dróst saman um 4,6% að raunvirði og launavísitalan hækkaði um 0,2% í maí, samkvæmt tölum sem Hagstofan birti í síðustu viku.
Flugvél á flugvelli
27. júní 2024
Verðbólga í takt við væntingar – lækkar í 5,8%
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,48% á milli mánaða í júní og við það lækkaði ársverðbólga úr 6,2% í 5,8%. Reiknuð húsaleiga, hækkandi flugfargjöld til útlanda og verðhækkun á hótelgistingu höfðu mest áhrif til hækkunar á vísitölunni. Á móti lækkaði verð á fötum og skóm, húsgögnum og heimilisbúnaði og ökutækjum á milli mánaða í júní.
25. júní 2024
Velta í hagkerfinu minnkar á milli ára
Velta samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum dróst saman um 4,6% að raunvirði í mars og apríl og um 2% í janúar og febrúar samkvæmt nýbirtum gögnum Hagstofunnar. Þróunin er ólík eftir útflutningsgreinum. Ferðaþjónusta eykst lítillega á milli ára, velta í sjávarútvegi og álframleiðslu minnkar en velta í lyfjaframleiðslu eykst til muna.
Bílar
25. júní 2024
Merki um lítilsháttar kólnun á vinnumarkaði
Atvinnuleysi er nú aðeins meira en á sama tíma í fyrra og laun hækka minna. Nýbirt launavísitala sýnir 0,2% hækkun á milli mánaða í maí og hafa laun nú hækkað um 6,7% á síðustu tólf mánuðum. Allar líkur eru á að á þessu ári hækki laun mun minna en á síðasta ári, enda hafa nýir kjarasamningar minni hækkanir í för með sér en þeir síðustu.
Paprika
24. júní 2024
Vikubyrjun 24. júní 2024
Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,4% í maí og vísitala leiguverðs um 3,2% samkvæmt gögnum sem bárust í síðustu viku. Englandsbanki hélt vöxtum óbreyttum á meðan svissneski seðlabankinn lækkaði vexti um 0,25 prósentustig. Eftirtektarverðasta innlenda hagtalan sem birtist í þessari viku er eflaust vísitala neysluverðs sem Hagstofan birtir á fimmtudaginn.
Fjölbýlishús
19. júní 2024
Vísitala íbúðaverðs á hraðri uppleið
Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,4% á milli mánaða í maí. Nafnverð íbúða er 8,4% hærra en á sama tíma í fyrra og raunverð íbúða er 4% hærra. Undirritaðir kaupsamningar um íbúðir á höfuðborgarsvæðinu voru 150% fleiri í maí á þessu ári en í maí í fyrra.  
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur