Í febrúar styrktist íslenska krónan gagnvart gjaldmiðlum allra helstu viðskiptalanda okkar. Í lok mánaðarins stóð evran í 152,9 krónum í samanburði við 156,1 krónur í lok janúar, Bandaríkjadalur stóð í 126,2 krónum í samanburði við 129,0 krónur í lok janúar.
Velta á millibankamarkaði með gjaldeyri var 28,8 ma.kr. (186 m.evra) í febrúar og dróst saman um 11% milli mánaða. Þar af var hlutdeild SÍ 10,2 ma.kr. (66 m.evra), sem var 36% af heildarveltunni.
Auk reglulegrar sölu á 3 m.evrum hvern viðskiptadag greip SÍ inn í markaðinn einn dag í febrúar, en þriðjudaginn 2. febrúar seldi SÍ 6 m.evra auk reglulegrar sölu. Seðlabankinn hefur tilkynnt um áframhald á reglulegri sölu til og með marsmánaðarloka.